Vísir - 15.02.1974, Síða 8

Vísir - 15.02.1974, Síða 8
8 Vlsir. Föstudagur 15. febrúar 1974. Fiskur-fiskveiöar og fiskveiðimörk Meðfylgjandi mynd sýnir þú Jón Bola og Deutschland iiber alles, tvo togara, sem liggja i höfn. Myndin er úr nýútkominni bók Socialistisk forlag, Demos. Fjallar bókin um rányrkju i Norður-Atlantshafi. fslenzkir höfundar hafa látið af hendi rakna greinar i bókina, Ingvar Hallgrimsson skrifar um veiðar við fsland, Þröstur Ölafsson um samvinnu landa i N-Atlantshafi, og Stefán Jónsson og Jónas Arna- son rita sameiginlega grein um samvinnu við veiðar og sölu fisks. Stúdentaráð mótmælir Stjórn SHl hefur fordæmt harðlega handtöku sovézka rit- höfundarins Alexanders Solzhenitsin og þá ákvörðun svoézkra stjórnvalda að gera hann landrækan. ,,Með þessu örþrifaráði sinu hafa sovézkir ráðamenn loks viðurkennt, að staðhæfingar Solz- henitsins um skort á almennum mannréttindum og tjáningafrelsi i Sovétrikjunum hafi við rök að styðjast”, segir i ályktun ráðsins, sem barst blaðinu i gær. Einn kemur þá annar fer Um sama leyti á miðvikudags- morgun, þegar flutningaskipið Vestri sökk út af Akranesi, bættist nýtt flutningaskip far- skipaflotanum, Suðurland. Skipið er 1840 tonn fulllestað við 16.5 feta djúpristu og er keypt hingað 9 ára gamalt frá finnsku skipafélagi af nýstofnuðu skipafélagi, Nes-skip hf. Það -gerist nú æ tiðara að hlutafélög séu stofnuð um eitt flutningaskip og virðist nóg um verkefni fyrir skipin og fátt heyrist um kvartanir um erfiðan rekstrargrundvöll frá þessum litlu félögum, sem fæst hver munu hyggja á samkeppni við risana. Á myndinni eru þeir Þor- valdur Jónsson, skipamiðlari, einn eigenda skipsins og sá sem sjá mun um útgerðina fyrir með- eigendur sina, og skipstjórinn Gunnar Magnússon. Bakvið þá er unnið að losun farmsins, sem tekinn var heim fyrir Hafskip. Tónverk 7 ungra tónskálda utan Það mun vera i fyrsta sinn i ár, sem ungum tónskáldum á íslandi er gefinn kostur á að vera með i norrænni tónlistarhátið, sem fram fer i lýðháskólabænum Framnes i Sviþjóð. Dómnefnd skipuð Atla Heimi Sveinssyni, Magnúsi Blöndal Jóhannssyni og Ragnari Björnssyni hefur valið 7 verk, sem kynnt verða frá Islandi. Verk þessi eru eftir þá Jónas Tómasson, Askel Másson, Þorstein Hannesson, Karólinu Eiriksdóttur, Snorra Sigfús Birgisson, Þorstein Hauksson og Bergljótu Jónsdóttur. Ekki allir kvarta Það kemur fyrir að félags- fundir lýsa yfir ánægju með það sem gert er. Þetta telst þó oftast til tiðinda, þvi venjulega eru ályktanir funda gerðar i þveröfugu skyni. Tæknifræðinga- félagið sendi okkur eftirfarandi ályktun: „Almennur fundur i Tækni- fræðingafélagi Islands haldinn að Hótel Sögu þ. 24. janúar 1974 sam- þykkir að lýsa ánægju sinni með þá grein i fjárlögum yfirstand- andi árs, sem fjallar um húsnæðismál Tækniskóla íslands, og leggur fundurinn áherzlu á, að staðið verði við þau loforð um úrbætur, sem þar koma fram, þannig að hægt verði, ekki siðar en á hausti komanda að hefja kennslu i nýju, fullnægjandi húsnæði”. Til vinstri við vinstri Það eru ekki fagrar lýsingarnar sem svokallaðir marx-leninistar hafa verkalýðs foringjum okkar. Þessir ungu menn, sem eru til vinstri við allt sem áður var talið til vinstri, hafa skorað á forustumenn Alþýðu- sambandsins að mæta sér i kapp- ræðum um vandamál verkalýðs- stéttarinnar og á sá fundur að fara fram á morgun kl. 16 i Lindarbæ. „Tilgangur fundarins er fyrst og fremst að veita verka- mönnum kost á að bera saman by ltingarsinnaða pólitik kommúnista og pólitik sósial- demókratanna, sem miðast við það að viðhalda rikjandi arðráns- skipulagi og kúgun á verkalýðs- stéttinni”, segja þeir marx- leninistar. lengi viltu bíða eftir fréttunum? VtSIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- • Degi fyrr en önnur dagblöð. (gerist áskrifendur) Fyrstur með fréttirnar vism 1 x 2 — 1 x 2 24. leikvika — leikir 9. feb. 1974. Úrslitaröðin: 221 — 122 — 111 — XX2 1. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 121.500.00 1303 19325 41803 2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 1.700.00 121 9935 19813 35546 37491 39277 41209 1136 10572 19876 35648 37981 39277 41402 1652 10583 20134 35680 38111 39286 41807 1710 12165 21329 35728 38202 39536 42051 1759 13118 21753 35901 38202 39666 42059 3115 13319 22053 36038 38204 39692 42097 3948 13606 22263 36129 38235 39737 42114 4264 15318 22968 36347 38247 40007 42122 4851 + 17154 23150 36557 38285 40253+ 42122 6046 18315 23540 36977 38636 40345 42193 + 6471 18364+ 23872 + 37226 38888 40623 42345 6652 18556 24125 37227 38905 40913 42348 8037 '18739 24475 37428 39236 41207 4- nafnlaus Kærufrestur er til 4. mars kl 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 24. leikviku verða póstlagðir eftir 5 mars. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — iþróttamiðstöðin — REYKJAVIK Viljum ráða rafsuðumenn og lagtæka menn til fram- leiðslustarfa. Vélaverkstæði J. Hinriksson, Skúlatúni 6. Simar 23520 og 26590. Heimasimi 35994.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.