Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 4

Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 4
4 Visir. Föstudagur 15. febrúar 1974. ÍSLENZKAN IDNAD VELJUMISLENZKT Þakventlar ÞAKRENNUR J. B. PÉTURSSON SF. ÆGISGÖTU 4 - 7 T* 13125. 13126 Annar vélstjóri eða maður vanur þorskanetaveiðum óskast á MB Valþór KE nú þegar. Simi 92-2792 og 2639. Flóomarkaður Flóamarkaður verður i safnaðarheimili Langholtssóknar á morgun, laugardag, kl. 2-7. Mikið af góðum fatnaði, m.a. rúskinns- fatnaði, einnig gamlir munir. Fjáröflunarnefnd Styrktarfélags vangefinna. Hve lengi viltu biða eftir f réttunum? Viltu fá þærheim tilI þín samdægurs? Eða viltu bíða til næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag! AP/IMTB ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN Hóta að taka af lífi ofursta, ef ekki.... Skæruliðasamtök marxista í Argentínu hótuðu í gær að taka af líf i ofursta, sem þeir hafa í haldi — nema þeir fái að vita örlög tveggja skæru- liða, sem yfirvöld handtóku nýlega. „Jorge Ibarzabal verður liflálinn, ef nýjar upplýsingar berast ekki innan 48 klukku- stunda”, hljóðaði yfirlýsing byltingarhers alþýðunnar á leyni- legum blaðamannafundi, sem efnt var til. Ofurstinn var tekinn til fanga 20. jan. i átökum skæruliða og stjórnarhermanna i herstöðinni við Azul. Þingmenn Peronista vörpuðu skuldinni á Hector Campora, fyrrum forseta og fyrirrennara Perons, vegna þeirrar öldu hryðjuverka vinstrisinnaðra skæruliða, sem veður yfir Argentinu. 1 málgagni þings- flokks Peronista er komiztsvoað orði, að vikja beri Campora úr Peronistahreyfingunni. Campora er ambassador Argentinu i Mexico. — Hann ruddi Peron braut i forsetastól- inn, með þvi að bjóða sig fyrst fram til forsetakosninga, hljota útnefningu, breyta lögunum til að leyfa Peron heimkomu, segja siðan af sér og efna til nýrra kosninga, til þess að Peron gæti sjálfur komizt að. Þegar Campora sagði af sér forsetaembætti á sinum tima, talaði hann máli vinstra armsins innan samaka Peronista. Flestir þeirra vinstrisinnuðu embættis- manna, sem hann setti til starfa, hafa siðan verið látnir vikja. „Talaði sem evrópskur þjóðernissinni," — segir Pompidou um frammistöðu Jobert og hellir úr skúlum reiði sinnar yfir Nixon og Bandaríkjamenn George Pompidou Frakklandsforseti neri Nixon Bandarikjafor- seta þvi um nasir, að hann hefði efnt til orku- málaráðstefnunnar til að herða tök og áhrif Bandarikjanna á þeim hluta Evrópu, sem ávallt hafði verið Amerikanasinnuð. Norska fréttastofan segir, að Frakklandsíorseti hafi sleppt sér á fundi ríkisstjórnarinnar á mið- vikudag og látið Nixon hafa það óþvegið. Þar hafi Pompidou fullyrt, að niðurstöður orkumálaráðstefn- unnar væri meiriháttar ósigur félögum Frakklands í Evrópu, en ekki þó fyrir Evrópu í heild. „Sovétrikin hafa sýnt hæfni sina til þess að stýra leþprikjum sinum, og nú vilja Bandarikin gera slikt hið sama i Vestur- Evrópu”, hefur fréttastofan eftir Pompidou. Pompidou harmaði, að alþjóð- leg samvinna i dag færi fram i skugga leyniviðræðna Nixons for- seta og Brezhnevs hins rúss- neska. „Undir þessum samtölum er framtið heimsins komin”, sagði hann. A orkumálaráðstefnunni i Washington varð Jobert utan- rikisráðherra Frakklands einn á báti gegn fulltrúum Banda- rikjanna og hinum ellefu þátt- tökufulltrúunum. „Það stafaði af þvi, að Michel Jobert var sá eini, sem sig upp á móti Bandarikja- mönnum og þeirra markmiði”, sagði Pompidou „Jobert talaði ekki sem franskur þjóðernissinni, heldur miklu fremub sem evrópskur þjóðernissinni”, sagði Pompidou. Fulltrúar öryggisráðstefnunnar i Washington i'kvöldveröaboði i Hvlta húsinu. Sjá má þá sitja hlið viö liliö starfsbræðurna, Henry Kissinger og Jobert (t.v. á myndinni hér fyrir ofan). UTSALA - Seljum nœstu daga lítið gölluð húsgögn vegna brunaskemmda - MIKILL AFSLÁTTUR - UTSALA Trésmiðjan VÍÐIR Laugavegi 166 Sími 22222 og 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.