Vísir - 15.02.1974, Síða 13

Vísir - 15.02.1974, Síða 13
Visir. Föstudagur 15. febrúar 1974. 13 Banna dansinn i Noregi Hér uppi á tsiandi hafa gagn- fræöaskólanemendur mótmælt þeirriákvörðun, aö hljómsveitir skuli ekki lengur fá aö spila á böllum hjá þeim. En eitthvaö myndi heyrast frá þeim viö þá meðferð, sem norskir kollegar þeirra hafa hlotið i gagnfræða- skóla Tvedestrandar. Skóla- stjórinn þar ákvaö, aö ekki skyldi einu sinni dansaö á skemmtunuin skólans. Nemendur mótmæltu þessu harðlega með þvi aö mæta ekki i einn timann. Skólastjórinn seg- ir, aö það sé alls ekki vist, að dans veröi leyföur i skólanum. Fórnar hóri sínu fyrir hlutverkið Leikarinn George Segal virðist vera heldur dapur i bragði á þess- um myndum hér fyrir ofan. Það er nú kannski heldur ekki nema von, þar sem verið er að krúnu- raka hann. Hárinu fórnar hann fyrir hlutverk i nýrri kvikmynd. „The Terminai Man” er heiti myndarinnar, en í henni fer Segal með hlutverk mannlegs raf- reiknis, sem er með rafskaut i höfði sér. Hlutverk, sem gefur honum fáeinar milljónir i aðra hönd. Og svo getur hann fijótlega farið að safna hári á ný. Sex í skriftastóhwm Fátt hér á jarðriki þykirleng- ur hægt aö nefna án þess að bendla sexi við það. Fyrir ári kom út á italiu bókin „Sex i skriftastólnum”, sem, eins og nafnið bendir til, fjallar um það sem fer á milli presta annars vegar og iðrandi syndara hins vegar um kynlif þeirra siðar- nefndu. Og nú er áætlað að kvikmynda bókina. Það eru höfundar bókarinnar, Valentini og Di Meglio, sem að kvikmyndinni standa. Þegar þeir gáfu út bók- ina, var höfðað mál á hendur þeim fyrir að hafa skaðað kaþólska trú. Þeir voru þó sýknaðir, þvi þeir gátu sannað, að hvert einasta orö i bókinni var satt. Höfðu þeir laumað segulböndum undir skriftastól- ana i mörgum itölskum kirkjum. Tilgangur kvikmyndarinnar er, að sögn Valentini, sá að sýna mismuninn á kynlifi nútimans og svo hvernig það meðhöndlað i skriftastólum. Uppstökkur Ameríkani Hópur farþega stóð fyrir nokkru og beið eftir lest I jarð- göngum I New York. Maður, sem stóð I hópnum, bankaöi lauslega i öxlina á Joseph Brown og bað hann að færa að- eins til löppina, þvi hún klemmdi fót mannsins upp við bekk. Jósi svaraði með þvi að þrifa i manninn og fleygja hon- um út á lestarsporið sem þeir stóðu við. t því bar lest að, og lét aumingja maðurinn lifið undir henni. Jóseph hefur verið ákærður fyrir morð aö yfirlögðu ráði. Verkefni fyrir glímu- og lyftingamenn Fyrir 75 þúsund krónur tóku norskir glimu- og lyftingamenn að sér að brjóta niöur heilt hús við götu eina i Osló. Allir kapparnir óðu á húsið, og eftir nokkurt þóf og mikla eyðslu á kröftum höfðu þeir jafnað húsið við jörðu. „ÉG VIL LEIKA BLÓÐSUGU..." „í hvert skipti sem ég horfi á kvikmynd, þar sem ég fer sjálf með hlutverk, verð ég fyrir sömu vonbrigðunum. Og i hvert skipti ákveð ég aö hætta”, segir Madeline Smith, brezk leikkona og kynbomba, sem siðustu fjögur árin hefur siglt hraðbyri upp stjörnuhimininn. „Það er skemmtunin af kvik- myndagerðinni, sem laðar mig alltaf i kvikmyndirnar á nýjan leik. Nú eru þær orðnar um átján talsins, myndirnar, sem ég hef leikið i,” heldur Madeline áfram. Hún er 22ja ára, en þegar hún var 18 ára gömul, var henni farið að leiðast starf afgreiðslu- stúlku i forngripaverzlun og lét það eftir sér að fara eftir auglýsingu, þar sem óskað var eftir stúlkum með leikhæfileika. Hún fékk sitt fyrsta hlutverk þegar i stað. Það var í myndinni „Mini-Mob”. Siöan fylgdi hver myndin á fætur annari og má þar m.a. nefna myndirnar „Pussyeat, Pussycat, I Love You”, „Up Pompeii” og „Up The Front”. Heldur má ekki gleyma myndunum „Taste The Blood Of Dracula” og „The Vampre. Lovers”. „Það var einstaklega skemmtilegtað leika i Dracula- myndunum”, segir Madeline. „Að visu fór ég i þeim báðum með hlutverk einhvers vesalings fórnarlambsins, en ég er ennþá að gera mér vonir um að fá hlutverk blóðsugu næst. Það verður ágæt tilbreyting frá þvi að leika alltaf sakleysis- legar álfastelpur”. Madeline Smith er ennþá á lausu. Hún býr heima hjá foreldrum sinum og likar það bara vel. „Ég á nógan pening til að kaupa mér hús einhvers staðar við sjávarsiðuna”, segir hún. „En það yrði ósköp dapur- legt að búa einsömul i stóru húsi. Ég held þvi, að ég biði með flutningana, þar til ég hef nælt mér i eiginmann”, segir hún. Þvi er þá hér með komið á framfæri, piltar....

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.