Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 2

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 2
2 Visir. Mánudagur 8. júli 1974. vímsm- Gætir þú hugsað þér að gerast bóndi upp í sveit? Erlendur Magnússon, viögeröa- maður: — Ég gæti hugsað mér það. Það er snertingin við náttúr- una og útilifið, sem laðar mann að sveitinni. Hingaö til hef ég þó látið sjóinn nægja mér. Hann er hluti af minu lifi. Sigurjón Sverrisson, flugmaður: — Ég gæti vel hugsað mér það, já. Nú orðið er lifsafkoman orðin það góð hjá bændum. Björn Gislason, innrömmunar- maður: —Ég er nú það lélegur til heilsunnar, að slikt kemur ekki til greina fyrir mig. Annars hef ég verið mikið i sveit og ef ég væri ungur og hraustur nú gæti ég vel hugsað mér að setjast þar að. Ragnhciður Hermannsdóttir, húsmóðir: — Ég gæti vel hugsað mér það til að komast úr stress- inu. Svo er maðurinn minn nú bú- fræðingur, svo þetta ætti ágæt- lega við. ögmundur Stephensen, bilstjóri: — Ég gæti hugsað mér það, ef ég væri ungur. Það býður upp á frjálst líf, rólegheit og samveru við náttúruna og skepnurnar. Guðmundur Guðmundsson, vél- stjóri: — Já, það gæti ég hugsaö mér. Ef ég mætti yrkja, yrkja vildi ég jörð. Sveit er sáðmannskirkja, sáning bænagjörð. Þjóðhátíð í Los Angeles: Charlton Heston fagnar 1100 ára afmœli íslandsbyggðar í tilefni 1100 ára afmælis ts- landsbyggðar fór fram eins konar þjóðhátið I Los Angeles i Cali- forniu i Bandarikjunum. Það var Islenzki ræðismaðurinn þar i borg, Hal Linker, sem bauð til þeirrar hátiðar á 17. júni. Nokkuð var greint frá hátiðinni i fjölmiðlum i Los Angeles, en öll- um ljósmyndurum er það sam- merkt, að þeir hrifust me,st af Höllu Linker, sem skartaði skaut- búningi i tilefni dagsins. 1 ráðhúsi borgarinnar fór fram athöfn snemma um daginn. Þar var islenzki fáninn dreginn að hún og þjóðsöngurinn leikinn. Kveðj- ur voru lesnar frá forseta tslands og öðrum mætum mönnum, Hal skýrði frá sögu landsins og Halla las ljóðið ,,Ég elska yður þér Is- lands fjöll” eftir Steingrim Thor- steinsson. Þarna var sjálfur Ronald Regan mættur, og i boði, sem haldið var um kvöldið leit inn ekki ómerkari maður en Charlton Heston til að óska mönnum gleði- legrar þjóðhátiðar. t samkvæmisdálki eins Los Angeles blaðanna er talið upp hverjir hafi sótt þetta ágæta kvöldboð og hvers vegna aðrir gátu ekki komið. Einnig er þess getið, hvernig konurnar voru klæddar og hver hafi skartað mest þetta kvöldið eins og tiðkast i þessum samkvæmisdálkum. Engri konunni tókst þó á þessu Charlton Heston var meðal gesta I boöi, sem haldið var I Los Angeles vegna afmælis tsiandsbyggðar. Hér er hann með Hal og Höliu Linker. kvöldi að slá Höllu út, sem skart- aði sinum fallega skautbúningi frá Islandi. 17. júni hefur nú verið lögfestur sérstakur tslandsdagur ár hvert af borgaryfirvöldunum i Los Angeles. —JB Þjóðin þarfnast traustrar forustu Matarlystin er allra Vanhugsuð lausn ógerlegt (vinstri stjórn) þannig Jt ______________________HSk og þannig Forusta Sjálfstæðisflokksins á öilum sviðum þjóðarfjölskyld- unnar i góðri samvinnu. (Aðsent frá einum lesanda blaðsins). Er það sjón- varpið frekar en varnarliðið? Mig langaði aðeins að leggja orð i belg I sambandi við afstaðn- ar kosningar og umræður og skrif um varnarmálin. Það virðist alltaf vera aö koma æ skýrar i ljós, aö sá hluti kjósenda sem hlynntur er vörðu landi, er sá hluti fólks, sem vill ekki út- sendingar Keflavikursjónvarps- ins verði stöðvaðar. Það er aug- ljóst mál, að þarna er ekki á ferö- inni pólitískt sjónarmið kjósenda, heldur vill þetta fólk fá að velja sjálft, hvort heldur það horfir á „Kanasjónvarpiö” eða þaö islenzka, sem er nú fyrir neðan allar hellur, að undanskyldum fréttatimanum. tslendingar, sem búa við þaö hlutskipti að lifa meiri hluta ársins I myrkri og kulda, vilja ekki að þvi er virðist láta ala sig á endalausu menning- araukandi skemmtiefni, þeir vilja eitthvað létt og til afþreying- ar, og þess vegna kjósa þeir „Kanasjónvarpið” frekar en hið íslenzka. Að fá að velja, er hlutur sem flestir kunna vel við, og þvi er ekki úr ráði að hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Eitt er vist að kommúnistar fengju meira fylgi i sambandi við brott- för hersins úr landi, þvi að það er ekki grunnt á þjóðernistilfinningu tslendinga, og mætti koma henni upp á yfirborðið með meiri áróöri, en spila á aðra strengi en gert hefur verið. Gaman væri að skoöanakönnun um málið væri gerö i einhverju dagblaðanna, á viðhorfi fólks til „Kanasjón- varpsins” annars vegar, en viö- horfi fólks til brottflutnings her- liðsins án stöðvunar útsendinga sjónvarps þess hins vegar. Að þessu athuguðu eru niður- stöður þær, að þörf er á meira og léttara skemmtiefni i islenzka sjónvarpinu, sbr. stemmningu þá er rikti á hljómleikum Cleo Lane og André Prévin, og að fylgis- aukning Sjálfstæðisflokksins I af- stöðnum kosningum á ekki rætur sinar að rekja til pólitiskra sjónarmiða, heldur vöntun á létt- ari húmor og góðu skapi, sem sjálfstæðismenn útvega ts- lendingum til handa með kyrr- setningu herliðsins. E.E.G. Kœri Óli Jó! ert sá garpur góði minn ' Sem gumaðir af þvl hvert eitt sinn - ''V "jjð afrek þin skyldu öllum kunn \ ,:íinhvern tíma slðar. \V % % pú vildir okkur-sýnfnneð sann fíinn sigurdjarfa og vitra mann, sem vissi syp margtjog vildi og sk' veit)|f"þér ósíkán J d,þréýuu^^ fótas^r? Timinn veitK u ekki^ jH\jár Tjrú dáðirnát^dreng 'mig •L r minn únp? ' EmKhafí^Jiðið árafjöld. óskimm- bVe^tast i Ég finnþig ekki á afrelj Útskýrðu fy eða murtum við sjá Þú varst ekki Óh^þpinn,vinur minn. Viljandi svæfðir þú manndóm þinn og sneyddir hjá veraldarvanda. Æfin þin langa var ekkert böl. Þú áttir svo margra kosta völ en gleymdir að hefjast handa. G

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.