Vísir - 15.02.1974, Blaðsíða 12
12
Vísir. Föstudagur 15. febrúar 1974.
Geir R. Andersen:
BOLSIVIKKUM SVÍÐUR
KOMMÚNISTANAFNBÓTIN
— eftirmœli
Það hefur löngum vafizt fyrir
þeim fámenna hópi, sem reynt
hefur að veita erlendri einræðis-
stefnu brautargengi á íslandi,
hvaða nafngift eigi að nota á sam-
tök sin, til þess að komast hjá þvi
mikla feimnismáli að verða
kallaðir kommúnistar eða
bolsivikkar, sem er þeirra
upprunalega nafn, og þeir eiga
tilkall til, samkvæmt skil-
greiningu „föðurhúsanna.”
Sósialistaflokkur,
Sameiningarflokkur alþýðu, og
nú Alþýðubandalag, öll þessi nöfn
dylja ekki og breyta i engu innra
eðli og sannfæringu þessa
fámenna hóps, til þess að stuðla
að framgangi hins alþjóðlega
kommúnisma og skilyrðislausri
hlýðni við að rifa niður og hefta
allt lýðræði i framkvæmd.
Ástæða til ótta.
Eina „grýlan” i islenzku þjóðlifi,
sem raunverulega hefur sannað
tilvist sina, hefur þvi verið og er
enn bolsivisminn, eða öðru nafni
kommúnisminn. Ný nöfn með eða
án forskeyta- og viðskeytaútflúrs
munu aldrei fá meiri hluta
tslendinga til þess að fylkja sér
um kommúnistahugsjónina i
frjálsum kosningum. Það er þvi
ekki ástæða til að óttast alvarlega
stefnubreytingu fólks, með tilliti
til aukins fylgis við kommúnista,
ef þjóðin fær áfram að ganga til
frjálsra kosninga.
Hins vegar er það fræðilegur
möguleiki, að mál geti svo skipazt
hérlendis, að kosningar yrðu
afnumdar með öllu, ef islenzkum
kommúnistum tækist, með aðstoð
heimskommúnismans, að undir-
baráttunnar
oka þá lýðræðisflokka, sem
glapizt hafa til samvinnu við þá
fyrrnefndu, fyrir þá ástæðu eina
að ,,fá að fara með völdin.”
Og nú er einmitt komið að þvi
stigi, i fyrsta sinn i islenzkri
stjórnmálasögu, að fámennum
hópi, grein af heims-
kommúnismanum, hefur tekizt
að komast i þá aðstöðu að ná
undirtökunum i rikisstjórn, sem
þó samanstendur að meirihluta af
lýðræðissinnuðum mönnum. En
ekki er sopið kálið, þótt i ausuna
sé komið, ekki nægja undirtökin
ein saman. Sigurinn miðast við
„fallið sjálft”, og af falli getur
ekki orðið, nema almennings-
álitið fáist til þess að ýta á. Og
kommúnistar hafa beitt mörgum
og misjöfnum ráðum til þess að
nálgast almenningsálitið. Þó er
baráttan fyrir þvi, að landið
verði varnarlaust, sú lymsku-
legasta, sem þeir hafa háð við
almenningsálitið hérlendis, og
um ieið sú óhugnanlegasta, þvi
hún er háð i hreinni örvilnan og
með það eitt fyrir augum að losa
sig við öll tengsl við skyld og
nálæg lýðræðisriki, svo að yfir-
boðurunum i Austur-Evópu sé
greiðfær leið hingað með alla þá
aðstoð, sem veita má til þess að
veita loka-höggið.
Er þvi langt i frá, að sá ótti,
sem grpið hefur um sig
hérlendis, meðal allra lýðræðis-
sinna, sé ástæðulaus, hann er
byggður á bláköldum rökum, sem
kommúnistar sjálfir hafa lagt til,
ásamt ýmsum örþrifaráðum.
örþrifaráöin.
Kommúnistar hafa, allt frá þeir
gerðu sér grein fyrir andstöðu
fólks gegn stefnu þeirra i flestum
málum, en ekki sizt varnar-
málunum, gripið til flestra þeirra
ráða, sem þeir þora að beita i
lýðræðisriki.
Þessi ráð hafa verið samsett
þann veg, að þau hafa ýmist átt
að höfða til fólks sem vinsælda-
aukning við vinstri stefnu i
landinu, svo sem þegar reynt er
að ryðjast inn i rikisreknu
fjölmiðlana og skóla landsins, eða
sem bein ögrun eða ógnun, til
þess að fólk láti i minni pokann
fyrir öfgaöflunum.
Þannig var strax hafizt handa,
þegar meirihluti útvarpsráðs var
orðinn rauðlitaður, um að bók-
staflega „ýta út” öllum lýðræðis-
legum áhrifum, ásamt tilþrifum
til trúarlegs efnisvals, slikir
þættir færðir til i dagskrá á tima,
sem ætla mætti, að færri
hlustuðu, og fleira i þá áttina,
nýir þættir teknir upp með frjáls-
legu yfirbragði, en sterkum
undirtón og viðlagi, sem höfðaði
til meiri „sameignarþátttöku”,
„samfélagshjálpar”, yfirtöku
barna og unglinga i skólum og
barna- og dagheimilum. o.s.frv.
Ótalin eru þó listaverkin i
leikritaformi, „byltinga- og
aftökuleikritin”, sem hafa án efa
átt að sýna fólki fram á, hvernig
færi hér, ef almenningur myndi
ekki kyngja „menningar-
byltingu” hérlendra kommúnista
möglunarlaust, sem sé eins konar
viðvörun til fólksins um að
„klappa með”, eða a.m.k. sitja
hjá, i öllum hugsanlegum við-
brögðum til mótstöðu.
En sem betur fer hefur þessi
þáttur „menningarbyltingar”
kommúnista hérlendis þó ennþá
misst marks og er raunar orðinn
að aðhlátursefni fólks um land
allt.
Má þvi segja, að hvorki hafi
gengið né rekið i áróðri
kommúnista á þeim tima, sem
þeir hafa átt aðild að núverandi
rikisstjórn, en söm er gerðin engu
að siður, og enn er keppzt við,
ýmist beitt örþrifaráðum eða
blekkingum.
Blekkingin.
Óhætt er að fullyrða, að fáir
hafa náð eins langt og
kommúnistar i þvi að halda i
fámennan hóp stuðningsmanna
með blekkingum sem aðalstjórn-
tæki. Vart hafa svokölluð
hugsjónamál kommúnista verið
sett á oddinn, nema þeim hafi
verið fylgt eftir með orðaflaumi
blekkinga, og þá venjulega öllum
áróðurstækjunum beitt i einu,
leiðaraskrifum i Þjóðviljanum,
„bæjarpósti” blaðsins, þar sem
oft er „leitað til” einhverra
ópennalatara úr hópi „lista-
manna”, og eru aðilar úr leikara-
stétt ekki illa þegnir i slikan leik.
Þá er ekki spurt um, hvort menn
eru á „A- eða B- samningi” við
Þjóðleikhúss, eða koma úr „ama-
törhópnum” á Tjarnarbakk-
anum, „allir gjaldgengir i
blekkinguna.”
Ein stærsta blekkingar-leik-
sýning, sem sett hefur verið á
svið, i þess orðs fyllstu merkingu,
var sú sem fram fór á sviðinu i
Háskólabiói sunnudaginn 27. jan.
á vegum svonefndra „Samtaka
herstöðvaandstæðinga”. Ekki
vantaði fréttafyrirsögnina um þá
sýningu tveim dögum seinna:
„Hátt i fjögur þúsund manns
sóttu fundinn — hundruð urðu frá
að hverfa”. Fyrirsögnin auðvitað
prentuð i rauðu, — tákn um sigur-
inn! En þessi hundruð, sem urðu
frá að hverfa, hvers kyns
stuðningsmenn voru það, sem
hlupu iburtu, þótt ekki kæmust i
fremstu sætin? Nei, þessi
hundruð —sem auðvitað voru að-
eins upphugsuð hundruð) hefðu
varla horfið frá, ef um raunveru-
lega stuðningsmenn hefði verið
að ræða, — þau hreinlega létu
aldrei sjá sig á staðnum.
En fundurinn var vel leikinn og
blekkingin gekk sinn gang, enda
öllu tiltæku leikaraliði úr öllum
samningsflokkum safnað saman,
auk nókkrum menntaskólanem-
um, tveim skáldum, einum rit-
stjóra, ljósmóður nýju sam-
einingarflokkanna (allt hefði nú
getað skeð á svo fjölmennum
fundi), konunni i Menntamála-
ráði (réttara stafað „kven-
manninninum”, samkvæmt skil-
greiningu rauðsokkanna), sem
kom með „heil” frá fram-
kvæmdanefnd Frjálslynda
flokksins, sem hún á sjálf sæti i,
að ógleymdum einum ráðherra.
Fundarstjóri minnti reyndar á,
að öll þau ár, sem slikir „stór-
fundir” væru haldnir á vegum
„samtakanna” hefði hann haldið,
að þetta væri nú sá siðasti, — en
ekki vildi hann láta af bjartsýn-
inni enn einu sinni! Þá talaði einn
fyrrverandi ritstjóri og ræddi
aðallega um þá ábyrgð, bæði sina
og annarra um það að þora að lifa
lifinu og takast á við erfiðleikana,
(ekki hefur nú veitt af, standandi
fyrir framan slikan hóp fólks). Þá
tók ljósmóðirin til máls og gat um
sérstaka samþykkt i Reykja-
víkurfélagi frjálslyndra og vinstri
manna um hernámsmál,
(„hvernig er það, er það sami
flokkurinn og sá „frjálslyndi”,
sem konan i Menntamálaráði
kom með kveðjuna frá”? spurði
einn fundargesta sessunaut sinn).
Og enn hélt samkoman áfram.
Fyrra skáldið söng kvæðið um þá
„Kasper, Jasper og Jónatan”, og
kunnu fundarmenn vel að meta
þetta kvæði, sagði Þjóðviljinn,
maður skyldi nú ætla það, á
skemmtisamkomu!). Þá talaði
fyrrv. ritstj. Alþýðubl. Hann var
„ómyrkur i máli”, að sögn Þjóð-
viljans, (eins og taka þyrfti það
fram sérstaklega?) Hann lagði
fram nýjar tillögur á sviði utan-
rikismála, sem sé þær, að ís-
lendingar, Norðmenn og Danir
gengju úr Atlantshafsbandalag-
inu og Tékkar, Pólverjar og Ung-
verjar úr Varsjárbandalaginu.
En er búið að senda þessar tillög-
ur til Varsjárbandalagsins?,—
það þyrfti að gera það fyrr en
seinna, ef þeir skyldu vera með
eitthvað annað á prjónunum en
Alafosslopann þeir i Varsjá.
Nema það séu þeir, sem eiga að
sjá um „Alafossfötin” fyrir Al-
þýðuflokkinn!
Næstur tók til máls einn
menntaskólaneminn (kannski
væntanlégur starfsmaður við
orðabók háskólans eðaÁrnasafn).
Hann ræddi um „auðvaldsbikkj-
ur” og „fasistaviðbjóð”, en kvað
Fylkinguna þurfa að ganga
„heila til verks”, i herstöðvamál-
inu þyrfti að „ögra rfkisstjórn-
inni”, þvi engu væri að treysta,
nema afli „samtakanna”.
Að þessu loknu varð að rjúfa
„stemminguna” á fundi samtak-
anna vegna skrúðgöngu „rauðu
fylkingarinnar”, sem gekk með
plastfötur yfir sviðið veifandi
rauðum fötum. „í þær fara nefni-
lega peningarnir”, sagði fundar-
stjórinn. Mikil var nú bjartsýnin i
fyrstu! Taldi fundarstjóri, að
hæfilegur skammtur væri þúsund
krónur, þótt ekki væri fúlsað við
tveim þúsundum. En þegar i ljós
kom, að fáir voru aflögufærir fyr-
ir „málstaðinn” bætti hann við,
að „tikallinn væri nú eiginlega
mest metinn”. Það hefur senni-
lega ekki verið runnin upp fyrir
fundarstjóranum þá sú stað-
reynd, að hugsjónir kommúnista
hafa sjaldan komizt lengra en i
veskið, „eigin veski” og oftast
verið haldið þar fast um.
En iokaþáttur þessa baráttu-
fundar var þó ein frumlegasta og
ódýrasta auglýsing, sem stærsta
blað landsins hefur fengið um
langan tima. Hálfur annar tugur
þjóðkunnra leikara gekk inn á
sviðið og hóf lestur úr Morgun-
blaðinu „beint og án allra við-
auka”, eins og segir i frétt Þjóð-
viljans, ýmsar greinar og
leiðaraskrif blaðsins frá 16.-24.
janúar. Er þetta nú ekki einhver
misskilningur”, sögöu tveir
rosknir hafnarverkamenn, sem
drifnir höfðu verið i sæti á meðal
nokkurra siðhærðra úr „framtið
landsins”. 1 fundarlok flutti svo
eini ráðherrann á fundinum ræðu,
og var aðalinntak hennar, „að
rikisstjórnir kæmu og færu, og
þeirri ákvörðun, sem tekin væri i
ár, kynnu að vera hnekkt að ári”.
Fráhvarfið- ný nöfn.
Þetta var sannarlega timabær
yfirlýsing, þvi kommúnistar
höfðu einmitt verið að velta þvi
fyrir sér, hvort ekki væri nú tima-
bært að hverfa úr stjórn, og m.a.
vegna þeirrar ástæðu, að þeir
finna, að barátta þeirra hefur
misst marks, ekki náð til þess
„fjölda”, sem þeir töldu sig full-
trúa fyrir.
Og að loknum miklum heila-
brotum og sundurlyndi innan
kommúnistaflokksins, harðvitug-
um deilum og uppþoti meðal
„Arnagarðsmanna” og annarra
„utangarðsmanna” hafa ráð-
herrar kommúnista einmitt tekið
ákvörðun um „að hnekkja öllum
fyrri ákvörðunum, og þar með
hverfa frá staðfastri og ófrá-
víkjanlegri stefnu i varnarmálun-
um.
Nú á sem sé að vikja af leið og
halda inn á „næstu afleggjara til
hægri”. Ekki verður þó farið
langt, heldur aðeins út af aðal-
veginum, til þess að verða ekki
hreinlega troðnir undir af um-
ferðarþunganum þ.e. al-
menningsálitinu. Þar með eru
kommúnistar búnir að fórna
siðustu sannfæringu sinn, en það
mál var, að þeirra sögn,
„trygging fyrir algjörri brottför
varnarliðsins frá Islandi á þjóð-
hátiðarárinu”. Blekkingin er þvi
fullkomnuð, búið að fara hring-
inn. Nú skal tekin upp barátta
fyrir þvi háleitasta af öllu háleitu,
en það er stefnumál kommúnista
númer eitt, að sitja áfram i rikis-
stjórn. Og þá er aðeins eftir að
móta nýja blekkingaraðferð, sem
gengur i „fjöldann”.
Búast má við, að islenzkir
kommúnistar leggi áherzlu á bar-
áttu fyrir afnámi „kommúnista-
heitisins”, og öllum orðum af-
leiddum af þvi, enda ávallt sviðið
úndan þvi heiti en orðið „sósia
listi” tekið upp i rikara mæli,
am.m.k. fyrst um sinn, teygjan-
legt orð og handhægt i þeirri
blekkingarherferð, sem fram-
undan er, varðandi fráhvarf frá
fyrri stefnu, t.d. i varnarmálum
— og i göngunni móti óöruggri
framtið og framvindu mála sinna
hérlendis.
En hvernig sem mál skipast á
næstu dögum og vikum hér, mun
fólkið i landinu ekki gleyma þvi,
að kommúnistar eru alltaf þeir
sömu, markmið þeirra hin sömu,
hvert sem hið nyja „gælunafn”
kanna að verða.
alcoatin^s
þjónustan dPWfH
MINNKIÐ HITAKOSTNAÐ
Nú er rétti timinn að notfæra sér tækifærið
til að minnka hitakostnaðinn með notkun
hinnar heimsþekktu hitaeinangrunar frá
ALCOATINGS i Bandarikjunum. Þessi
einangrun getur lækkað hitakostnað ýðar
um
20-35%
Með tilkomu þessa nýja efnis sem er
ITjótandi og örþunnt, er hægt að einangra
gólf, loft og veggi (t.d. b.ak viðofna). Efnið
endurkastar hitanum aftur inn i her-
bergið , salinn eða verksmiðjuhúsið eða
hvers konar byggingar, sem um er að
ræða. Við lökum að okkúr að ganga frá
þessari einangrun.
Nýbyggingar: Látið okkur álhúða á bak
við ofnana, áður en þér setjið þá fyrir.
Notist hvort sem er i nýbyggingum eða
eldri húsum, þegar skipt er um mið-
stöðvarkerfi.
Alcoalings — þjónustan
Lindargötu 56
Simi 26938 kl. 12-13 — 18-21.