Vísir - 04.03.1974, Síða 3

Vísir - 04.03.1974, Síða 3
Vísir. Mánudagur 4. raari '1974. 3 Hver silungur einn málsverður — Ný fiskeldisstöð tekin í notkun — framleiðir 50 tonn af silungi ó ári — „seljum vœntanlega í hótel og flugvélar". 900 fermetra fiskeldishús hcfur verið tekið i notkun við öxnalæk i ölfusi. f eldishúsinu eru 88 ker, þar sem i framtiðinni verður ræktaður silungur og lax. Silungurinn verður alinn i fisk- eldisstöðinni, Tungulaxi h.f., jafnt innan dyra stöðvarinnar og i sérstökum útitjörnum. Þegar silungurinn, bleikja og sjóbirting- ur, hefur náð 200 grömmum að þyngd, verður hann seldur ferskur eða frosinn til manneldis, hver fiskur áætlaður einn máls- verður. Laxaseiðin, sem Tungulax h.f. elur, verða seld til sleppingar i ár og vötn. Snorri heitinn Hallgrimsson prófessor var helzti hvatamað- urinn að stofnun Tungulax h.f, en nú stjórna fyrirtækinu þeir Eyjólfur Konráð Jónsson, sem er stjórnarformaður, Kristinn Guðbrandsson og Þuriður Finns- dóttir Framkvæmdastjóri er Guðmundur Hjaltason, og tjáöi hann Vísi, að reiknað væri með að kilóið af ferskum silungi frá stöðinni, yrði selt á um 300 krón- ur. „Okkur sýnist að verðið verði kringum 300 kr. — það er heldur dýrara en dilkakjötið.” Sagði Guðmundur og, að stöðin ætti fljótlega að geta framleitt um 50 tonn af silungi á ári, og mögu- leikar væru á að stækka hana. Hins vegar er ekki reiknað með, að silungur sá, sem seldur verður sem einn málsverður, verði seldur á almennum innan- landsmarkaði. „Við reiknum helzt með að selja fiskinn i hótel og flugvélar", sagði Guðmundur Hjaltason. Að öxnalæk i ölfusi eru sérlega hentugar aöstæður til fiskeldis, þar eð þar er bæjarlækurinn meö 12 gráða heitu vatni, og mögu- „Vitlaust veður —loðnan gotin" „Hún er orðin svo gotin, loðnan, það má búast við þvi að ekki verði veitt öllu meira i frystingu i ár,” sögðu þeir hjá Loðnunefnd i morgun. Veiðin um helgina var lltil. Veður hefur verið vont á miðun- um, en á laugardag hægði aðeins. Þá fengu 39 bátar um 5000 tonn á miðunum fyrir austan. 1 nótt fengu fjórir bátar liðlega 400 tonn, og fékkst sú loðna allt austan frá Ingólfshöfða og norður fyrir Snæfellsnes. „Veðrið hefur verið vitlaust á miðunum allt frá þvi verkfalli lauk — bátunum hefur ekki gefizt tóm til að leita neitt að loðnu. Kannski fyndu þeir eitthvað ef þeir hefðu tima og veður til,” sögðu þeir hjá Loðnunefnd. Sýni, sem Hafrannsóknastofn- un hefur verið að kanna að undanförnu benda hins vegar til þess, að loðnan sé langt komin með að hrygna hér i Flóanum og reyndar líka á miðunum fyrir austan —,, húnerfyrrá farðinni i ár en i fyrra,” sögðu þeir hjá Hafrannsóknastofnun fyrir helg- ina — það er hætt við að loðnuævintýri taki að ljúka, a.m.k. ef veðrið skánar ekki mjög fljótlega. -GG Jukum útflutning iðnaðarvara um 40% íslenzk fyrirtœki með í fjölda sýmnga i vetur Við fluttum miklu meira út af iðnaðarvör- um siðastliðið ár en áður. Aukning útflutnings er rúmlega 40% i krónum talið, að áli frá- töldu. Mest aukning varð á útflutningi á ullarbandi og ullarlopa, heil 117,6 prósent. Næst i vextinum komu loðsútuð skinn og vörur úr þeim gerðar, 55,7%. 1 öllum helztu vöruflokkum varð vöxtur. Þátttaka i vörusýningum, kaupstefnum, þar sem islenzkar Sviðalykt, en enginn eldur Sviðalykt i Landsimahúsinu olli starfsfólki þar áhyggjum á sunnudaginn. Var taliö aö jafnvel gæti verið kviknað i. Slökkviliöiö var kvatt á staðinn, en enginn eldur fannst. Eftir ná- kvæma leit og notkun þeffær- anna, komst upp um sviðalyktar- valdinn, en það var flúrljóslampi, sem rafleiðslur höfðu eitthvað sviðnað i. -ÓH. vörur hafa ekki verið kynntar áð- ur, hefur verið mikil frá siðustu áramótum. Fyrirtækið Glit h.f. tók þátt I gjafavörusýningu i Blackpool og skandinaviskri sýn- ingu i Luxo i Kaupmannahöfn. A gjafavörusýningunni voru einnig sýndar ullarvörur. Glit tekur þátt I einni þekktustu gjafavörusýn- ingu i Vestur-Evrópu, i Frank- furt. Alafoss hf. og Gráfeldur hf. taka siðar I þessum mánuði þátt i Scandinavian Fashion Week, og iðnaðardeild SÍS i tveimur sýn- ingum i marz og april i Miínchen og Frankfurt. Útflutningssamtök gullsmiða verða siðan með i sýn- ingu I Kaupmannahöfn i april. —HH Þjófar sœkja í Björnsbakarí Enn einu sinni var brotizt inn i Björnsbakari á sunnu- dagsnóttina. Nokkrum sinnum hcfur ver- ið brotizt þar inn, og alltaf á sama staö, inn um þakglugga á bakhúsi. t þetta sinn var stoiið ein- hverju af skiptimvnt. -ÓH. leikar á að hita það vatn. Fiskurinn i eldiskerjunum er fóðraður með sjálfvirkum búnaði, og þótt eldiskerin séu mörg og eldisstöðin stór aö flatarmáli, þá geta tvær manneskjur auðveld- lega hirt um hana, að þvi er Guðmundur Hjaltason sagði: „Það verða hérna hjón, sem annast fiskinn og stöðina að öllu leyti. Við reiknum með að geta hafið sölu á silungi til manneldis seinna á þessu ári.” -GG. Fiskelsisstöðin Tungulax h.f. á Óxnalæk I ölfusi var formlega opnuð á laugardaginn af eldiskerjunum og fáeinum gestanna, sem boöið var að skoða stöðina. — myndin er tekin Mynd: GG. Frakkar Jakkar Buxur Peysur Blússur Bolir ° VERÐLÆKKUN

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.