Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 11
Vísir. Föstudagur 15. febrúar 1974. m Muhammed Ali tilkynnti skyndilega í gær, að ekkert yrði úr leik hans við Jerry Quarry, bezta hvita þunga- vigtarmanninum i hnefaleik- um. Ali bar við þreytu. Ali hefur tvivegis keppt við Qarry og sigrað heldur auðveldlega á rot- höggum. Sérfræðingar segja, aö ekki sé um neina þreytu hjá Ali aö ræða. Þegar George Foreman, heims- meistari, og Ken Norton keppa i Venezúela i næsta mánuði — og Ali stillir nú allt upp á að fá leik við Fore- man — ef hann heldur titilinum — strax eftir þá keppni. ,,Ég ætla að vinna titilinn aftur — siðan hætti ég” sagði Ali. 24 lið í skólamóti Knattspyrnumót skólanna — hið sjötta i röðinni — hefst nú um helgina. Alls taka liö frá 24 skólum þátt i keppninni viðs vegar að af landinu. Tveir K-ikir veröa á laugardag. Kl. 14.00 leikurá Kópavogsvelli Þinghólts- skóli og Háskóli tslands, og kl. 15.20 á sama velli. Verzlunarskóli tslands og Vélskóli tslands. A sunnudag verða tveir leikir á sama velii. Kl. 14.00 leika Menntaskól- inn i Kópavogi við lþróttakennara- skólann, en kl. 15.30 Vighólaskólinn við Kennaraháskólann. Auk þessara liöa eru lið frá Mennta- skólanum i Hamrahlið, Gagnfræða- skóla Austurbæjar, Menntaskólanum i Reykjavik, Gagnfræðaskóla Garða- hrepps, Vogaskóla, Stýrimannaskóla, Lindargötuskóla, Menntaskólanum, Laugarvatni, Héraðsskóla Laugar- vatni, Tækniskóla tslands, Mennta- skólanum Akureyri, Menntaskólanum við Tjörnina, Laugalækjarskóla, Menntaskólanum tsafirði, Iðnskóla Akureyrar og Hliðardalsskóla, I keppninni. Ráögert er að fyrstu umferö ljúki helgina 23.-24. febrúar — en það lið, sem tapar leik er úr keppninni. Það á við fyrstu umferðina. Þá veröa eftir 12 skólar og cftir það þarf tvo tapleiki til að falla út. Kynningar- rit um blak BLAK 74, blakkynningarrit og leik- skrá tslandsmótsins i Blaki 1974, er komið út. Ritiö er rikulega mynd- skreytt og fjölbreytt að efni. Þar er sagtfrá tslandsmótum frá upphafi, er- iendum mótum og úrslit þeirra færö i töflur. 1 þvi er skrá um alla blakdóm- ara með simanúmerum og starfsmenn blaksambandsins, auk margs annars efnis. Guðmundur Arnaldsson blaðafull- trúi blaksambandsins hefur safnað efni og myndum I ritið og ritstýrir þvi. Ármann-Þór ó þriðjudag Fjórir leikir i tslandsmótinu i hand- knattleiknum, sem orðið hefur að fresta siðustu vikurnar, verða leiknir i Laugardalshöllinni næstkomandi þriðjudagskvöld. Einn þeirra er úr 1. deild karla, en þá leika Armenningar þar við Þór — leik, sem tvivegis hefur verið frestað. Fvrsti leikurinn hefst kl. 7.00 og verður i 2. flokki kvenna milli Fylkis og KR. Siðan leika Þróttur og Armann i 2. flokki karla, og Fylkir og Grótta I 2. deild karla. Siöasti leikurinn verður svo sá i fyrstu deildinni milli Armanns og Þórs. Sá leikur er afar þýðingarmikill fyrir Akureyringana — ef þeir sigra i leiknum hafa þeir vissulega möguleika á að halda sæti sinu i 1. deild, en tap þýðir raunveru- lega fall niður i 2. deild næsta kcppnis- timabil. hmbhwmmbbhi SSKS' ón: Hallur Stmonarson Vísir. Föstudagur 15. febrúar 1974 f |pC~, M - > /• Sigraði ég virkilega, hrópaði Fabienne Serrat, Frakklandi, þegar hún fékk þær fréttir, að hún hefði orðið sigurvegari samanlagt i alpagrein- um kvenna á heimsmcistaramótinu i St. Moritz i siðustu viku. Það voru önnur gullverðlaun hennar i keppninni — hún sigraði í fyrstu keppnis- greininni á mótinu, stórsvigi. A myndinni með henni er Michel Jacot, Frakklandi, sem hlaut silfurverðlaun i svigi. 28 í EINLIÐALEIK Á BORÐTENNISMÓTi — Reykjavíkurmótið verður hóð um helgina Reykjavikurmót i borðtennis hefst i Laugardalshöllinni á laugardag, 16. febrúar kl. 3.30. Þá verður keppt i einliöaleik ungl- inga, tviliðaleik karla, einliðaleik kvenna og tvenndarkeppni. A sunnudag heldur mótið áfram á sama stað og hefst kl. 1.30. Þá Grœnt liós í Falun Svium hefur tekizt það — brekkur og göngubrautir I Falun, þar sem heimsmeistarakeppnin i norrænum skiðagreinum hefst á morgun, — eru að fyllast af snjó." Tugþúsundum tonna af snjó hefur verið dreift þar um siðustu daga. Brazzarnir ótt- ast Júgóslavana! — Fyrsti leikur heimsmeistaranna í knattspyrnu, Brazilíu, verður gegn Júgóslövum. í sama riðli leika einnig Skotland og Zaire — Júgóslavia hefur mjög sterku liði á að skipa - já, Slavarnir eru með eitt bezta lið, sem ég hef séð leika knatt- spyrnu, sagði þjálfari heimsmeistara Brazilíu i Frankfurt i gær eftir að Júgóslavia hafði sigrað Spán og þar með tryggt sér rétt i úrslitakeppn- ina. Vestur-Þýzkalandi. Og hann bætti við. Það hefði verið miklu auð- veldara að fá Spán- verja i riðilinn. Ég var mjög hrifinn af Júgó- slövunum — þeir verða erfiðir fyrir Braziliu- menn. Fyrsti leikurinn I heims- meistarakeppninni i Vestur- Þýzkalandi i sumar verður ein- mitt milli Braziliu og Júgóslaviu og á leikvellinum I Frankfurt — þeim leikvelli, sem reyndist Júgóslövum svo vel gegn Spán- verjum. Sá leikur verður 13. júni. Auk Braziliu og Júgóslaviu er Skotland og Zaire einnig i riðl- inum. — Þetta verður erfiðasti riðillinn — þrjú mjög sterk lið, sagði þjálfari Brazzanna enn- fremur. Við hefðum viljað mæta flestum öðrum liðum en þvi skozka — Skotar hafa alltaf staðið sig vel gegn okkur — og auk þess fáum við nú einnig að glima við Júgóslavana. Lið Zaire (áður belgiska Kongó) hef ég ekki séð — en reikna ekki með miklu af þvi. Afrikuþjóðir eiga enn nokkuð langt i land i knattspyrnunni, þó svo sigrar Zaire gegn Marokkó hafa verið mjög sannfærandi. Þrátt fyrir þessi ummæli þjálfara Braziliu er almennt reiknað með, að Brazilia komist heldur auðveldlega gegnum riðilinn. Þá hallast flestir aö þvi, að ttalia og Vestur-Þýzkaland muni eiga i litlum erfiðleikum I sinum riðlum —- en þriðji riðill er afar opinn. Ef hollenzka lands- liðinu tekst vel upp gæti það hæg- lega komizt i úrslit i HM — lið, sem hefur Johan Cruyff i sinum röðum verður alltaf hættulegt Uruguay hefur einnig góðu liði á að skipa og það land hefur náð góðum árangri yfirleitt á HM. Sviar lenda þvi i erfiðri raun þarna i 3. riðli. Augu heimsins munu beinast að Vestur-Þýzkalandi isumar frá 13. júni til 7. júli. Heimsmeistara- keppnin i knattspyrnu vekur orðið litlu minni athygli en Olympiu- leikar. Til hliðar er verðlauna- gripurinn, sem nú verður keppt um i fyrsta skipti á HM — og að neðan er riðlaskipunin og i hvaða borgum verður leikið. Og þeir eru þar lika i horninu, vinirnir Tip og Tap — tákn keppninnar. Latchford dýrastur! verður keppt i einliðaleik karla tviliðaleik unglinga og tviliðaleik kvenna. úrslitaleikir i flokkunum hefjast kl. fimm. Þátttaka er góð — til dæmis eru 28 keppendur i einliðaleik karia, 11 pör i tvenndarkeppni. Þá eru keppendur 29 i einliðaleik i unglingaflokki. — Everton keypti miðherja Birmingham í gœr fyrir upphœð, sem nemur 350 þúsund sterlingspundum Norðmenn völdu i gær þá fjóra, sem keppa fyrir Noreg i skiða- stökkinu. Valið var afar erfitt, en þeir Finn Halvorsen, Lars Grini, Odd Grette og Johan Sætre hrepptu sætin. Bob Latchford, mib- herji Birmingham, varð i gær dýrasti leikmaður Englands. Liverpool-lið- ið Everton keypti hann þá fyrir upphæð, sem talin er nema 350 þús- und sterlingspundum — greiddi Birmingham 100 þúsund sterlingspund- um i peningum, og lét að h rm Wt,Á auki tvo leikmenn upp i Latchford, þá Howard Kendall og Arthur Styles. Þessi sala á Bob Latchford i gær til Everton kom mjög á óvart — ekkert hafi kvisazt út, aö Enskir í hœttu! England og Holland gerðu jafn- tefli I UEFA-keppni unglinga- landsliða i Birmingham I gær 1-1 og enska liðið er nú i hættu að komast ekki í úrslitakeppnina i Sviþjóð i vor. tsland hefur þegar tryggt sér þátttöku þar. Richard Turner, Ipswich, skoraði strax á fjórðu min. fyrir England I gær, en Schwanenburg jafnaði fyrir Holland I siðari hálfleik. t riðli meö þessum þjóðum er Wales einnig. England vann Wales 1-0 I West Bromwich fyrir nokkrum vikum — en eftir jafnteflið i gær eru taldar miklar likur á að Holland komist i úr- slitakeppnina i Sviþjóð. Þaö er von þeir brosi, kapp- arnir á myndinni. David Zwilling, Austurríki, cr bor- inn á háhesti af löndum sinum eftir að hann hlaut gullverðlaunin I bruni i heimsmeistarakeppninni í St. Moritz. Þau úrslit voru mjög óvænt, þvi Zwilling — þó hans sé frábær skiða- maður — hefur aldrei fyrr sigraö i meiriháttar bruna- keppni. Til vinstri er landi lians Franz Klammer, sem hlaut silfurverðlaun — og 1 gull samanlagt i keppninni. ISW framkvæmdastjórar liöanna stæðu I samningum. Bob Latchford er ungur maöur — skeggjaði miöherjinn, sem við höfum svo oft séð I sjónvarps- þáttum f vetur. Hann lék i enska landsliðinu — ieikmenn 23ja ára og yngri — í vetur, og bróðir hans Peter var einnig i liðinu. Hann er markvöröur hjá West Bromwich. Þriðji bróðirinn, Dave Latchford, er einnig kunnur leikmaður — var j aðalmarkvörður Birmingham, I þar til liðið keypti Gary Sprake i i vetur frá Leeds fyrir 100 þúsund : sterlingspund. I Mesta sala áöur á leikmanni á i Englandi var, þegar Derby County keypti David Nish frá ! Leicester fyrir 250 þúsund sterl- ; ingspund. Howard Kendall, sem Birming- ham fékk ásamt Arthur Styles frá Everton, er meðal þekktustu leik- ! manna Englands. Everton keypti hann fyrir nokkrum árum frá Preston, en með þvi liði hafði Kendall verið yngsti leikmaður, 17 ára, sem leikið hefur i úrslita- leik ensku bikarkeppninnar. Fyrir nokkrum mánuðum var Kendall mjög orðaður við enska landsliðið og átti þá skinandi leiki með Everton. En hann meiddist þá og er nýlega kominn aftur inn i aðallið Everton. Howard Kendall er metinn á 170 þúsund sterlings- pund — og hann tók við fyrirliða- stöðunni hjá Everton, þegar Alan Ball var seldur til Arsenal. Hann er framvörður og það er einnig hinn ungi Arthur Styles, sem fylgir honum til Birmingham. Hann er metinn á 80 þúsund pund og hefur leikið milli 30-40 leiki i aðalliði Everton. Þó Bob Latchford sé ungur aö árum hefur hann lengi leikið i aðalliði Birmingham. 1 vetur hefur hann skorað 17 mörk — en alls hefur hann leikið rúmlega 150 leiki með Birmingham og skorað 75 mörk i deildakeppninni. Völlurinn ónýtur — segir fyrirliði Vestur-Þýzkalands, Franz Beckenbauer, um leikvöllinn í Munchen, þar sem úrslitaleikur HM á að fara fram — Það er varla hægt að leika knattspyrnu á þessum velli — hann er beinlinis ónýtur — og hér á að leika úrslitaleik heimsmeistarakeppn- innar i júli, sagði hinn frægi fyrirliði vestur- þýzka landsliðsins i ■knattspyrnu, Franz Beckenbauer, i gær og átti þar við Olympiu- IAIM 74 Heimsmeistarakeppnin 13. júní — 7, júlí 1974 j leikvanginn i Munchen. Beckenbauer veit hvað hann er að segja. Olympiuleikvangurinn er heimavöllur liðs hans, Bayern Munhen — og er oft kallaður manna á miili, Beckenbauer-leik- vangurinn. Bayern Munchen er nú i efsta sæti i 1. deildinni þýzku — en með liðinu leikur einnig sá frægi Gerd Muller, mesti marka- skorari heims nú. — Ég veit, að völlurinn er orðinn afleitur, sagði vallar- stjórinn i Munchen, þegar Beckenbauer bar fram ásökun sina. Það hefur verið leikið alltof mikið á vellinum siðan hann var tekinn i notkun nokkru fyrir Olympiuleikana 1972 En — bætti hann við — tæknin er orðin svo mikil i sambandi við velii, að okkur ætti ekki að verða skotaskuld úr þvi, að koma vell- inum i gott lag fyrir heims- meistarakeppnina. Leikir i fjórða riðli heims- meistarakeppninnar verða að nokkru háðir i Munchen. I þeim riðli leika Italia, Argentina, Pól- land og Haiti — ttalir eru taldir öguggir að komast upp úr riðl- inum en hvaða land fylgir þeim er ekki gott að segja. Argentinu- menn hafa löngum verið sterkir — en Pólverjar, Olympiumeistar- arnir, reyna áreiðanlega sitt til að koma enn á óvart. Haiti, sem leikur i fyrsta skipti i úrslitum HM, á auðvitað enga möguleika gegn þessum sterku liðum. Ætla að leika! Leikmennirnir niu frá hollenzka liðinu Ajax, sem hótuðu þvi að leika ekki með Hollandi i h c i m s -, meistarakeppninni i knattspyrnu i Vestur-Þýzkalandi i sumar, vegna þess, að hollenzka knattspyrnu- sambandið stóð ekki við þær greiðslur, sem leikmönnunum var lofað ef þeir kæmust i úrslita- keppninni. hafa hætt við að hætta. Þeir vonast nú bara eftir því að komast i hollenzka landsliðið, þegar það leikur á HM: Forráðamenn holienzka knatt- spyrnusambandsins ræddu við leikmennina nú i vikunni og eftir þann fund var tilkynnt að allur ágreiningur væri úr sögunhi. Ilins vegar var ekki skýrt nánar frá þvi tilboði,, sem knattspyrnu- mönnununi var gert — en það hefur áreiðanlega verið gott. Holland er i :!. riðli i undankeppni HM og hefur mikla möguleika að komast áfram. Það er kannski jafnasti riðillinn — auk llollands leika Uruguay, BúlgarÍ£j.og Sviþjóö i riðiinum. Þriðja Hljóm- skólahlaupið Illjómskálahlaup ÍR fer fram i 3ja sinn á þessum vetri nk. sunnudag 17. febrúar, og hefst það eins og undanfar- in hlaup við Hljómskálann kl. 14,00. Færðin i Hljómskáiagarðinum hefur litið breytzt til batnaðar ennþá, en ÍR-ingar vænta þess, að fleiri mæti til keppninnar en siðast og um fram allt að þeir, sem koina til hlaupsins, komi timanlega til skráningar. Búast við miklu af meistara sínum! Heimsmeistarakeppnin i Falum hefst á morgun og þar binda Norð- menn miklar vonir við Pal Tyldum, Oly mpiumeistarann i 50 km skiðagöngu á leikunum i Sapporo 1972. Hann hlaut einnig silfurverðlaun þar i 30 km skiðagöngu og 4x10 km skiöa- boðgöngu. Myndin hér að neðan var tekin af Olympiumeistaranuin fyrir nokkrum dögum, þegar hann keppti á Bul-mótinu i Osló — og sýndi þar „gamla takta”, sem gætu vel gert hann að heimsmeistara i Falum. Gifurlegur áhugi er I Noregi á HM-keppninni og hafa þúsundir Norð- manna að undanförnu streymt til Falum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.