Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 9
Visir. Föstudagur 17. mai 1974. 9 Stefán Már Stefánsson: Sjálfstœði dómstóla í Úreltar aðferðir við skipanir í dómaraembœtti íslenzkra hœttu? Oft á tíöum hafa embætta- skipanir hér á landi verið gagn- rýndar, m.a. á þeim forsendum, að flokkspólitisk sjónarmið hafa ráðir skipun. Þetta hefur einnig komið fram varðandi skipan i dómarastöður, þótt einstök dæmi verði ekki tiunduð hér. i rikjum, sem byggja á svipaðri stjórn- skipun og hér á landi, er dómstólum veitt viðtækt vald varðandi eigið skipulag og starfs- háttu i samræmi við stöðu þess innan rikiskerfisins þ.e. sem æðstu handhafar rikisvaldsins ásamt löggjafarvaldi og fram- kvæmdavaldi. Þvi miður hefur raunin ekki orðið söm hér á landi, og er óhætt að segja að við erum langt á eftir nágrannaþjóðunum i þessum efnum. Svo sem stjórn- skipun okkar er háttað eru dóm- stólarnir raunverulega eini öryggisventillinn, ef svo má orða, sem hinn aimenni borgari getur gripið til, vilji hann halda rétti sinum, hvort heldur er gagnvart einstaklingi eða riki. Það hefur lengi verið haft á orði, hve erfitt væri að vinna dómsmál gegn rikisvaldinu, og þvi hefur oft verið fleygt, að það sé ekkert undarlegt, þvi að allt sé þetta undir sama hatti, lika dóms- valdið. Þetta er hættulegur hugsunarháttur, sem tilefni ætti ekki að gefast til í réttarriki. En þvi miður er réttarkerfið þannig uppbyggt, t.d. með hinu tvöfalda starfsviði bæjarfógeta og sýslu- manna, að tilefni gefur til slikra hugrenninga, þótt ekki hefðu við rök að styðjast. Þetta hafa aðrar þjóðir skilið og þvi lagt áherslu á frjálst og óháð dómsvald, jafnvel þótt það kosti fé. Dómsvaldið verður i þessu tilliti ekki öðruvisi en þeir einstaklingar, sem með handhöfn þess fara þess vegna er ekki sisti þátturinn i þessu efni, að vel sé vandað til skipana i dómaraembætti. Með þessi atriði i huga hefur Dómarafélag Reykjavikur nú farið þess á leit við dómsmálaráðherra, að lögum verði breytt á þann veg, að dóm- stólarnir sjálfir hafi viðtækt ihlutunarvald um það, hverjir skipi dómaraembætti , t.d. með þvi að sérstakar dómnefndir fjalli um hæfni umsækjenda um dómarastöður. Málaleitaninni til ráðherra fylgdi itarleg greinar- gerð, sem Stefán Már Stefánsson, borgardómari, samdi fyrir félag- ið. Þar sem hér er um mikils- verða nýbreytni að ræða, birtist greinargerðin hér á eftir nokkuð stytt: Islensk lög eru fáorð um afskipti dómstóla af veitingu dómaraembætta. Eina ákvæðið, sem máli skiptir, er að finna i lögum um Hæstarétt. Þar segir, að leita skuli umsagnar réttarins um dómaraefni, áður en dómara- embætti er veitt. Að öðru leyti er skipun dómaraembætta i raun á valdi ráðherra. Þessi ákvæði ganga tvimælalaust of skammt miðað við nýtiskuleg sjónarmiö og nýlega lagasetningu um þetta efni i öðrum löndum. Vandamálið er ekki einungis fólgið i skipun umsækjanda, sem ekki er dómari fyrir, heldur ekki siður skipun dómara i aðra dómarastöðu. Nauðsynlegt er að rekja hér stutt- lega þætti úr erlendri löggjöf um þetta efni, en þá verður ljósara, að þessu máli hefur ekki verið gefinn nægur gaumur i islenskri löggjöf. Sviþjóð: Dómstólar hafa sjálfir verulegt ihlutunarvald við veitingu dómaraembætta, stund- um með þeim hætti, að dómstólar segja álit sitt á hæfi umsækjenda, stundum þannig, að veitingar- valdið er bundið með vissum hætti við álit dómstólanna á hæfni umsækjenda og loks þannig, að dómstólar skipa sjálfir i dómaraembætti. í þessu sam- bandi er mikilvægt, að dómara- efni i Sviþjóð þurfa að afla sér langrar reynslu hjá dómstólum og ljúka ströngu prófi hjá þeim til þess að fullnægja hæfnisskil- yrðum i dómaraembætti. Stefán Már Stefánsson Finnland: Reglur um veitingu dómaraembætta eru hér svipaðar og i Svþiþjóð. Dæmi eru ekki til um það, að forseti lýðveldisins hafi skipað aðra dómara en þá, sem dómstólar höfðu mælt með. Dómarar eru að jafnaði skipaðir úr hópi dómenda sjálfra eða manna sem öðlast hafa vissa reynslu og þekkingu i störfum hjá dómstólunum. Danmörk: Dómendur eru hér almennt skipaðir af konungi eftir tillögum dómsmálaráðherra. Engan dómara má þó skipa i Hæstarétt, fyrr en hann hefur sannað hæfi sitt með þvi að greiða þar atkvæði i 4 málum. I fram- kvæmd gefur Hæstiréttur umsögn um umsækjanda, sem ráðherra fer eftir. Skv. tillögu danska dómarafélagsins er þó i raun enginn dómari skipaður, fyrr en viðkomandi dómsforseti (i ýmsum tilvikum eftir að hafa ráðfærtsig við aðra dómsforseta) hefur sagt álit sinn á umsókn- unum. Slikt álit er ekki bindandi, en eftir þvi mun vera farið i lang- flestum tilvikum. I vafatilvikum er i framkvæmdinni haldinn fundur, þar sem fulltrúar veitingarvaldsins og forsetar æðstu dómstólanna þriggja ræða málin. Noregur: Dómarar eru skip- aðir á sama hátt og v.enjulégir embættismenn. Frakkland: Samkvæmt stjórnarskrárákvæðum frá 1958 skipar forseti lýðveldisins dómara, en eftir að álits vissrar nefndar hefur verið leitað. Nefndin er skipuð 13 mönnum, forseti lýðveldisins er formaður, 6 eru valdir af þjóðþingi utan raða þjóðþingsmanna sjálfra, 4 eru valdir úr hópi dómara og forseti velur 2 til viðbótar úr hópi lögfræðinga. Nefnd þessi hefur einnig agavald, hún skal vaka yfir sjálfstæði dómstóla og fylgjast með stjórnun þeirra. ttalia: Sérstakt dómararáð skipar dómara og sér um flutning dómara milli dómstóla. Dómara- ráðiðskipa 23menn, en þar af eru 15 dómarar, en hinir eru til- nefndir af þjóðþingi. Sérstök 7 manna nefnd skipuð af dómararáðinu og úr þeirra hópi fjallar um agabrot dómara. Þýskaland: Sérstök dómaralög eru frá árinu 1961. 1 sambands- lýðveldinu er svonefnt Prásidi- alrat við hvern dómstól, en þar eiga eingöngu dómarar sæti. Meira en helmingur af nefndar- mönnum eru kosinn af dómurun um sjálfum. Ekki má skipa dómara, fyrr en nefndin hefur tekið afstöðu til hæfis dómara. Eftirlit með dómstólum er hjá vissum dómstóli, sem Hæsti- réttur (Bundesgericht) kemur á fót. I einstökum löndum sam- bandslýðveldisins er skylt að hafa sambærilegar dómaranefndir. Austurriki: Fjölskipaðir dómar mæla með þrem umsækjendum i viðkomandi dómstól. Veitinga- valdið er að visu ekki bundið við þetta álit. Holland: Viðkomandi dómstóll mælir með þrem umsækjendum, og er veitingavaldið bundið við einn þeirra. Belgia: Dómstólar hafa veru- legt ihlutunarvald við veitingu dómaraembætta. Grikkland: Samkvæmt stjórnarskrá landsins frá 1952 þurfti konungurinn samþykki sérstakrar dómaranefndrar við veitingu dómaraembætta. 1 nefndinni voru eingöngu dómarar. Gögn skortir um það, hvort þessum lögum hafi verið breytt. Spánn/Portúgal: Sérstök dómaranefnd hefur tillögu — og neitunarvald við veitingu dómaraembætta. Veitingavaldið skipar að visu i nefndina. Sviss: Aðeins um 20% dómara hafa lögfræðipróf. Þjóðþing kýs dómara i æðsta dómstólinn, en að öðru leyti eru dómarar kosnir af almenningi. Sovétrikin: Lögfræðikunnátta er ekki skilyrði til að hafa á hendi dómaraembætti, én dómarar munu i raun margir hafa lögfræðipróf. I lægri dómstólum eru dómarar kosnir til þriggja ára með almennri kosningu i þvi umdæmi. Dómendur i æðri dóm- stólum eru kosnir til 5 ára af þjóð- þingum. Sjálfstæði dómstóla er takmörkunum háð, m.a. vegna þess, að dómstólar eru háðir flokksforystu og verða að fara eftir kennisetningum hennar. Bandarikin: Langflestir dómarar eru kosnir af al- menningi, en i sumum rikjum eru þeir þó kosnir af þjóðþingi. Alrikisdómararnir eru þó skipaðir af forseta Bandarikj- anna að fengnu samykki öldunga- ráðsins. Japan: Dómarar eru skipaðir af framkvæmdavaldinu. Við veitingu héraðsdómsembætta er framkvæmdavaldið þó bundið við álit æðsta dómstólsins á umsækj- endum. Skipun i dómarastöðu æðsta dómstólsins verður að stað- festa með almennri þjóðar- kosningu. israel: Ný dómstólalög voru sett á árinu 1953. Sérstök 9 manna nefnd var sett á laggirnar, en I henni eiga sæti 3 frá dóm- stólunum, dómsmálaráðherra og einn úr ráðuneyti, 2 kosnir af Knesset (þjóðþing) og 2 af lög- mannafélaginu. Engan má skipa dómara, nema nefndin hafi mælt með honum. Nefndin tekur ákvörðun með einföldum meiri- hluta. Niðurstaða A 24. norræna lögfræðinga- mótinu I Stokkhólmi 1966 bar þetta efni á góma og var þá rætt um, hverjar reglur væri heppileg- astar og bæri að taka f lög um þessi efni. 1 ræðu framsögu- manns, Terje Wold, hæstaréttar- dómara, og margra annarra, kemur skýrt fram, að skipun i dómaraembætti eigi að fara fram með þeim hætti, að sjálfstæði dómstóla verði styrkt sem mest. Hann bendir á, að einna verst sé ástandið i Noregi og á Islandi. Hann mælir með þeirri lausn, að sérstök dómaranefnd skuli sett á stofn, sem taka skuli afstöðu til veitinga i dómaraembætti og gefa opinbert álit til rikisstjórnar um þær. Aiþjóðlega lögfræðinga- nefndin fjallaði einnig um þetta álitamál i Delhi á Indlandi á árinu 1959. 1 yfirlýsingu nefndarinnar bendir hún sérstaklega á, að hætta sé i þvi fólgin að fela einum handhafa rikisvaldsins að skipa dómara. Eðlilegasta reglan sé einhvers konar samspil milli veitingarvalds og dómstóla. 1 grein, sem þáverandi formaður danska dómarafélagsins, Harald Petersen, ritaði og birt er i tima- ritinu Juristen 1964 og Svensk Juristtidning 1965, bendir hann á lausn. Hann telur, að þeir dómarar, sem að dómsmálum starfi, eigi að mynda félag, sem svipi til lögmannafélags og með svipaðri starfsemi. Slikt félag eigi að hafa agavald gagnvart dómurum og hafa eftirlit með þeim. Stjórn félagsins ætti einnig að gefa álit á umsækjendum um dómaraembætti þannig, að veitingarvaldið yrði að skipa einhvern af þremur umsækjendum, sem stjórnin mælti með. Danskur lögfræðingur, Dr. Erik Bruel, ritaði um þessi mál i Ugeskrift For Retsvæsen á árinu 1953. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að stofna eigi 9 manna nefnd dómara, skipuðum með ákveðnum hætti, sem hann tiltekur nánar. Hann telur, að ákvæði ætti að vera um það i stjórnarskrá, að ekkert laga- frumvarp varðandi dómstóla ætti að komast i gegn, án þess að nefndin samþykkti. Hann telur, að slik nefnd ætti að hafa úrslita- áhrif um veitingu i dómara- embætti, og hann dregur i efa, að beita megi dómara agavaldi yfir- leitt. Hann telur eðlilegt, að dómarar gangi upp eftir vissum dómaraferli, og hann bendir á sérstaka hættu þvi samfara, þegar menn úr ráðuneytum eru skipaðir i dómaraembætti. Þá er til norskt nefndarálit frá árinu 1970, sem leggur til, að nefnd sé skipuð til að segja álit sitt á veitingu i dómaraembætti. Þar er lagt til, að nefndarmenn séu 5 þ.á m. einn tilnefndur af dómara- félagi, einn af lögfræðingafélagi og einn af lögmannafélagi, hver kosinn af viðkomandi félagi. Reglurnar i Þýskalandi eru taldar ná allt of skammt og eru nánast skoðaðar sem sæmileg byrjun i rétta átt. Er um þetta fjallað i bók Albrechts Wagner, Der Richter. Einkum er það talinn mikill galli, að umsögn dómararáðsins sé ekki bindandi fyrir veitingavaldið. Bent er á, að lágmarkskrafa sé, að veitinga- valdið verði að hlusta á munnleg rök dómaranefndar eða að gefa skriflegt álit, ef veitingavaldið ætlar að vikja frá meðmælum dómararáðsins. Af Norður- löndum eru Sviþjóð og Finnland i sérflokki. Þar hafa dómstólar mikið ihlutunarvald við veitingu dómaraembætta, og veiting dómaraembætta er auk þess meira og minna bundin við ákveðinn starfsferil umsækjanda hjá dómstólunum. 1 Danmörku hafa dómstólar visst ihlutunar- vald i raun. Flestir dómarar munu koma úr hópi dómarafull- trúa, en stundum þó úr dóms- málaráðuneyti. Noregur hefur talsverða sérstöðu og þar virðast dómarar raunar koma aðallega úr röðum starfsmanna ráðu- neyta. Ef litið er til meginlands Evrópu, þá er athyglisvert, að nánast alls staðar hafa dómstólar verulegt ihlutunarvald við veitingu dómaraembætta. Má einkum benda á hina nýlegu lög- gjöf á Italiu. Utan Evrópu má einkum benda á Japan, sem tekið hefur upp nýlega löggjöf eftir evrópsku sniði. Þá er og löggjöfin i Israel athyglisverð. Þar var um nýtt riki að ræða, sem ekki var bundið venjum i þessu efni. Sú leið var farin að hlú rækilega að sjálfstæði dómstólanna. Varð- andi islenska löggjöf virðist einsætt, að það þurfi að taka henni tak og auka verulega ihlutunarvald dómstóla við veitingu dómaraembætta. Ber að miða að þvi að færa hana til samræmis við erlend lög og viðurkennd sjónarmið i þessu efni. Að svo komnu máli ætti þó sennilega ekki að ganga lengra en að keppa að stofnun nefndar, þar sem allir nefndarmenn, eða að minnsta kosti meiri hluti þeirra, kæmi úr röðum dómara og væru kosnir af þeim sjálfum. Skylt ætti að vera að leita umsagnar þessarar nefndar við fyrirhugaða veitingu i dómaraembætti. Hér verða ekki settar fram full- mótaðar skoðanir á þvi, hvort eða hvernig nefnd þessi ætti að geta bundið hendur veitingarvaldsins, en ljóst er, að opinbert álit, sem ráðherra er ekki bundinn við, gengur of skammt i þessu efni. Sérstakrar athugunar þarf við, að hve miklu leyti sérreglur ættu að gilda um Hæstarétt. Skemmtileg tízkuvara úr pressuðu gleri ca. 20 cm á liæð. Til skreytinga i hillum, á skápum, borðum, og i baðher- bergjum. MUSI Skólavörðustig 8 og Laugavegi 11. (Smiðjustigsmegin )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.