Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 3
Vtsir. Föstudagur 17. mai 1974. 3 mæli, og hverjar skyldu þá vera „hæfilegar” tekjur eftir það? Við þvi höfum við fengið svör, að þvi leyti, að flestir telja 60-70 þús. hæfilegt fyrir meðalfjölskylduna. Það er áberandi, að fólk á Reykjavikursvæðinu nefnir yfir- leitt mun hærri tölur en fólk úti á landi. 1 sveitum var furðualgengt, aö menn nefndu 30-40 þúsund krónur. Allt tvöfaldazt á 2 1/2 ári Visir lagði þessa sömu spurningu fyrir almenning i skoðanakönnun, sem var birt i nóvember 1971. Flestir töldu þá, að 30 þúsund á mánuði væru hæfi- legar tekjur meðalfjölskyldu. Þeir stórtækustu nefndu þá 50-60 þúsund. Nú nefndu þeir stórtæk- ustu um 100 þúsund. Þvi er nærri lagi, að þessar tölur hafi tvöfald- azt I hugum manna á um það bil 2 árum. Verðbólgan hefur llka farið langt með að tvöfalda verölag á hlutunum á þessum tima. Fólk byggir ekki skýjaborgir, þegar það svarar spurningum sem þessari. Það er greinilega ekki að hugsa um, hvað það sjálft vildi helzt hafa. 1 reyndinni hafa margir mánaðartekjur yfir 60 þúsundum. En slæmter hjá þeim, sem hafa miklu minna I verðbólg- unni. Vilji menn nota niðurstöður þessara tveggja skoðanakannana til að athuga, hvort þeim hefur miðað upp eða þeir hrapað miðað við það, sem fólk telur „hæfileg- ar” tekjur, gætu menn svaraö þeirri spurningu, hvort þeir hafi nú meira eða minna en 60-70 þús- und á mánuði og hvort þeir hafi haustið 1971 haft meira eða minna en 30 þúsund á mánuði. Þessi samanburður getur gefið hverj- um einstökum til kynna, hvar hann stendur að þessu leyti, mið- að við hugmyndir almennings um tekjur og útgjöld. Af þessum 60-70 þúsund kr. tekjum lifir enginn „I óhófi i neinu”, eins og kom fram hjá öll- um fjöldanum.þorra þeirra, sem nefndu þessar tölur. Þeim, sem nefndu mun lægri tölur, hlýtur hins vegar að finnast, að fólk með þessar tekjur sé allsæmilega stætt.Þeim, sem nefndu mun hærri tölur, mun að sama skapi finnast, að 60-70 þúsund á mánuði séu „óhæfilega” litlar tekjur fyrir meðalfjölskyldu 4ra-5 manna. Vel að merkja er hér ekki verið að svara spurningunni, hvað meðalfjölskylda „ætti” að hafa, heldur þvi, hvað almenningur teldi, að væri hæfilegt fyrir hana, miöað við stærð „kökunnar”, sem við skiptum á milli okkar, og mið- að við þær upplýsingar, sem fólk hefur um verðlag og kaupgjald. Við heyrum öll oft talað sem svo. „Ég hef 90 þúsund á mánuði, og þaðeralltoflitiðtilað lifa af” eða „Mér finnst, að þau ættu að geta lifaö vel með 50 þúsund”. Niöur- stöður skoðanakönnunarinnar eru bara summan af öllum sllk- um hugmyndum fólks um sjálft sig og aðra. Ekkert annaö. — HH NÝR FOR- MAÐUR Davið Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Smjörlikis hf„ hefur verið kjörinn formaður Félags islenzkra iðnrekenda i stað Gunnars J. Friörikssonar, sem lét af störfum að eigin ósk. A þingi félagsins nú var enn- fremur kosið um tvö sæti i stjórn og tvö i varastjórn. 1 stjórn voru kosnir Pétur Pétursson, fram- kvæmdastjóri i Hydrol, og Björn Þorláksson, framkvæmdastjóri Sanitas. 1 varastjórn hlutu kosningu Björn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri i Sportver, og Sveinn S. Valfells, framkvæmda- stjóri i Steypustöðinni. Fyrir voru i stjórn Haukur Eggertsson, framkvæmdastjóri i Plastprent, og Kristinn Guðjóns- son, framkvæmdastjóri i Stálum- búðum. Eigum nú aðeins eyrisforða til 2ja Ríkið varð fyrst með 20% kauphœkkunina, segir Gunnar J. Friðriksson. Síðan varð ekki samið um minna „Nú er svo komið, að fyrir 6 mánuðum áttum við gjaldeyris- forða, sem hefði enzt okkur i fimm mánuði, en nú mun sá forði vera kominn niður i það að endast í minna en tvo mánuði,” sagði Gunnar J. Friðriksson, fráfarandi formaður Féiags Is- lenzkra iðnrekenda á ársþingi þeirra. Gunnar sagði, að rikið hefði gengið á undan I kauphækkun- unum miklu með þvi að semja við starfsmenn sina um rúm- lega 20% hækkun launa i þeim flokkum, sem samsvara al- mennri vinnu verkamanna,' verkakvenna og iðnverkafólks. Atvinnurekendur hefðu ekki getað annað en fylgt i þessi fót- spor rikisins, þar sem launþegar hefðu, af eðlilegum ástæðum, ekki talið sig geta samið um lakari kjör en hliöstæðir starfshópar hefðu fengið hjá rikinu. „Ég held þvi fram, að það komist aldrei jafnvægi á i efna- hagsmálum, fyrr en hið opin- bera hættir samkeppni við framleiðsluna um vinnuaflið, sagði Gunnar J. Friðriksson,” „og dregur verulega úr fram- kvæmdum og útgjöldum og þar með þeirri ofþenslu, sem er á vinnumarkaðinum.” Þensluástandið á vinnu- markaðinum væri jafnvel enn meiri verðbólguvaldur en visi- tölukerfið. Áætlun um iðnþróun tilgangslaus Gunnar sagði, að tilgangs- laust væri að gera áætlun um iðnþróun, ef ekki væri tryggt efnahagsástand, sem gerði unnt að byggja upp og reka iðnað á tslandi. Hætt væri við, að væntanleg verðstöðvun mundi eins og fyrri verðstöðvanir bitna gcp1 harðast á islenzkum iðnaði á sama tima og verðlag á hliðstæðri innfluttri iðnaðar- vöru er frjálst. Það væri alger lágmarks- krafa að innlendur iðnaður fengi að leiðrétta verð á vörum sinum án tafar, þegar verð hráefna hækkaði. Allsendis óviðunandi væri einnig að islenzkur iðnaður þyrfti að borga há gjöld af þeim fjárfestingarvörum, sem hann þyrfti að afla sér til að hafa nokkra möguleika á að standast samkeppni við innfluttar vörur. Það væri óvið- unandi að búa við verðlags- ákvæði og verðstöðvanir, sem islenzkur iðnaður hefði orðið að þola allt frá þvi að Island gekk i EFTA. Sú spurning hlyti að vakna, hvort iðnaðurinn ætti ekki heimtingu á að fá aðlögunartima, sem nota átti til að búa hann undir samkeppni við ótollaðar innfluttar vörur, lengdan sem samsvaraði þeim tima, sem hann hefði þurft að búa við verðstöðvun. -HH. I Caracas verður reynt að nó samstöðu um lausn — en allar ókvarðanir hafréttarráðstefnunnar bíða til fundar í Vín 1975 „Höfuðátökin munu verða á milli þeirra rlkja, sem vilja þrönga lögsögu strandrikja, og hinna, sem vilja hafa lögsöguna sem viðtækasta. Þar sem tvo þriðju atkvæða mun þurfa til samkomuiags, er fyrirsjáanlegt, aö heildarlausn muni þvi aðeins fást, að þessir andstæðu hópar geti komið sér saman um mála- miðlanir á ýmsum sviðum. Af tslands hálfu hcfur sú stefna verið studd, að landhelgi verði 12 milur, að efnahagslögsaga verði aiit að 200 milum, að siglinga- frelsi riki innan efnahagslögsög- unnar, að alþjóðahafsbotnssvæð- ið lúti sterkri stjórn og að sam- vinna verði um verndun fiski- stofna á hafinu utan lögsögu strandrikja.” Þannig er komizt að orði i skýrslu þeirri um utanrikismál, sem utanrikisráðherra lagði fyrir alþingi, áður en það var rofið. Lengsti kafli skýrslunnar fjallar um hafréttarráðstefnu Samein- uðu þjóðanna, sem hefst i Cara- cas 20. júni n.k. Að ofan er lýst þeirri stefnu, sem tsland mun fylgja á ráðstefnunni. Hér á eftir verður getið þess helzta, sem nefnt er I skýrslunni. Inn i ákvörðunina um það, hvort landhelgi skuli verða 12 milur, blandast deilur um það, hvernig háttað skuli siglingum um sund, sem lokast vegna þess. Hér er um að ræða meira en 100 sund, sem hingað til hafa verið opin fyrir alþjóðasiglingum en verða innanl2milna landhelgi. Af hálfu stórveldanna hefur það ver- iö sett sem algert skilyrði fyrir samþykkt á 12 milna landhelg- inni, að frjálsar siglingar verði leyföar um sundin. Fulltrúar Is- lands hafa stutt hugmyndir um það, að siglingaírelsi veröi virt. Ýmis strandriki gera kröfu til yfirráða yfir hafsbotninum utan 200 milna. Þessu mótmæla þau riki, sem vilja, að alþjóðahafs- botnssvæðið verði sem stærst, þ.e.a.s. það svæði, sem lögsaga strandrikja nær ekki yfir. I hópi þeirra, sem mótmæla, eru land- luktu rikin, sem eru um 30. Þessi riki gera einnig kröfu tii aðgangs að auðlindum strandrikja innan 200 milna efnahagslögu þeirra. Island hefur verið þvi fylgjandi, að farinn verði millivegur varð- andi yfirráð strandrikja á hafs- botni utan 200 milna og landluktu rikin i Afriku fái aðgang að efna- hagslögsögu Afrikuríkjanna með vissum skilyrðum. Ekki hefur náðst samstaða um það, hvernig háttað skuli yfir- stjórn alþjóðahafsbotnssvæðis- ins. Meirihluti rikja, þ.á.m. FINNSKUR HÓ-CHÍ-MINH í NORRÆNA HÚSINU „Heldur syng ég en græt”, heitir leikritið, sem finnskur ieikflokkur Tilateatteri sýnir i Norræna húsinu á mánudagskvöldið kl. 20. Verkið er byggt á skáldskap Hó-chi-minhs hins víetnamska, dagbók I Ijóðaformi og lýsir lifi fangans. Flokkurinn er atvinnufiokkur og hefur sýnt á listahátið i York i Englandi og á ráðstefnu IATA, alþjóðasamtaka flugfélag- anna I Monaco. Textar eru fluttir á finnsku, en litil vietnömsk stúlka er i hlutverki sögu- manns og talar hún á sænsku. MYNDIN: Tarja Maisniemi, Stan Shingler og Taina Shingler i hlutverkum sinum. þróunarlöndin, styðja sterka yfir- stjórn. Minni hlutinn, þ.á.m. iðn- þróuðu rikin, vilja hins vegar, að yfirstjórnin hafi aðeins heimild til að gefa út rannsókna- og vinnslu- leyfi á hafsvæðunum utan yfir- ráðaréttar einstakra rikja og samræmi aðgerðir á svæðinu. Að meginstefnu hefur island stutt það sjónarmið, að yfirstjórn svæðisins hafi viðtæk völd. Helzta deiluefnið á ráðstefn- unni fyrir utan umferðina um sundin verður um efnahagslög- söguna. Æ fleiri riki hafa hallazt að þvi undanfarin ár, að yfirráö strandrikis yfir auðiindum undan ströndum skuli ekki takmarkast við hafsbotninn heldur einnig ná til lifsins i sjónum allt að 200 mil- ur frá ströndum. Þó hefur ekki náðst sú samstaða um þetta, að öruggt sé, að 2/3 þjóðanna á haf- réttarráðstefnunni komi sér sam- an um heildarlausn. Hlutverk ráðstefnunnar i Cara- cas, sem mun starfa frá 20. júni til 29. ágúst, verður fyrst og fremst að leita eftir heildarlausn og fækka þeim valkostum, sem fyrir liggja. Störfin munu þvi nær eingöngu fara fram i undirnefnd- um og starfshópum, ekki verður greitt atkvæði um endanlega niðurstöðu. Hins vegar er ráð- gert, að það verði .gert i Vinar- borg 1975, þegar stefnt er að þvi, að hafréttarráðstefnunni ljúki. —BB— Ekki bein tilvitnun Að gefnu tilefni skal tekið fram, að „pólitiskar skækjur” var ekki bein tilvitnun i ununæli Kristins Finnbogasonar, framkvæmda- stjóra Timans, um Mööruvalla- hreyfinguna, heldur var urn að ræða túlkun blaðamanns á inn- taki ummæla Kristins. —HH —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.