Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Föstudagur 17. mai 1974. limsm: — Hverjar eru hæfilegar mánað- artekjur meðalfjölskyldu um þessar mundir? Hörður Ingólfsson, vörubilstjóri: — Til að framfleyta fjögurra manna fjölskyldu þarf ekki minna en 60 til 70 þúsund krónur. Með þann pening er samt ekki hægt að lifa nema fábrotnu llfi. Guðjón Jónsson, bifvélavirki: — Það veit ég ekki. Ég hef forðazt að reikna það út. Maður hefur alltaf of litiö. Svona fljótt á litið sýnast mér 75 til 80 þúsund krónur vera lágmark. bað er þó tæpast hægt aö gera meira en að lifa á þvi. Til að ná þeirri peningaupp- hæö þurfa alltof margir að vinna mikla aukavinnu. Þar sem ég er nú sjómaður, á ég svolitið erfitt með að gera mér grein fyrir þeim verðhækkunum, sem orðið hafa undanfarið. Ég get lika sagt, að ég hafi nóg fyrir mig og mina en lágmarkstekjur fjögurra manna fjölskyldu i dag gæti ég trúað að væru 70 til 80 þús- und. Sigrid Valtingrjer, teiknari: — Nú erum við bara tvö i heimili og þvi er ég ekki alveg reiðubúin að svara þessari spurningu. Hjón með börn þurfa sjálfsagt talsvert mikið meira sér til framfæris en barnlaus hjón. Fjögurra manna fjölskylda kemst áreiðanlega ekki af með minna en sjötlu þús- und krónur. Smári Ragnarsson, bifvélavirki: — Lágmarkið er 60 þúsund krónur á mánuði. Þá geri ég tæpast ráö fyrir meiri lúxus en einni blóferð I mánuðinum. Fjölskylda, sem á bfl, þarf svo að minnsta kosti tiu þúsund krónur aukalega til að reka þann „fjölskyldumeölim”. jafnvel meira en tfu þúsund.... Sveinn Sæmundsson, endurskoð- andi:— Ég hef ekki hugmynd um þaö. Mundi i fljótu bragði imynda mér, að 60 til 70 þúsund krónur mundu hrökka til þess nauðsyn- legasta. Þeir, sem hafa þau mánaðarlaun, eru sjálfsagt ekk- ert of ánægðir. 106. skoðanakönnun Vísis: Hverjar eru hœfilegar mónaðartekjur meðalfjölskyldu í dag? „Allt hreinlega orðið vitlaust" Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar: Undir 60 þúsund nefndu 52 eða 24% 60—70 þúsund 57 eða 26% Yfir 70 þúsund 51 eða 23% Óókveðnir 60 eða 27% ♦ ►♦♦♦'♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦•»-»•»♦♦ + ♦ + ♦♦♦•♦■•»♦♦♦♦♦■♦■»♦♦♦♦1 Við þekkjum vlst ótal sögur um manninn, sem ætlaði að borga meö 200-kalli I mjólkurbúðinni, þegar reikningurinn reyndist vera um 400, eða konuna, sem rétti fram þúsund krónur fyrir matarkaupin I búðinni, en reikningurinn var kominn hátt á 2. þúsundið. Svo miklar hafa hækkanirnar verið siðustu vik- urnar, að það hefur verið ofraun að gera sér grein fyrir, hvað búðarferðin mundi kosta. „Svona 60-80 þúsund. Annars veit maður ekki, hvað má eiginlega halda, þvi að það er allt hreinlega orðið vitlaust i þessum hækkunum.” (Kona á Akranesi) — ,,Ekki minna en 100 þús- und, og endarnir ná sennilega ekki saman samt.” (Karlmaður, Akureyri). — ,,Ætli dugi minna en 50 þúsund?” (Kona á Hofsósi). ,,Ég tel 90 þúsund algert lágmark til að geta borðað sig saddan einu sinni á dag” (Svar i Reykjavik). — ,,Ég hef með eftirvinnunni 80-90 þúsund á mánuði, en það þyrfti að vera talsvert meira” (Reykjavik). — „Svona 30 þúsund” (Bóndi). — „70-80 þús- und er talsvert gott. Þó vil ég meina, að meðal- fjölskylda geti komizt af með talsvert minna með þvi að gæta sparneytni.” (Svarúti álandi). — „Ef fólk á að geta lifað sómasamlega, veitir ekkert af 100 þúsundum á mánuði.” — „Meðal- stór fjölskylda kæmist liklega af með 50-60 þús. á mánuði en þá lifði hún liklega sparlega”. — „Með 60-70 þús. væri að minnsta kosti ekki hægt að leyfa sér neitt óhóf i nokkrum hlut.” Þetta eru dæmi um svör fólks við spurningunni, hverjar séu hæfilegar mánaöartekjur meðal- fjölskyldu. Matgoggur skrifar: ,,Á stöku grillmatsölustöðum hér i bænum hafa gestgjafarnir vandað til gerðar á snotrum mat- seölum, þar sem upp eru taldir dýrindisréttir. Nmmm, það kemur vatn i munninn á manni, bara af þvi að renna augum yfir heitin á þessum gómsætu réttum. En i ljós kemur svo, þegar maður hefur mannað sig upp i að vera það rausnarlegur við sjálfan sig og kaupa einn af þessum i 600 króna klassanum, að þessi ákveðni réttur er ekki til. Ég hef t.d. rekið mig á þetta nokkrum sinnum. Og þegar ég færi mig i næstu linu á matseðlin- um, þá hefur ósjaldan komiö fyrir, að sá réttur er heldur ekki Skoðanir manna eru vissulega skiptar um þetta. Menn nefndu allt niður i 30 þúsund krónur og upp I og yfir 100 þúsund. Reyndar nefndi einn 150 þús.og annar 500- 600 þús. krónur! En meðaltalið er greinilega 60-70 þúsund. Þær tölur nefndi um þriðjungur til. — Þetta veldur manni tölu- verðum vonbrigðum. Fari maður t.d. með fjölskyld- una, þá er venjulega langur timi og miklar umræður, sem fara i að velja pöntunina. Siðan er ákvörð- unin tekin, þjónninn kvaddur til, en þegar hann upplýsir, að viðkomandi krásir séu ekki fyrir hendi, þá er hálf ánægjan frá manni tekin. Þá er pantaður næsti réttur, sem svo kannski er ekki heldur til. — Það er þá, sem hópurinn fórnar höndum og biður um hamborgara yfir linuna. En það sem ég annars vildi sagt hafa, var þetta. Uppi á veggjum hanga spjöld með heitum á rétt- unum. Mætti ekki setja rauð spjöld eða eitthvert merki við þá, sem ekki eru fáanlegir þennan þeirra, sem á annað borð nefndi tölur. Þriðjungur nefnir lægri tölur og þriðjungur hærri tölur. Við vitum nokkurn veginn, hvaöa tekjur við höfum, og við börmum okkur öll yfir verðhækk- unum, og okkur langar i fleiri krónur. „Ef ég hefði bara 10 þús und kr. meira á mánuði, þá gæti ég gert þetta eða hitt, keypt þetta eða hitt”, hugsum við. For- ystumenn segja, að kauphækkun- in I febrúarlok hafi numið 20 prósentum að meðaltali. Þá var' samið fyrir allan þorra launþega. Opinberir starfsmenn höfðu samið fyrr um miklu minni kauphækkanir. Þá tók verðbólgan við og át á nokkrum vikum upp alla þessa 20 prósent hækkun fyrir öllum almenningi. Um fátt hafa menn verið jafnsammála og það, að þetta væri „vitleysa”, hverjum svo sem var um að kenna. Skoðanakönnunin er gerö um mánaðamótin marz-april, þegar verðbólgan hefur geisað tryllt í einn mánuð. Tekjur tólks notou vaxið, en verðlagið i svipuðum LESENDUR HAFA ORÐIÐ ÞAÐ GÓMSÆTASTA EKKI TIL daginn? — Það mundi spara ergilegur maður nýtur ekki mat- manni ergelsið — kannski — og arins,” KOSNINGAR Nú hljómar borgin af áróðri alla daga, og eldgömul loforð um framkvæmdir stlga nú dans. En I sálum þeirra, sem kjósa er haldið til haga hjartnæmum svikum stjórnmálaflokka vors lands. En nú skal ég berjast i horngrýtis hablt, af móði með hita i kinnumjá mikið skal á sig lagt. Minn styrkur er falinn I gömlu og lélegu ljóði. Loforði um það, að hér skuli ekkert sagt. Ben Ax.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.