Vísir - 04.03.1974, Side 21

Vísir - 04.03.1974, Side 21
Visir. Mánudagdr 4. marz 1074. n DAG | Q KVÖLD n □AG | ' 21 ^-☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★'^■★☆★^♦☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★☆★jc Sjónvarp, kl. 20.30: „240 fiskar fyrir kú — kvikmynd Magnúsar Jónssonar leíkstj. ó Akureyri sýnd í kvöld ## Mynd Magnúsar Jónssonar „240 fiskar fyrir kú” veröur sýnd I sjónvarpinu I kvöld, og er þar fjailaö um, hversu mikilvægur fiskurinn erfyrirþjóðarbúið. Kvikmynd Magnúsar Jóns- sonar, leikhússtjóra á Akureyri, ..240 fiskar fyrir kú,”verður sýnd i sjónvarpinu i kvöld. Mynd þcssa gerði hann árið 1972 og hlaut til þess hálfrar milljón króna styrk frá Menntamála- ráði, og Fiskimálasjóður styrkti einnig gerð myndarinnar með 250 þúsund króna framlagi. Mynd þessi stendur yfir i 20 minútur og fjallar um það, hve algjörleg© lifsafkoma Islendinga er háð fiskveiðum og verndun fiskimiðanna i kringum ísland. Ernst Kettler tók myndina, Jón Múli Árnason er þulur, tónlist er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og Gunnar Hannesson er höfundur kyrr- mynda. Kvikmynd þessi er ekki tak- mörkuð við landhelgisstriðið 1972, heldur er hér um að ræða skýringu á þvi, hvers vegna Is- lendingum er nauðsyn á verndun fiskimiðanna um aldur og ævi. Auðlindalögsaga þjóðar- innar ræður framtið hennar. Kvikmynd Magnúsar Jóns- sonar, „240 fiskar fyrir kú”, hefur verið kynnt og sýnd i Reykjavik og úti um land. Laugarásbió sýndi hana sem aukamynd um þriggja vikna skeið á siðast liðnu ári. Hún fór sem liður i „List um landið” á vegum Menntamálaráðs og Leikfélags Akureyrar s.l. haust viðs vegar um Norðurland. Héraðsbúar hafa sýnt hana á Egilsstöðum. Ýmsir skólar hafa fengið eintak til sýningar og Fræðslu- myndasafnið hefur myndina til dreifingar. Menntamálaráð keypti 3 eintök til dreifingar og er myndin til útlána hjá Menningarsjóði á Skálholtsstig 7. Þá hefur höfundur látið gera enskan texta við myndina til dreifingar erlendis. Mörg Islendingafélög erlendis hafa fengið myndina til sýninga. Á sumri komanda mun SÚM standa fyrir listkynningu á Norðurlöndum og verður myndin sýnd þar. 1 sjónvarpinu i kvöld verður myndin sýnd kl. 20.30. —EA Sjónvarp, kl. 21.05: Skrifaði bók um íslenzkar fornbókmenntir — Kvikmynd byggð ó sögu Jorge Lois Borges sýnd í sjónvarpinu í kvöld Sjónvarpið sýnir í kvöld franska kvikmynd „Emma Zunz", eftir Alain Magrou, sem byggð er á sögu eftir Jorge Lois Borges, sem heimsótti ísland fyrir 2-3 árum síðan. Jorge Lois Borges er argentiskur rithöfundur, og hann hefur meðal annars skrifað litla bók um islenzkar fornbókmenntir og hefur sýnt þeim málum talsverðan áhuga. Hann er nú orðinn nokkuð aldraður og er blindur, en samt sem áður heimsótti hann tsland, fór á Þingvöll og kynntist svolitlu af þjóðinni á nokkrum dögum. Myndin, sem sýnd verður i kvöld, fjallar um unga verk- smiðjustúlku, sem telur vinnu- veitanda sinn eiga sök á þvi, að faðir hennar stytti sér aldur. Hún er ákveðin i þvi að koma fram hefndum með einhverju móti. —EA SJONVARP MANUDAGUR 4. mars 1974 20.00 Frcttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 240 fiskar fyrir kú. Kvik- mynd eftir Magnús Jónsson, gerð með tilstyrk Mennta- málaráðs og Fiskimála- sjóðs. t myndinni er þvi lýst, hve mjög lifsafkoma tslend- inga er háð fiskveiðum og verndun fiskimiðanna kringum landið. Kvikmynd- un Ernst Kettler. Kyrr- myndir Gunnar Hannesson. Tónlist Sigurður Rúnar Jónsson. Þulur Jón Múli Árnason. 21.00 Björgun sökkvandi borgar.Stutt kvikmynd um björgun mannvirkja og listaverka i Feneyjum frá skemmdum af völdum vax- andi vatnsaga. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.05 Emma Zunz. Frönsk kvikmynd eftir Alain Magrou. 21.55 Búnaðarspjall. Samræð- ur i sjónvarpssal. Eiður Guðnason ræðir við fjóra Búnaðarþingsfulltrúa, Egil Bjarnason, ráðunaut á Sauðárkróki, Hjalta Gests- son, ráðunaut á Selfossi, Magnús Sigurösson, bónda á Gilsbakka i Borgarfirði, og Snæþór Sigurbjörnsson, bónda i Gilsárteigi i Suður- Múlasýslu. 22.35 Dagskrárlok «- X- «- X- «- X- «- X- «- «- X- «- X- «- X- «- >1- «- X- «- X- «- X- «- X- «- «- «- X- «- «- >4- «- «- X- «- ★ «- ★ «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «- X- «• X- «■ X- «- I X- «- ** w Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 5. marz. Hrúturinn, 21. marz-20. april. Góður dagur og ætti að vera þér hagkvæmur. Gerðu mikið úr þörf þinni fyrir ást eða endurreisn. Lfppfræðandi málefni mun falla þér i geð. Nautið, 21. april-21. mai. Valið er þitt i dag, en e.t.v. væri þér bezt að leggja áherzlu á að tryggja öryggi þitt, festa betur rætur. Tviburinn, 22. mai- 21. júni. Hætt er við, að góðvild, er þú sýnir nágranna eða ættingja fyrri hluta dags, verði ekki metin sem skyldi. Hafðu hemil á gagnrýni og vertu djarfur i félags- málum. Krabbinn, 22. júni-23. júli. Vertu auðmúkur þennan morguninn, það leiðir til skilnings að gera grein fyrir göllum. Kjarakaup fela i sér óvænta kosti. Ljónið, 24. júli-23. ágúst.Sýndu gott fordæmi, þvi þú hefur meiri áhrif á aðra en þú gerir þér grein fyrir. Núverandi hlutverk þitt ýtir undir imyndunaraflið. Vertu með i dag. Meyjan, 24. ágúst-23. sept. Þú elur á ástæð”.- lausu vantrausti gagnvart sjálfum þér. Aukin sjálfsmeðvitund leysir vandamál þin. Littu á hlutina sem sjálfstæðar heildir. Vogin, 24. sept.-23. okt.Hvað viðkemur streitu varðandi rómantiskar hugieiðingar, losnar um það, ef þú ert bara fylginn þér og útskýrir allt. Utanaðkomandi heimboð fjörga félagslifið. Drckinn. 24. okt.-22. nóv. Vegna frumkvæðis annarra tekst þér að forðast ládeyðu á við- skiptasviðinu. öll alvarleg áleitni er óheppileg i dag. Boginaðurinn, 23. nóv.-21. des. Nú ættirðu að kynna þér skapandi verkefni, ferðalög eða áætlanir. Fastmótaðu nú ýmsar hugmyndir er þú hefur fengið undanfarið. Steingeitin, 22. des.-20. jan. Ef þú lætur stjórnast af siðferðilegum rökum, mættir þú gjarnan hagnýta þér efni og hæfileika annarra. Vissar staðreyndir i lifi þinu virðast mæla með endur- sköpun. Vatnsberinn, 21. jan.-19. febr. Þú hefur tilhneigingar til að vera of kærulaus núna. Með aantiu átaki gætu sameiginlegir hagsmunir leitt til góðs árangurs. Fiskarnir, 20. febr.-20. niarz. Haltu fast við meginreglur þinar, þó freistandi sé að bregða út af. Ef þú sérð að málin eru ekki við þitt hæfi, ætti að vera hægt að breyta þeim. U -tt -k ■tt -k -tt -* -Ct ■¥ -Ot -X -tt -k -tt -k -» -tt -k -tr -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k ■ -tt -k -tt -k -tt -x -tt i •Ot -tt -k -Ot -k -tt -k -tt -k -tt -k -tt -k ■Ct -X -tt -k -tr -k -k ■Ct -k -Ct -k -Ct -k -Ct -k -tt -k -tt -k -Ct -k -tt -k -Ct -k -tr -k •Ct -k -tt -k -tt -k -Ct -k -Ct -k -Ct -k ■Ct -k -Ct -k -tt -k -Ct -k -Ct -k UTVARP Mánudagur 4 mars 13.00 Við vinnúna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Föstu- hald rabbíans” eftir Harry K a m e I m a n K r i s t i n Thorlacius þýddi. Séra Rögnvaldur Finnbogason byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Þættir úr Sálumessu eftir Brahms. Dietrich Fischer- Dieskau, Elisabeth Grummer, Heiðveigar-kór- inn i Berlin og Filharmóniu- sveit Berlinar flytja, Rudolf Kempe stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 „Vinduin, vindum, vefjum band”. Anna Brynjúlfsdóttir sér um þátt fyrir yngstu hlustendurna. 17.30 F'ramburðarkennsla i esperanto 18.00 Neytandinn og þjóðfé- lagið Garðar Viborg flytur erindi: Neytandanum er ekkert óviðkomandi. 18.15 Tónleikar. Tilkynn- ingar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Daglegt mál. Helgi J. Haldórsson cand. mag. flyt- ur þáttinn. 19.30 Um daginn og veginn. Þórarinn Helgason frá Þykkvabæ talar. 19.50 Blöðin okkar Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 20.00 Mánudagslögin. 20.25 Málverkafalsarinn mikli. Halldór Stefánsson rithöfundur tók saman. Hjörtur Pálsson les siðari hluta frásögunnar. 20.55 Duo cuncartante fyrir fiðlu og pianó eftir Stravinski Rolf Schulte og David Levine leika. (hljóð- ritun frá útvarpinu i Vestur- Berlin) 21.10 islenzkt mál Endurt. þáttur Jóns Aðalsteins Jóncsonar frá laugardegi. 21.30 Útvarpssagan: „Tirstan og isól” eftir Joseph BendiérEinar Ól. Sveinsson prófessor islenskaði. Kristin Anna Þórarinsdóttir leik- kona lýkur lestri sögunnar (12). 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma. Lesari: Valbjörg Kristmundsdóttir (19) 22.25 Eyjapistill 22.45 Hljómplötusafnið i umsjá Gunnars Guðmunds- sonar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 5. mars. 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10-. Morgunleikfinii kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Þorleifur Hauksson heldur áfram lestri sögunn- ar „Elsku Mió minn” eftir Astrid Lindgren (4). Morgunleikfimikl. 9.20.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.