Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 11
„Ég mun flögra um I hringnum
eins og fiðrildi og svo stinga George
Foreman eins og býfluga — og
Afrikumenn eru allir bræöur mfnir.
Enginn á áhorfendapöllunum i Zaire
mun halda meö Foremann — aliir
hrópa Ali, AIi, Ali. Þeir munu ekki
ieyfa Foreman aö komast upp meö
„skitug brögö”. En ég mun dansa
um hringinn — stööugt á hreyfingu —
og þá er spurningin hve lengi Fore-
man heldur þaö út — Foreman, þessi
skftugi slagsmálamaður hvers högg-
kraftur hefur mjög veriö ofmetinn, á
cnga möguieika gegn mér”.
George Formen, heimsmeistarinn
i þungavigtinni, mætti ekki á blgða-
mannafund, sem efnt var til i New
York á miðvikudag vegna fyrir-
hugaðar keppni hans við
Muhammed Ali i Zaire i september i
haust. En Múhammed Ali mætti á
fundinn — og hann var þvi einn um
að tala. Hinn 32ja ára fyrrverandi
heimsmeistari hefur örlitið hægt á
sér með árunum — en aðeins fyrir
neðan höku.
Hann lét móðan mása á blaða-
mannafundinum — bjartsýnn, ákaf-
ur, baráttuglaður — hinn gamli, góði
skemmtilegi Cassius Clay — mesti
snillingur, sem keppt hefur i þunga-
vigt hnefaleikanna. Hreinn lista-
maður á köflum i hinni eðlu list
sjálfsvarnarinnar — en nægir það
gegn rotaranum George Foreman?
Sumir menn fá öll tækifæri, sögðu
blaðamenn eftir fundinn skemmti-
lega með Ali — öll tækifærin til að
auglýsa sig.
A fundinum var tilkynnt, að þeir
Foreman og Ali muni keppa i
Kinshasha (áður Leopoldville) i
Zaire hinn 25. september og hefst
keppni þeirra kl. 15.00 að staðartima.
Timinn er ákveðinn vegna sjón-
varpsstöðva viðs vegar um heim,
sem munu greiða þrjátiu milljónir
dollara fyrir réttinn til að sjónvarpa
keppninni beint vitt og breitt um
heim. Hvor keppandi fær fimm
milljónir dollara i hlut — um 450
milljónir islenzkra króna— mesta
upphæð, sem greidd hefur verið i
sögu hnefaleikanna. Og það er aðeins
tryggingin.
A eins manns sýningu Muhammed
Ali i New York á miðvikudaginn
sagði hann meðal annars. — „Ég
mun sigra og koma stundvisi á aftur
i hnefaleikum” og kom þannig að
þvi, að Formen mætti ekki á fundinn.
Það stafaði af einhverjum mis-
skilningi i sambandi við heims-
meistarann, en rétt er að geta þess,
aöalltvithanser i þungu höggunum.
En gefum Ali orðið.
„Foreman leikur katta- og músa-
leik eins og litið barn i hnefaleika-
hringnum. Hannkemstekki upp með
það gegn mér. Högg Foremans gegn
Frazier voru ólögleg — hann er skit-
ur keppnismaður — hann sló Roman,
þar sem hann var fallinn. Og i
Caracas sló hann Norton, þar sem
hann var fastur i köðlunum.
Það verður enginn „skitur”!
Zaire. Afrikumenn eru bræður
mínir.”
Eftirað hafa rætt um taktik Fore-
mans sneri Ali sér að höggkrafti
hans. Hann sagði háðslega. „Fore-
man slær mjög fast. Hann slær svo
fast, að hann varð að berja Frazier
sex sinnum niður — Roman tvisvar
og Norton þrisvar. Munið, að þegar
maður sveiflar — pow — og.þá er náð
i ilmsöltin” (Frazier og Norton stóðu
á fótunum eftir leiki sina við Ali!!)
Foreman „lemur” bara fast — en
ég verð ekki eins og hinir. Ég kem
ekki að honum til að láta hann „hitta
mig — heldur dansa og hreyfi mig”.
Þá tilkynnti Ali, að hann mundi
sýna nýtt högg i Zaire, sem hann
kallaði „Ghetto whopper” eitthvað,
sem hann hefur lært af gömlum vini,
Kid Gavilan, úr fátækra'hverfunum.
„Klukkan þrjú streymdu fátæk-
lingarnir af börunum”, sagði Ali ,,og
þá fóru bræður að rifast um kvinnur
sinar. Þá byrjuðu „ghetto-högg-
in.” —hsim.
Opnu golfmótin byrjuð
Fyrsta opna golfkeppnin á árinu
fór fram á Hvaleyrarvelli I Hafnar-
firöi þánn 27. april s.l. Var það Uni-
royal-keppnin, sem Golfkiúbburinn
Keilir stóö aö í samvinnu viö isienzk-
ameriska verzlunarfélagiö, en þaö
hcfur umboö fyrir Uniroyal golfvör-
ur hér á iandi.
Leiknar voru 18 holur með og án
forgjafar og voru keppendur um 60
talsins. Veður var vont til keppni
þennan dag og árangurinn þvi ekki
upp á marga fiska.
Úrslit án forgjafar urðu þau, að
Sigurður Thorarensen GK sigraði,
lék á 78 höggum. 1 öðru sæti varð
Július R. Júliusson GK á 79 höggum,
þriðji varð Agúst Svavarsson hand-
knattleiksmaðurinn góðkunni úr 1R,
sem einnig lék á 79 höggum og fjórði
varð Óskar Sæmundsson GR, sem
var á sama höggafjölda.
Þessir þrir urðu að leika bráða-
bana um verðlaunin. Féllu þau i
skaut Júliusar og Agústar.
Með forgjöf sigraði Kristján
Richter, sem var á 66 höggum nettó
(88-22 = 66). Annar varð Agúst
Svavarsson á 79-10 = 69 högg og þriðji
Óskar Sæmundsson á 79-6 = 73.
Um helgina fer fram Dunlop
keppnin hjá Golfklúbbi Suðurnesja.
Er það einnig opin keppni og verða
þar leiknar 36 holur, 18 holur á dag.
Buldi við
brestur!
Við mikin brest ruku þúsundir
króna úr gjaldkerakassa frjáls-
íþróttadeildar ÍR, þegar hvíta
stöngin vestur-þýzka hrökk í tvennt
eftir misheppnað stökk Elíasar
Sveinssonar á æfingu í Auðkúlu 27.
apríl siðastliðinn.
Þetta kemur sér illa fyrir auman fjárhag
deildarinnar — en var þó ekki alveg til
einskis, þvi það flýtir fyrir, að nýjar stangir
verði keyptar handa iþróttamönnum deildar-
innar. A þvi var ekki vanþörf — stöngum hjá
frjálsiþróttadeildinni hefur fækkað iskyggi-
lega mikið siðastliðin tvö ár — eða úr tólf nið-
ur I fjórar. Það er þvi greinilegt, að þar þarf
aö bæta úr svo hægt sé að æfa stangarstökkið.
En það hafa fleiri farið illa i sambandi við
hinar dýru stangir. Stangarstökkvarar UBK
misstu allar stangir sinar i eldi, 28. april, eða
degi eftir að Elias braut IR-stöngina. Það
er þvi almennur skortur istöngum.en kannski
bætir Frjálsiþróttasamband Islands úr og
kaupir stangir?
-hsim.
Ramsey til BBC!
Sir Alf Ramsey, sem fékk spark sem lands-
liðseinvaldur enskra i sfðasta mánuði, hefur
verið ráðinn til brezkrar sjónvarpsstöðvar.
Hann á að vera sérfræðingur stöðvarinnar I
knattspyrnumálum og fer sem slikur til Vest-
ur-Þýzkalands i næsta mánuöi. Þar mun
hann segja álit sitt á leikjum i heims-
meistarakeppninni.
Roy McFarland, hinn sterki miövöröur
Derby County og Englands, meiddist það illa
i landsieiknum viö tra á miövikudag, aö taliö
er, að hann verði frá knattspyrnu næstu sex
mánuðina. Þetta er mikiö áfall fyrir Derby,
sem varð i þriðja sæti i 1. deild i vor. Lands-
liöseinvaldurinn enski, Joe Mercer, veröur
að velja nýjan mann i landsliðshópinn fyrir
landsleikinn viö Skota á morgun, þvi vara-
maöur McFariand, Dave Watson, Sunder-
land, getur ekki leikiö vegna blóöeitrunar.
Lána Víkingum
grasvöll sinn
Þróttur hefur hiaupiö undir bagga meö
Reykjavikurmeisturum Vikings í knatt-
spyrnu og lánað þeim grasvöll sinn viö
Sæviöarsund til æfinga fyrir keppnina i 1.
deild i sumar.
Vikingur hefur engan grasvöll til aö æfa á
en haföi aöstööu á smá túnbietti i Laugar-
dalnum, þegar liðiö lék i 1. deiid fyrir tveim
árum. Þessi biettur er nú horfinn undir ann-
an völl, sem veriö er aö byggja, og var þvi
fokið I flest skjól fyrir Viking, þar tii aö
Þróttur bauö þeim sinn völl nú fyrir nokkru.
Veriö er aö koma þessum velli i stand og
munu meistararnir fá hann til umráöa ein-
hvern næstu daga. Þróttur getur ekki veitt
leikmönnunum aögang aö búningsklefum og
veröa þeir þvi aö skipta um föt i félagsheimili
Vikings i Bústaðahverfi og aka siöan i bilum
niður i Sæviðarsund en þangaö er um 10 min.
akstur. —klp —
ROT
Foreman rotaöi Frazi-
er á 5.35 min. i Kingston
Jamaika 22. janúar 1973
og varö þá heimsmeistari
i þungavigtinni.
FH-ingurinn Ólafur
Danivalsson skor-
aði fyrsta markið
FH og Breiðablik
skiptu með sér stigun-
um i fyrsta leiknum i 2.
deild islandsmótsins i
knattspyrnu, sem fram
fór á velli FH i Kapla-
krika I gærkveldi.
Mikið rok var i krikanum þeg-
ar leikurinn hófst. Var rétt á
mörkunum að stætt væri á vell-
inum og var þvi knattspyrnan,
sem þessi annars ágætu lið
reyndu að sýna, nokkuð langt
frá að geta kallazt þvi nafni.
Fyrsta mark leiksins — og þar
með fyrsta mark Islandsmóts-
ins i ár — skoraði FH-ingurinn
Ólafur Danivalsson þegar nokk-
uð var liðið á fyrri hálfleik, en
þá lék FH undan vindi.
Guðmundur Þórðarson jafn-
aði fyrir Breiðablik i upphafi
Stðari hálfleiks er hann fylgdi
vel á eftir upp að marki FH.
Þetta voru einu mörkin sem
skoruð voru i leiknum, sem var
veðurs vegna hvorki til ánægju
fyrir leikmenn né áhorfendur.
ROT
Joe Roman fékk slæma
útreið I Tokíó 1. septem-
ber 1971. Eftir tvær
minútur var öllu lokið —
Roman lá rotaöur.
ROT
Ken Norton fékk sömu
útreið i Caracas i Vene-
súela 26. marz 1974. Eftir
5 min. stöövaöi dómarinn
ieikinn.
Tugþrautarmennirnir
kunnu, Stefán Hall-
grimsson, KR, og Elias
Sveinsson, ÍR, bættu
sinn bezta árangur i
kúluvarpi á innanfélags-
móti, sem Ármann
gekkst fyrir á Mela-
vellinum i gærkvöldi.
Þetta lofar góðu hjá
þeim i tugþrautinni i
sumar, þvi erfitt var að
keppa i gær — hávaða-
rok og heldur kalt á
Melavellinum. Stefán
varpaði kúlunni 13.89
metra og Elias var
skammt á eftir með
13.56 metra.
Við betri aðstæður er líklegt, að
þeir varpi kúlunni vel yfir fjórtán
metra strikið i sumar — og það
telur vel I tugþrautinni. Ef vel
tekst til hjá Stefáni ætti hann að
geta bætt Islandsmet Valbjarnar
Þorlákssonar, Ármanni, i sumar
— Stefán er i stöðugri og mikilli
framför i mörgum greinum.
Stefán sigraði i kúluvarpinu i
gær i fjarveru Hreins Halldórs-
sonar, sem gat ekki keppt á mót-
inu vegna vinnu sinnar.
A mótinu bætti Asgeir Þór
Eiriksson, ÍR, árangur sinn með
sveinakúlu. Hann varpaði 16.25
metra — en bezti árangur i þeim
flokki hér á Erlendur Valdimars-
son, 1R, sem varpaði sveinakúlu
17.79 metra.
Þá kepptu konur einnig i kúlu-
varpi á innanfélagsmótinu i gær-
kvöldi. Asa Halldórsdóttir, Ar-
manni, sigraði með 8.53 metrum.
Ingunn Einarsdóttir, ÍR, varð i
öðru sæti með 8.40 metra og Lára
Sveinsdóttir, Armanni, þriðja
með 8.38 metra. Allar eru þessar
iþróttakonur kunnar fyrir afrek i
öðrum greinum en kúluvarpi.
Litið var hægt að eiga við aðrar
greinar á mótinu vegna veðurs.
Þó voru hlaupnir 100 metrar und-
an vindinum og þar sigraði Ar-
menningurinn ungi og efnilegi —
Sigurður Sigurðsson, hljóp á 11.4
sekúndum. — hsim.
Reykjavíkurliðin í 2
deiíd á heimavöllum!
ASTFANGINN —Já, vissulega eftir svipnum aö dæma, en Emlyn Hughes, fyrirliði Liverpool, er ekki
ástfanginn af Önnu Bretaprinsessu heldur bikarnum, sem hún heidur i. Og Anna og Mark, eiginmaður
hennar, brosa breitt aö gleöi Hughes. Myndin var tekin rétt áöur en Hughes tók viö bikarnum mikla eftir
aö lið hans haföi sigraö Newcastle 3-0 i úrsiitaleik ensku bikarkeppninnar á Wembley-leikvanginum i
Lundúnum 4. mai.
Tugþrautarmenmmir
bcettu sig í kúlunni
„Viö fórum fram á aö fá
að hafa okkar heimaleiki í
2. deild islandsmótsins í
knattspyrnu á okkar eigin
velli við Sæviðarsund, og
fengum það mótþróa-
laust" sagði Helgi Þor-
valdsson, formaður Knatt-
spyrnudeildar Þróttar, er
við spurðum hann um
ástæðuna fyrir því að leik-
ur Þróttar og Hauka i 2.
deild sem fram fer í kvöld,
er auglýstur á Þróttarvelli.
Þetta er i fyrsta sinn, sem leik-
ur i 2. deild fer fram á þessum
velli, en undanfarin ár hafa
margir leikir i yngri flokkunum
farið þar fram.
„Okkur þótti litið koma inn á
Melavellinum — kostnaðurinn
mikill og áhorfendur i flestum til-
fellum fáir. Þvi ákváðum við að
gera tilraun með að flytja leikina
yfir á okkar eigin völl og þar með
um leið inn i okkar eigið hverfi.
Við búumst við að fólk úr ná-
grenninu komi frekar til að horfa
á okkur leika hér en á Melavellin-
um, sérstaklega þeir yngri, sem
þá þurfa ekki eins langt að sækja.
Fylkir i Arbæjarhverfi lék á
sinum heimavelli i 3. deildinni i
fyrra, og kom það mjög vel út hjá
þeim. Armann mun einnig bætast
i hóp þeirra Reykjavikurfélaga,
sem leika á heimavelli sinum i
sumar, en þeir hafa ágætan völl
við Miðtún”.
Fróðlegt verður að fylgjast með
útkomunni hjá þessum tveim
félögum, sem leika á sinum sann-
kölluðu heimavöllum i 2. deild i
sumar. Hver veit nema að með
þessu takist þelm að brjóta ísinn
fyrir hin félögin, sem þá muni
taka upp sama hátt.
Margir hafa haldið þvi fram, að
Reykjavikurfélögin hafi á seinni
árum aldrei átt neinn heimavöll i
likingu við önnur félög. Þau æfi á
sinum eigin völlum en keppi á
Mela- og Laugardalsvellinum,
þar sem þau fá ekklað æfa nema
einstaka sinnum, og þá eingöngu
á Melavellinum. Aftur á móti æfi
og keppi leikmenn annarra félaga
á einum og sama vellinum og
standi þeir þvi að öllu leyti betur
að vigi, þegar þau keppa þar við
aðkomulið. —klp—
Alltaf sama
sagan!
Gömiu vandræöin i sambandi
viö dómaramáiin I knattspyrnu
skutu upp koliinum I fyrsta leik
íslandsmótsins á milli FH og
Breiöabiiks i gærkveldi.
Annar iinuvöröurinn mætti ekki
og taföist þvi leikurinn á meöan
leitaö var aö manni meöal áhorf-
enda tii aö taka aö sér flaggiö.
Mönnum þótti þetta slæm byrj-
un hjá dómurunum, og vona aö
ekki veröi meira um þetta i sum-
ar frá þeirra hálfu... en viö þvi er
varia aö búast þvi leikirnir, sem
þeir þurfa aö sjá um eru yfir 700
talsins og dómararnir fáir.
— Klp.
Miklatúns-
hlaup Ármanns
Miklatúnshlaup Armanns verð-
ur háð á laugardag og hefst kl.
tvö. öllum er heimil þátttaka —
einnig fólki utan Ármanns. Þetta
verður sjöunda hlaupið á árinu og
ef til vill verður eitt háð til viðbót-
Formaður FIFA, Staniey Rous, viröir fyrir sér verðlaunagripinn, sem
keppt verður um á HM I knattspyrnunni I sumar. Hann hefur aö undan-
förnu veriö til sýnis á Bretlandi — úr 18 karata gulii og metinn á 44 þús-
und dollara. Þing FIFA verður haldiö I sambandi viö HM og hefst 7.
júni. Sir Stanley er engan veginn öruggur um endurkjör — aöaiiega
vegna deilu þeirrar, sem kom upp I sambandi viö HM-Ieiki Chile og
Sovétrikjanna.
Hlutu silfur-
merki GSÍ
í tilefni af fimmtu F.i-golf-
ferö islenzkra kylfinga til
Skotlands i byrjun þessa
mánaöar, þar sem þátttak-
endur voru um 140 taisins,
voru tveir menn, sem i öll
skiptin hafa séö um undir-
búning og skipulag ferðanna,
sæmdir silfurmerki Golf-
sambands islands.
Þaö voru þeir Siguröur
Matthiasson og Birgir Þor-
gilsson, fulltrúar hjá Flug-
félagi islands, sem um ára-
raðirhafa stutt dyggilega viö
bakiö á isienzkum kyifingum
og golfklúbbum viðsvegar
um land.
Páll Asgeir Tryggvason
forseti Golfsambands is-
lands sæmdi þá silfurmerk-
inu siöasta kvöldið sem
hópurinn dvaldist i Skotiandi
og þakkaði þeim þeirra
mikla framlag tii iþróttar-
innar meö nokkrum oröum.
Nánar verður sagt frá
þessari ferö, sem er trúlega
ein fjölmennasta utanlands-
ferð, sem islenzkur Iþrótta-
hópur hefur farið, I blaöinu á
morgun, og birtar svip-
myndir úr henni.
Volvo læsingar
Ytri og innri handföng eru felld inn í hurðirnar til
öryggis fyrir farþega. Læsingin gefur ekki eftir við
árekstur. Afturhurðir eru búnar sérstökum öryggis-
læsingum vegna farþeganna. Volvo öryggi.
1130
til
bngði
Kosturinn vió Sadolin máln-
ingu er m. a. hin nákvæma
litablöndun, sem þéreigiö
völ á aö fá í 1130 litbrigöum.
Sadolin er einasta máln-
ingin, sem býöur yöur
þessa þjónustu i oliulakki
og vatnsmálningu.
Komiö meö litaprufu og
látið okkur blanda fyrir
yöur Sadolin liti eftir yöar
eigin óskum.
Málningarverzlun Péturs Hjalte-
sted, Suðurlandsbraut 12,
Reykjavik.
Verzlunin Málmur, Strandgata
Strandgata 11, Hafnarfjörður.
Dropinn, Hafnargata 80,
Keflavik.
Neshúsgögn, Borgarnesi.
Hafliði Jónsson, hf., Húsavik.
Visir. Föstudagur 17. mai 1974
Visir. Föstudagur 17. mai 1974.
••
.
;; v. ■
MUNU HROPA ALI, ALI, ALI