Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 15. febrúar 1974. 7 flNNl i SÍÐAIVI 1 Umsjón: Edda Andrésdóttir Jón Gunnlaugsson hefur hug á þvi að koma upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða við Nes á Seltjarnarnesi, en þar er sem kunnugt er gamalt landlæknissetur. //Af 16.321 manns, 67 ára (1. des.1972) og eldri, má búast við, að um 10% þurfi á hjúkrun að halda í einhverri mynd, og allt að helmingur þess fjölda séu hjúkrunarsjúklingar, sem þurfi að dvelja á hjúkrunarstofnunum. En hinir styðjast þá við eftirlit heima, heimilis- hjálp og heimilishjúkrun og jafnvei dagvistun sumir. // Gífurlegur skortur sjúkrarýmis fyrir langlegusjúklinga" Rœtt við Jón Gunnlaugsson \œknif sem hefur hug á að reisa hjúkrunarheimili fyrir 67 ára og eldri í Nesi við Seltjörn. Eftir því þyrftum við minnst að hafa um 750 hjúkrunarrúm fyrir 67 ára og eldri, og má búast við þessari tölu hækkandi á næstunni, því að fólki fjölgar í hæstu aldurs- flokkum. Hér styðst ég við svipuð hlutföll á hin- um Norðurlöndunum. Við munum nú hafa sem næst 500 hjúkrunarrúm fyrir aldraða i landinu, sem fullnægir alls ekki þörf- um tímans." Þetta sagbi Jón Gunnlaugsson læknir meðal annars, þegar við ræddum við hann, en Jón hefur nú hug á að koma upp hjúkrunarheimili fyrir aldraða i Nesiá Seltjarnarnesi, en Nes er sem kunnugt er gamalt land- læknissetur. Þau 8 ár, sem ég hef starfað sem heimilislæknir i Reykjavik og næsta nágrenni, hefur mér fundizt það verða erfiðara og erfiðara að fá pláss fyrir lang- legusjúklinga, og þá ekki sizt fyrir gamalt fólk. Það er óhætt að segja, að á þessu sviði rikir hreint neyðarástand. A DAS er t.d. 600 manna biðlisti og liklega er ástandið svipað á Grund.” Á sl. sumri dvaldi Jón um tima I Danmörku og kynnti sér þá skipulag Dana varðandi hjúkrun gamals fólks, en Danir eru framarlega á þvi sviði. Þar hitti Jón tvo þeirra lækna, sem hvað mest hafa unnið að þessum málum, og hjá þeim fékk hann upplýsingar og skoðaði nýjar hjúkrunarstofnanir fyrir aldrað fólk. Jón kvaðst hafa farið þessa ferð með Nes við Seltjörn i huga, en landið er i einkaeign, og þyrfti að kaupast, en land- eigendur eru vinveittir svona ,,Æ erfiðara og erfiðara er að fá piáss fyrir langlegusjúklinga.” — Jón Gunniaugsson læknir. stofnun, svo það ætti ekki að standa i veginum, að sögn Jóns. f Danmörku gegna slikar stofnanir mjög þýðingarmiklu og vaxandi hlutverki og stuðla að þvi, að hinar dýru sjúkra- hússstofnanir nýtist betur með þvi að taka þaðan við sjúkling- um, sem aðeins þurfa hjúkrunar við, og þannig rýma pláss, sem annars gæti verið upptekið mánuðum eða jafnvel árum saman. Minnst slik heimili taka 48 manns og það stórt heimili hef- ur Jón i huga. Aldur sjúklinga er miðaður við 67 ára ogeldri.þótt til greina geti komið, að yngri sjúklingar gætu dvalið þar um tima. Sjúklingar, sem yrðu á þessari stofnun þyrftu að hafa fengið rannsókn og meðferð á sjúkrahúsum og hafa verið úr- skurðaðir af læknum ekki færir um að dvelja i heimahúsum eða venjulegum elliheimilum. Flest slikra heimila eru byggð með eins manns her- bergjum, þar sem með fylgir bað. Þar þarf að vera almenn hjúkrunaraðstaða, endur- hæfing, iðjuþjálfun, fót- snyrting, hárgreiðslustofa er á þessum stofnunum, og fleira mætti nefna. Nú ryður sér einnig mjög til rúms dagvistun fullorðinna. Rólfærir sjúklingar dveldust á heimilinu um daga, en heima um nætur. Þeim yrði þá ekið að heiman á morgnana og heim aftur á kvöldin, og myndi þetta fyrirkomulag, án efa létta undir hjá mörgum. „Daghjúkrun ryður sér nú til rúms á Norðurlöndum, og hennar er lika þörf hér,” sagði Jón. „Staðsetning slikrar stofn- unar hér á Seltjarnarnesi er mjög góð. Héðan er stutt til aðalsjúkrahúsa landsins, og auk þess eru i næsta nágrenni stofnanir fyrir langlegu- sjúklinga, t.d. Sólvangur i Hafnarfirði. Mætti vel hugsa sér, að þessar stofnanir gætu haft einhverja samvinnu um sjúklinga, t.d. að hjúkrunar- heimilið Nesi væri með léttari hjúkrunarsjúklinga, sem svo gætu flutzt til Reykjalundar eða Sólvangs, ef þeir veiktust meira. Á þann hátt þyrfti stofn- unin á Nesi ekki að vera eins vel búin tækjum, þótt auðvitað þurfi að gera strangar lág markskröfur um húsrými, hjúkrunarfólk og alla starfsað- stöðu.” Ýmsum gæti dottið i hug, hvort nægt starfslið væri til, til þess að taka t.d. við vinnu i Nesi, en Jón sagði, að það væri vissulega erfitt, en hér á landi er þó 1201 hjúkrunarkona. 217 af þeim eru i fullu starfi, 400 i hálfu starfi, 325 ekki i starfi og 172 eru erlendis, á eftirlaunum eða i sveitum. Um 600 sjúkraliðar eru svo til i landinu. Legukostnaður á sliku heimili gæti verið 50% ódýrari en á sjúkrahúsi, t.d. ef legu- kostnaður er 6000 kr. á ein- hverju sjúkrahúsi borgarinnar, yrði hann 50% ódýrari á sliku hjúkrunarheimili. Sigurgeir Einarsson kaup- maður, Vesturgötu 28, gaf eignir sinar tii sjúkrahús- byggingar i Nesi, og er féð hús- eignin ásamt meiru, sem svarar um 10-12 milljóna króna „startkapitali”. Jón hefur i huga, að hreppsnefnd Sel- tjarnarness hafi forgöngu um fjáröflun og vonar, aö llein aðilar komi til, t.d. önnur sveitarfélög i Gullbringu- og Kjósarsýslu, enda þótt rikis- sjóður eigi lögum samkvæmt að greiða mestan hluta byggingar- kostnaðar. „Mér fyndist það gott framlag til 1100 ára afmælisins, ef við gætum á þessu ári tekið ákvörðun um bygginguna. Allir eiga að stiga á stokk og strengja heit, er það ekki....” íiimim i = SÍÐAN 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.