Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 13

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 17. mai 1974. 13 „ABBA" MEÐ LAGIÐ „WATERLOO" LEGGJA EVRÓPU AÐ FÓTUM SÉR Danski rithöfundurinn Poul Vad og Thor Vilhjálmsson Það hefur varla farið fram hjá neinum, sem horfði á islenzka sjón- varpið, þegar það sýndi frá sönglagakeppni sjónvarpsstöðva i Evrópu á dögunum, hvaða lag fór með sigur af hólmi i þeirri keppni. Ef einhver hefur verið svo óheppinn að missa af þeim þætti, hefur sá hinn sami ekki komizt hjá þvi að heyra lagið i óskalaga- þáttum útvarpsins, þar sem það nýtur mikilla vinsælda. Lagið heitir „WATERLOO” og er sungið og spilað af sænsku hljómsveitinni ABBA, sem dregur nafn sitt af fornöfnum meðlima hennar- Agnetha, Benny, Björn og Annifrid. Engu munaði, að Sviar sendu ekki lag i þessa keppni. Forráða- menn sænska sjónvarpsins sögðu, að það væri of dýrt að vera með. En þeir endurskoðuðu afstöðu sina á siðustu stundu og sendu ABBA með lagið „WATERLOO”....Og nú sjá þeir ekki eftir þvi. Talið er, að um 500 milljónir manna og kvenna á öllum aldri hafi horft á beinu útsendinguna frá Brighton i Englandi. Siðan hefur þátturinn verið sendur til fjölda annarra landa og alls staðar vakið mikla hrifningu, sérstaklega þó lagið „WATERLOO” og útfærsla og sviösframkoma Svianna á þvi. Svarti hatturinn, sem Annifrid Lyngstad var með, er „lukku- tröll” hljómsveitarinnar. „Án hans værum við ekki neitt og gætum ekki sungið eitt einasta lag”, segja fjórmenningarnir. . Þeir eru nú á ferðalagi um Svi- þjóð, þar sem þeir troða upp i öllum stærstu samkomuhúsum landsins — og ef nægilega stórt hús er ekki fyrir hendi, syngja þau undir berum himni. Hápunktur hverrar sýningar er, þegar þau syngja ,,WATERLOO”...þá ætlar allt um koll að keyra. Að lokinni söngför um Sviþjóð ■munu f jórmenningarnir og stjórnandinn i Napoleon-búningn- um fara i ferðalag um Evrópu, sem taka mun a.m.k. þrjá mánuði...er búizt við, að mót- tökurnar þar verði ekki siðri en i Sviþjóð. —klp Agnetha, Benny, Björn og Annifrid i sinum skrautlegu búningum fagna sigri að lokinni keppni um „bezta lagið i Evrópu 1974”. Sænska hljómsveitin „ABBA” ásamt stjórnandanum og höfundi lagsins „WATERLOO”, sem sigraöi I sönglagakeppni sjónvarpsstööva I Evrópu. lesa úr eigin verkum i Norræna húsinu laugardaginn 18. mai kl. 16:00. — Enn- fremur segir Poul Vad frá dönskum nú- timabókmenntum. Allir velkomnir. NORRÆNA HUSIÐ Auglýsing um framboðsfrest í Reykjavík Yfirkjörstjórn við Alþingiskosningarnar, sem fram eiga að fara 30. júni nk. skipa: Páll Lindal borgarlögmaður, Hjörtur Torfason hæstaréttarlögmaður, Jón A. ólafsson sakadómari, Sigurður Baldursson hæstaréttarlögmað- ur, Sigurður Guðgeirsson prentari. Framboðslistum skal skilað til oddvita yfirkjörstjórnarinnar, Páls Lindal borg- arlögmanns, eigi siðar en miðvikudaginn 29. mai nk. Fylgja skal tilkynning um, hverjir séu umboðsmenn lista. Yfirkjörstjórn Reykjavikur, 15. mai 1974. AAatráðskona óskast Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra óskar eftir matráðskonu að barnaheimili sinu að Reykjadal i Mosfellssveit i júni, júli og ágúst. Skriflegar umsóknir berist til félagsins fyrir 20. mai. Stjórnin. Stakir teningar, póker teningar, Yatzy blokkir, spilapeningar, bikarar Frimerkjamiðstöðin, Skólavörðustig 21 A Sími 21170 Langavoqi Sími 13008 HUÓMTÆKIN KOMIN Ótrúleg gœði — ótrúlsgt verð Laugavegi Sími 13008

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.