Vísir


Vísir - 15.02.1974, Qupperneq 6

Vísir - 15.02.1974, Qupperneq 6
6 Vísir. Föstudagur 15. febrúar 1974. VISIR Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórna rfulltrúi: Fréttastj. ert. frétta: Augiýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiðsla: Ritstjórn: Askriftargjald 1 lausasöiu kr. Blaðaprent hf. Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Heigason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Slmi 86611 Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur kr. 360 á mánuði innanlands. 22 eintakið. Allt er leyst með bólgu Um þessar mundir er verið að eyðileggja alla lifeyrissjóði landsmanna, nema sjóð opinberra starfsmanna, sem er visitölutryggður. Á aðeins tveimur og hálfu ári rýrnar verðgildi lifeyris- greiðslna þeirra til ellilaunafólks um hvorki meira né minna en helming. Þetta hróplega ranglæti, hrun mikilvægasta hluta tryggingakerfis okkar, er aðeins ein af mörgum alvarlegum afleiðingum hinnar yfir- gengilegu verðbólgu, sem við búum við. Árleg verðbólga er farin að nema 30% samkvæmt töl- um Hagrannsóknadeildar. Og ljóst er, að frá miðju ári 1972 til loka þessa árs, eða á hálfu þriðja ári, mun verðbólgan nem 100%, sem jafn- gildir tvöföldun verðlags á þessum tima. Eins árs verðbólga frá miðju ári 1972 til miðs árs 1973 nam 25%, og verðbólga ársins 1973 nam 30% samkvæmt tölum Hagrannsóknadeildar. Og það versta er, að i nýútkominni skýrslu deildar- innar um þjóðarbúskapinn er ekki spáð neinum bata á þessu sviði á árinu, sem nú er að liða. Bendir deildin á, að kauptaxtar séu þegar orðnir 15% hærri en þeir voru að meðaltali i fyrra og að fyrirsjáanlegar verðlagsbætur muni samtals hækka kauptaxta um 25% milli ára. Verðlagið fylgir náttúrlega sömu lögmálum, enda er það þegar orðið 13% hærra en það var að meðaltali i fyrra. 1 þessum tölum Hagrannsóknadeildar er ekki tekið tillit til þeirra kjarasamninga, sem nú standa yfir, enda var ekki vitað um útkomu þeirra, þegar skýrslan var samin. Nú er bilið milli deiluaðila hins vegar orðið svo litið, að þegar er ljóst, að miklar almennar kauphækkanir eru framundan, fyrir utan visi- töluhækkanir nar. Þar á ofan eru afskipti rikisstjórnarinnar af samningunum mjög verðbólguhvetjandi. Á fund- um með vinnuveitendum hefur hún hvatt til þess, að þeir semdu um meiri kauphækkanir en þeir ráða við. í staðinn býðst hún til að leyfa verðlags- hækkanir og að lækka gengi islenzku krónunnar, svo að þeir megi lika vel við una. Þessi tegund afskipta er mjög likleg til að stuðla að lausn vinnudeilunnar. En um leið magnar hún verðbólguna meira en nokkur önnur tegund afskipta. Vinnufriðurinn er keyptur með verðbólgu. Vandamálinu er þar með slegið á frest. Þú færð strax fleiri krónur i vasann, en þegar þú ætlar að fara að nota þær, kemstu að raun um, að verðlagið hefur hækkað að sama skapi. Þessi vitahringur launa og verðlags er okkur gamalkunnur, þótt við höfum aldrei lært neitt af honum. En kannski er nú komið tækifærið til að læra. 1 stað hinnar gamalkunnu 10% árlegrar verðbólgu, er nú komin 30% árleg verðbólga og virðist ætla að festa sig i sessi. Rikisstjórnin gerir ekkert til að hamla gegn þessari þróun, þótt hún sé ákaflega ranglát gagn- vart þeim, sem minnst mega sin i þjóðfélaginu, svo sem lifeyrisþegum. Rikisstjórnin sprengdi uppfjárlögin fyrir jólin. Hún er núna að sprengja upp laun með tilboðum um verðhækkanir og gengislækkun. Og hún er með i maganum hug- myndir um enn frekari skattlagningu neyzluvara almennings. Það er von, að hagfræðingar hennar séu svart- sýnir. -JK Er þar að finna olíu framtíðar? lndó-Kína..hvað er þar annaöað finna en milljónir manna, og gapandi byssu- kjafta yfir meira og minna sviðnum hrísgrjónaökr- um? Mýrlendi og frum- skóga á vixl? I striðsfréttunum þaðan koma menn ekki auga á neitt, sem gæti reynzt eft- irsóknarvert öðrum, en þó hefur nú sú orðið raunin, að olíukreppan að undan- förnu hefur komið stóru olíufélögunum til að hvima augum þangað. Bandariskir oliuhringir búa sig undirað bora fyrir ströndum Suð- ur-Vietnam eftir oliu á svæðum, sem sérfræðingar telja likleg til að geyma stærstu oliulindir heims. Talsmaður sendiráðs Suður- Vietnams i Washington sagði ný- lega, að oliumöguleikarnir þarna væru sennilega aðalástæða deil- unnar um Spratly-eyjaklasann, sem er i um það bil 430 kilómetra fjarlægð suðaustur af Suður-Viet- nam. Kina, Formósa, Filippseyjar og Suður-Vietnam gera öll kröfur til þessara eyja, sem liggja milli tveggja fláka af landgrunni Suð- austur-Asiu. Hersveitir Filipps- eyja og Formósu hafa hernumið nokkrar eyjarnar en Suður-Viet- nam, sem að staðaldri hefur haft þrjú hundruð manna lið á Spratly, sendi ekki alls fyrir löngu þangað liðsauka. ,,Ég held, að oliuáhuginn skýri vel það ástand sem skapazt hefur þarna, og ég er nær sannfærður um, að hin löndin þekkja til oliu- leitarinnar á svæðinu,” sagði Suður-Vietnaminn i Washington við fréttamenn nýlega. Þrjú stór bandarisk oliufélög — Mobil, Exxon og Shell — og kana- díska félagið Sunningdale — hafa fengið úthlutað svæðum til leitar á landgrunninu úti fyrir Suður- Vietnam. Talsmenn þessara fyr- irtækja hafa sagt, að boranir geti hafizt hvenær sem verða vill úr þessu. — En enginn veit, nema þær séu þegar byrjaðar, þvi ekk- ert hefur fengizt látið uppi um, hvenær ráðgert sé að byrja að bora. Oliufélögin lýsa þessum borun- um sem happdrætti, en aðrir oliu- sérfræðingar vilja halda þvi fram, að það sé örugg vissa fyrir þvi, að þarna sé mikla oliu að hafa. — ,,Ég mundi ekki hika við að veðja einni milljón dala um að svo sé,” sagði dr. K.O. Emery við Woods haffræðistofnunina i Massachusetts i viðtali við norsku fréttastofuna. Emery er haflif- fræðingur og starfaði sem ráð- gjafi hjá nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna, þegar hún byrjaði kortagerð yfir landgrunn SA-Asiu árið 1967. Efnahagsráð Asiu og Austur- landa fiær kortlagði siglingaleið- irnar frá Japanshafi með strönd v Kina og um Indó-Kinaskagann inn i Siamsflóa. 1 skýrslu Emerys er þvi haldið fram, að hér og hvar á aðgengi- legum stöðum þessa landgrunns sé að finna 3,36 milljarða rúmkilómetra af jar.ðlögum, sem venjulega hafa haft i sér að geyma oliu, þar sem þau hafa fundizt annars staðar á hnettin- um. Þrjú stærstu svæði þessara jarðlaga liggja á botninum fyrir utan Indó-Kinaskaga, sem sam- kvæmt jarðfræðikortum, sem gefin voru út 1970. Eftirsóttasta svæðið, sem talið er hafa að geyma 224 þúsund rúmkilómetra af þessuin oliuriku berglögum liggur beint út af strönd Suður-Vietnam og teygir sig upp á land. Stærra svæði teygir sig frá siglingaleiðunum suðvestur af Spratly til Sarawak á Borneo. Þriðja svæðið liggur á milli suðurhluta Thailands og Anam- baseyjanna út af Malaysiu. Spratly-eyjarnar sem liggja milli þessara tveggja svæða og austlægar skipaleiðir til þess þriðja hafa þýðingu, ef þarna yrði nú gerður oliufundur i einhverj- um mæli. Olia þykir enda lika vera aðalorsök alls áhugans á Paracelteyjaklasanum, sem er um það bil 8000 kilómetrum norðar, en þar sló i brýnu milli flota Suður-Vietnams og Kina. Ef farið er eftir skýrslu Emer- ys, þá ættu þessar grunnslóðir ekki að gefa i neinu eftir Mexikó- flóa, Mið-Asiu eða Venezúela, hvað oliuauð snertir og mögu- leika. Nema ef öfugt væri, þvi að sérfræðingar telja, að olia á þessu svæði mundi hafa minna brenni- steinsmagn og vera jafnvel fyrir þær sakir eftirsóknarverðari. . . ■ • ^ÆKmk.. r " **>»*,< .... iaL -xi *=£■: •***«-*, Grunnslóðin út af Suður-Vietnam er talin munu gefa lftiö efti Mexíkóflóa og öðrum oliurikum svæðum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.