Vísir - 15.02.1974, Síða 1

Vísir - 15.02.1974, Síða 1
64. árg. — Föstudagur 15. febrúar 1974. — 39. tbl. 3S8BHBKHRðBBHH9BHB5MBEEg£SEE9HHgE Afi bjargar sonarsyni — amerísk kona bjargar dreng ánœgjulegar fréttir um bjarganir á baksíðu ,,Mér fannst hann ekki anda.” — Ameriska konan, Linn, sem bjargaði drengnum frá drukknun i sundlaugunum I Laugardal i gær. Einn fórst af Bylgjunni — Bylgjan sökk austvr af Hjörleifshöfða í gœrkvöldi með 450 tonn af loðnu — ellefu af tólf manna áhöfn var bjargað Einn maður fórst, þegar togarinn Bylgjan sökk austur af Hjörleifshöfða i gærkvöldi. Bylgjan sendi út neyðarkall klukkan rúmlega átta í gær- kvöldi, og hún sökk klukkan um hálftiu. Þórunn Sveinsdóttir frá Vest- mannaeyjum var stödd einna næst Bylgjunni, og kom hún á Solzhen- itsyn til Sviss — erlendar fréttir á bls. 5 Hvers er sökin? Oft er kvartað yfir þung- lamalegu innanlandsflugi. Vitaskuld er sökinni skelit á þau flugfélög, sem annast eiga flugið. En er sökin nú alltaf þeirra? Kannski það sé sambandsleysi flugfélaga og opinberra aðila, sem þarna á sök á — Sjá lesendabréf og Visir spyr á bls 2. Mikilvœgasti hluti trygg- ingakerfis okkar að hrynja — sjá leiðara á bls. 6 Undir hraun í fyrra — núna undir snjó — bls. 3 staðinn skömmu eftir að togarinn sökk. Um tiuleytið bjargaði Þórunn áhöfn Bylgjunnar úr gúmbátum, en þeir stukku frá borði i tvo báta, þegar kominn var 45 gráðu halli á skipið. f gúm- bátnum voru ellefu menn, en hinn tólfti fannst á floti i sjónum skömmu siðar. Hann var i bjarg- vesti, en látinn. Skipverjar af Bylgjunni RE komu til Reykjavíkur frá Vest- mannaeyjum á ellefta tfmanum i morgun. Skipbrotsmennirnir, ellefu talsins, voru að vonum daufir i dálkinn, og kannski ekki ennþá búnir að átta sig á þvi, sem gerðist. „Þetta bar brátt að. Ég var sof- andi, þegar ljóst var, að við vor- Þórunn fór með skipbrots- mennina inn til Vestmannaeyja þegar i stað og var komin þangað undir morgun. Bylgjan var eign Sjótaks h.f. i - Reykjavik, en það fyrirtæki keypti togarann af Bæjarút- gerðinni i haust. Bylgjan hét áður Jón Þorláksson. um i vandræðum,” sagði skip- stjórinn, Sverrir Erlendsson. ,,Ég get varla gert mér grein fyrir, hvað þetta tók allt langan tima, en frá þvi togarinn sökk og þar til þeir á Þórunni björguðu okkur, liðu ekki nema um tuttugu minútur.” Sverrir sagði, að allir þeir ellefu, sem björguðust, hefðu fariðibátana. Sá sem fórst, hefur Togarinn var gerður út á loðnu i vetur, og frá þvi i haust höfðu verið gerðar á honum umfangs- miklar breytingar fyrir loðnu- veiðina. Hann var smiðaður i Bretlandi árið 1948 og þvi siðu- togari, en i haust hafði honum verið breytt þannig, að loðnu- trollið var tekið inn að aftan. Togarinn Bylgjan var með 450 sennilega aldrei farið i bát — en gúmbátarnir, sem skipverjarnir voru i, þegar þeim var bjargað, voru tveir talsins. Bylgjan var á leið á einhverja Austfjarðahafnanna með bræðsluloðnu, þegar hún tók að hallast iskyggilega. Veður var sæmilegt, en nokkur strekkingur á móti, og var farið fremur hægt, enda mikill þungi i skipinu. Hætt er viö, að loðnan i lestum skipsins hafi skolazt eitthvað til, a.m.k. kom mikil slagsiða á það og á endanum varð hallinn yfir 45 gráður. Guðbjartur Einarsson, fram- tonn af loðnu, þegar hann sökk, og var sá afli með þvi fyrsta sem togarinn fékk á þessari vertið, þvi honum hafði gengið erfiðlega fram til þessa. Sem fyrr segir var Bylgjan. áður Jón Þorláksson smiðaður i Bretlandi, og var hann 550 tonn á stærð. —GG kvæmdastjóri Sjótaks, sem keypti Bylgjuna i haust og breytti henni til loðnuveiða, vildi ekkert um málið segja, en hann var staddur á Reykjavikurflugvelli i morgun að taka á móti áhöfn hins sokkna togara. ,,Ég veit ekki, hvers vegna skipið sökk — og þótt ég vissi það, þá get ég ekkert sagt. Þetta biður allt sjódómsins. Lik sjómannsins, sem fórst i gærkyöldi, var flutt með vél Flugfélagsins i morgun frá Vestmannaeyjum til Reykjavikur ásamt félögum þess látna, þeim sem bjargað var. — GG Sverrir Erlendsson, skipstjóri á Bylgjunni stendur þarna hjá bjarg- vætti sinum, skipstjóranum á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum. Við komuna til Vestmannaeyja. Skipverjar af Bylgjunni og Þórunni Sveinsdóttur. „Vorum tuttugu mínútur á reki" Við komuna til Reykjavfkur: Skipverji af Bylgjunni ásamt eiginkonu. Lengst til hægri er Guðbjartur Einarsson, framkvæmdastjóri Sjótaks, sem breytti Jóni Þorlákssyni ( Bylgjunni) til loðnuveiða.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.