Vísir - 13.06.1974, Qupperneq 5

Vísir - 13.06.1974, Qupperneq 5
Vlsir. Fimmtudagur 13. júní 1974 5 ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND llmsjón: BB/GP Frúin fékk ekki að halda gjöf Mobutu Hubert H. Humprey öldunga- deildarþingmaöur skiiaði i gær til ráöuneytis átta karata demanti, sem Jósep Mobutu forseti Kongó gaf honum eitt sinn. Einn samstarfsmanna Humpreys skýröi frá þvi, aö flog- iö hefði verið meö demantinn frá Minneapolis til Washington, þar sem hann var fluttur svo frá skrifstofu þingmannsins tii próto- kollmeistara þess opinbera. Að undanförnu hafa orðið tölu- verðar umræður i Bandarikjun- um um gjafir, sem ýmsir framá- menn þjóðarinnar hafa þegið af útlendum þjóðhöfðingjum, er þeir hafa sótt heim i nafni Bandarikj- anna. Hefur þeirri spurningu ver- ið varpað fram, hvort lita beri á þessar gjafir sem gefnar banda- risku þjóðinni, eða fulltrúa henn- ar persónulega. Meðal þeirra, sem borizt hafa i tal i þessu samhengi, eru eigin- konur þeirra Nixons forseta, William Rogers fyrrum ráðherra, William Fulbrights þingmanns og Spiro Agnews, fyrrum varafor- seta. Mobutu-demanturinn og tiu hlébarðaskinn um leið voru gefin konu Humpreys 1968. Hlébaröa- skinnin voru gjöf frá einum ráða- manna Somaliu og voru seld á árinu 1970 fyrir 7500 dali, en and- virðið var látið renna til skóla vangefinna barna. Humprey sagði, að hann hefði ekki gert sér grein fyrir, að gjafir gefnar konu hans heyrðu undir rikið. Sagði hann, að hann hefði ávallt á ferðum sinum haft með fulltrúa prótókollmeistara, og þetta hefði aldrei veriö fært i tal við sig. Þingmaðurinn tók það fram, að Humprey bætti konu sinni, Muriel, upp demantsmissinn ineö kossi. það hefði ekki verið kallað eftir gjöfum þessum af hálfu fulltrúa rikisins, né á neinn hátt gefið i skyn, að þær væru ekki réttmæt eign konu hans. Engu að siður valdi hann að skila þeim. -* 4-— ^.i«orcott.»orcw«irwii_nB f* inm«niiM«,»M'.ll.;.mr|4wni KMa-auuumaiMUim-f Glistrup sviptur þinghelginni Danska þjóðþingið samþykkti i gær að svipta Mogens Glistrup þinghelgi, og þar með liggur ljóst fyrir, að for- maður Framfara- flokksins verður ákærður fyrir skattsvik og fjársvik. Greiddu 134 þingmenn tillögunni atkvæði, meðan 2 sátu hjá, 17 voru fjarstaddir og allir 26 þingmenn Framfara- flokks Glistrups voru á móti. Kom til ákafra umræðna á þinginu milli þeirra, sem vildu svipta Glistrup þinghelginni, og hinna, sem ekki vildu slikt. Eftir Peron hótar Rikisstjórn Argentinu sagði af sér I gærkvöldi eftir viðburða- rikan dag, sem hófst með þvi aö Juan Per.on forseti landsins hótaöi að segja af sér og draga sig i hlé, þvi að „eitthvað óeðlilegt” — að hans dómi — „væri á seyði i landinu”. Peron mun i dag ákveða, hvort hann mun gera einhverj- ar breytingar á stjórn sinni. Ráðherrarnir átta og 20 ráðu- neytisstjórar sögðu allir af sér með tölu til þess að gefa „for- sétanum frjálsar hendur til ráð- stafana”, sem hann kann að telja þurfa með. — Er litið á afsögnina að forseti þingsins, Karl Skytte, hafðimæltfyrir áliti meirihlutans og Glistrup sjálfur fyrir áliti minnihlutans, gengu þingmenn i ræðustólinn i löngum bunum og tóku til máls. Þingmenn Framfaraflokksins fullyrtu, að hérna væri um pólitiskar ofsóknir að ræða á hendur Glistrup og vildu þeir að beöið yrði með að ákveða, hvort hann skyldi sviptur þinghelgi, þar til eftir sumarhlé. Glistrup, sem er einnig for- maður þingflokks Framfara- flokksins, sagði, að eini tilgang- urinn með málsókninni á hendur sér væri að hindra hann i að sinna málum þeirra 400 þúsund kjósenda, sem hefðu treyst hon- um. Hann og menn hans hafa einnig haldið þvi fram, að ekki lægju fyrir nógu greinagóð gögn frá saksóknara, sem hafði óskað þess, að Glistrup yrði sviptur þinghelgi. að fara frá einfaldlega sém tryggðaryfir- lýsingu við Peron, en hann hefur sætt töluverðri gagnrýni jafnt frá hægri og vinstri siðustu mánuðina fyrir efnahagsstefnu sina. Peron forseti sagði i gær, að hann mundi segja af sér, ef hann fengi minnsta grun um, að per- sónuleg fórn hans til að axla ábyrgðina væri gagnslaus. — Þvi svöruðu landssamtök verkalýðs- félaganna, sem telja 3 milljónir félaga innan sinna vébanda, með þvi að lýsa samstundis yfir alls- herjarverkfalli það sem eftir var dagsins i gær til að mótmæla hugsanlegri afsögn leiðtoga sins. spyrnu Um gjörvallt V-Þýzkaland er leitað hóps hermdarverkamanna, sem grunaðir eru um að hafa á prjónum ráðagerðir um hervirki við setningu heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu i dag. Hryðjuverkamenn þessir komu fyrir sprengju, sem sprakk við sendiráð Chile i gær og olli bana tveggja, en særði fleiri. Leit lögreglunnar hefur verið áköfust i Saarlandi, Norður-Rin- Westfahlen og Baden Wúrtem- berg. Reuterfréttastofan telur sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir þvi, að þýzka lögreglan hafi pata af sjálfsmorðssveit 6 Araba og 2 Japana, sem stefni til Frankfurt, þar sem heimsmeistarakeppnin hefst i dag. 2000 skólabörn mynda heims meistaramerkið á leikvanginum I Framkfurt á „generalprufu”. — óttast menn nú, að pólitiskir h r y ð j u v e r k a m e n n noti heimsmeistarakeppnina til ill- virkja. Mogens Glistrup meö skattframtöl skjólstæðinga sinna. Pólitísk hryðjuverk á heimsmeistara- keppni í knatt- Ballettinn olli vonbrigðum Almenn vonbrigði urðu I Lundúnum með sýningu Bolshoiballettsins á Svana- vatninu, og sögðu sumir gagn- rýnenda, að þessum heims- fræga rússneska ballettflokki hefði mikið hnignað, siöan hann kom fram i Lundúnum 1956. „Sýningin var kannski ekki nógu légleg til að efna til alls- herjarmótmæla vegna hennar, en hún var einber vonbrigði,” skrifaði gagn- rýndandi Guardian. Þar sneiddi hann að mót- mælunum, er efnt hefur verið til i kringum komu ballett- flokksins til Lundúna, vegna meðferðarinnar á Gyðingum i Sovétrikjunum. — Þrátt fyrir þau veittu leikhúsgestir flokknum góðar móttökur, og þökkuðu fyrir sýninguna með 10 minútna samfelldu lófa- klappi. Mótmælin, sem höfð voru i frammi við komu ballett- flokksins, voru m.a. viðhöfð til stuðnings rússneska ballett- dansaranum Valery Panov, sem nú hefur loks fengið leyfi fyrir sig og konu sina til að flytja frá Sovétrikjunum, en hann er Gyðingaættar. Panov kom til Moskvu i gær frá Leningrad til að sækja vegabréfsáritun i hollenzka sendiráðið, sem hefur milli- göngu um flutning Gyðinga frá Sovét til Israels. — Hann sagði við sendiráðsmenn, þegar hann kom að sækja áritunina: „Þið eruð vitni að hamingjurikasta andartaki lifs mins.” Mirage-þota. Selja Grikkjum Mirage-þotur Frakkar hafa látið á sér skilja, að þeir séu reiðubúnir til að selja Grikkjum um 40 orrustusprengjuþotur af gerðinni Mirage F-l. — Yrði það stærsta vopnasala Frakka, siðan Valery Giscard d’Estaing varð forseti. Reyndar er ekki vænzt rót- tækra breytinga á stefnu Frakklandsstjórnar i vopna- sölum, en þó hefur nýi for- setinn sagt, að hann muni ekki leyfa sölu vopna til landa, sem ekki virði sjálfsákvörðunar- rétt þjóðarinnar. 1 Paris telja menn, að Grikkir hafi falazt eftir flug- vélakaupum við Frakka til þess að vera ekki alveg upp á Bandarikjamenn komnir með flugvélar. — 1 bigerð er siðan að fá franska tæknifræðinga til að aðstoða Grikki við að byggja upp flugvélaiðnað i Grikklandi. Jarðskjátfti í Venezuela Snarpur jarðskjólfti varð i austurhluta Venzuela siðdegis i gær. Þrir létust og nokkrir særðust auk þess sern bygg- ingar skemmdust. Kippurinn mældist 5.5 stig á Richters-kvarða og varð kl. 15.25 að islenzkum tima, upp- tök hans eru talin vera 830 kilómetra austur af höfuð- borginni Caracas. Eftir að jarðskjálftinn hafði gengið yfir, var skólum lokað i borgum i nánd við upptök hans. Sjúkrahús voru tæmd og fólk hafðist við á götum úti. 1 hópi þeirra, sem létust var kona, er fékk taugaáfall og andaðist úr hjartaslagi. Hinir tveir urðu undir húsveggjum, sem hrundu yfir þá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.