Vísir - 04.03.1974, Page 5

Vísir - 04.03.1974, Page 5
Vlsir. Mánudagur 4. marz 1974. 5 1970 Breyting 287 +14 330 t-34 6 +8 7 +17 Þingmannafjöldi Verkamannaflokkur ihaldsflokkur Frjálslýndir Aðrir Til að fá hreinan meirihluta þurfti 318 þingmenn TLÖND I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNDI MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP Var mesta slys flugs- ins skemmdarverk? Mesta flugslys sögunnar varð um miðjan dag i gær, þegar DC-10 flugvél frá tyrkneska flugfélaginu Turkish Airlines fórst með 334 farþegum og 11 manna áhöfn skammt fyrir norðan Paris. Flugvélin hrapaði til jarð- ar í skóglendi 5 til 10 mínút- um eftir að hún lagði af stað frá Orly-flugvelli i París. Var hún komin i 13.000 feta hæð (4.000 m), þegar hún snerist skyndilega, stefndi til jarðar og splundraðist í ógurlegri sprengingu. Astandið á slysstaðnum og allur aðdragandi þess hefur gefið mönn- um tilefni til að ætla, að slysið kunni að hafa orðið vegna sprengingar i vélinni af völdum hryðjuverkamanna. 1 morgun var frá þvi skýrt, að tyrkneska flugfélagið hefði fengið upplýsingar um það, að fimm af farþegunum, sem komu um borð i Paris, hafi verið skæruliðar of- stækismanna. Þrir þeirra voru Japanir og tveir Arabar. Sagt er, að hryðjuverkamennirnir hafi átt að herja á flugvél British Airways, en áætlun þess félags fór úr skorð- um vegna verkfalls á Heathrow- flugvelli við London. 1 gær var British Airways flugvél rænt, eins og sagt er frá annars staðar hér á siðunni. A slysstaðnum var þannig um- horfs, að ekki verður með orðum lýst, svo að vitnað sé til sjónar- votta. Lik og brak dreifðist yfir 15 km svæði, og segja sérfræðingar að það geti ekki stafað af öðru en sprengingu inn i farþegaklefanum. Flestir farþeganna voru Bretar, sem höfðu komið um borð i flugvél- ina i Paris, þegar þeir gátu ekki ferðast með brezka flugfélaginu, sem þeir áttu sæti hjá, vegna verk- falls flugvallarstarfsmanna á Heathrow-flugvelli. Þetta var annað flugslysið hjá tyrkneska flugfélaginu á rúmum mánuði. Vél i innanlandsflugi hrapaði 26. jan. og þá fórust 63. Þar til i gær höfðu flest farizt 176 manns i flugslysum, það var þegar sovézk flugvél hrapaði við Moskvu i október 1972 og þegar jórdönsk Boeing 707 hrapaði við Kano i Nigeriu i janúar 1973. Ný stjórn í Eþíópíu Festa virðist aftur vera að komast á í stjórnmála- lífi Eþíópíu eftir mót- mælaaðgerðir og uppreisn- ina innan hersins í síðustu viku. r- , , ,. , , E nda I- Katchew Makonnen, nýi forsætis- ráðherrann, útnefndi í gær tólf nýja ráðherra í stjórn sína, og hefur herinn lagt blessun sína yfir þá út- nefningu. Forsætisráðherrann hefur þó ekki enn fundið menn i allar ráð- herrastöður, þvi að herinn gerir strangar kröfur um heiðarleika ráðherra og að þeir hafi ekki ver- ið viðriðnir neina spillingu. Haile Selassie keisari hefur rekið sonarson sinn úr embætti yfirmanns innan hers Eþiópiu og skipað sér óskyldan mann i stað hans. Brandt tapar fylgi Flokkur Willy Brandts tapaði um 10% atkvæða I kosningum til þingsins i Hamborg i gær. Eru úrslitin talin sýna við hve mikla erfiðleika kanslarinn og flokkur hans á nú að glima. Sósialdemókratar og Frjálsir demókratar hafa átt meirihluta á landsþinginu i Hamborg siðan 1970 og halda þeim meirihluta þrátt fyrir tap fyrrnefnda flokks- ins. Stjórnarandstöðuflokkurinn, Kristilegir demókratar, jók fylgi sitt um 8% og Frjálsir demókrat- ar fengu um 4% meira atkvæða- magn en i siðustu kosningum. Kristilegir demókratar beindu spjótum sinum einkum gegn stefnu Brandts i efnahagsmálum og austurstefnunni. Skoðanakannair sýna, að Sósi- aldemókratar hafa einkum tapað fylgi meðal ungs fólks. Fímm mestu flugslysin 22. janúar 1973: 176 létust, þegar Boeing 707 fórst i Nigeriu 14. okt. 1972: 176 létust, þegar Iljusjin 62 fórst við Moskvu 30. júli 1971: 162 létust, þegar japönsk Boeing 727 rakst á orrustuflugvél yfir Japan 14. ágúst 1972: 156 létust þegar austur-þýzk Iljúsin 62 hrapaði nálægt Austur- Berlin 3. desember 1972: 155 létust, þegar Convair 990 Coronada frá spánska flugfélaginu Spautax fórst i flugtaki við Santa Cruz. Haile Selassie, Eþiópiukeisari, ávarpar þjóð sina i siðustu viku og hvetur til stillingar innan hersins. Leyniskýrslo um hlutdeild Nixons í Wotergote ,1 leynilegri skýrslu, sem rann- sóknarnefnd þess opinbera i Watergatemálinu sendi Sirica dómara er Nixon forseti sakaður um að hafa tekið þátt i þvi með starfsmönnum sinum að reyna að hindra rannsókn Watergatemáls- ins,” segir i fréttum bandariska stórblaðsins New York Times um helgina. Blaðið segir, að um leið og nefndin skilaði skýrslum sinum um rannsóknir á fyrrverandi ráð- herrum Nixons og starfsmönnum — þ.e.a.s. þeim ellefu, sem ný- lega hafa verið ákærðir — hafi hún skilað Sirica dómara leyni- legriskýrslu, sem hann hafi verið beðinn um að afhenda fulltrúa- deild Bandarikjaþings. Skýrir blaðið svo frá, að rann- sóknarnefiidin hafi ákveðið að fara svona að, eftir að gengið hafði verið úr skugga um, að dómstólarnir hafa ekki umboð til að sækja forsetann til saka, held- ur hafi fulltrúadeild þingsins ein umboð til að stefna honum fyrir rikisrétt. Skipting atkvæða 1974 1970 Breyting thaldsflokkur 11.857.402 38,1% 46,4% 4- 8,3% Verkamannaflokkur 11.617.630 37,2% 43 % 4- 6,2% Frjálslyndir 5.993.717 19,3% 7,4% + 11,9% Aðrir 1.517.959 5,4% 3,2% + 2,4% A kjörskrá um 40 milljónir Kjörsókn 78,7% KREPPA HJÁ BRETUM Stjórnarkreppa ríkti enn i Bret- I landi I morgun eftir stöðuga fundi stjórnmálamanna yfir helgina. Talið er líklegt, aö Edward Heath, Iforsætisráðherra, segi af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt i dag eða á morgun, hafi honum ekki tekizt að ná samkomulagi við Frjálslynda um stjórnarmyndum. Mun þá drottning fela Harold Wilson, for- manni Verkamannaflokksins, að I mynda rikisstjórn. Thorpe, leiðtogi Frjálslyndra, og Heath hittust um helgina, án þess að nokkur niðurstaða fengist af þeim fundi. Sagt er, að innan 14 manna þingflokks Frjálslyndra sé engin eining um það að ganga til stjórnarsamvinnu við Heath. Sum- ir segja, að Frjálslyndir vilji fá Heath frá, áður en þeir ræði stjórnarmyndun við Ihaldsflokk- inn. Þaöer ekki að sjá, að viösjárnar i stjórnmálalifi Breta þessa dagana legg- ist þungt á leiðtoga Frjálslyndra. Jeremy Thorpe er léttur I spori á leiðinni iklúbb flokksbræðra sinna, enda voru úrslit kosninganna sigur þeim.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.