Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 15. febrúar 1974. LÖNDÍ MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Solzhenitsyn í Sviss Ovíst hvort Natalío kona hans fœr að taka son sinn frá fyrra hjónabandi með vestur yfir Aiexander Solzhenitsyn fór i morgun snemma meö járnbrautarlest frá Köln til Sviss. Meö honum var svissneski lögfræðingurinn hans, Frizt Heeb, og túlk- ur. Allmargir lögreglumenn fylltu næstu klefa beggja megin við rit- höfundinn i lestinni til þess að veita honum vernd gegn átroðn- ingi á leiðinni. Solzhenitsyn hefur haldið til á landsetri vestur-þýzka vinar sins Heinrich Bölls, nóbelsskáldsins, siðan á miðvikudagskvöld. Vestur-þýzk yfirvöld hafa látið honum i té’vegabréf, svo að hann geti ferðazt um erlendis. Sovézk yfirvöld hafa lagt mikla áherzlu á það við erlenda blaðamenn, þegar Solzhenitsyn- málið hefur borið á góma, að allt verði gert til þess að auðvelda fjölskyldu hans að fara til hans og vera með honum erlendis. Nú þykja hins vegar vera horf- ur á þvi, að Natalia Svetlova kunni að eiga i erfiðleikum með að taka 11 ára gamlan son sinn frá fyrra hjónabandi með sér. I Sovétrikjunum mæla lög svo fyrir, að faðirinn þurfi að gefa leyfi fyrir þvi, að drengurinn fari úr landi. Er ekki vitað til þess, að það hafi fengizt i þessu tilviki. — Þau Solzhenitsyn eiga svo 2 drengi. Ekkert hefur verið látið uppi um erindi Solzhenitsyn til Sviss, en það er þó liklega viðskiptalegs eðlis. Nóbelsverðlaun hans voru lögð inn á svissneskan bankareikning og ritlaun hans af bókaútgáfu vestantjalds munu vera þar i vörzlu Heebs lögfræð- ings. Sama frostið og hér hefur bitið þá á Bretlandseyjum og því hefur verið kalt fyrir kolanámumennina á verkfallsverðinum. En þessir i Wakefield i Yorkshire Iétu sig ekki fyrir það og kveiktu upp i ofni til að orna sér við, og ekki sjáum við betur, en það sé kolaofn, en greiniiega þó öðru brennt en kolum. Orkukreppan efst á baugi á þingi Norðurlandaráðs Orkukreppan mun setja sinn svip á 22. þing Norður- landaráðs, sem veröur sett í Stokkhólmi á morgun. Vandamálin, sem fylgt hafa í kjölfar kreppunnar, verða að líkindum eins og rauður þráður í aðalum- ræðunum á morgun og sunnudag. t tengslum við þær umræður hefur verið lög fram tillaga sósialdemókrata um sameiginleg lög Norðurlanda yfir ,,fjölþjóða- fyrirtæki” eins og farið er að titla alþjóðlega auðhringa. Þessi tillaga er sprottin upp af þvi, sem oliueklan hefur leitt i ljós, litla stjórn opinberra aðila á starfsemi hinna alþjóðlegu oliu- félaga. Samræming á lögum Norður- landa hefur verið tiðrædd á þingum Norðurlandaráðs og oft- sinnis verið hrundið i fram- kvæmd i vissum lagaflokkum, en þó kom fram á fundi i fyrra, að ekki þótti nóg að gert. Liklegt þykir, að á þessu þingi komi fram tillaga um sameigin- legt átak Norðurlanda til þess að tryggja sér orkubirgðir. ,,Ég er ekki maður til þess að gefa öðrum holl ráð um, hvernig komast skal áfram. En ef ég ætti að gefa einhverjum ráð um slikt, þá væri það helzt, að hann gerði það, sem hann þyrfti að gera, og tæki afleiðingunum”, sagði rithöfundurinn Clifford Irving, sem kom til New York í gær- kvöld, laus úr fangelsi til reynslu. Clifford Irving faðmaði að sér syni sina ungu, Barnaby 4 ára, og Nedsky 6 ára, á flugvellinum i New York, þegar hann kom þangað i gær, laus til reynslu. Ilinn 43 ára gamli rithöfundur var endurfundunum greinilega feginn, en þeir fóru hjá sér i margmenninu Eins og menn muna var Clif- ford Irving dæmdur i 16 mánaða fange'lsi fyrir að hafa falsað og selt endurminningar Howards Hughes, milljónamæringsins, sem farið hefur huldu höfði siðasta áratuginn. Kona Irvings, sem aðstoðaði hann við að sækja greiðsluna fyrir fölsuðu ævisöguna, situr enn i fangelsi i Sviss fyrir sinn þátt i svindlinu. Irving sagði blaðamönnum á flugvellinum i New York i gær, að i bréfum til hans i fangelsinu hefði hún krafizt hjónaskilnaðar. „Það táknar þó ekki, að við munum ekki búa saman”, sagði hann og lét á sér skilja, að hann vonaðist til þess að geta talið konu sinni hughvarf. A meðan Irving spjallaði við blaðamann AP, bar að mann, sem bað Irving um eiginhandar- áritun og spurði hann ráða um, hvernig menn kæmust áfram. Brosti Irving þá dauflega við. A flugvellinum tóku á móti honum synir þeirra hjóna, en þeir hafa verið hjá fjölskylduvini, meðan þau voru i fangleinsu. Kona Irvings losnar ekki strax úr fangelsinu. Á ekki fyrir öllum motnum Saxbe, dómsmálaráð- herra Bandarikjanna, um að fjölskyldan skyldi neita að verða við kröfum þeirra, sem rændu dóttur þeirra, að það væri ,,algert ábyrgðarleysi”. „Saxbe er ekki faðir Patriciu. Ég ætla að gera allt hvað ég get til þess að fá hana lausa”, sagði Hearst, og gaf litið fyrir hugWynd Saxbe um, að alrikislögreglan FIB fyndi og frelsaði stúlkuna. „Að gefa yfirlýsingu um, að menn ætli að brjótast inn og skjóta allt i sundur, er vitavert ábyrgðarleysi”, sagði Hearst. Hearstsagði ennfremur, að það hefði verið misskilningur hjá konu sinni, að fjölskyldunni hefði borizt ein milljón dollara i fram- lögum til að aðstoða hana við að fjármagna matargjöfina miklu, sem ræningjarnir hafa krafizt af henni. Sagði hann fjölskylduna ekki hafa nándar nærri nóg fé til að standa straum af henni. Blaðakóngurinn Randolph A. Hearst sagði i gær, vegna uppá- stungu William B. Patricia Hearst og Weed unnusti hennar, sem rængingjarnir börðu og meiddu þegar þeir rændu henni. Irving laus úr fangelsi S.Þ. kannar kynþúttamisréttið Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ætlar að taka til rannsóknar, hversu óheppileg áhrif hljótist af stuðningi við nýlenduöflin i suðurhluta Afriku Samþykkti nefndin ályktun i gærkvöldi, sem felur i sér, að skipaður veri sérstakur trúnaðar- maður til þessarar rannsóknar. 21 riki greiddi atkvæði með ályktuninni, meðan Noregur, Austurriki Stóra-Bretland, Frakkland, Italia, Holland og Bandarikin sátu hjá. lályktuninni var komizt svo að orði, að meta skuli áhrifin af þeim stuðningi, sem vissi riki veiti rikisstjórnum i Suður-Afriku, þar sem kynþáttamisrétti er við lýði. — Ályktunartillöguna báru fram ýmis riki Norður-Afriku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.