Vísir - 13.06.1974, Síða 1

Vísir - 13.06.1974, Síða 1
Rœða um frið og horfa á magadans — sjá bls. 4 Verða frarnin pólifísk hryðjuverk á heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu? — sjá bls. 5 . • Vígamenn á vappi við Valsheimilið — sjá bls. 2 Frœgt fólk spilar undir fyrir fuglana — sjá viðtal við Cleo Laine og Johnny Dankworth við komuna til Reykjavíkur í gterkvöldi — Sjá baksíðu Póstferðir ekki alveg liðnar undir lok % - sjá í SKYNDI á bls. 8 Álafoss að 500 milljónir Skuldir nálgast — Forstjóri dregur úr framleiðslu í öllum deildum nema spunaverksmiðju — harðorður i gagnrýni — Skuldir Álafoss nálgast óðuni 500 milljónir. Verksmiðjuhús fyr- irtækisins, geymslur og íbúðar- hús eru að undantekinni nýju verksmiðjubyggingunni gersam- lega úrelt og ónýt. Taka verður afstöðu til þess, hver vera skal til- gangurinn með áframhaldandi rekstri fyrirtækisins, hvort það eigi að reka sem hvert annað fyr- irtæki eða með bullandi tapi sem þjónustufyrirtæki, fyrir mörg mismunandi vel rekin smáfyrir- tæki í prjóna- og saumaiðnaði úti á landi. Þetta segir forstjórinn, Pétur Eiriksson, i skýrslu sinni um reksturinn. Mikil mannaskipti hafa valdið þvi, að gölluð vara hefur aukizt og hlaðizt upp, svo að mikið magn er óseljanlegt á innanlandsmarkað- inum. Búið er að afskrifa mikið af þessari gölluðu vöru en lager- pláss er á þrotum og varan liggur undir skemmdum. Tap á rekstrinum varð 29,4 milljónir i fyrra. Búast má við 60-70 milljóna tapi i ár. Þá segir i skýrslunni, að for- stjórinn hafi gripið til viðtækra ráðstafana til að draga úr fram- leiðslu i öllum deildum nema spunaverksmiðjunni. Með þvi muni tapið i ár vaxa, en við þvi sé ekkert að gera. 1 skýrslunni er sagt, að fatnaðarútflutningurinn hafi einungis aukizt um 8% i fyrra. Þar megi mörgu um kenna, með- al annars lélegri hönnun, og verði að „teljast útilokað finna inn- lenda aðilja, sem hafa inngrip i þessi mál”, segir þar. Einnig sé um að kenna, að starfsfólk á saumastofum, sem séu dreifðar um allt land, sé óvant. Gæðaeftir- lit sé lélegt og mistök hafi orðið i pökkun og afgreiðslu, og mis- munur á stærð og gæðum valdi einnig vandræðum. Væri raunverulegur kostnaður við útflutningsdeild færður á hana, segir i skýrslunni, yrði hann rúmar 30 milljónir króna ár- ið 1973, og er nefnt til „sölu- og ferðakostnaður erlendis, ellefu flugferðir til Vestmannaeyja með 84 gesti, innlenda og erienda, auglýsingakostnaður og heimboð erlendra umboðsmanna, ásamt pólitiskum gjöfum og afslætti af gólfteppum siðustu árin”. f skýrslunni segir, að þessum kostnaði verði áram „hagrætt’^J bókhaldi, það er skipt á aðrar deildir. Þvi miður virðast öll rök hniga að þvi, að innlendur gólfteppa- vefnaður verði ekki samkeppnis- fær við innflutn. eftir fáein ár. Virðist þvi ekki ástæða til að ráð- ast i fjárfestingar i gólfeppavefn- aði. Framtið dúkavefnaðar sé næsta vonlaus. Gjörbylta þurfi fataútflutningi, Alafoss megi ekki vera skyldugt að flytja út alls konar fatnað fyrir hálfa aðra tylft framleiðenda. Álafoss verði að yfirtaka og sameina þessar verksmiðjur ellegar hætta þess- um rekstri, sem megi kalla ,,um- bun og styrktaraðstoð”. — HH. Sumarstúlka Vísis á Mallorca Þeir eru eflaust margir, sem vildu vera i sporum hennar Magðalenu ólafsdóttur, Suinar- stúlku VIsis frá þvi i fyrrasumar. Hún spókar sig nú á sólar- ströndum Mallorca, en ferðin þangað er verðlaunin, sem hún hreppti. Meö henni er einn af blaða- mönnum VIsis, Edda Andrés- dóttir. Magðalena gat ekki farið i þessa ferð fyrr, þar sem hún stóð i ströngu við menntaskólanám sitt. Stúlkurnar eru á Mallorca i boði ferðaskrifstofunnar Sunnu. Aö sjálfsögu skin sólin glatt á Mallorca, yfirleitt þannig, að hitinn kemst upp i 30 gráður. Sumarstúlkan okkar mun ferðast viðs vegar um Mallorca I boði Sunnu og skoða það mark- verðasta. M.a. ætla þær I einn sérstæðasta dýragarö i heimi, en þar er fólkið i búrum, en dýrin spóka sig fyrir utaan þau. Þær Magðalena og Edda hafa hitt marga tslendinga I sólskins- paradisinni, ma.a'. hóp af Frömurum, sem dveija þar sér til afslöppunar. Og auðvitað hafa þeir beðið fyrir kveðjur heim.-OH 12 SIÐNA AUKABLAÐ BÍLA OG UMFERÐ FYLGIR VÍSI í DAG UM

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.