Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 4
4
Vlsir. Föstudagur 17. mal 1974.
Auglýsing
frá yfirkjörstjórninni í
y Reykjaneskjördœmi
Við Alþingiskosningarnar 30. júni n.k. hef-
ur yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis að-
setur i Hafnarfirði og veitir viðtöku fram-
boðslistum i Skiphóli i Hafnarfirði, að
kvöldi 29. þ.m. frá kl. 20—24, en þá rennur
framboðsfrestur út.
Á kjördegi verður aðsetur yfirkjörstjórn-
ar i Lækjarskóla, simar 50585 og 51285.
Hafnarfirði, 15. maí 1974
Y firk jörst jórn Reykjaneskjördæmis
Björn Ingvarsson,
(formaður)
Guðjón Steingrimsson, Hallgrimur
Pétursson,
Tómas Tómasson, Þormóður Pálsson.
FIAT 850 ’72.
VOLKSWAGEN 1300 ’72.
VOLKSWAGEN 1303 ’73.
TAUNUS 17M, station, ’70.
VOLGA ’73.
PEUGEOT 204 ’71.
VAUXHALL VIVA ’67.
Opiö á kvöldin kl. 6-10 —
Laugardag kl. 10-4.
J
p? Smurbrauðstofan
\A
BJORNIIMN
Njálsgötu 49 - Simi 15105
Hve lengi viltu
biða
eftir f réttunum?
Mltu fá þærheim til þín samdægurs? Eða viltu bíða til
næsta morguns? VÍSIR flytur fréttir dagsins í dag!
Fyrstur meó
fréttimar
vism
Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur
ákveðið að gangast fyrir allsherjar könn-
un á þvi, hve mörg lömuð og fötluð börn á
skólaskyldualdri i landinu hafa nú ekki
aðstöðu til að njóta eðlilegrar fræðslu,
skólagöngu og endurhæfingar.
Aðstandendur umræddra barna eru hér
með vinsamlegast beðnir að gefa félaginu
allar nánari upplýsingar um þau einstöku
börn og hagi þeirra er þannig kynni að
vera ástatt um.
Vinsamlegast hafið samband við
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Háa-
leitisbraut 13, eigi siðar en 20. júni nk.
Umsögn læknis þarf að fylgja.
Stjórn
Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Háaleitisbraut 13 Reykjavik
AP/NTB í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN
Sovét og Bandaríkin
jafnvíg á hafínu
„Slðan 1962 hafa Sovétmenn
smiöað miklu fleiri herskip en
viö.... 911 á móti 263... Það, sem
veldursérfræðingum flotans mest-
um áhyggjum, er, að okkur kynni
að verða neitað um hindrunar-
lausar siglingar um heimshöfin
bæði i friði og striði.” Þannig
komst Joseph P. Moorer
aömiráll, yfirmaöur bandarlska
fiotans á austurströnd Banda-
rikjanna, að orði i ræðu i gær.
Fyrr i þessari viku var það haft
eftir Elmo R. Zumwalt, æðsta
manni flotans, að Bandarikin
gætu ekki lengur ráðið siglinga-
leiðum heims andspænis Sovét-
rikjunum. Zumwalt sagði, að
þessu ástandi yrði ekki breytt á
næstu fimm árum — forsenda
þess, að þvi yrði nokkurn tima
breytt, væri sú, að bandariska
þingið yki fjárveitingu sína til
flotans um marga milljarða
dollara.
Margir hafa lagt orð Zumwalts
út á þann veg, að hann hafi veriö
að hræða þingið til að fá frá þvi
meira fé. Joseph P. Moorer sagði
i gær, að e.t.v. mundu ýmsir
leggja orð sin út á þennan veg, en
það væri rangt. Fyrir sér vekti
ekki annað en benda rækilega á
þá staðreynd, að Bandarikin
stæðu verr að vigi á heimshöfun-
um gagnvart Sovétrikjunum en
nokkru sinni fyrr. t ræðunni kom
fram, að skipum I bandariska
flotanum hefur fækkað úr 965
skipum 1968 i 511 skip á miðju
þessu ári.
MAOISTAR OG OFGA- »
SINNAÐIR í HER
VESTUR-ÞÝZKALANDS
Æöstráöendur vestur-
þýzka hersins hafa upp-
götvaö, að um 90 flokkar
innan herliðsins eru undir
stjórn róttækra
kommúnista og hafa veriö
síöan 1971.
Þetta kom fram i svari vestur-
þýzku stjórnarinnar við fyrir-
spurn á þingi i kjölfar þess, að
upp komst um Guillaume, austur-
þýzka njósnarann, sem var einn
af handgengnustu aðstoðarmönn-
um Willy Brandts.
Varnarmálaráðuneytið upp-
lýsti, að fram til april 1974 hefði
orðið uppvist um 192 hermenn og
einn starfsmann varnarmála-
ráðuneytisins, sem væru félagar i
öfgasinnuðum vinstrisamtökum.
— Voru tiltekin samtök og félög,
sem klofið hafa sig út úr
kommúnistaflokknum, sem þeim
þótti of hægfara.
Þrir liðsforingjar voru i þessum
hópi og nokkrir lægrasettir for-
ingjar.
Var þingheimi gerð grein fyrir
þvi, að komizt hefði upp um
„kommúnistasellu”, sem myn'd-
uð hafði verið af 12 Maoistum i
Hannover, en hún verið leyst upp.
..—
Biggs ekki
vísað úr
Brazilíu
Áfrýjunarréttur Brasilíu
hefur hnekkt — að minnsta
kosti um stundarsakir —
tilskipan dómsmálaráð-
herra frá 6. mai um, að
Ronald Biggs skyldi vísað
úr landi.
Rétturinn úrskurðaði, að enska
lestarræningjanum yrði ekki vis-
að til Bretlands eða nokkurs ann-
ars lands, fyrr en úrskurður hefur
verið kveðinn upp i máli þvi, sem
liggur fyrir brasiliskum dómstól-
um, þar sem fjallað er um, hvort
Biggs skuli visað úr landi. —
Dómarinn sagði, úrskurðurinn
um, að Biggs skyldi af landi brott
innan 30 daga, setti réttinum
þröng timamörk, sem gæti hindr-
að réttan framgang og dómsmeð-
ferð málsins, þar með væri brott-
visun hins opinbera ólögmæt.
Bretland hafði óskað eftir þvi,
að Biggs yrði afhentur brezkum
yfirvöldum, en engir samningar
gilda milli þessara tveggja rikja
um gagnkvæm skipti á föngum,
og var beiðninni synjað. — Siðan
hefur verið fjallað um kröfu þess
opinbera um, að Biggs yrði visað
úr landi.
. ..
Hverfisskrifstofur
Sjálfstœðismanna
A vegum Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna i Reykjavik
og hverfafélaga Sjálfstæðismanna eru starfandi eftirtald-
ar hverfisskrifstofur.
jSkrifstofurnar eru opnar frá kl. 14.00 og fram eftir kvöldi.
jAð jafnaði verða einhverjir af framgjóðendum Sjálf-
istæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar til
jviðtals á skrifstofunum milli kl. 17.00 og 19.00 siðdegis.
Jafnframt er hægt að ná sambandi við hvaða frambjóð-
anda sem er, ef þess er sérstaklega óskað með þvi aö hafa
samband við hverfisskrifstofurnar.
Nes- og Melahverfi, Reynimel 22, slmi 25635
Vestur- og Miðbæjarhverfi, Laufásvegi 46, (Galtafelli),
simi 28191.
Austur- og Norðurmýrarhverfi, Bergstaðastr. 48 sími
28365.
Hliða- og Holtahverfi, Suðurveri v/StigahlIð slmi 28170.
Laugarneshverfi, Klettagörðum 9, slmi 85119.
Langholts- Voga- og Heimahverfi, Langholtsvegi 124, sími
34814.
Háaleitishverfi, Miðbæ v/Háaleitisbraut simi 85730
Smáibúða- Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði 21,
slmi 32719.
Háaleitishverfi, Miðbæ v/Háaieitisbraut slmi 85730.
Smáibúða- Bústaða- og Fossvogshverfi, Langagerði 21,
simi 32719.
Árbæjarhverfi. Hraunbæ 102, slmi 81277.
Bakka- og Stekkjahverfi, Uröarbakka 2, simi 86153.
Fella- og Hólahverfi, Vesturbergi 193, slmi 72722.
Stuðningsfólk D-listans er hvatt til að snúa sér til hverfis-
skrifstofanna og gefa upplýsingar, sem að gagni geta
komiö I kosningunum svo sem upplýsingar um fólk sem er
eða verður fjarverandi á kjördag o.s.frv.