Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 1

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 1
64. árg. — Föstudagur 17. mai 1974. — 77. tbl. Síðustu droparnir kreistir úr gjald- eyrissjóðunum - bls. 3 HM Genqið fellt q hódegi Gengi islenzku krón- unnar gagnvart Bandarikjadal féll um 4% á hádegi i dag. Tilkynnti Seðla- banki íslands um þessa breytingu um hádegið. Sölugengi Banda- rikjadals verður nú kr. 93.20, en St- erlingspund verður selt frá banka á kr. 225.20. — JBP — HEFND! HEFND! „Þessa siöasta giæps tsraeismanna verður ræki- lega hefnt. Þeir munu þurfa að kaupa lif barna okkar dýru verði”. Þetta var haft eftir paiestinsku fréttastof- unni Wafa eftir sprengju- árásir tsraelsmanna á flóttamannabúðir og landa- mæraþorp i Libanon I gær- kvöldi. — ERLENDAR FRÉTTIR á bls. 5 Sœsímo- strengur bilar í skógareldi Sæsimastrengurinn, Scottice, sem liggur milli ts- lands og Skotlands, hefur ekki verið i notkun frá þvi kl. 19 i gær, vegna skógarelda sem geisa milli Inverness og Gairloch i Skotlandi. Strengurinn er tekinn upp úr sjó i Inverness, en þaðan liggur hann svo suður eftir Englandi. Nákvæmar fréttir hafa ekki borizt frá Skotlandi um, hversu mikið strengurinn hafi skemmzt i skógareldun- um, en ekki er búizt við þvi, að hann veröi kominn aftur i lag fyrr en I kvöld í fyrsta lagi. A meðan hefur Landssim- inn fengið tvær linur að láni til samtala við England og London, sem er mikilvæg miðstöð fyrir simtöl við önn- ur lönd. — Engar linur eru hins vegar opnar við Norðurlönd- in nema sjálfvirka kerfið milli tslands og Danmerkur. — Icecan, sæsima- strengurinn milli tslands og Kanada, er óskemmdur. —GP FANNST HtlU Á HIÍFI — brezki flugmaðurinn ó frönsku smóvélinni svaf í nótt í flugvélarflakinu undir Helgafelli aðeins 14 km fró Reykjavík „Við vorum vissir um að flugmaðurinn hefði farizt með vélinni/ þegar við sá- um flakið/ því það leit það illa út. Svo virðist sem hún hafi stungizt á nefið og síð- an fallið aftur fyrir sig á bakið. Við urðum því mjög undrandi/ þegar við heyrð- um svo/ að flugmaðurinn „Hann fer á hótel”, sagöi Clfar Þórðarson læknir eftir að hann skoðaði brezka flugmanninn 'við komuna til Reykjavikur. Við hlið flugmanns- ins stendur eini islenzki ferjuflugmaðurinn, Lúðvik Karlsson. Ljós- mynd: Sigurður Harðarson. Það er hin mesta mildi, að ekki skyldi fara verr en fór. Flugvélin hefur skemmzt mikið, eins og sjá má á myndinni, sem Bragi tók I morgun skömmu eftir að vélin fannst. væri hreinlega ekki í vél- inni. Hann virðist hafa sof- ið í flakinu í nótt/ en lagt siðan af stað snemma i morgun til Reykjavíkur, því hann sá þangað." Þetta sögðu Snæbjörn Guð- finnsson og Páll Steinþórsson, þeir tveir, sem fundu frönsku eins hreyfils flugvélina á niunda timanum i morgun. Leitað hafði verið að vélinni frá þvi siðdegis i gær. Þeir Snæbjörn og Páll lögðu af stað um klukkan 8.20 i morgun á eins hreyfils flugvél frá Flug- skóla Þóris. Snæbjörn flaug vél- inni, en Páll er einn af meðlimum Flugbjörgunarsveitarinnar. Flugvélarflakið fundu þeir siðan eftir um það bil 15 minútna flug, i Helgafelli ofan við Hafnar- fjörð, 14 kilómetrum fyrir sunnan Reykjavik, i nokkurn veginn beinni linu. Vélin var nokkuð illa farin að sögn þeirra Páls og Snæbjörns, en hana og orsök slyssins átti þó al- gjörlega eftir að rannsaka þegar Visir fór i prentun i morgun. Um það leyti var rannsóknarnefnd að koma á staðinn, þar sem slysið varð. Helzt er talið að flugmaðurinn hafi orðið að „skriða” eins og það er kallað, þ.e. orðið að fljúga i mjög litilli hæð, til þess að geta flogið sjónflug. Veður var vont á þessu svæði i gærdag og lágskýj- að. Eftir öllu að dæma hefur flug- maðurinn flogið öf lágt, og þvi farið sem fór. Hann er ókunnugur staðháttum hér. Um það bil klukkutima eftir aö vélin fannst, fundu meðlimir Flugbjörgunarsveitarinnar I Reykjavik siðan flugmanninn. Hann hafði þá farið frá flakinu en var ekki kominn langt frá þvi. Flugmaðurinn er Breti, og er eftirnafnið Welton. Hann var að koma frá Skotlandi, en vélin sem hann var á er frönsk. Það þykir allóvenjulegt, þegar flugmaður finnst ekki við vélar- flak eða flugvél sem lent hefur i óhappi, en það er tæpast hægt að segja annað en að góður endir hafi verið á þessu, enda virtist flugmaðurinn litið slasaöur. Þyrla Landhelgisgæzlunnar flutti hann strax til Reykjavikur þar sem hann var fluttur á Borgar- spitalann. Flugmaðurinn virtist haltur 'og var skrámaður i andliti. Leitaö var i morgun frá þvi klukkan 6, og leituðu 8 flugvélar. —EA •" -“****Í6,V. ■ Þeir Snæbjörn Guðfinnsson og Páll Steinþórsson fundu flakið á 9. timanum i morgun. SNARPIR KIPPIR Á HVÍTÁRSÍÐU í Nokkuð margir og snarpir jarðskjálftakippir fundust enn I Síðufjalli á tiunda timanum i morgun. Vægari kippir höfðu einnig fundist um fjögurleytið i nótt. Snarpasti kippurinn i morgun mældist 4 stig á Richter-kvarða. „Viðlika snarpir kippir fund- ust klukkan hálf niu I fyrrakvöld og þá varð skjálftans jafnvel vart i hæstu húsum I Reykja- vik,” sagði Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur I viðtali við Visi skömmu fyrir hádegi I dag. Ragnar kvað þessar jarð- hræringar við Siðufjall i Borgarfirði vera óvenjulegar að ýmsu leyti. Þær væru bæöi á óvenjulegum stað og væru búnar að standa óvenju lengi, en hræringarnar hafa staðið nokkurn veginn óslitið frá þvi MORGUN um siðustu mánaðamót. „Það er rétt að taka fram, að hræringar þessar eru samt ekkert einsdæmi,” sagöi Ragnar. Og hann vildi jafn- framt itreka það, að þessir skjálftar boðuðu alls ekki gos eða þviumlikt. -ÞJM.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.