Vísir - 15.06.1974, Qupperneq 20
VÍSIR
Laugardagur 15. júni 1974
Þessi mynd af Erlu Norftfjörð —
til vinstri á myndinni — birtist I
einu viðlesnasta biafti heims,
Newsweek, á dögunum. Þarna er
hún aðsýna nýju hausttizkuna frá
Randarikjunum.
íslenzk tísku-
sýningardama
í Newsweek
Ung Islenzk stúlka, Erla Norft-
fjörð, hefur á undanförnum
mánuðum aukið mjög hróður sinn
sem tizkusýningardama I New
York og myndir af henni birtast i
fjölda bandariskra blaða.
t nýjasta hefti af Newsweek er
mynd af henni ásamt annarri
stúlku, þar sem þær sýna nýju
hausttizkuna frá Geoffrey Beene,
sem er einn þekktasti tizku-
frömuður Bandarikjanna, en
fyrir hann starfar Erla mjög
mikið.
Erla, sem er tvitug — hún
verður 21 árs i dag — er dóttir
hjónanna Grétars og Jóhönnu
Norðfjörð. Hún hefur verið starf-
andi tízkusýningardama i New
York sl. fjögur ár, og er hún að
verða með þeim þekktari á þvi
sviði i stórborginni.
Hún vann við tizkusýningar hér
heima áður en hún flutti utan með
foreldrum sinum. Þau eru nú
komin heim, en Erla varð eftir,
enda ólikt skemmtilegra og
meira spennandi að vinna við
þessi störf i New York en i fá-
menninu hér. Hún kemur þó heim
i öllum frium, sem eru ekki mörg
i svona störfum, er hún t.d.
væntanleg hingað i lok þessa
mánaðar. —klp—
„Hef fœkkað starfsfólki
og dregið úr rekstrinum
— en mjög margt í „skýrslunni" hreinasta vitleysa," segir forstjóri Álafoss —
„Á engan þótt i þessu," segir Asbjörn Sigurjónsson, fyrrv. eigandi fyrirtœkisins
„Ég viðurkenni, að sumt af
þvi, sem nefnt er i skýrslunni, á
við rök að styðjast. Ég hef t.d.
fækkað starfsfólki talsvert og
dregið úr rekstri sem ég taldi
ekki hagnað af. Sumar töiur,
eins og t.d. framleiðslutölurnar,
eru tiltölulega réttar. Og ég tek
fyllilega undir þaft, sem sagt er
um húsnæfti verksmiftjunnar,
það er óhentugt og ófullnægj-
andi.
En flestallt annað i skýrslunni
kemur eins og þruma úr heið-
skiru lofti, og margt er hrein-
asta vitleysa”.
Þetta sagði Pétur Eiriksson,
forstjóri Álafoss, i viðtali við
Visi i gær um „Alafossskýrsl-
una”, sem fölsuð var.
„Ég hef fulla trú á Álafossi,
og aðeins þess vegna hefði ég
ekki farið að semja skýrslu sem
væri dauðadómur. Þessi skýrsla
er eitthvert furðulegasta plagg
sem ég hef séð”.
Pétur sagðist ekki sjá neinn
annan tilgang með útgáfu
skýrslunnar en einhver væri að
reyna að skaða fyrirtækið.
Óánægðastur sagðist Pétur
vera vegna umsagnarinnar um
léleg gæði vörunnar sem fram-
leidd væri, og áhugaleysi starfs-
fólks, þvi væri þveröfugt farið.
„Sá sem stendur að baki þess-
ari skýrslu hefur meira að segja
lagt það á sig að senda flestum
viðskiptaaðilum okkar úti á
landi skýrsluna. Siminn hefur
verið rauðglóandi i dag, prjóna-
og saumastofur úti á landi að
mótmæla, enda vegið hart að
þeim i þessari fölsuðu skýrslu”,
hélt Pétur áfram.
„Ég var meira að segja niðri i
banka i dag og mætti þá banka-
stjóra, sem þakkaði mér fyrir
skýrsluna sem ég hefði sent
honum!”
Við spurðum Pétur, hvort töl-
urnar um skuldir Álafoss — 500
milljónir — hefðu við rök að
styðjast.
„Ég get sagt það, að eignir
fyrirtækisins eru meiri en
skuldirnar. En skuld er einhver
hættulegasta tala sem maður
notar. Það er hægt að segjast
eiga ákveðna upphæð og að
skulda þá sömu upphæð og
segja satt i bæði skiptin. En
skuldirnar greinast i föst lán,
rekstrarlán, við lánum og okkur
er lánað. En þessi tala hefur
ekki við rök að styðjast”, svar-
aði Pétur.
„Virðist þessi falsskýrsla
hafa skaðað fyrirtækið?”
„Eftir að leiðréttingarnar
komu fram i föstudagsblöðun-
um, finnst mér afstaða fólks
hafa snúizt okkur i hag. Bezta
dæmið er kannski það, að við
seldum 800 fermetra af gólf-
teppum i dag — gólfteppum sem
sagði i skýrslunni, að gætu ekki
keppt við erlenda framleiðslu”,
sagði Pétur að lokum.
„Nei, ég hef ekki veitt upplýs-
ingar svo að hægt væri að skrifa
skýrsluna, né skrifað hana
sjálfur. Enda ekkert getað
fyjgzt með fyrirtækinu, þar sem
ég hef ekki starfað þar i þrjú
ár,” sagði Ásbjörn Sigurjóns-
son, fyrrverandi eigandi Álafoss
i viðtali við Visi i gær.
Asbjörn Sigurjónsson var
fyrrum eigandi Álafoss, og hafa
þvi verið uppi getgátur um, að
hann hafi e.t.v. veitt upplýsing-
ar um einhver þau atriði, sem
nefnd voru i plagginu. En þeirri
spurningu svaraði hann sem
sagt neitandi.
Sakadómsrannsókn vegna
„Alafossskýrslunnar” hefst i
Hafnarfirði á þriðjudag. Form-
leg beiðni um rannsóknina barst
sýslumanninum i Kjósarsýslu i
gær.
Dagblaðið Visir vill taka skýrt
fram, að það harmar mjög að
liafa látið blekkjast af hinu fals-
aða plaggi og birt rangar upp-
lýsingar um hag Álafoss.
HH/ÓH
Meiri jazz á
Listahótíð
„Nei, mér bregður
ekkert við þetta veður, það
hefur ekki komið sumar-
veður i Finnlandi fyrr en í
gær, og það er nú heidur
óvenjulegt."
Þetta sagði Lasse Mártensson,
þegar við Visismenn hittum hann
i Norræna húsinu i gær. Hann og 4
aðrir Finnar skemmta á vegum
Listahátíðar I Reykjavik i
Menntaskólanum viö Hamrahlið
i kvöld. Þetta eru listamenn sem
eru meðal beztu jazz hljómlistar-
manna Finna.
,,Ég er núna að gera sjónvarps-
þátt um tivóliið i Helsinki bæði er
skemmtiefni og fræðsluefni.
Einnig er ég að gera LP plötu
með vinsælum finnskum söngv-
um.”
„Ætlið þið nú að fara að mynda
okkur” varð nú einum úr hópnum
að orði. „Maður er bara ekki nógu
sætur, svona nýkominn úr flug-
vélinni.”
Þeir féllust samt á að stilla sér
upp og voru sammála um að öll
fegurð sæist ekki utan á fólki.
Lasse Mártensson fer beint til
Finnlands héðan, en kvartettinn
fer til Danmerkur og skemmtir
Kaupmannahafnarbúum með
jazzi i tvo daga, áður en þeir
halda heim.
Lasse er á myndinni aftast til
hægri. —EVI/Ljósm. Bragi
Loðnumjölið:
Þriðjungur er
enn óseldur
200 tonn brotajórns
til líknarmóla
Þeir eru nú búnir aft safna i bæinn og safna þar”. Þetta nafði
kringum sig um 200 tonnum af Asgeir Lárusson, Lionsmaður á
brotajárni, Lionsfélagarnir á Neskaupstað, að segja.
Neskaupstaft, og þeir búast vift aft
safna 30 I viftbót.
„Við fáum þetta i gömlu sildar-
verksmiðjunni, er hefur verift að
endurnýja vélakost sinn. Hjá
dráttarbrautinni og viða annars
staðar hirðum við bilhræ og
annað járnarusl. Við ætlum lika
aft gera út leiðangur út fyrir
t samráði við Heilbrigðiseftirlit
rikisins hafa einstakir Lions-
klúbbar viða um landið tekið að
sér að safna saman brotajárni og
koma þvi til skips.
Seinna i þessum mánuði eru
væntanleg til landsins työ skip á
vegum spánskra aðila, sem
hyggjast kaupa allt það járn,
sem hér safnast saman. Munu
þau sigla i kringum landið og
lesta á nokkuð mörgum höfnum
fyrir norðan, vestan og austan.
„Ég held það séu allmargir
klúbbar, sem taka þátt i þessu”
sagði Ásgeir „Ég held t.d. að
þeir séu búnir að safna um 150
tonnum á Eskifirði. Við fáum
krónu fyrir kilóið og munum nota
féð til liknarmála. Okkar stærsta
verkefni hér á Neskaupstað er að
kaupa tæki til sjúkrahússins.
Þessi járnsöfnún er okkar
stærsta verkefni til þesaa, en við
félagarnir höfum áður landað úr
togara og hreinsaft timbur I fjár-
öflunarskyni”. —JB
„Ástandið í þessari atvinnu-
grein er vægast sagt mjög
dökkt. Þaft er ekki nóg meft aft
lofinumjölið sé á mjög lágu
verfti, heldur er áhugi fyrir
kaupum Htill.” Þetta sagfti for-
stöðumafiur einnar lofinu-
bræöslunnar I samtali vift blaft-
ift.
„Við erum nú að vona að sal-
an gangi eitthvað betur; þegar
verðið er komið svona langt nið-
ur, en það er ómögulegt að spá
um nokkurn hlut.”
Verð á loðnumjöli er nú komið
i 5 dali á eininguna. I fyrra
fékkst mjög gott verð fyrir loðn-
una eða 10 dalir á einingu.
Vegna þessa háa verðs i fyrra
fóru kaupendur viða um lönd að
leita sér að öðru hráefni til
skepnufóöurs. Það var tekið að
nota soyamjöl, sem er öllu ódýr-
ara, en loðnumjöl.
„Sannleikurinn er sá, að þetta
lága verð stjórnast af sam-
keppninni við soyamjölið. I raun
og veru er núverandi verð ekki
svo ýkja slæmt. En þegar einu
sinni er búið að venjast svo háu
söluverði er erfitt að fá verðið á
hráefninu niður aftur.”
Verðlagsráð sjávarútvegsins
reiknaði með, að mjölverðið
yrði 9.50 dalir þegar verð á
loðnu var ákveðið I ár. A seinna
verðlagstimabilinu var reiknað
með 8.25 dölum.
„Ég held við getum aldrei
reiknað með 10 dölum fyrir
mjölið aftur. Það ve'rður bara
að lækka loðnuverðið, þegar
mjölverðið lækkar svona, þá
fyrst verðum við samkeppnis-
færir á ný.”
Nú eru til óseld i landinu 20
þús. tonn af loðnumjöli, sem er
1/3 af ársframleiðslunni. —jb