Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 21

Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 21
Vísir. Mánudagur 11. febrúar 1974. n □AG | D KVÖLD | Q □AG 1 21 *********************************************** Sjónvarp, kl. 20,55: EKKI ER ALLT SEM SÝNIST... „í heimi Adams", heitir leikrit sjónvarpsins í kvöld Leikrit þaö sem sjónvarpið sýnir i kvöld er áreiðanlega nokkuð athyglisvert. Dóra Haf- steinsdóttir, þýðandi þess, sagði okkur, að sér fyndist það nokkuð kaldhæðnislegt fyrir hina miðaidra kynslóð, og væri eins konar ádeila á þá sem keppa að þvi fyrst og fremst að ná sér i öll lifsins gæði og þægindi. Leikrit þetta heitir í heimi Adams og er eftir danska rit- höfundinn Leif Panduro, sem sjálfsagt margir kannast við. Leikritið fjallar um lögfræðing sem heitir Adam. Adam er maður á fertugs- eða fimmtugsaldri, og hefur komið sér geysilega vel fyrir i lifinu, að minnsta kosti virðist manni það i upphafi leikritsins. Hann er forstjóri trygginga- fyrirtækis, sem reyndar er hlutafélag, en honum virðist ganga vel, og virðist eiga allt það sem hugurinn girnist. En smátt og smátt eftir þvi sem á leikritið liður kynnumst við bet- ur hans persónulega lifi. Eiginkona hans er á geðveikrahæli. Læknir þess hælis vill þó ekki meina að hún sé veik lengur, heldur treysti hún sér ekki til heimilis sins á nýjan leik til þess að búa með manni sinum, en vill þó heldur ekki'snúa algjörlega við honum baki. Dóttir hans er löngu stungin af að heiman, sætti sig ekki við heimilisástandið. Sitt af hverju kemur siðan i ljós. Unglingspilt- ur sést öðru hverju i leikr. og virðist hann elta Adam. Það liður að þvi að Adam fer að taka hann upp i bilinn til sin, en sitt- hvað reynist bogið við piltinn. Ekki borgar sig að segja meira frá efninu, en leikritið hefst kl. 20.55. -EA. Leif Panduro, danski rithöfund- urinn, samdi leikrit það sem sjónvarpið sýnir i kvöld, ,,t heimi Adams.” Sjónvarp, kl. 20,30: Hvernig má forða dýra- tegundum frá aldauða? Það er þeim fyrir beztu, heitir brezk fræðslumynd sem er meðal efnis á dagskrá sjónvarpsins i kvöld. Mynd þessi fjallar um rannsóknir á hegðun og hátterni villtra dýra I Ameriku, með það fyrir augum, að forða vissum tegund- um frá aldauða. Sjálfsagt er þarna fróðlegt efni á ferðinni, og meðfylgjandi mynd á vel við. Myndin hefst klukkan 20.30 og stendur til klukkan 20.55. Þýðandi er Guðrún Jörundsdóttir. -EA. ★ í ★ I ★ i k t i ! r* m Nt ..r rá U Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 12. febrúar llrúturinn,21. marz-20. april. Heldur þunglama- legur dagur, hætt við að þvermóðska einhvers náins i fjölskyldunni valdi þér leiðindum eða jafnvel tjóni, beint eða óbeint. \autið,21. april-21. mai. Þú ættir að gefa þvi ná- inn gaum að hlutur þinn i einhverjum ágóða verði ekki gerður minni en þér ber. Yfirleitt munu peningamálin þarfnast aðgæzlu. Tviburarnir, 22. mai-21. júni. Það litur út fyrir að þú hafir heppnina með þér, að minnsta kosti fram eftir deginum, til dæmis að þér takizt að koma ár þinni vel fyrir borð. Krabbinn,22. júni-23. júli. Þér verður boðin þátt- taka i einhverju, fyrirtæki eða öðru, sem þér lizt ekki nema i meðallagi á, en mundir þó sjá eftir seinna ef þú prófaðir það ekki. Ljónið,24. júIi-23 ágúst Þú hefur áhuga á ýmsu þessa dagana, sem litur út fyrir að standa i sam- bandi við breytt eða nýtt viðhorf þitt gagnvart framferði vissra aðiía. Meyjan.24. ágúst-23. sept. Svo virðist sem mjög fast sé lagt að þér að skipta um skoðun á ein- hverjum málsatriðum. Láttu ekki telja þig á þess háttar gegn sannfæringu þinni. Vogin,24. sept.-23. okt. 1 dag ættirðu að gera þig ánægðan með það sem þú hefur, en ekki hælta á neitt i þeim tilgangi að auka það, þar eð það mun enn ekki timabært. Drckinn, 24. okt.-22. nóv. Þetta verður allgóður dagur fram eftir, en þó er ekki útilokað að þú verðir i eitt skipti fyrir öll að taka afstöðu til hvimleiðrar hnýsni vissra aðila. Koginaðurinn. 23. nóv.-21. des. Dagurinn getur orðið dálitið þreylandi áður en lýkur. Þú ættir þvi ekki að leggja of hart aö þér fyrst i stað, svo þú getir aukið átakið. Steingeitin',22. des.-20. jan. Þú skalt ekki leggja of mikla áherzlu á hið ytra útlit hlutanna i dag, en gefa því meiri gaum að þvi hvort þeir séu vandaðir að allri gerð. Valnsberinn, 21. jan.-19. febr. Morguninn getur orðið nokkuð erfiður, en svo ætti allt að ganga betur, og ættirðu að haga starfsáætlun þinni allri nokkuð samkvæmt þvi. Kiskarnir,20. febrúar-20. marz. Allgóður dagur, en peningamálin þó enn að einhverju leyti i óvissu. Beittu rólegri ihugun i þvi sambandi, en treystu ekki á sérstaka heppni. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ i ¥ ¥ ♦ •¥ ¥ •¥ ■¥ •¥ ■¥ •¥ •¥ ■¥ ■¥ •¥ ■¥ X ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ . ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ •¥ ■¥ ■¥ ■¥ ¥■ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ i*-**-****-******-***-****************************** Bjóðum yður IÍTVARP • Mánudagur 11. febrúar 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Búnaðarþáttur. Frá setningu búnaðarþings að morgni sama dags. 14.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Sfðdegissagan: „Dyr standa opnar” eftir Jökul Jakobsson. Höfúndur les (9). 15.00 Miðdegistónleikar: Þýzk tónlist. Hyman Bress og Charles Reiner leika Fiðlu- sónötu i G-dúr op. 78 eftir Johannes Brahms. Kathl- enn Ferrier syngur laga- flokkinn, „Frauenliebe und Leben” op. 42 eftir Robert Schumann, John Newmark leikur á pfanó. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 „Vindum vindum vefjum band”. Anna Brynjúlfsdótt- ir sér um þátt fyrir yngstu hlustendurna. 17.30 Framburðarkennsla i esperanto. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Daglegt mál. Helgi'J. Halldórsson cand. mag. flytur þáttinn. 19.10 Neytandinn og þjóðfélag- iö.Hvað gera félagasamtök fyrir neytendur? — Sigriður Haraldsdóttir talar. 19.25 Um daginn og veginn. Pétur Sumarliðason kenn- ari flytur erindi eftir Skúla Guðjónsson bónda á Ljót- unnarstöðum. 19.50 Blöðin okkar. Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.00 Mánudagslögin. 20.30 Bréf frá frænda. Jón Pálsson frá Heiði flytur. 20.50 Endurtekið tónlistarefni: „Leiðsla” eftir Jón Nordal. Hljómsveitin Harmonien I Björgvin leikur, Karsten Andersen stj. Arni Kristjánsson tónlistarstjóri flytur inngangsorð. 21.20 istenzkt mál. Endurtek- inn þáttur Asgeirs Blöndals Magnússonar cand. mag. frá laugard. 21.30 Utvarpssagan: „Tristan og ísól” eftir Joseph Bédier. Einar 01. Sveinsson prófessor íslenskáði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leik- kona les (3). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma hefst. Lesari: Valbjörg Kristmundsdóttir á Akranesi. 22.25 Eyjapistill. 22.45 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 22.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÚNVARP • Mánudagur 11. febrúar 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Það er þeim fyrir bestu. Bresk fræðslumynd um rannsóknir á hegðun og hátterni villtra dýra i Ameriku með það fyrir aug- um að forða tegundum frá aldauða. Þýðandi Guðrun Jörundsdóttir. 20.55 í heimi Adams. Sjónvarpsleikrit eftir danska rithöfundinn Leif Panduro. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Aðal- persóna leiksins er mið- aldra lögfræðingur, Adam að nafni. Hann vinnur hja stóru tryggingafyrirtæki og þykir þar góður starfskraft- ur. En einkalif hans er undarlegt á margan hátt. (Nordvision—Danska sjónvarpið). 22.30 Dagskrárlok. & TÉKK - KRISTALL Skólavörðustig 16 simi 13111

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.