Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 11. febrúar 1974. LÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Þaö var allt tlðindalaust hjá þeim á verkfallsverðinum þessum i gærkvöidi. Þeir stóðu vörð við North Gawbernámurnar I Yorkshire. Ætla að af nema bœtur til verk- fallsf jölskyldna Fyrsti verkfallsdagur brezkra kolanámumanna leiö án stórtíöinda# en verkfalliö gekk í gildi um miðnætti á laugardag, og lögöu þá nær 270 þúsund námuverkamenn niður vinnu. Ekkert bendir til þess, að lausn finnist á deilunni fyrr en eftir kosningar- nar, sem Heath forsætis- ráðherra hefur boðað 28. febr. 011 kolaframleiðsla hefur stöðvast, og horfir til stór- vandræða i efnahagslifi þessa rikis, sem var þó bágt fyrir. Um leið er hafin einhver beizkasta kosningabarátta sem um getur þar i landi. Heath hóf kosningabaráttuna á laugardag með þvi að saka leiðtoga Verkamannaflokksins. Harold Wilson, um að láta stjórnast af öfgasinnum i stétt- arfélögunum. Segir hann enn- fremur, að kolanámuverkfallið ógni öryggi þjóðarinnar, og þvi hafi hann talið rétt, að hún fengi tækifæri til að sýna hug sinn i málinu við kjörkassana. Skoðanakannanir siðustu daga hafa aukið sjálfstraust ihaldsmanna i Bretlandi, þvi þær sýna að íhaldsflokkurinn hefur allt að 6% meira fylgi. Þó eru 11% i þessum könnunum óvissir um, hvorum þeir mundu gefa atkvæði sitt. Óvissan er þvi mikil um úrslit væntanlegra kosninga. í stefnuyfirlýsingu sinni fyrir þessar kosningar sýnir flokks- forysta íhaldsflokksins fulla hörku, þvi að þar segist flokk- urinn muni beita sér fyrir af- námi opinberra bóta (fjöl- skyldubætur, barnsmeðlög o.s.frv.) til fjölskyldna, sem eru i verkfalli. Flokkurinn segist munu beita sér fyrir þvi að hraða vinnslu oliu i Norður- sjó en visar á bug tillögum stjórnarandstöðunnar um þjóð- nýtingu oliulindanna þar. Tillagan um að stöðva bóta- greiðslur til verkfalls- fjölskyldna verður mjög um- deilt atriði i kosningabarátt- unni. Þeir róttækustu i Ihalds- flokknum hafa lengi krafist að- gerða i slikum dúr. Skœruverkföll í V-Þýzkalandi Samgöngur lamaðar í morgun Mikil ringulreið rikti i Vestur-Þýzkalandi i morgun þegar milljónir verkafólks urðu upp á eigin spýtur að útvega scr far til vinnu sinnar. — í nær öll- um stórborgum stóðu strætis- vagnar og sporvagnar óhreyfðir i vagnskýlunum i morgun vegna skyndiverkfalla. Og nær ómögulegt var að komast leiðar sinnar i fólksbil- um, þvi að umferðarhnútar höfðu myndazt á flestöllum aðalbrautum. Talsmenn tveggja milljóna opinberra starfsmanna hafa land- og flugleiðis sagt, að skyndiverkfallið i dag sé einungis fyrsti liðurinn i við- tækum aðgerðum af svipuðu tagi um land allt til stuðnings kröfum um hærri laun. Skæruverkföll þessi munu halda áfram, þrátt fyrir að stjórnin hefur lagt fram nýtt launatilboð, en til samnings- funda hefur þó verið boðað i dag. Viðræðurnar fara fram aðallega i Stuttgart og Hannov- er. Starfsmenn rikis og bæja hafa krafizt 15% launahækkunar, en samþykktu að fara i verkfall, þegar hið opinbera fékkst ekki til að hækka 9,5% tilboð sitt. Neðri myndin er af þeim Gerald Carr, Edward Gibson og Wiliiam Poque, sem voru siðasta áhöfn Skylabgeimstöðvarinnar. Efri myndin sýnir geimfar fyrstu áhafnarinnar lent i Kyrrahafinu, en 3. áhöfnin lenti á sömu slóðum. Við góða heilsu Þriöja áhöfn Skylab- að ná sér af áhrif um lengstu geimstöðvarinnar er við geimferðar manna. Þeir áqætis heilsu og sem óðast stóðust læknisskoðun með prýði. GLISTRUP HREINSAR I FRAMFARAFLOKKNUM Fundur eins af Flens- borgarleiðtogum danska Framfaraf lokksins, sem Glistrup lét reka einn úr flokkn- um, sem blandaði geði við nationaldemókrata i V-Þýzka- landi. Mogens Glistrup stofnaði, og eins af hægrisinnaðri meðlimum vesturþýzkra Nationaldemokrata, fyrir helgi hefur vakið feikna uppþot í Danmörku. — Framfaraf lokkurinn er næststærsti flokkurinn á þjóðþingi Dana. Egon Rasmussen frá Köge fór i heimsókn til vinar sins i Eystra Holstein, en sú heimsókn hans leiddi til þess að hann var strikaður út sem þriðji maður á framboðs- lista fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar. — Hann sagði i gær- kvöldi, að hann sætti sig við þetta, en lagði áherzlu á, að samband hans við formann nationaldemó- krata i Eystra Holstein væri af per- sónulegum toga spunnið. ,,Ef ég sem privatmaður get ekki haft samband við vin minn i V- Þýzkalandi, þótt hann svo sé nationaldemókrati, þá hef ég greinilega hafnað i röngum flokki”, sagði Rasmussen. Hann sagðist hafa kynnst formanninum siðasta sumar, og þeir orðið góðir vinir. Sú læknisskoðun var ekki yfir- borðskennd, þvi að geimfararnir þrir, Gerald P. Carr. William R. Poque og Edward G. Gibson, gengust undir alls konar prófanir á laugardag, og stóð sú skoðun i tólf klukkustundir. Þeir eru enn um borð i flotaskipinu „New Orleans”, sem veiddi þá upp úr Kyrrahafinu, eftir lendingu þeirra. Eftir 3 stunda læknisskoðun i gær, sagði dr. Jerry Hordinsky, læknir geimferðarstofnunarinnar: „Þeir eru afbragðs vel á sig komnir. Hvergi neitt að finna tii að hafa áhyggjur af”. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra sést hér undirrita yfir- lýsingu með utanrikisráðherra Panama núna fyrir helgi, þar sem lagðar eru linur fyrir samn- inga um Panamaskurðinn. Ætlaði Kissinger að segja upp? Henry Kissinger, utan- rikisráðherra USA, var kominn á fremsta hlunn 1971 með að segja af sér starfi ráðgjafa forsetans, eftir að margsinnis láku út upplýsingar þann tíma, sem stríðið milli Indlands og Pakistan stöð yfir. Chicago-blaðið „Sun-Times”, sem birtir frétt um þetta á forsiðu sinni i dag, ber fyrir sig heimildar- menn, sem standa Kissinger nærri, og sem halda þvi fram, að Kissinger hafi orðið fyrir von- brigðum, þegar Hvita húsið lét aðdróttunum ósvarað, um að hann væri valdur að lekanum. Leit Kiss- inger svo á, að hann hefði misst traust Nixons. Utanrikisráðherrann hefur sagt vinum sinum, að hann hafi verið sannfærður um, að rannsókn sú, sem öryggisverðirnir „pipu- lagningarmennirnir” (eins og þeir hafa yerið nefndir) hófu á högum hans, hafi verið tilraun af hálfu Ehrlichmans og Haldemans, ráð- gjafa forsetans, til þess að draga úr áhrifum Kissingers. Kíssinger ákvað svo að halda áfram starfi, þegar ljóst varð, að fulltrúi i fjölmiðlunarskrifstofum hersins átti sök á lekanum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.