Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 9
Vlsir. Föstudagur 15. febrúar 1974. cTVlenningarmál Hvernig fréttir eru drepnar tJtvarpsráð ætlar að færa kvöldfréttatimann aftur á þann tima, sem hann hafði i haust verið á um alllangt skeið. Þessi ákvörðun mun hafa verið tekin að afstaðinni skoðanakönnun meðal hlustenda um vinsældir nýja frcttatímans klukkan hálfsjö. Það verður að teljast virðingar- vert af þvi mikla ráði að þreifa fyrir sér um heppilegasta til- högun dagskrártimans, og ef ég man rétt, þá vakti það i upphafi fyrir ráðinu að nýta sem bezt hlustunartlmann um kvöld- matarleytið á degi hvcrjum. Ég held að það hafi tekizt i vet- ur að nýta timann, sem skapaðist um sjöleytið, nokkuð vel. Það kom t.d. fram i vetur athyglis- verð nýbreytni i dagskránni, sem sannarlega má ekki niður falla, þótt fréttirnar verði aftur færðar til gamla horfsins. Ýmsir þættir, erindi og um- ræðuþættir um neytendamál, skutu upp kollinum suma viku- daga úr þvi klukkan varð sjö. Og hvað sem segja má um neytenda- þættina, þ.e. vinnubrögðin við þá, þá er hitt staðreynd, að það varð ekki fyrr en i vetur, að útvarpið sneri sér að mjög þýðingarmiklu atriði eða skyldu við hlustendur: að veita neytendum nauðsynlega þjónustu með umræðum um mál- efni þeirra og ábendingar varð- andi sitthvað, sem lýtur að dag- legu lifi i neyzluþjóðfélagi. Miðvikudagarnir i vetur hafa oft verið góðir „útvarpsdagar” hvað þessi mál snertir, t.d. var siðasta miðvikudag á dagskrá sérlega góður umræðuþáttur und- ir stjórn Gerðar óskarsdóttur. Gerður og gestir hennar fjölluðu um stöðu fatlaðra innan skóla- kerfisins, en að þeim þætti lokn- um tók Ólafur Jensson við og ræddi um húsnæðis- og bygginga- mál. Klukkan hvaö er hlustað? Það liggur i augum uppi, að það skiptir miklu á hvaða tima til- teknum dagskrárliðum er raðað, en i haust brá svo við, þegar kvöldfréttatiminn hafði verið færður fram um hálftima, að óánægjuraddir urðu háværar, og m.a. munu fréttamenn útvarps- ins hafa látið frá sér heyra I þessu sambandi. Þeir voru að vonum óánægðir yfir þvi að fá ekki nema fimmtán minútur á bezta hlustunartimanum til að koma frá sér fréttum dagsins. Ég er ekki svo viss um, að þessi kvöldfréttatimi, sem enn er við lýði, sé svo afskaplega slæmur. Og það jafnvel þótt niðurstaða skoðanakönnunar hafi verið nei- kvæð gagnvart þessari tilraun út- varpsráðs. Hins vegar held ég, að veðurlýsingin, sem af einhverjum ástæðum er óhagganlega sett klukkan korter fyrir sjö, hafi mikilstil eyðilagt tilraunina. Væri ekki hægt að færa þann daglega raunalestur á annan tima — eða bara útvarpa lýsingunni á sér- stakri veðurbylgju? Fréttamenn ættu sjálfir aö lesa Og þar sem fréttatiminn að kvöldinu verður væntanlega lengri á næstunni, þá held ég að væri ekki úr vegi að halda áfram með þá ráðstöfun, sem upp var tekin fyrir ekki svo löngu: að láta fréttamenn sjálfa lesa fréttirnar. 'Frá upphafi hafa þulir lesið allt, sem lesið er i útvarp af hálfu þeirrar stofnunar, þ.e. auglýsing- ar, tilkynningar, fréttir og kynn- ingar. Ég held, að það orki ákaflega drepandi á allar fréttir að láta þulina lesa þær — með fullri virð- ingu fyrir þulunum, þá held ég að raddir þeirra hljómi of ópersónu- lega, mikilvægi fréttanna glatast við það að lenda i höndum ein- hvers tengiliðs milli fréttamanns og hlustanda. Fréttamenn hafa eitt boðorð: Þeir skrifa allar fréttir með þvi hugarfari, að um sé að ræða aðal- frétt dagsins. Það hlýtur að orka niðurdrepandi fyrir fréttamann að heyra frétt sina hálfvegis eyði- lagða, eða litið úr henni gert i lestri. Þessu til viðbótar kemur svo það, að manni virðist, að frétta- menn og þulir komi hverjir öðr- um næsta litið við. Það er eins og um sé að ræða tvær sambands- lausar deildir. Gott dæmi um UTVARP EFTIR GUNNAR GUNNARSSON þetta var i hádegisfréttunum á miðvikudaginn. Þulurinn las frétt, þar sem sagði frá handtöku Solsentisins. Þetta var ekki glæný frétt, en sitthvað kom þó fram, sem ekki hafði heyrzt áður. t miðjum fréttatima skýtur svo fréttamaðurinn viðauka við Solsenitsin-fréttina — þ.e. frétt- inni um að rithöfundurinn væri kominn til Þýzkalands. Þessi við- auki var frétt dagsins.og átti að hætta öðrum lestri i bili, en leggja alla áherzlu á þessa nýju frétt. En þulurinn las stuttlega við- bótina, hélt siðan áfram með fréttaromsu dagsins. Siðan, þeg- ar rollunni var lokið, tók þulurinn aftur til við gamla frétt af Solsenitsin, þ.e. handtökufrétt- ina, og gat nýju fréttarinnar eins og i framhjáhlaupi. Málið komst til skila, og kannski er þetta i lagi, en útvarpið verður að temja sér fagmannlegri vinnubrögð. Útvarpsráð ætti að snúa sér að þvi að breyta svona skipulags- atriðum á næstunni, þegar það losnar við áhyggjur af frétta- timanum á kvöldin. Varnarmálin afgreidd Það er nokkuð gaman að erind- um þeim, sem nú ganga annan hvern dag eða svo um varnar- málin. Útvarpið virðist allt i einu hafa vaknað til skyldu sinnar, og mér virðist þetta nokkuð viðun- andi lausn að láta tvo menn, einn úr hvorri fylkingu, reifa viðhorf sin og annarra i erindi. En eigi að siður sakna ég mjög fréttaskýringarþátta um varnar- málin. Fréttamenn hlýtur að langa til að fjalla ýtarlega u.m þær dylgjur og væringar sem stöðugt eru á lofti út af þessu her- liði. Sjónvarp: Nú hefur hafið göngu sina á nýjan leik framhaldsmynda- flokkur frá Bretlandi. ,,Valda- tafl”, er, að ég held, einhver hinn leiðinlegasti framhaldsþáttur, sem sjónvarpinu hefur tekizt að krækja i. Segir i þættinum frá einhverj- um fáránlegum bisnisskörlum, sem enn hafa ekki vaxið upp úr stuttbuxunum, þeir eru sifelld- lega að bitastum peninga, völd og stöður. Einhvern veginn er þessi þáttur svo fjarri almennu áhuga- sviði, að ég get ekki litið á hann nema sem óþarfa peningaeyðslu. Kannski voru þeir Hammond- bræður litlu skárri, en i þeirra viðskipta- og fjölskylduflækjur var þó blandað áhugaverðari þáttum daglegs lifs, eins og til- finningum venjulegs fólks, að ekki sé minnzt á allt kvennastand þeirra merku bræðra. Og vel á minnzt: urðu einhver mistök við innkaup þess þáttar? Allt i einu PETER BARKWORTH — þessi karl fer að verða okkur sjónvarps glápurum vel kunnur. Hann lifði fram undir lok „Mannaveiöa”, og nú er hann aftur kominn á krcik, reyndar næsta uppvakningslegur, í „Valdatafli”. var hætt i miðju kafi, þegar mað- ur hélt, að stóri bróðir ætlaði að taka sig á i öllu skirlifinu og ná frillu föður sins. Lif okkar sjón- varpsglápara ruglast fullkom- lega, ef svona er komið fram við okkur. En kannski er þetta bara gott — það spruttu allt i einu upp fjári fjörlegar umræður i strætó. Allt i einu kom i ljós, að hinn þegjandalegi hópur, sem daglega sást i vagninum, átti sér eitt sam- eiginlegt áhugamál: Uppáferðir Hammondanna i sjónvarpinu. Sendum gegn póstkröfu hvert sem er ftWMI wt m Föt með og án vestis Smokingar - Skyrtur - Peysur - Leðurjakkar - Stakar buxur - Allar gerðir af gallabuxum og jökkum Stuttir og síðir kjólar - Stutt og síð pils - Kápur - Jakkar - Buxur - Blússur - Peysur - Bolir úr velúr

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.