Vísir - 13.06.1974, Side 20
Fimmtudagur 13. júnl 1974
Kaupendur róða ekki
við innborgunina:
smíðaðir
bílar
liggi"
óseldir
Skortur ó varahlutum
Þegar 25% innborgunarskyldan
var sett á, var von á um 200 vöru-
bifreiðum og um 25 langferðabil-
um til landsins. Vegna afgreiðslu-
tafa, meðal annars vegna far-
mannaverkfallsins, hafði bif-
reiðunum seinkað. Töfin orsak-
aði, að þær liafa hækkað mikið i
verði vegna gengisbreytinga og
hækkunar innflutningsgjalds.
Nú má gera ráð fyrir, að marg-
ir kaupendur hætti við eða fresti
kaupum, þar sem þeir eru yfir-
leitt ekki færir um að leggja fram
25% innborgunina og meiri lána-
fyrirgreiðsla fæst yfirleitt ekki,
samkvæmt upplýsingum frá Bil-
greinasambandinu! Innborgunin
er 300-500 þúsund krónur af stór-
um vörubifreiðum. Flestar þess-
ar bifreiðar eru sérsmiðaðar fyrir
islenzkar aðstæður og þvi mjög
erfitt að selja þær annars staðar
en hér á landi. Hætta er á, að þær
muni að miklum hluta liggja
óseldar hér heima eða erlendis
fram á næsta vor.
Innborgunarskyldan kemur
einnig hart niður á þeim, sem
verzla með varahluti i vélar og
bifreiðar. Það mun hafa þau áhrif
að skortur verður á ýmsum nauð-
synlegum varahlutum, segir Bil-
greinasambandið, sem þýðir, að
sérpanta verður i mun rikara
mæli en áður ýmsa hluti, sem
verða þvi dýrari. Mikilvæg at-
vinnutæki kunna að stöðvast
vegna tafa af þessu tagi. —HH
Neðansjávarhitinn
við Kolbeinsey:
SÝNIN
SÖGÐU
LITLA
SÖGU
Sýnin, sem tekin voru við Kol-
beinsey, hafa nú verið rannsökuð.
Kom i ljós aö gassýnin, sem tekin
voru við yfirborðið höföu litla
sögu að segja.
Gasið hefur mettazt mikið af
uppleystum lofttegundum sjávar-
ins, svo sem súrefni og köfnunar-
efni á 90 metra leið sinni upp á
yfirborðið. Veldur það þvi, að
ekki er hægt að lesa neinar nyt-
samlegar upplýsingar úr sýnun-
um.
Gott sýni getur hins vegar gefið
til kynna hvort viðkomandi jarð-
hitasvæði er háhitasvæði eða lág-
hitasvæði.
Það var tvennt, sem benti leiiT-
angursmönnum á að hér væri um
jarðhitasvæði að ræða. Bæði var
að kisilmagn i sjónum var
helmingi meira en annars staðar
og hitt að megn brennisteinsfýla
var af honum.,
Botnsýnin sem tekin voru á'
sama stað voru einkum fornt
brunagrjót og aska. Er þaö berg
af svipuðu tagi og búast má við að
finna á gömlum eldfjallahrygg
eins og þeim, sem gengur suður
og norður af Kolbeinsey.
— JB.
Þröstur og nœturgali
Syngja dúetta við undirleik meistaranna
rabbað við hin frœgu
jazz-hjón, DankwortJf
og Laine við komutp
til Reykjavíkur
„Blðið þið augnablik, ég skal
athuga hvort konan min er ekki
sofnuð standandi, þar sem hún
er niður komin”, sagði John
Dankworth, en hann og Cleo
Laine voru nýkomin á Loftlciða-
hótelið, þegar Visismcnn bar
aö.
Og við fengum viðtalið við
þessi hjón, sem ætla að
skemmta ásamt fleirum með
jasstónleikum i Háskólabiói i
kvöld á vegum Listahátiðar i
Reykjavik.
„Við fórum á fætur kl. 5.30 i
morgun og ætlum beint i hátt-
inn. Auövitað ættum við að fara
á hljómleikana hjá André
Previn, en það væri vist i frá-
sögur færandi, ef við stein-
sofnuðum undir músikinni,”
segir John Dankworth og brosir
við.
„Það eina sem kemst að hjá
mér núna er rúmið,” segir Cleo
Laine. Það er nú samt engin
þreytumerki að sjá á henni.
Bæði höfðu þau komið fram
fyrr um daginn við minningar-
athöfn Duke Ellingtons, sem
haldin var i kirkju Saint Marti-
nes in the Field i London. Var
athöfninni bæði útvarpað og
sjónvarpað.
Um það, hvort þau ættu sér
eitthvert uppáhaldslag eða tón-
verk voru þau bæði sammála
að úr svo mörgu væri að velja að
ekki væri nokkur leið að gera
upp á milli.
„Hvað við gerum þegar við
eigum fri. Ja, Cleo er alveg
snillingur i að gera hreint ekki
neitt, en ég finn mér eitthvað til
að dútla við.” Við erum að fara
beint til Möltu i 10 daga fri. Þar
eigum við sumarhús. Siðan er
förinni heitið til Bandarikjanna,
þar sem við tökum þátt i tón-
listarhátiðum, sem haldnar
verða i öllum stærstu borgum
Bandarikianna.
Annars erum við pýbúin að
halda okkar eigin tónlistarhátið.
Við eigum gamalt hús úti i sveit,
sem við höfum lagað til. T.d. er
hesthúsið orðið að hljómlistar-
sal sem tekur 200 manns. Þar
spila svo vinir okkar, eins og t.d.
André Previn og Vladimir
Ashkenazy þegar þeir eru i
heimsókn.
Það er ekki laust við að það sé
dálitið fyndið, þegar verið er að
spila eitthvert fallegt tónverk.
Leikið er ósköp blitt, en útifyrir
heyrist mö mö mö. Það er
samkór beljanna nágranna okk-
ar, sem komnar eru i heimsókn.
Þvi er ekki að neita að það er
skemmtilegra þegar þrösturinn
og næturgalinn tekur undir með
dúett”.
Nú ætlar ljósmyndarinn að
fara að smella af, og Cleo Laine
segir manni sinum að greiða sér
pinulitið.
„Svona er ég, geri allt sem
konan min segir mér”, segir
John Dankworth og stendur
upp. „Nei, annars ég er alveg
nógu sætur svona”.
„Þarna sjáið þið, hann lofar
bara að vera hlýðinn, svona eru
efndirnar”.
— EVI. —
Þessi sjón á götum Reykja-
vikur er orðin svo algcng, að
enginn kippir sér lengur upp
við hana. En fjöidi þessara
„smærri” árekstra, sem ekki
er sagt frá i fjölmiðlunum er
orðinn svo mikili, að daglega
skemmast bílar fyrir hundruð
þúsunda. Þessi árekstur á
myndinni getur kostað milli
eitt og tvö bundruð þúsund
krónur, þegar allt er komiö.
Og þegar 20 til 30 slfkir verða á
dag, fara fjármunirnir fljótt
forgörðum.
—ÓH
Friðrik vonlítill um A-flokk
„Held að Svíar nói öðru sœti"
— segir hann í viðtali við Vísi
„Ég held, að Sviarnir nái öðru
sætinu. Vestur-Þjóðverjar
mega heita öruggir meö það
fyrsta,” sagði Friörik ólafsson i
viötali við Vísi I gær, áður en Is-
lenzka skáksveitin gekk tii leiks
gegn Trinidad.
„Við urðum fyrir mestu von-
brigðunum með tapið gegn Suð-
ur-Afriku,” sagði Friðrit. „Við
vanmátum þá liklega og vorum
kannski ekki alveg komnir i
gang. Þótt við höfum unniö
Svia, segir það litið, þvi að þeir
ættu, ef allt er „normalt” að
vinna mikinn sigur á S-Afriku-
mönnum.”
„Keppnin er liklega milli
Svia,okkar og Portúgala,” taldi
Friðrik, þótt aðrir gætu blandað
sér i leikinn.
„Auðvitað getur allt mögulegt
gerzt á svona móti,” sagði hann
og benti á ýmis önnur óvænt úr-
slit, þar sem aðrar sveitir, sem
taldar voru sterkari, töpuðu fyr-
ir þeim „veikari” eins og ís-
lendingar fyrir Suður-Afriku-
mönnum.
Islenzka sveitin þyrfti að
vinna stóran sigur á þeim, sem
hún á eftir að mæta, eigi hún að
uppfylla þær vonir, að hún kom-
izt i A-flokk i úrslitunum. Tvær
efstu sveitirnar i hverjum riðli
fara i A-flokk. Möguleikar Is-
lendinga voru taldir góðir, þar
sem riðill þeirra er tiltölulega
„léttur”.
En i gærkvöldi vann tsland
nauman sigur á smárikinu
Trinidad, 21/2:11/2 vinningar.
Með þvi fýkur enn mikið af von-
inni.
Það var rangt, sem kom fram
hér i blaðinu og annars staðar,
að Island hefði keppt við Hong
Kong. Sú keppni er eftir, en mis-
skilningur á erlendu frétta-
skeyti olli villunni. Island var
lesið fyrir írland.
—HH