Vísir - 11.02.1974, Side 9

Vísir - 11.02.1974, Side 9
Vísir. Mánudagur 11. febrúar 1974. 9 | SIÐAIM j Umsjón: Edda Andrésdóttir „Mér er alveg sama þó að siðbuxur sé mest seldi klæðnaður í verzlunum, kjóllinn hefur tekið við," er haft eftir tízkuhönnuð- num Oscar de la Renta, sem opnaði í síðustu viku tízkusýningu á klæðnaði sínum í New York. Og eftir nýjustu tízku- sýningum að dæma, virðast kóngarnir sam- mála. Flestir hafa orðið fyrir áhrifum áranna 1920-30. Kjólar í kálfasídd eru hvað vinsælastir, en þó ekki alveg eins síðir og miditízkan var hér á árinu 1970 og þar fram eftir. Efnin sem aðallega eru notuð í fatnaðinn núna og þá helzt kjólana, eru satin, crepe, silki, chiffon og önnur létt og þunn efni. Margir kjólanna eru mjög flegnir og sömu- leiðis margar hverjar af blússunum sem sýndar eru. Sumar eru jafnvel gagnsæjar, og þegar viðkomandi hönnuður er spurður að því hverju eigi að klæðast innan undir, er svarið: alls ekki neinu. En tízkuna þessa segja þeir sem viðstaddir eru tízkusýningarnar mjög .glæsilega, jafnt gagnrýn- endursem kaupendur. Og líklega mun París hafa mikil áhrif á tízkuna víða um heim næsta vor og sumar. Há-hælaðir sandalar er sá sköfatnaður sem mest ber á með sumar- fatnaðinum, og í Banda- rikjunum eru menn þegar farnir að ráðleggja þeim sem vilja fylgjast vel með tízkunni, að kaupa slíka. Kvenfólkinu er ráðlagt að leggja breið belti til hliðar en fá sér frekar mjó ef það vill nota einhver, og þau tíð- kast talsvert með buxum. Allur klæðnaður hefur nú mýkri áferð, er fínni og ferskari segja þeir sem hvað mest vitið hafa á. Sem sagt, það sem gildir nú, er klæðnaður frá árunum 1920-1930, og kannski 40 og 50. Allt nema það sem fór að koma fram á árunum 1960-70. Það er kannski kominn tími til þess að setja sig niður við að horfa á gamlar kvik- myndir, stúdera þær vel og vandlega, klæðnað, skótau, hárgreiðslu og annað, og nota það svo sem fyrirmynd. Við yrð- um víst áreiðanlega í móðnum. Og karlmennirnir mega gera það sama.... EA. Buxur í náttfatastll venchy frá Gi- Hér sýnir St. Laurent þægilega Kíó11 meö grönnum axlahllrum sniöna buxnadragt. Christian Dior Jæja. Nú opnum við á nýja staðnum. Að Skúlagötu 61 með nýjum mynstrum og nýjum litum ALAFOSS TEPPADEILD SKÚLAGOTU 61, SIMI 2 20 90 AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 8.31

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.