Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 20
VÍSIR
Vísir. Föstudagur 17. mai 1974.
Ekki H -
heldur K
Listabókstafur Alþýöubanda-
lagsins og Framsóknarflokksins i
Vestmannaeyjum er K en ekki H
eins og stóö i Visi i gær vegna
ruglings i heimild.
— HH.
Forseti Islands
til Danmerkur
i morgun
— verkföllin hafa ekki
enn raskað óœtlun
r
Flugfélags Islands
Danskt athafnalif er lamaö I
dag vegna verkfalla eins og i gær.
Til verkfallanna er efnt til aö
mótmæla auknum álögum I efna-
hagsfrumvarpi rikisstjórnarinn-
ar.
Samkvæmt fréttaskeyti NTB i
morgun hafa flugvallarstarfs-
menn á Kastrup-flugvelli ákveðið
að halda áfram verkföllum i dag.
Visir leitaði frétta af þvi hjá
Flugfélagi tslands, hvort þetta
hefði áhrif á ferðir félagsins til
Danmerkur. Sigurður. Matthias-
son, skrifstofustjóri, sagði, að i
dag a.m.k. væri flogið samkvæmt
áætlun. En i morgun hélt herra
Kristján Eldjárn, forseti Islands,
til Danmerkur ásamt konu sinni.
Mun forsetinn veita viðtöku nafn-
bót heiðursdoktors við háskólann
i Óðinsvéum.
—BB—
Byrja ó
Gjó-
bakka-
vegi
ó mónu-
dag
Vegagerð rikisins hefst handa
viö lagningu Gjábakkavegar
strax á mánudaginn, og er ekki
seinna vænna, þvi aö timinn er
naumur. Vegageröinni veröur aö
Ijúka fyrir 28. júli.
Gjábakkavegur verður lagður
eftir allt saman. I fréttatilkynn-
ingu frá þjóðhátiöarnefnd segir
frá þvi, að forsætisráðherra hafi
ákveðið að leggja til við sam-
göngumálaráðherra að fram-
kvæmdir við Gjábakkaveg verði
hafnar þegar i stað.
Eins og lesendur blaösins hafa
getað fylgzt með undanfarna
daga hefur staðið i þrefi vegna
Gjábakkavegar. Þjóðhátiðar-
nefnd hefur lagt rika áherzlu á, að
vegurinn yrði lagður, en fjár-
málaráðherra lagöist gegn svo
fjárfrekri framkvæmd, og taldi
enda of skamman tima til stefnu,
úr þvi sem komið væri.
En þjóðhátiðarnefnd fékk fram
vilja sinn og veginn, sem hún
taldi nauðsynlegan, ef ekki ætti
að verða öngþveiti á Þingvöllum
á þjóðhátiðinni. — GP.
„Sigurður fékk veru-
leg fjórframlög
segir samgönguróðuneytið
„Sannleikurinn er sá, að
Sigurður hcfur fengið veruleg
fjárframlög, sem notuð hafa
veriö til skuldagreiðslna og
reksturs,” segir samgöngu-
ráöuneytið. Það visar á bug
ásökunum Sigurðar Magnús-
sonar um, aö hann hafi ekki
fengiö fé til greiðslna á gömlum
skuldum og rekstrarfé til að
halda áfram rekstri Ferðaskrif-
stofu rikisins.
Ráðuneytið segir, að Sigurður
hafi fengið samtals 21,8 milljón-
ir króna i þessu skyni. Til
viöbótar hafi verið i athugun
öflun frekari yfirdráttar-
heimildar eða bráðabirgðaláns
frá banka, eða að minnsta kosti
hafi ráðuneytið falið Sigurði að
leita eftir sliku láni.
Rangt sé, að seinagangur hafi
veriðá afgreiðslu þessara mála.
Nefnd, sem skipuð var til að
kanna starfsemi og rekstur
ferðaskrifstofunnar 16. nóvem-
ber, hafi skilað áliti og tillögum
strax 5. desember og á grund-
velli þeirra hafi ráðuneytið tek-
ið sina ákvörðun daginn eftir.
Sigurður hafi allt frá þvi i fyrra-
haust verið að fá sérstaka fjár-
hagslega fyrirgreiðslu. Hins
vegargeti enginn forstjóri rikis-
stofnunar búizt við, að stofnun
hans fái nema mjög takmarkað
fjármagn til ráðstöfunar utan
fjárlaga.
Ráðuneytið segir, að ákvörð-
un um að hætta aðild að land-
kynningarskrifstofu Norður-
landanna i New York, hafi fyrst
og fremst verið tekin á grund-
velli álits þriggja manna nefnd-
ar, sem Sigurður hafi átt aðild
að. 1 áliti nefndarinnar segir, að
ýmislegt hafi komið fram, sem
geri það vafasamt, að þátttakan
sé eins eðlileg og sjálfsögð og
hún hafi virzt i upphafi. Kostn-
aður hafi af óskýrðum orsökum
farið langt fram úr áætlun,
minna gagn hafi orðið af
samstarfinu fyrir tsland en talið
hafi verið i fyrstu og sameining
flugfélaganna hafi haft þau
áhrif að draga úr gildi þessarar
samvinnu. Ekkert hafi komið
fram, sem breytti þessu áliti,
sem allir nefndarmenn hafi ver-
ið sammála um, nema þá til að
styrkja það.
Ráðuneytið segir, að rétt sé,
að lagaákvæðin um ferðaskrif-
stofuna séu að nokkru leyti úr-
elt. Það minnir á, að fyrir Al-
þingi hefur legið tvö undanfarin
þing frumvarp um Ferðamála-
stofnun Islands, sem hafi ekki
hlotið afgreiðslu. Þá segir, að
Sigurður Magnússon hafi beitt
sér gegn samþykkt þessa frum-
varps, ,,án þess þó að ljóst liggi
fyrir, hvað hann vill fá i stað-
inn.”
Loks segir ráðuneytið, að um-
mæli Sigurðar gætu haft þau
áhrif að gera Ferðaskrifstofu
rikisins tortryggilega, sem væri
gagnstætt islenzkum hagsmun-
um.
— HH.
" i
■ !
1 þessu herbergi veröur hin bezta fundaraöstaöa fyrir Breiöholtsbúa.
Hér skoöa þeir Markús örn Antonsson, borgarstjóri Birgir tsleifur
Gunnarsson og Hinrik Bjarnason kort af félagsmiöstööinni.
KOSNINGAHANDBOKIN
AFTUR Á ÞRIÐJUDAG
Blaðið með kosninga- endurprenta hana með
handbókinni seldist upp blaðinu næstkomandi
í gær. Ætlun er að þriðjudag. —HH
400—500manns
í starfi í einu
— glœsileg
félagsmiðstöð að
rísa upp í Breiðholti
„Við liöfum orðið vör viö mik-
inn úhuga hjá hverfisbúum, og
þaö er ekki sföur áhugi hjá okkur i
Æskulýðsráöi aö starfa aö þessari
félagsmiöstöö. Þaö er lika mjög
gaman að þvi, að i fyrsta sinn,
sem Æskulýðsráö hefur rekstur á
svona starfsemi, skuli húsnæöi og
annað koma til meö aö veröa
svona fullnægjandi.”
Þetta sagði Hinrik Bjarnason
hjá Æskulýðsráði, þegar Visir
rabbaði við hann, en i Fellaskóla i
Breiðholti er nú verið að koma
upp stórri og mikilli félagsmið-
stöð, eins og kalla má það, i
kjallara skólans.
Húsnæðinu er skipt i þrjár ein-
ingar, eða þrjú hólf. Samtals er
húsnæðið 1050 ferm. 1 einni ein-
ingunni verður samkomurými, i
annarri föndurrými og i þeirri
þriðju leikjarými. Þá verður
komi,ð fyrir kaffiteriu i húsnæð-
inu.
Til dæmis, svo eitthvað sé
nefnt, verður aðstaða fyrir Ijós-
myndara, einnig aðstaða til leir-
og keramikvinnslu. Nefndir
félaga fá góða aðstöðu til fundar-
halda i fundarherbergi og fleira
mætti nefna. Ef allt væri opið i
einu, gætu um 400-500 manns ver-
iö að starfi i einu.
Gert er ráð fyrir þvi, að hægt
verði að opna fyrstu eininguna i
byrjun júni, og verður það að öll-
um likindum föndurrýmið.
„Hér verður að sjálfsögðu al-
pienn aðstaða fyrir hverfið”,
sagði Hinrik Bjarnason ennfrem-
ur, þegar Visismenn skoðuðu
féiagsmiðstöðina i gær. „Hér er
ekki neitt, sem undirstrikar æsk-
una frekar. Fullorðna fólkið hefur
hér aðstöðu lika, og tómstunda-
vandkvæði þess eru ekki minni en
æskunnar.”
Hinrik sagði ennfremur, að
þetta væri nauðsynleg stærð á
húsnæði, svo að það fullnægði
mannfjöldanum. Og búast má við
þvi, að Breiðholtsbúar verði
ánægðir, þegar þessi félaga- og
æskulýðsstarfsemi er hafin að
fullu, og það ætti ekki að verða
löng bið þangað til.
Magnús Torfi um samvinnu við Alþýðuflokkinn i þingkosningunum:
„Dœmd til að mistakast"
„Tilraunir til aö koma á sam-
eiginlegum framboöum meö Al-
þýöuflokknum eöa kosninga-
samvinnu milli hans og Sam-
takanna eru aö minum dómi
dæmdar til aö mistakast,” segir
Magnús Torfi Ólafsson ráöhcrra
i grein I blaöi Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna, Þjóö-
málum.
„Ekki þýðir að taka mið af
góðri samvinnu, sem tekizt hef-
ur um framboð i sveitar-
stjórnarkosningunum i Reykja-
vik og viðar,” heldur hann
áfram. „Hún byggist á sam-
eiginlegri stefnu i borgar- og
sveitarstjórnarmálum, sem
einatt hefur mótazt á löngum
tima. 1 landsmálum liggur eng-
in slik stefnumótun fyrir, og
stefnulaus kosningasamvinna i
þvi skyni einu að gernýta mögu-
leika, sem kosningalög gefa til
tölulegs ávinnings, er ekki sæm-
andi gagnvart kjósendum,”
segir Magnús Torfi Ólafsson.
„Upphrópanir um valdarán
og einræði eru innantómt blað-
ur,” segir Magnús Torfi.
Flokksbræður hans, Hannibal
og Björn, hafa þó einmitt oft-
sinnis notað þessar „upp-
hrópanir” i gagnrýni á þingrof-
ið. „Hugmyndin um minni-
hlutastjórn Samtakanna og Al-
þýðuflokksins með stuðningi
Sjálfstæðisflokksins var aldrei
lifseig,” segir Magnús Torfi.
Þeir, sem segja, að hana hefði
átt að reyna, gera sér ekki grein
fyrir, hver er liftaug Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna.
Hún er fólgin i þeirri stefnu að
sameina vinstri öfl i landinu i
sterk stjórnmálasamtök á
breiðum grundvelli....”
„Einhliða samruni hluta
Samtakanna við Alþýðuflokkinn
fullnægir á engan hátt þessu
stefnumarki..”.
—HH