Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 3
Visir. Mánudagur 11. febrúar 1974.
3
c
komast að þeirri niðurstöðu, að
þjóðin mun græða margfalt hvern
þann eyri sem i hitaveitu er lagð-
ur.
Tæknilega
framkvæmanlegt
— fjárhagslega hagstætt
Hitaveita Suðurnesja er að
komast á laggirnar. Nú standa
yfir tilraunir við Svartsengi á
Reykjanesi varðandi hitaveitu til
allra sveitarfélaga á Reykjanesi.
Karl Ragnars hjá Orkustofnun
tjáði Vísi, að tilraunir varðandi
flutning á varma úr þeim heita
jarðsjó, sem undir Svartsengi er,
yfir í ferskt vatn, sýni jákvæðar
niðurstöður.
„Þetta er tæknilega fram-
kvæmanlegt og fjárhagslega hag-
kvæmt”, sagði Karl Ragnars,
„Tilraunin sem i gangi er miðar
að þvi að rannsaka, hvernig hægt
verði að vinna varma úr jarðsjón-
um, færa hann yfir i ferskt vatn.
Þetta hefur gengið ágætlega.
Lokaumsögn um málið verður
væntanlega komin i vor. I júni eða
júli verða boraðar tvær holur til
viðbótar i Svartsengi. Þær verða
boraðar til þess að kanna þetta
svæði betur, en jafnframt munu
þær nýtast sem hitagjafi þegar
þar að kemur”.
Enn mun engin framkvæmda-
áætlun liggja fyrir varðandi hita-
veitu Suðurnesja, en þó er hönnun
hafin á veitukerfum innan þorp-
anna, t.d. i Grindavik.
Stofnuð hefur verið samstarfs-
nefnd sveitarfélaganna á Suður-
nesjum varðandi hitaveituna, og
er hún nýlega farin að þinga um
tæknileg atriði þessa máls.
Orkustofnun reiknar með að
hitaveitusvæðið við Svartsengi,
verði tilbúið til nýtingar i sumar.
Og þá er bara að hefjast handa.
Akurnesingar fá
líka hitaveitu
En það eru fleiri en Suðurnesja-
menn, sem ætla að nýta jarðhit-
ann. Kunnur er t.d. samningur sá
sem Kópavogur og Hafnarfjörður
hafa gert við Hitaveitu Reykja-
vikur um lagningu veitukerfis um
þessa kaupstaði.
Og nú eru Borgfirðingar tarnir
að hugsa til hreyfings.
Akranes og Borgarnes ættu
auðveldlega að geta náð i heitt
vatn úr Deildartunguhver, og nú
er Orkustofnun að kanna, hvort
ekki sé hægt að sækja heitt vatn
handa Akurnesingum i Leirár-
sveitina.
Ljóst þykir nú, að það verði
fjárhagslega hagkvæmast fyrir
Skagamenn að fá sitt heita vatn
frá hverum eða borholum i
Leirársveitinni.
I sumar er ráðgert að bora i
Leirársveitinni og ef eitthvert
vatn kefnur úr þeirri holu, er bara
að fr'amkvæma. Ef ekkert vatn
næst, þá beinast augu sérfræðing-
anna að Deildartunguhver.
Orkustófnun er lika með i gangi
rannsókn á hitaveitumöguleikum
fyrir Þorlákshöfn, Stokkseyri,
Eyrarbakka og nágranna-
sveitirnar.
Möguleikarnir eru viða — einna
verst er með Vestfirðina og Aust-
firðina, þeir verða væntanlega að
treysta á rafmagnið.
—GG
Hitaveitumöguleikar eru viöa,
en einna verst er á Vestfjörðum
og Austfjörðum, þeir verða
væntanlega að treysta á raf-
magnið.
Razzía gegn
ölvuðum
ökumönnum
í Kópavogi
Lögreglan I Kópavogi tók 7
ökumenn um helgina, grunaða
um ölvun við akstur. Þetta er
frekar há tala fyrir Kópavog. Þar
var aftur á móti sérstök razzia
gegn ölvuðúm ökumönnuin, á
laugardag- og sunnudagskvöld,
og bar hún þennan árangur.
Alltaf eitt-
hvað að ske!
Þaö er svolitil breyting að lita
augum höfnina i Eyjum þessa
dagana en var fyrir nokkrum
mánuðum, á meðan gos gerði
Eyjamönnum slæman grikk.
Það er alltaf eitthvað að skeð
við hcfnina, og menn taka svo
sannarlega til höndunum eftir
deyfðina sem rikti þarna við
lifæð Eyjamanna i nokkra
mánuði.
Guðmundur Sigfússon frétta-
ritari Visis tók þessa skemmti-
legu mynd I Vestmannaeyjum
eitt kvöldið fyrir stuttu, þegar
verið var að landa loðnu. —EA
Bílbeltaherferð
í vaskinn
„Það er nú bara eitt bezta
dæmið um hversu naum fjár-
veitingin er, að við urðum að
hætta gjörsamlega við herferð
fyrir notkun bilbeita — sú her-
ferð átti að vera okkar aöal-
framlag til umferðaröryggis-
mála á þessu ári,” sagði Pétur
Sveinbjarnarson, fram-
kvæmdastjóri Umferðarráðs i
viðtali við Visi.
Klúbburinn Oruggur akstur i
Kópavogi, vitti i fyrradag þá
„óforsvaranlegu fjárveitingu,”
sem hið opinbera ætlar Umferð-
arráði.
Benti klúbburinn á i ályktun,
að þetta þjóðhátiðarár muni
koma til með að verþa mikið
umferðarár. Opnun hringvegar-
ins og þjóðhátið á Þingvöllum
muni skapa óhemju mikla
umferð, sem krefjist aukins
umferðaráróðurs. Krafist var
10-12 milljón króna sem lág-
marks starfsfjár til ráðsins.
„Þessi ályktun er alveg i
samræmi við þær tillögur sem
við lögðum fram um
fjármagnsþörf Umferðarráðs,”
sagði Pétur ennfremur.
„Við gerðum tillögu um 10
milljóna og 340 þúsund króna
framlag rikisins. Hinsvegar
fengum við 5 milljónir og 100
þúsund, eða tæpan helming.
Okkar tillögur voru ekki miðað-
ar við neitt stórkostlegt, heldur
fyrst og fremst að halda uppi
þeim skyldum og þeirri fræðslu
sem lög kveða á um að Umferð-
arráð eigi að sjá um,” sagði
Pétur.
Sem dæmi um niðurskurð sem
Umferðaráð hefði þurft að
framkvæma, nefndi Pétur bil-
beltaherferðina. En árið 1974 er
alþjóðlegt bilbeltaáróðursár,
sem Islendingar taka nú ekki
þátt i nema að litlu leyti.
Einnig þurfti að skera niður fé
til slysarannsókna. Tillögur
voru gerðar um 1 milljónar og
390 þúsund króna framlag til
umferðarfræðslu i skólum. 550
þúsund krónur er hægt að láta i
það eftirniðurskurðinn. Reiknað
var með að bilbeitaherferðin
kostaði 1 milljón og 340 þús.
krónur.
„1 þau fimm ár sem Umferð-
arráð hefur starfað, þá hefur
alltaf verið veitt helmingi
— fimmta árið í
röð sem ríkið
sker niður fé til
Umferðarráðs um
50% — Öruggur
akstur vítir lélegt
fjárframlag
minna til starfsemi þess en
óskað var eftir.”
„Hvers vegna farið þið þá
ekki fram á helmingi meira en
þið þurfið?”
„Við höfum valið þá leið að
vera ábyrgir fyrir þvi sem við
segjum og förum fram á.
Kannski höfum við goldið þess,”
sagði Pétur.
Ein af ályktunum klúbbsins
öruggur akstur i Kópavogi,
voru þakkir til Umferðarráðs.
fyrir forgöngu um notkun
endurskinsmenkja og bilbelta.
— ÓH
☆ Einstakt tœkifœri Bókaútsala 50% afslóttur
Aðeins í 41/2 dag — Hefst ó morgun
Bœði niðri og uppi í jCÁWERXL SNÆBJARNi UN \R HAFNARSTRÆTI 4