Vísir - 11.02.1974, Page 14

Vísir - 11.02.1974, Page 14
14 Visir. Mánudagur 11. febrúar 1974. jgggjgf Frœgasta eftirstríðslið enskra vonlaust á botni Rigning — já, regnið buldi á enskum á laug- ardaginn og skolaði burt fjölmörgum leikj- um i knattspyrnunni, það svo, að aðeins 11 leikir voru háðir í 1. og 2. deild um helgina. ÍEinkum var útkoman slæm á Suður-Englandi og vegna rigningarinn- ar urðu sérfræðingar islenzkra getrauna að koma saman og kasta upp á úrslitin i þeim leikjum, sem ekki fóru ) fram og voru á islenzka (getraunaseðlinum. Það var i fimm leikjum, og iniðurstaðan þar var ,tvisvar tveir, tvisvar exx og einu sinni einn. Niðurstaðan var þvi þannig á seðlinum: 2 2 1 — 122 — 1 1 1 —x x 2 og ekki virðast þessi tákn likleg i tólf rétta!! — Manch. Utd. tapaði fyrir Leeds á heimavelli eftir að hafa sótt miklu meira, en skoraði ekki mark frekar en áður. Leeds skoraði tvívegis og hefur leikið 29 leiki án taps frá byrjun leiktímabilsins. Eftir leikina er útlitið orðið I slæmt hjá Manch, Utd. frægasta félagi Englands eftir siðari | heimsstyrjöldina. Það er neðst i fyrstu deild og likur á — já, | næstum öruggt, að félagið leikur i 2. deild næsta keppnis- timabil i fyrsta sinn siðan 1937. Ef svo verður er aðeins eitt lið, sem leikið hefur i 1. deild frá lokum styrjaldarinnar, Arsenal, og Arsenal hefur verið þar gott betur, eða stöðugt i 1. deild frá lokum fyrri heimsstyrjaldar- innar. Ahorfendur streymdu á Old Trafford i Manchester á laugar- dag — 60.025 horfðu á leikinn við Leeds — og er það mesti áhorf- endafjöldi á leik á Englandi á keppnistimabilinu. Vonbrigði uröu auðvitaö mikil hjá flestum þeirra, þvi Leeds sigraði með 2- 0 og lék þar með sinn 29. leik án taps frá upphafi leiktimabilsins. En tölurnar segja ekki nema lit- inn sannleika — leikmenn Manch. Utd. börðust af miklum krafti og fyrri hálfleikinn voru oftast niu varnarmenn i vita- teigi Leeds. Þrátt fyrir yfirburði tókst leikmönnum Manch. Utd. ekki að skora frekar en i leikj- um að undanförnu, en milli- metrum munaði þó tvivegis — einkum var Lou Macari óhepp- inn. Leeds sótti litið — Stepney þurfti þó að verja skot frá Bremner og Clarke i fyrri hálf- leiknum, Hléið kom og ekkert mark hafði verið skorað — og heima- liðið hélt áfram sókninni fyrst i siðari hálfleik, en leikmenn þess hættu sér of langt fram. A 57. min. breytti Leeds skyndilega vörn I sókn, Poul Madeley gaf á Mick Jones, sem þurfti ekki annað en renna knettinum inn- anfótar i mark. Þetta var fyrsti leikur Jones i nokkrar vikur vegna meiðsla. Leikurinn jafnaðist, en sóknarlotur Manch.Utd. voru þó meiri og aðeins undraverð markvarzla David Harway, sem þó var halt- ur, kom i veg fyrir mörk Manch. Utd. og svo i lokin, þegar Manch. Utd. reyndi allt til að jafna, skoraði Leeds aftur. Það var Joe Jordan, sem rétt áður hafði komið inn á i stað Poul Reaney, sem meiddist. Já, þannig er knattspyrnan oft — miskunnarlaus, og lánleysi — taugaspenna — leikmanna Manch.Utd. við mark mótherj- anna virðist algjört. En við skulum nú lita á úrslit- in i þeim leikjum, sem háðir voru. Táknin, sem komu upp hjá getraununum, eru fyrir aftan þá leiki, sem voru á getraunaseðl- inum, en var frestað. 1. deild Birmingham—QPR 2 Burnley—Ipswich 0-1 Chelsea—Manch. City 1-0 Everton—Wolves 2-1 Leicester—West Ham 0-1 Manch.Utd,—Leeds 0-2 Newcastle—Coventry 5-1 Norwich—Sheff.Utd. 2-1 Southampton—Derby 1 Stoke—Arsenal X Tottenham—Liverpool X t 2. deild var leik Bolton og Fulham frestað, en sá leikur var á getraunaseðlinum og komu upp 2. Aðeins fjórir leikir voru háðir i deildinni um helgina. ÍFrslit. Middlesbro—Blackpool 0-0 Notts County—Portsmouth 4-0 Preston—Nottm.For. 2-1 Sheff.Wed.—Bristol City 3-1 Fyrir tæpum tveimur mánuð- um var West Ham i neðsta sæti i 1. deild — nú er liðið komið af mesta hættusvæðinu eftir' að hafa hlotið 10 stig af 12 mögulegum i siðustu sex deildaleikjunum! — Og liðið hlaut tvö stig á laugardag og það i Leicester. West Ham verðskuldaði að mögu leyti sigurinn, þó svo heppnin væri þvi hliðholl — markvörður liðsins Merwyn Day varði vitaspyrnu frá Frank Worthington um miðjan siðari hálfleikinn. Þá sótti Leicester stift og West Ham bjargaði einnig á marklinu — en undir lokin náði West Ham yfirtökum og gat þá jafnvel aukið muninn. Eina mark leiksins skoraði Ber- mudasvertinginn Clyde Best. Markvörðurinn Day spyrnti langt út — og með aðstoð vinds- ins barst knötturinn nær alveg að marki Leicester. Þar var Best fyrir og skoraði án þess Peter Shilton kæmi við nokkrum vörnum. Þetta var á 59. min. og vissulega var sigur West Ham mjög óvæntur. Margir leikmenn Lundúnaliðsins léku mjög vel, til dæmis Mike McGiven, sem WH keypti frá Sunderland fyrir 3000 sterlingspund og hann heldur nú Bobby Moore utan liðsins, og einnig annar fyrrver- andi Sunderland-leikmaður, Keith Coleman. Norwich sigraði aftur — annar sigur liðsins i sl. viku og sigurinn var auðveldari en markatalan gefur til kynna. Ted McDougall og David Stringer skoruðu fyrir Norwich i fyrri hálfleiknum, en i þeim siðari skoraði bakvörðurinn Ted Hemsley mark Sheff. Utd. Þetta er einn bezti leikur, sem Nor- wich hefur náð og nýi leik- maðurinn frá Bournemouth, Phil Boyer, féll vel inn i iiðið. Stórsigur Newcastle gegn Coventry var nokkuð óvæntur eftir slæmt gengi liðsins frá kolaborginni síðustu vikurnar. Alex Bruce, leikmaðurinn, sem Newcastle keypti frá Preston fyrir nokkru fyrir 140 þúsund pund, lék sinn fyrsta leik fyrir Newcastle — og hvilik byrjun. Hann átti alveg tvö fyrstu mörkin — á 44. min. varð hann til þess, að John Crewen skoraði sjálfsmark , og annað mark Newcastle skoraði Bruce svo án aðstoðar! — Þriðja mark liðsins var annað sjálfsmark — að þessu sinni sendi Dugdale knött- inn i eigin mark. Newcastle komst svo i 5-0 með mörkum John Tudor og Malcolm McDon- aid áður en Brian Alderson skoraði eina mark Coventry rétt I lokin. Eftir sigur Chelsea gegn Manch. City er nú varla lengur hægt að tala um failhættu i sambandi við Chelsea. Það var sanngjarn sigur — Chelsea „átti” fyrri hálfleikinn og David Webb skoraði þegar á áttundu minútu. Það varð eina mark leiksins, og þó svo Manch. City væri meira með i leiknum i siðari hálfleiknum var litil ógn- un í leik liðsins, sem að þessu sinni lék’án Law, Lee og Marsh. Manch.City er komið i úrslit i deildabikarnum, en úrslitaleik- urinn verður eftir þrjár vikur, og það virtist fyrsta hugsun leikmanna City að komast heilir I gegnum leikinn við Chelsea — þeir hættu ekki á neitt. Olfarnir leika gegn Manch.City i deildabikarnum og þeir töpuðu einnig leik sinum á laugardag — I Liverpool, gegn Everton á Goodison Park. Mike Bernard skoraði fyrsta mark leiksins á 27. min. úr vítaspyrnu fyrir Everton — eftir að Garry Jones var felldur innan vita- teigs. Everton lék mjög vel lengstum, þrátt fyrir erfiðan völl, og Mike Lyons skoraði annað markið á 55 . min. A 67. min. skoraði Aian Sunderland fyrir Úlfana en þrátt fyrir það komst ekki spenna i leikinn. Að- eins Derek Dougan átti góðan leik i liði Úlfanna. Ipswich komst i þriðja sæti i 1. deild eftir óvæntan sigur gegn Billy Bonds, fyrirliði West Ham, til hægri á myndinni, hefur gefið félögum sinum gott fordæmi með mjög vasklegri framgöngu í leikjum siðustu vikurnar. Hann er allt i öllu i liði West Ham — Hér er hann I keppni við Roy McFarland. Leeds Liverpool 28 Ipswich 28 Derby 28 Everton 28 Burniey 27 Leicester 28 QPR 28 Newcastle 28 Sheff.Utd. 28 Manch.City 28 Southampt. 28 Arsenal 28 Tottenham 28 Coventry 30 Stoke 27 Chelsea 28 Wolves 29 West Ham 29 Birmingham 27 Norwich 28 Manch.Utd. 27 29 19 10 0 51-16 48 28 16 7 5 37-23 39 28 13 6 9 47-42 32 28 11 9 8 33-26 31 28 11 9 8 30-27 31 27 11 7 9 34-31 31 28 10 10 8 36-28 30 28 9 12 7 41-36 30 28 12 5 11 39-32 29 28 10 8 10 37-35 28 28 10 8 10 28-27 28 28 9 10 9 37-45 28 28 9 9 11 32-37 27 28 9 9 10 32-38 27 30 10 7 13 32-41 27 27 711 9 35-30 25 28 9 7 12 41-39 25 29 8 9 12 34-41 25 29 7 9 13 33-44 23 5 9 13 29-47 19 4 10 14 22-41 18 5 7 15 22-36 17 Efstu og neðstu lið i 1. deild á Skotlandi eru nú. Celtic Hibernian Rangers Ayr Aberdeen Dundee Utd. Hearts Dumbarton Partick St. Johnst. Clyde Dunferml. Morton Falkirk East Fife 21 16 2 3 57-17 34 21 13 5 3 44-23 31 21 12 4 5 36-19 28 22 10 6 6 29-23 26 20 8 9 3 28-18 25 21 10 5 6 36-28 25 21 9 5 7 35-30 23 8 2 11 25-35 18 5 7 9 20-33 17 5 6 10 21-36 16 5 6 11 20-43 16 5 5 10 27-38 15 4 5 10 18-28 13 3 7 11 25-39 13 5 3 13 13-31 13 Celtic tapaði öðrum leik sinum i röð — i gær heima fyrir Dundee Utd. 1-2. Hibernian dró þó ekki nema eitt stig á Celtic, þar sem liðinu tókst ekki að sigra neðsta liðið, Falkirk, á útivelli. 0-0. Joe Harper, sem Hibernian keypti nýlega frá Everton fyrir 100 þúsund sterl- ingspund, lék þar sinn fyrsta leik og stóð sig ekki of vel. Það mun taka nokkurn tima fyrir hann að falla inn I leik Edin- borgarliðsins. Burnley og það á útivelli. Eina mark leiksins var skorað fimm minútum fyrir hlé — Peter Morris sendi þá knöttinn i mark Burnley. Leikmen Lancashire- liðsins reyndu mjög að jafna i siðari hálfleiknum og skildu þá eftir stórar holur i vörninni. Að- eins frábær markvarzla Alan Stevenson kom þá i veg fyrir fleiri Ipswich-mörk, þegar liðið náði snöggum sóknarlotum. Eftir leikina um helgina er Mike Channon- Southampton, markhæstu leikmaður 1. deild- ar. Hann hefur skorað 19 mörk, þar af 17 i deildakeppninni, eitt i deildabikarnum og eitt i FA- bikarnum. Næstir koma Bob Latchford, Birmingham, og Malcolm McDonald, Newcastle, með 17 mörk, en þeir John Richards, Wolves, og Frank Worthington, Leicester, hafa skorað 16 mörk. Þess má geta, að mark Mick Jones. Leeds, gegn Manch. Utd. var hið 14. hjá honum á leik- timabilinu. Hann hefur sem sagt skorað meira, en allir framlinumenn Manch. Utd. til samans. Staðan er nú þannig i 1. deild

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.