Vísir - 04.03.1974, Page 14

Vísir - 04.03.1974, Page 14
14 Visir. Mánudagur 4. marz 1974. Forskot Leeds komið niður í 6 — og liðið hefur leikið einum leik meira en Liverpool Forskotið minnkar — komið niður í sex stig — og Leeds hefur ekki hlotið nema tvö stig í síðustu þremur leikjum sínum á meðan hættulegasti mót- herjinn, Liverpool, sigrar í sínum leikjum. Ætlar Leeds virkilega enn einu sinni að glata öruggri for- ustu á lokasprettinum — missa niður það forskot, sem liðiðhefur unnið með frábærum leikjum mik- inn hluta leiktímabilsins, vegna meiðsla og mikill- ar taugaspennu, sem komin er í leik liðsins? Hvað eftir annað hefur Leeds virzt öruggt með að slíta snúruna sem sigurvegari í 1. deild — en misst af öllu á slökum lokaspretti á undanförn- um árum. Endurtekur sagan sig? Þegar Liverpool setti met i leikjafjölda frá upphafi leiktimabils — sem Leeds hefur svo mjög bætt i vet- ur, þegar liðið lék 29 fyrstu leik- ina án taps, tókst Liverpool ekki að sigra i 1. deildinni heldur féll sigurinn Portsmouth i skaut. Verður það sama uppi á teningnum nú — kemst Liver- pool framúr Leeds? Þessum spurningum velta knattspyrnuáhugamenn viðs vegar um heim fyrir sér. Já, Leeds er að gefa eftir — tókst aðeins að ná jafntefli heima gegn Newcastle á laugardag — en á sama tima vann Liverpool enn einn 1-0 heppnissigurinn á heimavelli sinum. Vann Burn- ley 1-0 og var eina mark leiksins skorað 15 sek. fyrir leikslok af John Toshack, miðherja Liver- pool, eftir að Burnley hafði sýnt betri leik nær allan timann — þann bezta, sem mótherjalið ensku meistaranna hefur sýnt á Anfield á Ieikatimabilinu. Með- an barðist Leeds við hið sterka Newcastle-lið, en leiknum lauk með sanngjörnu jafntefli. Ekk- ert mark var skorað i fyrri hálf- leik, en strax á fyrstu min. þess siðari skoraði Alan Clarke fyrir Leeds. Stewart Barrowclough jafnaði fyrir Newcastle fimm min. siðar eftir mistök Norman Hunter. Svo bregðast krosstré sem önnur tré. Spenna var ekki aðeins á leikvellinum heldur breiddist hún á áhorfendasvæð- in. Þar varð lögreglan að hafa sig mjög i frammi — 19 áhorf- endur voru handteknir. Úrslit urðu annars þessi i leikjunum um helgina. 1. dcild: Arsenal—Southampton 1-0 Coventry—Birmingham 0-1 Derby—Stoke City 1-1 Ipswich—Norwich 1-1 Leeds—Newcastle 1-1 Leicester—Everton 2-1 Liverpool—Burnley 1-0 QPR—Tottenham 3-1 Sheff. Utd,—Manch. Utd. 0-1 West Ham—Chelsea 3-0 2. deild: Aston Villa—WBA 1-3 Blackpool—Bolton 0-2 Bristol City—Oxford 0-0 Carlisle—Preston 2-2 C. Palace—Orient 0-0 Hull—Sheff. Wed. 2-1 Nottm. For,—Notts Co. 0-0 Portsmouth—Millvall 0-0 Sunderland—Middlesbro 0-2 Swindon—Cardiff 1-1 Oll liðin i botninum I fyrstu deild hlutu stig — Birmingham og Manch. Utd. unnu sina fyrstu útisigra á leiktimabilinu. Það voru baráttusigrar. Lou Macari skoraði eina markið i Sheffield á 34. m. —en markvörður liðsins, Alec Stepney, átti þó allan heið- urinn af sigrinum með snilldar- leik. Hann bætti þar að nokkru upp vitaspyrnuna, sem hann misnotaði gegn Úlfunum laugardaginn á undan. Eftir pressu Coventry i byrjun, þar sem Cross var óheppinn að skora ekki, tókst Birmingham að ná undirtökunum i Miðlanda- derbtinu og Bob Hatton skoraði eina mark leiksins rétt fyrir hlé. Frábært mark. Bill Glazier, markvörður Coventry, bjargaði liði sinu frá stærra tapi með glæsileik i siðari hálfleik. Og meira að segja Norwich náði stigi i Ipswich. Þar var heimaliðið mun betra lengi framan af — en tókst ekki að skora fyrr en á 49. min. þegar Bryan Hamilton sendi knöttinn i mark. En þá var eins og Ipswich gæfi eftir — eins og leikmenn liðsins álitu sigurinn i höfn. Það var nú eitthvað annað. Norwich fór að sækja og nýi leikmaður- inn Boyer jafnaði á 80. min. eftir undirbúning gamla West Ham- leikmannsins Sissons, sem Nor- wich fékk frá Sheff. Wed i vetur. Þá vöknuðu leikmenn Ipswich upp við vondan draum — sóttu mjög lokaminúturnar, en það var of seint. West Ham vann góðan sigur á nágrönnum sinum i Lundúnum Chelsea. West Ham 3 — Chelsea 0, já, eða Billy Bonds 3 — Chelsea 0. Það var fyrirliði West Ham, sá snjalli leikmaður Bonds, sem heldur betur lék Chelsea grátt — skoraði öll mörkin i leiknum. Fyrst á 27. min. siðan 37. og lokamarkið skoraði hann eftir klukku- stundarleik. Og West Ham er komið upp i 16. sæti i 1. deild og það á nokkrum vikum úr neðsta sætinu. Ekkert er ómögulegt i fallbaráttunni — einu sinni man ég eftir að Lincoln City sigraði i sex siðustu leikjum sinum i 3. deild og bjargaði sér frá falli á einu stigi. t hinu Lundúna-derbiinu vann QPR auðveldan sigur á Totten- ham og hefði það einhvern tima þótt saga til næsta bæjar. Don Givens skoraði fyrsta mark leiksins fyrir QPR — Martin Chivers jafnaði úr vitaspyrnu, en Stan Bowles kom QPR i 2-1 fyrir hlé. 1 siðari hálfleiknum skoraði Gary Francis þriðja mark QPR, sem einu sinni var „pinulitið” Lundúnalið, en Tottenham stórveldi. Um aðra leiki er það að segja, að Bob Latchford skoraði sitt fyrsta mark fyrir Everton. Það nægði Liverpool-liðinu þó ekki til að hljóta stig — Frank Worthington og Steve Earle skoruðu fyrir Leicester. Alan aiiiis §(á!&r n V -----------’ Ball skoraði eina markið i leiknum á Highbury, þegar Arsenal vann Southampton. Jeff Bourne skoraði strax á 3. min. fyrir Derby gegn Stoke — 9. mark hans i ellefu leikjum — en John Ritchie tókst að jafna fyrir Stoke. Bikarmeistarar Sunderland fengu enn skell i 2. deild og hafa nú litla sem enga von að vinna sæti i 1. deild. Og það sem verra var — tveimur leikmönnum liðsins var visað af velli gegn Middlesbro i byrjun s.h. — þeim Kerr og Tueart. Dómari leiksins hélt þó lifi og limum eftir leikinn og þótti mörgum merkilegt. Staðan er nú þannig il.deild: Leeds 32 19 12 1 55-21 50 Liverpool 31 18 8 5 39-23 44 Derby 31 12 11 8 40-31 35 QPR 31 12 11 8 49-41 35 Ipswich 31 13 9 9 50-45 35 Leicester 31 11 12 8 40-31 34 Everton 31 12 9 10 35-33 33 Burnley 30 11 1(1 9 36-35 32 Newcastle 30 12 7 11 40-33 31 Manch. City29 11 8 10 30-27 30 Sheff. Utd. 31 10 10 11 38-37 30 Tottenham 31 10 10 11 35-42 30 Stoke 30 8 13 9 39-33 29 Arsenal 32 10 9 13 34-41 29 Coventry 33 11 7 15 33-43 29 West Ham 32 9 10 13 41-48 28 Wolves 31 9 10 12 35-41 28 Southampt.31 9 10 12 37-49 28 Chelsea 31 9 9 13 45-46 27 Birmingh , 30 7 9 14 33-49 23 Manch. Utd.30 6 9 15 25-38 21 Norwich 31 4 11 16 25-47 19 1 2. deild er staðan þannig: Middlesbro 31 19 10 2 46 22 48 Luton 30 15 9 6 43 34 39 Orient 31 13 12 6 46 31 38 Blackpool 32 13 11 8 43 30 37 WBA 31 13 11 7 40 30 37 Nott.For 31 11 13 7 41 29 35 30 13 32 9 33 12 31 12 Carlisle Hull Notts C Bolton Sunderland 30 11 Fulham Millwall Bristol C. Portsm. 30 Cardiff 32 Preston 32 Oxford 31 Sheff. Wed.32 C.Palace 31 Swindon 33 9 44 35 34 8 33 34 33 12 47 48 33 12 36 32 31 11 38 30 30 29 11 8 10 27 26 30 32 10 10 12 39 40 30 32 11 8 13 37 41 30 30 8 12 10 29 30 28 32 8 11 13 36 44 27 32 8 12 12 34 45 27 31 7 11 13 29 39 2S 7 9 16 34 47 23 6 10 15 28 44 22 5 9 19 29 56 19 %j Leikinenn úlfanna. Efsta röð frá vinstri Derek Jefferson, Ilerek Dougan, Phil Parkes, Gary Pearce, John McAlle, Steve Kindon. Miðröð: Derek Parkin, Steve Daley, Gerry Taylor, Francis Munro, Geoff Palmer, John Richards, Sammy Chung, þjálfari. Neðsta röðin: Alan Sunderland, Barry Powell, Mike Bailey, fyrirliði, Bill McGarry, framkvæmda- stjóri, Jim McCalliog, Dave Wagstaffe og Ken IIibbitt. Eftir 14 Úlfarnir — Sigruðu Manch. City í úrslitum deildabikarsins 2—1 ó Wembley á laugardag. Loksins eftir 14 mögur ár, er Wolverhampton Wanderers — eitt fræg- asta liö Englands, sem þrívegis varö enskur meistari milli 1950 og 1960 — aftur komiö á toppinn í ensku knatt- spyrnunni. Liöið varö deildabikarmeistari á laugardag — sigraði Manch. City 2-1 i úrslita- leiknum á Wembley að viðstöddum 100 þúsund áhorfendum. Það er fyrsti stórsigur úlfanna siðan 1960, þegar liðið sigraði Blackburn 3-0 i úrslitum FA-bikarsins, einnig á Wembley. Það var fjórði sigur Úlfanna i þeirri keppni — og meðal mótherja þá í Blackburn- iiðinu var ungur piltur, Derek Dougan, sem nú er frægastur — og kannski beztur — leikmanna Úlf- anna, formaður samtaka ensku atvinnu-knatt- spyrnumannanna. En mikið voru leikmenn Manch. City óheppnir að tapa þessum leik —og framkvæmda- stjóri liðsins nú, Ron Saunders, mátti bita i það súra epli að sjá lið sitt tapa annað árið i röð i úr- slitum deildabikarsins. 1 fyrra var hann framkvæmdastjóri Norwich, þegar Tottenham sigraði i úrslitum. Úlfarnir byrjuðu betur i leikn- um á laugardag, en tókst ekki að skora fyrr en á 43. min. að Ken Hibbitt skoraði, en hann kom inn sem varamaður fyrir Steve Powell. Fyrirliðinn Bailey var drifandi kraftur i Úlfa-liðinu — og Wagstaffe lék Glyn Pardoe grátt með hraða sinum. 1 siðari hálfleiknum snerist leikurinn alveg Manchester- liðinu i hag. Liðið sótti stanz- laust og Rodney Marsh og Colin Bell, ensku landsliðs- mennirnir, voru stórhættulegir ásamt þeim þriðja, Francis Lee. Eftir 60. min jafnaði Bell — og svo átti Manch. City þrjú stangarskot eða í þverslá Úlfa- marksins. Það siðasta var dæmigert — hörkuskot Bell lenti undir þverslá, en knötturinn hrökk út aftur —úlfarnir náðu boltanum og brunuðu upp. Vörnin var galopin og John Richards skoraði sigurmarkið Þá voru fimm minútur til leiks- loka — og þetta upphlaup var raunverulega hið eina hættu- lega hjá Úlfunum allan siðari hálfleikinn!!! En þannig er knattspyrnan — Manch. City, sem allra enskra liða hefur flesta sigra siðustu árin m.a. i deildabikarnum 1970, tapaði úr- slitaleik i fyrsta skipti lengi.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.