Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 11.02.1974, Blaðsíða 13
12 Vlsir. Mánudagur 11. febrúar 1974. VIsir- Mánudagur 11. febrúar 1974. -|3 Axel nálgast 100 mörkin! Tveir leikir voru háðir í 1. deild islandsmótsins í handknattleik í gærkvöldi í iþróttahúsinu í Hafnar- firði. Úrslit urðu þessi. FH-Víkingur 21-18 Haukar-Fram 20-33 Staöan er nú þannig: FH 11 11 0 0 260-185 22 Fram 12 6 3 3 261-230 15 Valur 11 6 2 3 216-197 14 Víkingur 12 5 2 5 262-260 12 Haukar 11 2 4 5 201-233 8 Ármann 10 2 3 5 147-161 7 i R 11 2 3 6 213-236 7 Þór 10 1 1 8 181-239 3 Markahæstu leikmenn eru nú: Axel Axelsson, Fram 98/39 Einar Magnússon, Víking, 86/45 Viðar Símonarson, FH 74/13 Hörður Sigmarsson, Haukum, 73/25 Gunnar Einarsson, FH, 70/21 Ágúst Svavarsson, i R 57/1 Sigtryggur Guðlaugs, Þór, 53/25 Björgvin Björgvinss. Fram, 51 Guðjón Magnússon, Víking, 49 Vilhj. Sigurgeirsson, i R, 49/27 Gisli Blöndal, Val, 48/17 Stefán Jónsson, Haukum, 40/4 Þorbjörn Jensson, Þór, 38 Vilberg Sigtryggsson, Árm, 36/9 Hermann Gunnarsson, Val, 32/13 Gunnl. Hjálmarsson, ÍR, 31/1 ólafur H. Jónsson, Val, 31 Hörður Kristinsson, Árm, 30/12 Stefán Þórðarson, Fram, 30 Ólafur ólafsson, Haukum, 29/16 Þórarinn Ragnarsson, FH, 27/3 Aðalst. Sigurgeirsson, Þór, 26/6 Árni Gunnarsson, Þór, 26/1 Ólafur Einarsson, FH, 26 Bergur Guðnason, Val, 23/11 Gunnst. Skúlason, Val, 23 Guðjón Marteinsson, iR, 22 Ingólfur Óskarsson, Fram, 22/1 Jón Ástvaldsson, Ármanni, 22 Páll Björgvinsson, Víking, 22 Stefán Halldórsson, Víking, 22 Auðunn óskarsson, FH, 21 Ágústögmundsson, Val, 20 Skarphéðinn óskarsson, Vfk. 20 Ásgeir Eliasson, ÍR, 19 Benedikt Guðmundsson, Þór, 19 Björn Jóhannesson, Ármanni, 19 ólafur friðriksson, Viking, 18 Jón Sigurðsson, Víking, 17 ólafur Sverrisson, Þór, 17 Guðm. Haraldsson, Haukum, 15 Stefán Gunnarsson, Val, 15 Árnór Guðmundss. Haukum, 14 Jón Karlsson, Val, 14/1 Sigurb. Sigsteinsson, Fram, 14 Arnar Guölaugsson, Fram, 13 Birgir Björnsson, FH, 13 Ragnar Jónsson, Ármanni, 12 Þórarinn Tyrfingsson, ÍR, 12 örn Sigurðsson, FH, 12 Olfert Naby, Ármanni, n Sigfús Guðmundsson, Víking, 11 Pálmi Pálmason, Fram, 10 Sig. Jóakimsson, Haukum, 10 Þorst. Ingólfsson, Ármanni, 10/1 Nú verður gert hlé á mótinu þar til 16. marz, nema hvað Þór og IR leika á Akureyri nk. laugardag — einnig er liklegt, að leikur Armanns-Þórs verði háður einhvern næstu daga. Milljónaferð til London fyrir aðeins kr. 16.500,00 í febrúarmánuði iðar stórborgin af lífi og fjöri. Þess vegna býður British Airways vikudvöl í London -frá sunnudegi til sunnudags- á sér- stöku verði. Innifalið í verðinu: Flug- ferðir, gisting í 7 nætur, og morgun- verður. Brottfarar-tími flugsins, frá Reykjavík er eftir hádegi á sunnudög- um. Ferðalangar fá ókeypis afsláttarbók, sem veitir þeim rétt á 10% afslætti í fjölmörgum verzlunum, veitingahúsum, og skemmtistöðum, auk ókeypis aðgangskorts í næturklúbbum og diskótekum. í London verða hátíöa- skrúðgöngur með fjörugu fólki, klæddu búningum löngu liðinna daga, sérstök tízkusýning á nútíma hönnun og efn- um Lundúnatízkunnar. Þá má ekki gleyma Dickens Festivalinu í Southwark - kvikmyndir, upplestrar, sérsýningar, o.fl. Alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi. Þessi einstaka ferð er sannkölluð milljónaferð, en veróið er frá kr. 16.500.00. Upplýsingar og farseölar hjá feröaskrifstofunum. British airways i Ifoull be in good hands. keppnina var hann dæmdur úr leik. Eftir keppnina sagði Thoeni. Ég fékk aldrei neinn rythma i rennslið hjá mér i fyrri umferð- inni eftir mistök á öðru hliði. Ég keyrði á fullu frá byrjun i þeirri siðari og allt heppnaðist. Já. áhorfendur l'engu þá að sjá mikinn snilling. „Villtur dans” Thoeni niður brekkurnar gerði það að verkum að áhorfendur stóðu með öndina i hálsinum. ,,Hann hlýtur að detta” sögðu margir hinna 15 þúsund áhorf- enda — en Thoeni stóð allt, hvað glannalega, sem hann renndi sér og sigurinn varð hans. italski skiðasnillingurinn var hinn inikli meistari i heimsmeistara- kcppninni i St. Moritz og gerði sér litið fyrir i gær og sigraði i sviginu. Ilætti þar á allt i siðari umferðinni og það heppnaðist. Myndin hér að ofan er tekin i St. Moritz. tslandsmeistarar FH 1974. Efri röð frá vinstri Ingvar Viktorsson, form. handknattleiksdeildar FH, Boði Björnsson, liðsstjóri, Viðar Simonarson, Gils Stefánsson, Arni Guðjónsson, Þórarinn Ragnarsson, Auðunn Óskarsson, Jón Gestur Viggóson, Kristófer Magnússon, liðsstjóri, og Hallsteinn Hinriksson, sem þarna fékk góða afmælisgjöf. Fremri röð Erlingur Kristensson, Birgir Björnsson, fyrirliði, Magnús Óiafsson, Hjalti Einarsson, Birgir Finnbogason, Gunnar Einarsson og ólafur Einarsson. Ljósmynd Bjarnleifur. íslandsmeistarqr í 10. sinn! — FH sigraði Víking í gœrkvöldi og er búið að tryggja sér íslandsmeistaratitilinn í 10. sinn þó liðið eigi þrjá leiki eftir í 1. deild íslandsmótsins. Glœsilegur yfirburðasigur Miklir eru yfirburðir FH-inga i handboltanum. Liðið er orðið tsiandsmeistari — I tiunda sinn — þó svo það eigi enn þrjá leiki eftir i 1. deildinni. t gærkvöldi sigraði FH Viking með 21-18 i iþrótta- húsinu i Hafnarfirði og þeim sigri var vel fagnað af troðfullu húsi áhorfenda. Já, fögnuður var mikili — og það var ástæða til. Sjaldan eða aldrei hefur lið sigrað i isiandsmótinu með jafn miklum yfirburðum — eða sýnt jafn snjallan leik og FH-liðið hefur gert i flestum leikja sinna. Liðið, sem margir vildu afskrifa, þegar keppnin hófst i haust, hefur verið algjört yfirburðalið I mótinu. Ellefu sigrar — i ellefu leikjum, og markatalan frábær. Þar meö er FH orðið íslands- meistari i tiunda sinn eða oftar en nokkuð annað félag — og fyrir einn mann sérstaklega voru þetta merk timamót. Birgir Björnsson, fyrirliði FH, varð Islandsmeistari i tiunda sinn — eins og félagið, en það sigraði fyrst 1956 — siðast 1971. Valur hefur sigrað 9 sinnum, Fram 8 sinnum, Armann 5 sinnum, og IR og KR og Haukar hafa sigrað einu sinni hvert félag. Það er mikil ástæða til að óska FH-ingum — og þá einkum Birgi — tilhamingja með þennan glæsi- lega árangur. Leikurinn, sem tryggði FH titilinn I gær er þó sennilega sizti leikur liðsins i mótinu. Vikingar tóku þá Viðar Simonarson og Gunnar Einarsson ,,úr umferð” með þeim árangri að Gunnar skoraði ekki mark utan af velli — Viðar aðeins tvö. Við þetta riölaðist leikur FH — leikurinn var heldur illa leikinn i heild eins og oft vill verða, þegar sliku er beitt — eins og Vikingar gerðu — en hins vegar er það eina ráðið til að hafa einhvern heimil á FH- ingum Liðið sigraði og sá sigur var sætur — en hefði þó sennilega hvergi unnizt nema i Hafnarfirði. Áhorfendur höfðu mikil áhrif á leikinn með hrópum sinum, þar sem þeir beittu áhrifum sinum mjög gegn mótherjum FH — einkum þó Einari Magnússyni, fyrirheldur fljótfærnislegt brot — eftir að illa hefði verið brotið á honum, og enginn maður var eins hart leikinn og Einar i leiknum. Það getur verið erfitt að leika undir stöðugum aðfinnsluhrópum áhorfenda — og það hafði áhrif, Einar lét verja frá sér þrjú viti. En hróp áhorfenda hófðú þó hvað mest áhrif FH i hag á annan dómara leiksins, Jón Friðsteins- son, sem varð hreint dæmigerðor „heimadómari” — lét stjórnast á hrópunnm. FH fékk „fljúgandi Birgir Björnsson skorar eitt af þremur mörkum sinum I gær- kvöldi og hann varð tslands- meistari I 10. sinn innanhúss. Ljósmynd Bjarnleifur. start” hjá Jóni — skoraði þrjú fyrstu mörk sin i leiknum úr vita- köstum (Gunnar) og komst i 3-0. Það einkennilega við þessi vita- köst Jóns var, að meðdómari hans, sá ágæti dómari Karl Jóhannsson, dæmdi i tveimur til- fellanna aðeins aukaköst á Viking og var hann þó alveg á þeim stað, þar sem brotin voru framin. Jón sem útidómari — langt úti á velli — tók af honum völdin og dæmdi viti!!! Já, FH komst i 3-0 og hafði þrjú mörk yfir fram yfir miðjan f.h. 5- 2. en Vikingar sigu á — þrátt fyrir slæma skotnýtingu linumanna — og jöfnuðu i 6-6. Leikurinn var afar jafn fram að hléi — liðin skiptust á forustu og 9-9 var I hálf- leik. Mikið jafnræði var lengi vel i siðari hálfleik — allt upp i 15-15 en svo seig FH fram úr lokakafla. Birgir Finnbogason átti þá snilldarleik i marki FH — varði meðal annars tivegis viti Einars. Hann kom þá i stað Hjalta — sem einnig varði vel — og ef til vill er Birgir okkar bezti markvörður nú. Hreinn snillingur I siðustu leikjum. Eftir 24. min. stóð 19-16 fyrir FH og þá var sigur liðsins I höfn — oglokatölur urðu 21-18. tþrótta- húsið i Hafnarfirði beinlinis „sprakk” eftir leikinn — svo mikill var fögnuðurinn eins og vera ber. Hafnfirzku áhorfendur- nir kunnu vissulega að styðja lið sin. Ólafur Einarsson, FH komst vel frá þessum leik og skoraði sjö mörk — blómstraði, þegar Gunnar bróðir hans og Viðar voru i gæzlunni. Þá áttu Birgir og Auðunn einnig athyglisverða leik og skoruðu 3 mörk hvor. Viðar skoraði 4 (2 viti) Gunnar 4 (allt viti), en aðrir leikmenn FH skoruðu ekki i leiknum. Einar var markhæstur Vikinga með 7 mörk (4 víti) og átti góðan leik, þrátt fyrir harða gæzlu. Hins vegar slapp hinn landsliðsmaður Vikings, Guðjón Magnússon, ekki úr gæzlunni og skoraði ekki I leiknum. Stefán Halldórsson og Ólafur Friðriksson skoruðu 3 mörkhvor, Sigfús, Skarphéðinn 2 hvor og Páll 1. Markvarzla FH var mun betri en Víkings i leiknum — en þó er þetta sennilega bezti leikur Sigur- geirs Sigurðssonar siðan hann byrjaði hjá Viking — og með jafnari dómgæzlu, sem Karl slapp þó vel frá, hefði þetta orðið hörkuleikur hvað úrslit snertir. — Ég hafði engu að tapa — var i niuiida sæti eftir fyrri umferðina — og hætti þvi á allt I þeirri siðari og það heppnaðist, sagði heims- meistarinn margfaldi, Gustavo Thoeni, italiu, eftir að hann varð heimsmeistari i svigi I St. Moritz i gær. Hann varð þvi mestur snill- ingur i keppninni eins og svo oft áöur — sigraði i báðum þeim greinum, sem hann keppti í — sviginu og stórsviginu. Og meira en það. Gustavo sigraði með yfirburðum I sviginu, þar sem landi hans Piero Gros, sem var beztur I fyrri umferðinni, „keyrði” út Ur braútinni i þeirri siðari. Það varð hlutur margra i keppninni. Af 114, sem hófu keppnina, féllu yfir 60 út — þar á meðal allir Norðmennirnir — og ekki hafa fréttastofur minnst á árangur islenzku keppendanna. Timi Thoeni Var 1:09.98 min. og þetta er fyrsta svigkeppnin, sem hann sigrar i i vetur. Annar varð David Zwilling, Austurriki, sem varð HM-meistari i bruni, á 1:10.76 min. og þriðji varð Olympiumeistarinn frá Sapþoro, Spánverjinn Fernando Fernandez Ochoa á 1:11.56 min Hansi Hinterseer, Austurriki, náði 3ja bezta timanum — en eftir að dómnefnd kom saman eftir ÍR tapaði aftur! Allt gengur nú á afturfótunum hjá ÍR-ingum i körfuboltanum. A laugardaginn tapaði liðið öðru sinni i vikunni I 1. deiidinni og nú fyrir Armanni. Eftir mjög tvisýnan leik sigruöu Armenning- ar með 87 stigum gegn 84. Þá léku Umf. Njarðvikur og Skarphéðinn og sigruðu Njarðvikingar með 77 stigum gegn 70. i 2. deild karla vann Snæfell, i Stykkishólmi, Þór með 51-44 og er eina liðið, scm ekki hefur tapað leik. Leikið var á Akureyri. Heimsmet Bandarikjamaðurinn George Woods bætti aftur heimsmetið i kúluvarpi innanhúss á laugar- daginn. Það var á móti i Kaliforniu og Woods varpaði yfir 22 metra — nánar tiltekið 22.01 metra. Það er betra en heims- metið utanhúss. Fögnuður var ósvikinn i iitla- puttalandinu Lichtenstcin — allir 20 þúsund ibúar landsins tóku þátt i gleðinni — þegar fréttir bárust af heimsmeistarakeppninni I St. Moritz. Og landsmenn höfðu ástæðu til að fagna. Keppendur þeirra höfðu náð betri árangri en mörg stórveidin I skiðaiþróttinni — litla landið á landamærum Austurrikis og Sviss hafði hlotið gullverðlaun, silfurverðlaun og bronsverðlaun á HM-mótinu. Hreint ótrúlegt. Hin 19 ára Hanny Wenzel, sem fædd er i Þýzkalandi, en rikis- borgari i Lichtenstein, gerði sér litið fyrir á föstudag og sigraði i svigkeppni kvenna. Fyrstu gull- verðlaun, sem nokkru sinni hafa fallið i skaut Lichtenstein i meiri háttar keppni. Hanny var tveimur hundruðustu úr sekúndu á eftir Michele Jacot, Frakklandi, eftirfyrri umferðina, en var mun betri i þeirri siðari og sigraði nokkuð örugglega. Timi hennar samanlagt varð 94.63 sek., en Jacotvarð önnur á 95.15 sek. 1 3ja sæti Lisa-Maria Morerod, Sviss, á 95.29 sek. Þá kom Serrat, Frakklandi, á 95.61 sek. — en hún varð heimsmeistari samanlagt — sigraði i stórsviginu — hlaut 0.14093 stig. Þar varð Hanny Wenzel önnur með 25.31 stig og Monika Kaserer. Austurriki, 3ja með 27.44 stig. Fjórða varö Judy Crawford, Kanada, 45.83, og fimmta Toril Förland, Noregi, 54.52 stig. Heimsmeistari karla saman- lagt varð Franz Klammer, Austurriki, og hann þurfti ekki annað en renna sér niður brekk- urnar i sviginu i gær til að hljóta þann titil eftir að hættulegasti keppinautur hans, Italinn Stricker, hafði keyrt út Ur braut- inni. Klammer hlaut 67.88 stig samanlagt. Annar varð Andrej Bachleda, Póllandi, með 78.35 stig og þriðji Wolfgang Junginger, Vestur-Þýzkalandi, með 89.01 stig. Christa Zeckmeister, hin 16 ára vestur-þýzka stúlka, sem verið hefur bezt i sviginu i vetur, var meðal þeirra, sem féllu úr i sviginu, og sama henti einnig hina frægu önnu Mariu Moser- Pröll — enda er hún alltaf heldur slök I sviginu. David Zwilling, Austurriki, sem aldrei hefur sigrað á stórmóti i bruni, gerði sér litið fyrir og varö heimsmeistari i bruninu I St. Moritz á laugard. Hinn 24ra ára Austurrikismaður var i sérflokki — meira en sekúndu á undan næsta manni, en það var landi hans Franz Klammer. Timar 1:56.98 min. og 1:58.01 min. Mjög á óvart kom, að Willy Frommelt, Lichtenstein, varð i 3ja sæti á 1:58.14 min. Hann kom i veg fyrir þrefaldan austurriskan sigur, þvi fjórði varð Karl Cordin á 1:58.25 min. Fimmti Besson, Italiu, á 1:58.43 min. Siðan komu Grabler, Astraliu, 1:58.46, Anzi, ítaliu, 1:58.48 min. og Murrey, Kanada, á 1:58.60 min. Vesti, Sviss, 1:58. 61 min. og tiundi varð Norðmaðurinn Erik Haker á 1:58.70 min. Keppnin var sem sagt gifurlega hörð. Vonbrigði Svisslendinga urðu gifurleg. Roland Collombin, sem talinn var sigurstranglegastur, féll úr — og Russi, sem varði titil sinn, varð aðeins nr. 13. David Zwilling sagði eftir keppnina, að tveimur dögum fyrir brunið hefði hann verið að hugsa um að gefa eftir sæti sitt i austurriska liðinu, þar sem hann taldi sig ekki nógu góðan. Á æfingu á föstudag skipti hann hins vegar um skoðun — og sigraði svo. Stórsvigið er hans sérgrein, og hann hefur aldrei fyrr náð umtalsverðum árangri i bruni — og keppnin er hörð um sætin i liði Austurrikis. Landið varð bezta þjóð HM-keppninnar með þrenn gullverðlaun — þrenn silfur- verðlaun og tvenn bronzverðlaun. Hœttí á allt og sigraði!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.