Vísir - 15.02.1974, Page 3

Vísir - 15.02.1974, Page 3
Visir. Föstudagur 15. febrúar 1974. 3 Fimm til Siglu- fjarðar Fimm Ioðnuskip munu nú vera á leið til Siglufjarðar með loðnu. Þessi skip eru Halkion, Vörður, ísleifur, Tálknfirðingur og Sigurður — reyndar hefur Sigurður ekki enn tilkynnt sig til Siglufjarðar, en liklegt er talið, að han ætli þangað með 700 tonn. 25 skip tilkynntu afla i nött og morgun, samtals um 2500 tonn, en flest þessara 25 skipa eru með litinn afla, um og innan við 100 tonn, sem fara i frystingu. 16 loðnuskip eru nú á leið til hafna á Austfjörðum, og munu landa á hinum ýmsu höfnum þar. —GG ^SVRl stöðugri samkeppni við einka- bílinn" — segir Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri. - SVR býr sig undir að kaupa 38 nýja strœtisvagna. — Verið að gera verð- samanburð fró fimm verksmiðjum ,,Við teljum okkur alltaf vera i samkeppni við einkabil- inn og þar af leiðir, að við þurfum að svara þeim kröfum með nýjum og fuilkomnum strætisvögnum, Okkar hlut- verk er það að hamla á móti hinni miklu bilaeign”, sagði Eirikur Asgeirsson, forstjóri SVR, i viðtali við Visi i morgun. ,,Það er á áætlun okkar fyrir næstu fjögur ár að kaupa 38 nýja strætisvagna”, sagði Eirikur ennfremur. „Siðan á siðasta vori höfum við tekið tiu nýja vagna i notkun. Með næstu tiu vögnum, sem við vonumst til að komnir verði á götuna i haust, getum við fjölgað ferðum og bætt við leiðum”. Og Eirikur las áætlun varð- andi notkun hinna tiu vagna: „Fimm af þessum vögnum koma i stað jafnmargra gamalla vagna, sem verða teknir úr umferð. Þá 13 ára gamlir. Tveir vagnar fara á nýja leið i Breiðholt III, norð- austur hluta, og bæta þarf einum vagni á leið 2 og auka tiðni á leiðunum 5 og 7”. Vagnarnir tiu, sem siðast komu á götuna, eru allir af gerðinni Volvo, en óákveðið er, frá hvaða verksmiðjum næjtu vagnar verða. „Á siðasta ári var látin fara fram verðkönnun, en siðan hefur þetta verið i athugun hjá tæknimanni strætisvagnanna og verðsamanburði hjá inn- kaupastofnuninni”, útskýrði Eirikur i viðtalinu við Visi. „Nú liggja niðurstöður þeirra athugana fyrir borgarráði, en þar verður tekin endapleg ákvörðun um kaupin”. Verðsamanburður var gerður á vögnum frá eftir- töldum fimm aðilum: Scania Vabis frá Isarn, MAN frá Kraft, Benz frá Ræsi, GMC frá Sambandinu og Volvo frá Velti. „Allar þessar tegundir uppfylla þær kröfur, sem við gerum til búnaðar al- menningsva gna ”, sagði Eirikur Asgeirsson. „Þeir eru allir gerðir fyrir borgar- umferð og með þeim sérbúnaði, sem óskað er eftir”. „VORUM LATNIR SITJA Á HAKANUM g B — segja kaupmenn, sem sameinuðust um " M kaup á kjötiðnaðarstöð og sláturhúsi til að fá þá kjötvöru, sem þeir óskuðu „Þegar þessi ákvörðun var tekin af kaupmönnum að fara út i kjötsölu og kjötvinnslu, var að skapast hið mesta ófremdar- ástand með framboð á kjöt- vinnsluvörum á Reykjavikur- svæðinu. ' Margar af þeim tegundum, er kaupmenn verzluðu að jafnaði með, voru ekki til i þvi magni, er óskað var eftir, og var þetta sérstaklega áberandi yfir sumarmánuðina. Tvær stærstu kjötvinnslurnar áttu, eða voru i tengslum við verzlanir, sem voru látnar ganga fyrir með það magn, sem framleitt var, og aðrir urðu þá að sitja á hakanum”. Þetta sagði Jón Júliusson kaup- maður i verzluninni Nóatún, þegar Visir rabbaði við hann, en nokkrir kaupmenn hafa nú sam- einazt um að kaupa kjötvinnsluna Búrfeli og heitir það félag sem kaupmennirnir hafa stofnað Búrfell hf. Er tilgangur félagsins að reka kjötvinnslu og kjötsölu og aðra skylda starfsemi, einnig sláturhús og verzlun. Um leið og kjötvinnslan var keypt, var einnig keypt sláturhús að Minniborg, Grimsnesi. Einnig var keypt sláturhús i Vik i Mýrdal, en það er rekið sem sjálf- stætt fyrirtæki undir nafninu Sláturhúsið Vik hf. Sláturhús þessi sjá kjötvinnslunni fyrir hráefni til vinnslunnar, en einnig selur fyrirtækið dilkakjöt til kjöt- verzlana, v.eitingastaða og mötuneyta. „Þessu vildu kaupmenn að sjálfsögðu ekki una,” sagði Jón i framhaldi af fyrrnefndu, þ.e. að sitja á hakanum”, og var þá ekki annað fyrir hendi en að koma upp eða kaupa slikt fyrirtæki og var það gert”. Auk þess að sjá hluthöfum sinum og öðrum kaupmönnum fyrir kjötvinnsluvörum”, sagði Jón, verður að leitast við að skapa hagræðingu fyrir kaup- menn i kjötvinnslunni, þannig að ýmislegt, sem hingað til hefur verið framleitt i verzlununum sjálfum, mun með timanum færast yfir til kjötvinnslunnar. Verður þetta sjálfsagt gert i enn rikara mæli eftir þvi sem mannekla i kjötvinnsluiðnaðinum vex sem allt útlit er fyrir. Jón sagði, að undirtektir þær, sem framleiðsluvörur fyrir- tækisins hefðu hlotið siðan breytingin átti sér stað, gefi tilefni til mikillar bjartsýni. Hann sagði einnig að vinnslan yrði skipulögð á næstunni, og má þvi búast við að framleiðslan verði fjölbreyttari. t stjórn félagsins eiga sæti Jón Júliusson, Guðlaugur Guðmunds- son og Þórður Þorgrimsson. —EA UNDIR HRAUN í FYRRA - NÚNA UNDIR SNJÓ! Akureyringar kippa sér tæpast upp við éljaganginn, sem veðurstofan spáir, að verði fyrir norðan i dag. Eftir öll ósköpin, sem dundu yfir, kallast élja- gangur sjálfsagt „sunnudags- veðrátta” þar fyrir norðan. Myndirnar hér fyrir ofan og hér fyrir neðan sýna, hvernig snjó hefur kyngt niður. Efri myndin er tekin i Háalundi, en þar standa viðlagasjóðshúsin. Vestmannaeyingar, sem misstu hús sin undir hraun um sama leyti i fyrra, virða nú fyrir sér hús sin á Akureyri á kafi i snjó. Neðri myndin er tekin i Birki- lundi og sýnir það, sem stendur upp úr einum snjóskaflinum af bifreið. OUi það nokkrum erfið- leikum við snjómoksturinn eftir að slotaði, hversu margir bilar höfðu yerið yfirgefnir á miðjum akvegum i bænum. Nú hefur tekizt að opna greiðfæra leið um helztu götur bæjarins, en viðast er þó ennþá skiðafæri... —ÞJM/Arnar Vill fá einkaleyfi á hníf — Hafnfirðingur hefur gert hníf, sem klippir burt allt sem kemur í skrúfur skipanna „Fyrsta skrúfuhnifinn smiðaði ég fyrir sex árum og siðan hef ég gert þá æði marga til viðbótar. Ég hef svona verið að reyna mig áfram núna loksins tel ég orðið timabært að fá einkaleyfi á gripnum”, sagði Sveinbjörn Ólafsson, sem starfandi er hjá skipasmiðastöðinni Dröfn, en er lærður rennismiður. „Þessi skrúfuhnifur, sem ég hef hannað, er settur utan um skrúfuna og klippir allt úr henni, sem i hana kemur”, útskýrði Sveinbjörn. „Hnifurinn er i sjálfu sér ekki svo dýr i smiðum, en erfitt er að koma við fjöldafram- leiðslu og á meðao aðeins er smiðað fyrir innanlandsmarkað. verður að smiða hvern grip sér- staklega”. Sveinbjörn kvaðst vita, að skrúfuhnifur væri kominn á markaðinn i Danmörku, en fram- ieiðendurnir þar ytra færu sér ennþá afar hægt og þvi væri litið komið i notkun af skrúfuhnifum þeirra. —ÞJM Húsgagna- sýning í vor Húsgagnameistarafélag Reykjavikur og Meistarafélag húsgagnabólstrara efna til hús- gagnasýningar i sýningarhöllinni i Laugardal dagana 18.-28. april n.k. Tilgangur húsgagnaviku er eins og áður sá að gefa fram- leiðendum húsgagna og innrétt- inga kost á að kynna nýjungar i framieiðslu sinni fyrir hús- gagnakaupmönnum og almenn- ingi. Allir framleiðendur húsgagna og innréttinga geta tekið þátt i sýningunni, eftir þvi sem húsrúm leyfir. Gert er ráð fyrir þvi, að ýmsar hliðargrein- ar, sem snerta húsgagna- og inn- réttingaiðnaðinn, verði kynntar á sýningunni. Allar frekari upplýsingar um tilhögun sýningarinnar eru gefnar i sima 30250. HÚSCAGNAVIKA 1974

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.