Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 8
8
Visir. Föstudagur 17. mai 1974.
cTVIenningarmál
Dýr verður Hagalín allur
Ouömundur Gislason Ilagalin:
STÓÐ ÉG ÚTI í TUNGLSLJÓSI
Séö, heyrt, lesiö og lii'að
Alinenna bókafélagiö 1973. 370
bls.
Fyrir tuttugu árum
gaf Guðmundur Gisla-
son Hagalin út upphaf
ævisögu sinnar i fimm
stórum bindum. Þegar
þeim bókum sleppti var
höfundur kominn um
tvitugsaldur og lokið
frásögn af átthögum
hans og uppvexti, æsku-
árum, skólagöngu og
fyrstu ritstörfum. Þvi er
ekki að neita að ýmsa
lesendur mun þá hafa
sundlað við tilhugsunina
að Hagalin héldi áfram
sögu sinni með sama
lagi fram á liðandi
stund.
Siðan þetta var, hefur hann
raunar birt eina bók með endur-
minningum, Filabeinshöllina, um
búskaparár sin i Kópavogi. En nú
er þráðurinn aftur upp tekinn frá
hinu fyrra minningaverki, og er
það að sögn höfundar á bókar-
kápu ætlun hans að ljúka siöan i
tveimur bindum sögu sinni til
þess tima er Filabeinshöllin tekur
við. En bágt er aö sjá hversu það
megi takast: þessi bók, svo mikil
sem hún er að vöxtum, tekur að-
eins yfir tæpt árið 1919, frá vor-
dögum fram um áramót.
t þessari nýju bók hefst sem sé
frásögn Hagalins á þvi að hann er
um vorið 1919 ráðinn ritstjóri
blaðs sem til stendur að stofna
austur á Seyðisfirði. betta er gert
að undirlagi og með ráðum hinna
bestu manna, Alexanders Jó-
hannessonar, Bjarna frá Vogi og
Benedikts Sveinssonar. En það
vakir á meðal annars fyrir Haga-
lin og velunnurum hans að þar
eystra muni honum gefast nóg
næði með blaðamennskunni til að
gefa sig að skáldskap og skriftum
og gera upp hug sinn um til hvers
hann dugi á þvi sviði. Segir siðan
EFTIR ÓLAF JÓNSSON
af viðskilnaði hans við kunningj-
ana i Reykjavik, þar á meðal þá
skáldbræður sina Stefán frá
Hvitadal og Jakob Thorarenssen
og bollaleggingum þeirra um
skáldskap hans og annarra. bá
heldur Hagalin vestur i átthaga
sina i Dýrafiröi og dvelst þar um
sinn: læsilegust i bókinni finnst
mér vera frásögn hans i þessum
kafla af sinni sfðustu sjóferð með
föður sinum.
En að sumri liðnu i Dýrafirði er
mál til komið að hugsa til austur-
ferðar til ritstjórnarinnar, og seg-
ir nú frá þeirri ferð og nýjum
kynnum sem þá stofnast, þar á
meðal við Jón bónda og alþingis-
mann á Hvanná sem áður en sögu
lýkur er orðinn tengdafaðir
Hagalins, og segir margt af hon-
um áður. Austur á Seyðisfirði
gengur Hagalin brátt fyrir hús-
bændur sina, útgefendur hins
fyrirhugaða blaðs, en bið verður
á þvi að prentverk komist á lagg-
irnar og útgáfa þess geti hafist.
Hann kynnist brátt fleiri staðar-
mönnum, þar á meðal Kristjáni
lækni Kristjánssyni sem hann
lætur mikið af hvllfk áhrif hafi
haft á sig. Siðan berst hann með
Jóni á Hvanná upp á Hérað og
Jökuldal, og segir nú margt af
kynnum hans af bændum sem
honum list að sinu leyti jafnvel á
og þeim á hann — „annan eins
skemmtimann og þó djúpt og
spaklega hugsandi um landsins
gagn og nauðsynjar,” eins og einn
þeirra kemst að oröi.
Kosningar fara i hönd, og er
Jón á Hvanná i framboði, utan-
flokka ihaldsmaður að þvi er
virðist, hliðhollur kaupmönnum.
En los er mikiö á pólitik og ný
flokkaskipun i myndun að fengnu
fullveldi. bað er mikið mál i frá-
sögninni og kemur upp aftur og
aftur hversu illan bifur Jón og
hans fylgismenn og reyndar allir
lagsmenn Hagalins, enda hann
lika sjálfur, hafa á upprennandi
framsóknarflokki, eða öllu heldur
itökum og áhrifavaldi Jónasar frá
Hriflu i flokknum og samvinnu-
hreyfingunni. Bera þeir Jónasi
allir hið versta orð og spá þeim ó-
farnaði sem leggi við hann lag
sitt. bað er að skilja á frásögninni
að fyrir þvi hafi siðar fundiö bor-
steinn M. Jónsson sem kosning-
una vann, en Jón á Hvanná varð
undir.
bar lýkur frásögninni að kosn-
ingaúrslit eru kunn, prentverk
komið og ritstjórn hafin, fyrsta
blað útgefið á annan i nýári 1920,
og er þá Hagalin heitbundinn
dóttur bónda á Hvanná. En i
skáldskaparefnum og pólitik
virðist ráð hans ekki hafa skipast
Guðmundur G. Hagalin
mikið á þessum mánuðum, og
segir þó nokkuð undir lokin frá
nýjum bókum sem hann les og
hafa áhrif á hann og nokkrum
kvæðum sem hann yrkir og komu
siðan i fyrstu bók hans, Blind-
skerjum.
Eins og sjá má af þessu laus-
lega ágripi efnisins er hér um að
ræða griðarlega langdregna frá-
I sögn, enda er hún bæði endur-
Guömundur G.
Hagalín
Stóð ég úti í
tunglsljósi
tekninga- og smámunasöm og
söguefnin ekki alltaf mikil fyrir
sér. Sérkennileg er frásögnin
fyrir það að hún er mikilstil i
samtalssniðum, raktar viðræður
og frásagnir manna um staðar-
hagi og landsmál blaðsiðu eftir
blaðsiðu, i lotulöngum og seim-
miklum stil, með innskotum og
fyrirvörum eins og Hagalin er
titt, og verður þá ræðustill manna
einatt furðu likur. bessu fylgja
skorinorðar lýsingar á útliti
manna og ýmsum kækjum og til-
tektum þeirra að hætti Hagalins.
Mikinn áhuga mega lesendur
hafa, ekki bara á Hagalfn sjálf-
um, högum hans og háttum á
ungum aldri, heldur einnig á
mönnum og málefnum á Austur-
landi seinni part ársins 1919, eins
og þessi efni birtast höfundinum
að meir en hálfri öld liðinni, til að
gera sér gagn að þessari bók. En
þeir sem þann áhuga hafa fyrir
hafa visast lika gaman að bók-
inni.
Og þungur verður Hagalin les-
endum sinum i skauti áður en lýk-
ur ef hann ætlar að segja áfram
sögu sina langt fram eftir ævi
með þeim hætti sem hér er haf-
inn.
cTVIenningarmál
n
u
1 1 SKEIKAM 15
III
SKEIFAMtS.
MIKU&RA 1V7
HÚSGAGNAVERZLUN
GUÐMUNDAR
Skeifan 15 Sími 82898
gHúsfrcyjustóll
Hægindastóllinn vinsæli frá Módelhúsgögnum.
Hlýiegur stóll, sem sæmir sér vel hvar sem er.
gHdsingi
Frábært sófasett fyrir vandláta. íslenzk eða
erlend áklæði eftir eigin vali. 2,3, eða 4 sæta sófi.
Velja má um stál eða tréfætur.
Húsbóndastólinn má kaupa sérstaklega.
®6ommoda
Sófasettið, sem endist helmingi lengur.
Formfagurt og sérlega þægilegt. Nýtízkulegt
í hönnun: tveir púðar í baki; allir slitfletir
viðsnúanlegir.
S)omino
Sófasettið vinsæla er komið aftur. Eldri
pantanir óskast endurnýjaðar. Takmarkaðar
birgðir.
GUÐMUNDSSONAR