Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 11
Sportvöruverzlun íngólfs U8kar»8onar Klapparvlig 44 — Slml 117*1 — ☆ PUMA íþróttatöskur Póstsendum. PUMA handboltaskór og æfingaskór ALLAR STÆRÐIR Verð frá kr. 1637. 1. deild kvenna Einn leikur var háður i 1. deild kvenna i gær. FH og Valur léku i iþróttahúsinu i Hafnarfirði og sigraði Valur 17-15. Staðan er nú þannig: Fram 6 6 0 0 81-48 12 Valur 6 5 0 1 97-68 10 FH 7 3 1 3 95-88 7 Armann 6 3 1 2 75-72 7 KR 5 2 0 3 57-62 4 Vikingur 6 1 0 5 57-77 2 Þór 6 0 0 6 47-93 0 Haraldur sigraði! Haraidur Korneliusson sigraði i gær á Nýársmóti TBR i badminton i Aiftamýrarskóla. Leikið var i einliðaleik og sigraði Iiaraldur Friðleik Stefánsson, KR, i úrslitum eftir þrjár lotur, 13-15, 15-5 og 15-5. Nánar á morgun. JVxel bœtti markametiðHMi9ur í veturum þrjú mörk! — skoraði 14 mörk gegn Haukum og Fram sigraði með 33-20 í Hafnarfirði i gœrkvöldi Markakóngurinn Axel Axelsson, Fram, var heldur betur í ham í íþróttahúsinu í Hafnarfirði i gærkvöldi. Haukar máttu ekki líta af honum augna- blik — þá lá knötturinn í marki þeirra. Axel skoraði 14 mörk í leiknum, þar af m*... aðeins fjögur úr vitaköst- um — og bætti þvi marka- skorunina mjög hjá einstökum leikmanni í leik á mótinu. Og Fram sigraði auðvitað auðveldlega 33-20. Hörður Sigmarsson, Haukum, var einnig afar skotharður i leiknum — skoraði 11 mörk — eða eins mikið og leikmenn i mótinu hafa gert bezt áður, þeir Axel, Einar Magnússon, Viking, og FH- ingarnir Gunnar Einarsson og Viðar Simonarson, og Björgvin Björgvinsson, Fram — og auðvit- að er afrek hans mest, ekkert þessara 11 marka Björgvins var skorað úr vitum. 'Nú, um leik Hauka og Fram er ekki mikið að segja — þetta er lélegasti leikur, sem Haukar hafa leikið i mótinu — hrein leikleysa á köflum, varnarleikur og mark- varzla alveg i molum. Það er alvarlegast með markvörzluna, þvi landsliðsmaðurinn Gunnar Einarsson stóð lengstum i marki — og brást alveg. Hann og Ólafur Benediktsson, Val, sem eiga að verja mark Islands á HM ásamt Hjalta, eru þvi miður i miklum öldudal. Svolitið jafnræði var með liðum framan af i gærkvöldi — jafnt upp i 3-3, en siðan stakk Fram mót- herja sina af. Komust fimm mörkum yfir eftir rúmar 20 min. og juku muninn siðan stöðugt til leiksloka. 13-6 stóð i hálíleik. Auk Axels átti Guðjón Erlendsson ágætan leik i marki Fram — mun betri en landsliðsmarkvörðurinn hinu megin — og Björgvin Björg- vinsson átti einnig stórleik að venju. Haukar réðu ekkert við Framara, sem voru sterkir i vörn þrátt fyrir tuttugu mörkin, sem Haukar skoruðu, en i slikri leikleysu, sem var á köflum, vilja mörkin oft hlaðast upp á báða bóga. Aðeins Hörður Sigmarsson lék af eðlilegri getu i ieiknum hjá Haukum og Elias Jónasson undir lokin. Raunverulega eina, sem hélt manni vakandi, voru mörk Axels — hreint furðulegt hvað hann þarf litið athafnasvæði — og skotin, booommmm. Mörk Fram skoruðu Axel 14 (4 viti), Björgvin 6, Sigurbergur 3, Ingólfur 3, Pétur Jóhannsson 3, Arnar 2, Stefán og Hannes Leifs- son eitt hvor. Fyrir Hauka skor- uðu Hörður 11 (6 viti), Elias 4, Guðm. Haraldsson 2, Stefán Jóns- son, Ólafur ólafsson og Sturla Haraldsson eitt hver. Dómarar Magnús Pétursson og Valur Benediktsson. Norðmaðurinn S t e n Stensen, sem er 26 ára, varð heimsm eistari I skauta hlaupum i Inzell i gær — hlaut 173.150 stig, cftir harða keppni við Hollendinginn Kuipers, sem hlaut 173.305 stig. Sviinn Claeson varð 3ji með 174.763 stig. Honum gekk illa i siðustu grein, 10 km, en þar sigraði Stensen á 15:18.55 min. Nánar á morgun. Jafntefli Norðmanna Norðmenn gerðu jafntefli við Austur-Þjóðverja i lands- leik i Berlin i gær, 19-19,. Þjóðverjar höfðu yfir 12-9 i hléi. A laugardag sigruðu Austur-Þjöðverjar i fyrri landsleik þjóðanna mcð 26-18 (13-8). Frammistaða Norð- manna kom mjög á óvart gær, þvi lið Austur-Þjóð verja er talið hafa mikla sigurmöguleika á HÍVI fyrst i næsta mánuði. Axel Axelsson Þróttur r vann IBK Aðeins einn leikur var háður i 2. deild karla i handboltanum um helgina. í Njarðvikum sigraði Þróttur IBK með 21-12. Leik Fylkis og Gróttu var frestað fram i næstu viku. Staðan er nú þannig: HIRBF0C0 Meistari í þungavigt Hiab-Foco kraninn er byggður rneð þekkingu og reynslu tveggja stórvirkustu kranafyrirtækja Svíþjóðar. Enda eru Hiab-Foco kranar vafalaust með þeim traust- ustu sem völ er á. Lyftigeta: 0-5 tonn. Armlengdir frá 1,7m til 8,95m. Hiab-Foco er staðsettur fyrir miðjum palli. Þunginn hvílir á miðri grind, en armlengdin er hin sama beggja vegna bílsins. Stjórntækin eru beggja megin. Snúningsgeta Hiab-Foco er 360 gráður. Fullkomin varahluta- og viðgerðaþjónusta. Þróttur KR Grótta KA Breiðablik ÍBK Fylkir Völsungur SUÐURLANDSBRAUT 16 SIMI 35200

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.