Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 6
6 VÍSIR tJtgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: yFréttastj. eri. frétta: Augiýsingastjóri: Auglýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Jónas Kristjánsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Björn Bjarnason Skúli G. Jóhannesson Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 32. Simi 86611 Síðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Rétt stefna á réttum tima Allur þorri íslendinga er hjartanlega sammála áætlun borgarstjóra um útivist og umhverfi i Reykjavik. Þetta sýnir skoðanakönnun, sem Visir skýrði frá á þriðjudag. 92% voru fylgjandi „grænu byltingunni” og aðeins 8% andvigir. Menn telja núna orðið timabært að ráðast i stórvirki á þessu sviði. Óskir manna um rafveitu, hitaveitu og gott kerfi varanlegra gatna hafa verið uppfylltar, og nú beinast augu þeirra að umbótum á sjálfu umhverfinu. Áætlun Birgis Isleifs borgarstjóra gerir ráð fyrir tiu ára átaki, hliðstæðu átökunum i lagningu hitaveitu og varanlegra gatna. Þegar hefur verið gerð framkvæmdaáætlun fyrir fjögur fyrstu árin og kemur þar fram, að kostnaðurinn er við- ráðanlegur, eða um 200 milljónir króna á ári. Eitt helzta forgangsatriði áætlunarinnar er að hraða frágangi svaaða og spildna, sem enn eru i órækt innan ibúðahverfa og milli þeirra. Jafn- framt verða hafnar aðgerðir til að gæða úti- vistarsvæðin auknu lifi, svo að þau laði fólk að sér. Gert er ráð fyrir golfvelli i Laugarnesi, mini-golfi á Miklatúni, tennisvelli vestan Álf- heima og aðstöðu til skiðaiðkana, skautahlaups, sunds og silungsveiða i Elliðaárdal, svo að dæmi séu nefnd. Einnig verður lögð áherzla á að koma sem viðast upp leiktækjum fyrir börn. Mikilvægustu útivistarsvæði borgarinnar eru nú Tjarnargarðurinn og Heiðmörk. Gert er ráð fyrir þvi, að senn bætist við svæði á borð við öskjuhlið, Miklatún, Laugardal og Elliðaárdal. Þegar endanlega hefur verið gengið frá þessum svæðum, verður Reykjavik orðin einstök borg i sinni röð. Annar meginþáttur áætlunarinnar er lagning göngustiga og hjólreiðastiga um borgina þvera og endilanga. Ætlunin er að skilja þessa umferð alveg frá bilaumferðinni. Stigarnir eiga að mynda sérstakt samgöngukerfi með brúm yfir götur og göngum undir þær. Augljóst er, hve mikið öryggi felst i þessu fyrir börn, gamalt fólk og aðra vegfarendur á hestum postulanna. Beinagrind kerfisins á að vera komin þegar á tima framkvæmdaáætlunarinnar. Siðan 'verður kerfið vikkað út, þannig að eftir 10 ár verði unnt að komast frá heimili bæði til skóla og útivistar- svæða án þess að stiga nokkru sinni út á um- ferðargötu. Aðskilið samgöngukerfi fyrir gangandi fólk og hjólreiðamenn er draumur borgarskipulags- manna, sem ekki hefur rætzt annars staðar. Með útivistar- og umhverfisáætluninni hefur Reykjavik þvi tekið að sér forustuhlutverk, sem án efa mun vekja athygli á erlendum vettvangi. Meginatriði málsins er svo að sjálfsögðu það, að hér er ekki um froðusnakk að ræða, heldur ýtarlega framkvæmdaáætlun, sem fjárhagslega er framkvæmanleg. Ennfremur, að reynslan af fyrri átökum Reykjavikurborgar sýnir, að borgarstjórnarmeirihlutinn stendur við full- yrðingar sinar og það á réttum tima. —JK Vlsir. Föstudagur 17. mal 1974. Kosið í Ástralíu á morgun: Ríkisstjórninni spáð sigri en þó ekki meirihluta í báðum deildum þingsins Ástralía er eitt þeirra ríkja, þar sem deila þings og ríkisstjórnar hefur leitt til óvæntra kosninga síðustu vikur. Stjórn Ástralíu stóð frammi fyrir því, þegar hún rauf þing, að stjórnarandstaðan gat með meirihluta sínum í öldungadeild þingsins stöðvað framgang allra lagafrumvarpa Svipað ástand getur orðið i Vestur-Þýzkalandi eftir 9. júni n.k., þegar fara fram kosningar til þingsins i Neðra-Saxlandi. Einstök sambandsriki i Þýzka- landi eiga fulltrúa i efri deild stjórnarandstaðan haldi einnig meirihluta sinum i öldungadeild- inni. Ástandið kann þvi ekkert að breytast frá þvi fyrir kosningarn ar. Rikisstjórnin mun eftir sem áður eiga jafn erfitt með að koma lagafrumvörpum sinum fram. Ekki rikir mikill ágreiningur milli stjórnar og stjórnarand- stöðu um grundvallarsjónarmið. 1 utanrikismálum vilja frjáls- lyndir og bændaflokksmenn breyta um stefnu gagnvart er- lendu fjármagni. Rikisstjórn Whitlams hefur sett erlendum fyrirtækjum þröngar skorður um fjárfestingu, og vilja hinir aflétta þeim. Whitlam hefur einnig leitazt við að minnka tengslin við Bretland og Bandarikin og sagzt Þótt óperuliúsið I Sidney hafi verið og sé umdeilt, snúast kosningarnar ekkert um það. Astralskir kjósendur gera það upp viö_sig, hvort þeir eiga að hafna ríkisstjórn Verkamannaflokksins, sem leitt hefur 14% verðbólgu yfir þjóðina. Það þykir ámælisvert.þar I landi, þótt öðrum vaxi það ekki i augum. sambandsþingsins i Bonn. Vinni kristilegir demókratar kosn- inguna I Neðra-Saxlandi, geta þeir stöðvað framgang lagafrum- varpa sambandsstjórnar nýja kanslarans Helmut Schmidt. 1 efri deild ástralska þingsins öldungadeildinni, sitja fulltrúar einstakra sambandsrikja. Þar eru stjórnarandstæðingar, frjáls- lyndir og bændaflokksmenn, fjöl- mennari en stjórnarsinnar, þing- menn Verkamannaflokksins. Þegar efri deildin ákvað að fella fjárlagafrumvarp rikisstjórnar- innar, átti Gough Whitlam for- sætisráðherra ekki annarra kosta völ en rjúfa báðar deildir þings- ins og efna til kosninga. Þær fara fram á morgun, og eru ekki nema 17 mánuðir siðan þingkosningar fóru fram og Whitlam komst til valda. Ef marka má skoðanakann- anir, hefur stjórnarandstaðan liklega ekki fylgi til að fella rikis- stjórnina. Siðasta könnunin var birt i gær, hún nær til þeirra kjördæma, þar sem nokkur vafi getur leikið um úrslitin. Sam- kvæmt könnúninni á Verka- mannaflokkurinn fylgi 52% kjós- enda i þessum kjördæmum og stjórnarandstaðan 42%.Kannanir hafa einnig sýnt, að Whitlam for- sætisráðherra nýtur mun meiri vinsælda en Bill Snedden, for- maður Frjálslynda flokksins. Þvi er þó almennt spáð af þeim, sem gerst þekkja, að úrslit kosn- inganna verði þau, að Verka- mannaflokkurinn haldi forystu sinni i fulltrúadeild þingsins, en fylgja sjálfstæðri utanrikisstefnu. Stjórnarandstaðan leggur áherzlu á, að þessi tvö riki séu ævafornir bandamenn Ástraliu og fásinna sé að ganga of langt i þá átt að styggja þau. Til þess að sanna sjálfstæða utanrikisstefnu sina hefur Whitlam kallað ástralska hermenn heim frá Þessi dansari á götum Melbourne er ekki að leita eftir atkvæðum með dansi sinum. Hann biður um regn eftir mikla þurrka. Honum varð að ósk sinni, þótt skúrin væri stutt. Umsjón: B.B. Gough Whitlam, forsætisráð- herra Astraliu, efndi til kosninga og rauf þing, þegar hann hafði fengið nóg af þvi að berjast við stjórnarandstöðuna, sem hafði meirihluta i efri deild þingsins. Suður-Vietnam, tekið upp stjórn- málasamband við Peking og Norður-VIetnam og gagnrýnt auknar ferðir bandariska flotans á Indlandshafi. Kosningabaráttan snýst þó ekki um utanrikismálin. Eins og i flestum öðrum löndum er það dýrtiðin og verðbólgan sem á hug stjórnmálamannanna. I Astraliu hefur verðbólga vaxið um 14% á einu ári, sem þykir mikið þar i landi. Við hérna megin á hnettinum mundum ekki kippa okkur upp við það um þessar mundir, þegar dýrtiðin hér á landi hefur á einu árið vaxið a.m.k. um 30%. Gough Whitlam forsætisráðherra heldur þvi auk þess fram, að hann hafi náð tökum á verðbólgunni og hún aukist ekki nú nema um 9%. Ealli rikisstjórn Whitlams, verður ástæðan til þess fyrst og fremst sú, hversu óðslega hann hefur farið sér við að breyta ýmsu þvi, sem margir Astraliumenn hafa talið óumbreytanlegt. Þjóðin er að eðlisfari ihaldssöm og vill fara sér hægt. 1 tæpan aldar- fjórðung var samsteypustjórn frjálslyndra og bændaflokks- manna við völd. Hún sótti styrk sinn til athafnamanna og bænda. Whitlam byggir hins vegar á fylgi fjöldans i ört vaxandi stór- borgum. Hér að framan er lýst stefnu- breytingunni i utanrikismálum. Stjórn Verkamannaflokksins hefur einnig fellt niður herskyldu og dregið úr fjárveitingu til varnarmála. í stjórnartið hennar hafa verkföll verið tið og kaup farið sihækkandi. Þetta hefur leitt til vandræða hjá atvinnurek- endum og stuðlað að rig milli borgarbúa og landsbyggðarinnar. Úrslitin i kosningunum á morgun er tvisýn. Vinni rikis- stjórnin ekki meirihluta i báðum deildum þingsins, heldur Ástralia áfram að vera i hópi þeirra rikja, sem búa við veika rikisstjórn. Astandiðþar verður þvi svipað og i flestum rikjum Vestur-Evrópu. /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.