Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 5

Vísir - 17.05.1974, Blaðsíða 5
5 Vísir. Föstudagur 17. mal 1974. ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Umsjón: BB/GP BLOÐBAÐH) HELDUR ÁFRAJI/I ,,Þessa siðasta glæps ísraelsmanna verður rækilega hefnt. Þeir miinu þurfa að kaupa lif barna okkar dýru verði.’ Þannig hljóðaði tilkynning palestinsku fréttastofunnar Wafa, þegar þotur frá ísrael höfðu gert sprengju- árásir á a.m.k. fimm palestinskar flótta- mannabúðir og þrjú landamæraþorp i Libanon i gærkvöldi. Sagt er, að 150 manns hafi særzt eða látið lifið i árásunum. Meö árásunum voru ísraels- menn aö hefna fyrir mannránið og morðin i Maalot á miðviku- dag. Varnarmálaráðuneytið i Libanon sagði, að 36 þotur ísra- elsmanna hefðu ráðizt samtimis á sjö skotmörk siðdegis i gær. I ljósaskiptunum hefðu siðan átta flugvélar fylgt i kjölfarið. ísraelsku flugmennirnir steyptu sér hvað eftir annað nið- ur til árása á þrjú þorp við Rúmur mánuður er slðan tsraelsmenn gerðu síðast loftárásir I hefndarskyni I Llbanon og er þessi mynd þá tekin. Sýnir hún þorpsbúa leita I rústum húsa sinna. Arásirnar I gær voru miklu umfangsmeiri en fyrir mánuði — og enn blossar striðshatrið upp. Hótuðu að drepa okkur eitt oo eitt „Við vorum sofandi uppi á annarri hæð skólans, þegar við vöknuðum kl. 4 um nóttina við hróp og köll. Þrir skæruliðar komu inn og byrjuðu að skjóta á hermennina, sem voru okkur tii fylgdar,” sagði Tamar Ben- Hamu, 16 ára stúlka, sem var meðal þeirra 85 skólabarna, sem skæruliðarnir höfðu I gislingu. í viðtali, sem fréttamaður AP-fréttastofunnar átti við stúlkuna á sjúkrahúsi i Nahariya, en hún varð fyrir skoti, skýrði hún frá því, að Skömm á drápi barna ,,S k ö m m s é morðingjunum, ” stóð á spjöldum, sem Gyðing- ar í Moskvu héldu á lofti i gær, þegar þeir söfnuðust saman fyrir framan sendiráð Liban on þar i landi. Víða að hafa heyrzt for- dæmingar á árás arabisku skæruliðanna á barnaskólann i fyrradag, sem leiddi til þess að 18 skólabörn létu lifið. A sama hátt hafa menn ásak- að Israelsmenn fyrir árásina i gær á stöðvar skæruliða i Liban- on og flóttamannabúðir, eins og Libanon heldur fram. Harma allir aðilar, sem látið hafa frá sér heyra, hvernig sak- laust fólk er vegið á báða bóga i óslökkvandi hatri og hefndar- þorsta deiluaðilanna i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins. skæruliðarnir hefðu verið i þann veginn að sprengja skólann i loft upp með þeim öllum inni, þegar hermenn Israels réðust inn. ,,Sá, sem talaði hebresku, var ekki óvingjarnlegur við okkur, en einn þeirra hafði sifellt I hótunum við okkur. — Hann sagðist mundu skjóta okkur eitt og eitt i einu, ef við ekki héldum munni,” segir stúlkan i viðtal- inu. „Við fengum að drekka vatnið okkar og borða af nestinu. — Við erum öll trúuð og komum frá trúarlegum skóla i nágrenninu. Þvi tókum við fram bibliuna og lásum sálma, báöum til Guðs og grátbændum Arabana um að sprengja okkur ekki upp.” Um sjálft áhlaup israelsku hermannanna: „Sá, sem talaði hebresku, sagði: „Ég ætla að fara niður og setja sprengjurnar af stað.” — Þá var eins og allt spryngi i loft upp, öll byggingin hristist eins og I jarðskjálfta.” Og afleiðingarnar vita menn. Alls létu 18 skólabörn lifið i átökunum. Mynd þessi er frá bardögunum við iandamæri Sýrlands og tsrael. Logandi MIG þota Sýrlendinga steypist til jarðar. Henry Kissinger er nú að gefast upp á samningagerðinni um frið á þessum slóðum. landamæri tsraels og Libanon, flóttamannabúðir Palestinu- manna um 30 km suð-austur af höfuðborginni Beirut og á þrjár flóttamannabúðir i úthverfi hafnarborgarinnar Sidon, sem er um 50 km fyrir sunnan Bei- rut. Fréttaritari AP i Libanon seg- ir, að hafnarborgin Sidon hafi orðið fyrir miklum árásum, þótt yfirmaður hers tsraels segi, að árásirnar þar hafi verið gerðar á bækistöðvar skæruliða. Segir fréttaritarinn, að mannfall hafi einkum orðið mikið, þegar þriggja hæða ibúðahús skammt frá flóttamannabúðum hafi ver- ið sprengt i loft upp. t Sidon unnu menn að þvi i alla nóttað grafa i rústum húsa. Ekki var að fullu vitað um manntjón, þar eð ekki hafði ver- ið leitað i öllum rústunum. tbú- ar bæjarins voru fullir hræðslu og haturs. Einn skæruliðanna þar sagði við bandariskan fréttaritara: „Segið Kissinger að koma hingað og sjá hvað tsraelsmenn hafa afrekað með bandarisku Phantom-þotunum.... Jafnvel þótt allir Arabar semji frið við israel munum við berjast áfram.” Kissinger reyndi í 20 daga árangurs Henry Kissinger, utanrlkis- ráðherra Bandarikjanna, tekst ekki aö koma á sáttum milli tsraels og Sýrlands um þessa helgi. Bandariskir embættis- menn i fylgdarliði ráðherrans viðurkenndu þetta i morgun. Þeir sögðu þó, að ráðherrann mundi gera enn eina tilraun til aö ná samkomulagi um að- skilnað herja landanna i Gólan- hæðum. Hann ætlaði að efna til fundar með Goldu Meir i dag og á morgun færi hann að nýju til Sýrlands og ræddi þar við Hafez Assad, forseta. Eftir fund Kissingers með Assad i gær var fréttamönnum sagt, að litið bæri á milli. Eitt helzta deiluefniö nú er neitun ísraelsmanna um að láta Sam- einuðu þjóðunum eftir þrjár hernaðarlega mikilvægar hæðir i Gólanhæðum. Kissinger hefur verið til samninga i löndunum tveimur i 20daga og án nokkurs árangurs. Fréttamenn töldu sig sjá farar- snið á honum i morgun og, að hann mundi fara til Bandarikj- anna, ef viðræður hans við Assad á morgun yrðu árangurs- lausar. án Ætla Rússar að hjálpa Sýrlendinaum? Þær fregnir berast nú frá leyniþjónustu Bandarikjanna, að Rússar kunni aö senda nokkrar af fullkom nustu herþotum slnum, MIG 23, til Sýrlands á næstunni. Ákvörðun um þetta af hálfu Sovétmanna verður ekki skýrð á annan veg en þann, aö þeir vilji gera Sýrlendingum kleift að berjast sem lengst, á meðan Bandarikin eru að reyna að koma á sáttum milli þeirra og tsraels- manna. Tilkoma MIG 23 á þessum slóð- um mundi valda flugher Israels miklum erfiðleikum. Sovézku þoturnar komast hraðast um það bil 2000 milur á klukkustund og eru með bezt búnum orrustuflug- vélum heims. Fram til þessa hafa vélarnar aðeins sézt i Póllandi og Austur-Þýzkalandi utan Sovétrikjanna. Leyniþjónusta Bandarikjanna býggir getgátur sinar um flutning vélanna til Sýrlands á þvi, að nokkrar þeirra hafa sézt i hafnarborg við Svartahaf. Þær eru búnar til flutnings með skipi einmitt þaðan, sem helzt er skipað út hergögnum til Sýrlands og annarra Arabarikja.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.