Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 11

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 11
Vlsir. Mánudagur 8. júll 1974. Visir. Mánudagur 8. júli 1974. 11 Umsfón: Hallur Símonarson Ekki hœttur - síður en svo! Þaö hefur vakiö undrun margra, aö Erlendur Valdi- marsson skuli ekki hafa veriö meö I þeim frjálsiþróttamótum, sem fram hafa fariö til þessa i sumar. Var fólk almennt fariö aö halda, aö þessi afreksmaöur okkar væri hættur aö keppa. „Nei, ég er ekki hættur — siö- ur en svo” sagöi Erlendur, er viö spuröum hann aö þessu I gær. ,,Ég verö meö I Reykja- víkurleikjunum, sem hefjast á Laugardaisvellinum I kvöld, og er þaö fyrsta mótiö, sem ég tek þátt í nú i sumar. Ég hef ekki tekiö þátt i mótum I sumar vegna þess, aö ég taldi tilgangslaust aö vera aö remb- ast viö aö æfa og keppa viö þær aðstæöur, sem boöiö var upp á. Nú hefur þetta lagazt — maður fær aö kasta I Laugardalnum þrisvar I viku, og þessi marg- þráöi kastvöliur er vist aö fara aö sjá dagsins Ijós.” Nokkur von á meti á næst- unni?.... „Það er varla, ég hef ekki fengið kast, sem orö er á gerandi nú upp á slðkastið — en maöur veit aldrei, hvenær þetta getur komiö”. — klp — Sigruðu Sovét sinna beztu Þó aö margir af beztu frjáls- Iþróttamönnum USA tækju ekki þátt i landskeppninni viö Sovét- rikin, vegna innbyröis deilna bandarisku frjálsiþróttasam- bandanna, sigruöu Bandarikin örugglega i karlakeppninni — hlutu 117 stig gegn 102 stigum Sovétrikjanna. Keppnin var háö I Durham i Noröur-Karolinu um helgina. Konur kepptu einnig, og þar sigruðu þær sovézku með yfir- buröum — hlutu 90 stig gegn 67 stigum USA. Samanlagt hlutu Sovétrikin þvi 190 stig gegn 184. Góður árangur náðist viöa. Ludmila Bragina setti nýtt heimsmet I 3000 m hlaupi kvenna — hljóp vegalengdina á 8:52,7 min. og bætti eigiö met um þrjú sekúndubrot. Mesta athygli vakti, að Olympiumeistarinn Valery Bor- sov varð aðeins 3ji i 200 m hlaupinu — keppti ekki i 100 metrunum — og að tveir Banda- rikjamenn fóru fram úr sovézka spjótkastaranum, Janis Lusis, i siðustu köstum sinum i keppn- inni. Tvitugur spretthlaupari, Reggie Jones, sigraöi i báðum spretthlaupunum og var mjög óvænt, aö hann skyldi sigra nýja heimsmethafann Sveve Willi- ams I 100 m. í 200 m fékk hann slæmt viðbragð, en dró Borsov uppi og rann fram úr honum á siðustu metrunum. Sama gerði einnig Mark Lutz. Allir fengu sama tima 20,8 sek. — en Jones hljóp 100 m á 10,2 sek. og Willi- ams varð annar á 10,3 sek. Hollendingurinn Arie van Haan er aöeins of seinn til varnar — en hinn þýzki leikmaður á ara Gerhard Muller, miöherji Þýzkalands, skoraöi sigurmarkiö i úrslitaieiknum á HM I gær ■ myndinni er Ule Hoeness. Simamynd AP i morgun. Bezti úrslitaleikur sögu heimsmeistarokeppninnar — þegar Vestur-Þjóðverjar sigruðu Hollendinga með 2:1 ó Olympíuleikvanginum í Munchen í gœr. Stöðug sókn Hollendinga í síðari hólfleik gaf ekki uppskeru. tJrslitaleikurinn I heims- meistarakeppninni i Múnchen i gær haföi allt til aö bera, sem prýöa má einn knattspyrnuleik — ótrúlega spennu fram á siöustu VERZLIÐ ÞAR SEM VARAN ER GOD OG VERÐIÐ HAGSTÆTT STJÖRNU ★ LITIR % Armúla 36 AAálningarverksmiðja Sími 8-47-80 sekúndu, vitaspyrnu á fyrstu minútu, sem Hollendingar náðu forustu úr, siöan önnur, sem Vestur-Þjóöverjar jöfnuöu úr. Þýzkir yfirburöir i fyrri hálfleik og forusta I leikhléi 2-1, — siöan nær stööug sókn HoIIendinga allan siöari hálfleikinn, en án árangurs. Sepp Maier bjargaöi þá liði sinu meö snilldarmarkvörzlu — og I lokin stóöu vestur-þýzku leikmennirnir uppi sem sigur- vegarar,' heimsmeistarar — I annaö sinn, sem Vestur-Þýzka- land veröur heimsmeistari I knattspyrnu I þremur úrslita- leikjum. Sigur einnig fyrir 20 ár- um — i Bern 1954 gegn Ungverj- um. Veröugir sigurvegarar I frá- bærum leik, sem lengi veröur I minnum haföur. Þetta er bezti úrslitaleikur i 44ra ára sögu heimsmeistara- keppfiinnar, sagði fram- kvæmdastjóri FIFA, Helmut Keiser, eftir leikinn — „draumaknattspyrna” langa kafla. Hin þýzka framkvæmdaná- kvæmni setti þó aðeins niður — hornfánana vantaði, þegar leik- urinn átti að hefjast — og hann hófst þvi tveimur min. of seint. Ótrúlegt, þegar Þjóðverjar eru annars vegar. En hvilik byrjun, þegar leikurinn svo hófst. Hollendingar byrjuðu með knöttinn — léku rólega á milli sin fram á vallarhelming Þjóðverja. Margar sendingar — siðan skyndilega hraðinn settur i botn. Johan Cruyff fékk knöttinn send- ann inn i vitateig — en gæzlu- maður hans, Berti Vogts, felldi hann. Enski slátrarinn frá Wolverhampton, Jack Taylor, sem dæmdi leikinn, benti þegar á vitaspyrnupunktinn. Kjarkmenni að dæma viti á heimaliðið þegar eftir 58. sek. „Ég titraði allur, þegar ég hljóp að knettinum — það var fyrsta spyrna min i leiknum” sagði Johan Neeskens, sem tók vitið fyrir Holland. Hann skoraði örugglega — en Sepp Maier, hetja V-Þýzkalands i leiknum, sagði: Ég var hissa aö mér skyldi ekki takast að verja vitaspyrnuna — en knötturinn fékk aðra stefnu, en ég reiknaði með, þar sem Neeskens spyrnti i grasrótina um leið og knöttinn. Þetta var ekki viti, sagði fyrirliði V-Þýzkalands Beckenbauer, atvikið átti sér stað utan teigsins. 1-0 fyrir Holland. Þetta var ekki eina atvikið, þar sem Taylor sýndi fram á að hann er kjarkmenni. Þremur min. siðar dró hann fram gula spjaldið — bókaði Berti Vogts, en þrátt fyrirþessa byrjun varð Vogts sig- urvegari i viöureigninni við Cruyff. „Hann er góður leik- maður, en mjög ólöglegur”, sagði Cruyff eftir leikinn. — Við lékum undirgetu, bætti hann við, eins og skólastrákar um tima i fyrri hálf- lei, og þab var ekkert að segja við hinum þýzka sigri. Ég dró mig aftur i siðari hálfleik, en sú leik- aðferð heppnaðist ekki. En áfram hélt leikurinn og markið setti vestur-þýzka liðið ekki úr jafnvægi. Það fór að ná tökum á leiknum eftir að i byrjun hafði virzt sem það væri að „elta skugga”. Þar voru áhorfendur, sem að miklum meirihluta voru Þjóðverjar, þeim hjálplegir. Það var pipt og öskrað á Hollendinga i hvert skipti, sem þeir voru með knöttinn — Cruyff sérstaklega i siðari hálfleik — en svo kváöu við fagnaðarhrópin, þegar þýzku leikmennirnir höfðu knöttinn. „Hollendingar kvörtuðu mjög undan þvi hvernig miðarnir á leikinn voru seldir”, sagði þulur BBC. Kantmennirnir þýzku, Hoeness og Hoelzenbein, fóru að gera usla i vörn Hollands — og bakvörður- inn hættulegi Paul Breiter átti skot, sem Jongbloed varði i horn. Þá var van Hanegem bókaður — Hollendingar viluðu ekki fyrir sér að brjóta á sóknarmönnum Þýzkalands. A 25. min. lék Hoelzenbein i gegn — en Janssen braut á honum. Viti. Bakvörður- inn skeggprúði stillti knettinum á punktinn. — Ég átti eiginlega ekki að taka vitið, sagði Breitner á eftir, en ég var næstur knettinum Framhald á bls. 12 Milljónir Vestur-Þjóðverja voru enn I hátiðarskapi i morgun — gleöskapurinn hófst þegar eftir úrslitaleikinn og það var algjör „karneval-semning” um allt land eftir að Vestur-Þjóðverjar voru orðnir heimsmeistarar. Sumir at- burðirnir hafa haft sorglegan endi — cn þýzka lögreglan hefur séð i gegnum hendur sér i sam- bandi við margt sem skeö hefur á þessari gleöinnar stund. A elliheimili i Mainz — rétt við Frankfurt — fékk gamall maður hjartaslag, þegar Johan Neeskens skoraöi úr vitaspyrnu Hollands á fyrstu minútu leiksins. Ungt par i Hannover reiknaði með að allir íbúar borgarinnar væru uppteknir af úrslitaleiknum og sjónvarpssendingum frá hon- um. Þau brustust þvi inn i mat- vörubúð — en einasti maðurinn i götunni, sem ekki hafði áhuga á fótbolta, sá til þeirra og kallaöi I lögregluna. Hún kom á vettvang, þegar pariö var aö yfirgefa verzlunina með „fullan” bil af vínflöskum og matvörum. Margir hafa lofað ýmsu ef Vestur- Þjóðverjar sigruðu — frium bjór og öli, jafnvel sterkari drykkjum, og enn I morgun var stöðugur straumur á þessa staði. Vestur- Þýzkaland er undirlagt af gleði. Sama er ekki aö segja um Hol- land — þar var viða sorg, og i staðinn fyrir dans á götum sátu sjónvarpsáhorfendur áfram við tæki sin og reyndu að „gleyma”. Ekki þó allir — tveir náungar, annar i Nijmegen hinn i Vageningen — köstuðu sjón- varpstækjum sinum út á götu og mölbrutu þau, þegar dómarinn hafði blásið i leikslok. Þá fengu tveir Iiollendingar hjartaslag við tæki sin. Komst tvisvar á verðlaunapallinn! — Steingrímur Davíðsson stóð sig vel á Norðurlandamóti unglinga í sundi Steingrimur Daviösson, piltur inn ungi úr Kópavogi, stóö si{ mjög vel á Noröurlandamóti ung linga I sundi, sem fram fór Karlsstad i Sviþjóö um helgina Hann hlaut silfurverðlaun I 100 m bringusundinu og varö I þriöj: sæti I 200 m bringusundinu. Það var Sviinn Uld Dernhagen, sem sigraði Steingrim á báðum vegalengdum. í gær synti hann lOOmá 1:14.2 min. Steingrimur varð annar á 1:16.1 min. og Jan Færgh, Sviþjóð þriðji á 1:17.5 min. í 200 m. bringusundinu sigr- aði Ulf á 2:14.93 min. Færgh varð annar á 2:45.12 min. og Steingrimur 3ji á 2:45.72 min. Sænska sundfólkiðhafði algjöra yfirburði á mótinu — sigraði i 25 af 28 greinum, sem keppt var i. Finnland hlaut tvenn gullverð- laun, og Danir ein — Norðmenn urðu þvi af gulli eins og við — og urðu að láta sér nægja fern silfurverðlaun. Agætur árangur náðist i keppninni og nokkur landsmet sett — einkum hjá norsku keppendunum. r r ERU OANÆGÐIR MED FURDUVÆGAN DÓM! Við sögðum frá þvi um daginn, að einum af leikmönnum Leiknis hafi verið visað af leikvelli i leik Þróttar og Leiknis i öðrum Aust- fjarðariðlinum fyrir að stjaka við dómaranum, og siðan að rifa rauöa spjaldið hans I tætlur, er hann visaði honum útaf fyrir til- tækið. Aganefnd KSl hefur nú fjallað um málið og fékk leikmaðurinn, sem heitir Eirikur Stefánsson, aðeins einn leik i keppnisbann fyrir þetta alvarlega brot. Knattspyrnudómarar á Aust- fjörðum eru yfirleitt mjög óán- ægðir með þennan dóm Aga- nefndar — segja hann allt of vægan, þvi að þarna hafi gerzt al- varlegur atburður. Hafa þeir haft á orði, að þeir muni mótmæla honum á einhvern eftirminni- legan hátt, en hvernig það veröur gert, hafa þeir ekki látið uppi. klp- Grzengorz Lato markakóngur HM Grzegorz Lato, sem skoraöi sigurmark Póllands I leiknum gegn Brasiliu á laugardaginn, varö markhæsti maöur HM- keppninnar. Hann skoraöi 7 mörk I keppn- inni — tveim mörkum meira en næstu menn, sem voru þeir Johan Nesskens, Hollandi, og Andzej Szarmach, Póllandi, sem voru báöir meö 5 mörk. Annars litur taflan fyrir mark- hæstu menn HM-keppninnar svona út: Grzegorz Lato, Pólland 7 Johan Neeskens, Holland 5 Andrzej Szarmach, Póll. 5 Ralf Edström, Sviþjóð 4 Gerd Muller, V-Þýzkal. 4 Johnny Rep, Hollandi 4 Johan Cruyff Hollandi 3 Rivellino, Brasiliu 3 PaulBreitner, V.Þýzkal. 3 Kazmierz Deyna, Póllánd 3 ReneHouseman, Argentina 3 Sepp Maier stórkostlcg markvarzla. HM-lið AP Fréttamenn AP, sem fylgzt hafa meö heimsmeistarakeppninni, völdu eftir keppn- ina tvö lið — þaö sem að þeirra áliti voru beztu menn I hverja stööu. Niðurstaðan varö þannig: Fyrsta liðið. Hellström, Sviþjóö, Vogts, V-Þýzkalandi, Pereira, Braziliu, Beckenbauer, V-Þýzkalandi, Breitner, V- Þýzkalandi, Neeskens, Hollandi, Babington, Argentinu, Overath, V-Þýzkalandi, Rcp og Cruyff, Hollandi, og Gadocha PóIIandi. Annað liðið: Tomaszweski, Póllandi,Suurbi- er, HoIIandi, Figueroa, Chile, Gorgon, Pól- alndi, Buljan.Júgóslaviu, Bremner, Skot- landi, Rivellino, Brazilíu, Marinho, Braziliu, Lato og Szarmach, Póllandi og Sandberg, Sviþjóð. V-Þjóðverjar drengilegastir Vestur-þýzka landsliöið varð ekki aðeins heimsmeistari i knattspyrnu, heldur hlaut það einnig bikar þann, sem forseti V-Þýzka- lands gaf og afhcntur var þvi liði, sem sýndi „drengilegastan” leik. V-Þýzkaland hlaut þar 32 stig. Pólland varö I ööru sæti meö 30 stig. Þá HoIIand meö 26 stig og Sviþjóö I fjórða sæti meö 30 stig. Þá Holland meö 26 stig og Sviþjóð i fjórða sæti með 25 stig. V- Þýzkaland og Pólland sigruðu í sex leikjum I keppninni —töpuöu aðeins einum hvort land — og ekkert land komst I gegnum HM án þess að tapa leik. Holland vann fimm leiki — eitt jafntefli gegn Svium og svo tap i siðasta leiknum. Fó stórkostlegar móttökur í dag! Þrátt fyrir tap i úrslitaleiknum verður hol- lenzku leikmönnunum fagnað með stórkost- legri móttöku, þegar þeir koma heim til Hol- lands i dag. Stóri flugvöllurinn i Amsterdam verður notaður i þvi sambandi — jafnvel „stórmenni” eins og Bernard prins og Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri SÞ, verða að lenda á öðrum flugvöllum, er þeir koma til Hollands i dag. Farið verður með hollenzku leikmennina um götur Amsterdam, þar sem talið er að mikill fjöldi muni hylla þá, og svo verður haldið til ráðhússins i Haag, þar sem rikisstjórnin heldur veizlu fyrir leikmenn. Eins og kunnugt er, hefur Holland ekki fyrr komizt i úrslit á HM. Miðaverðið féll, féll og féll! Braskarar með miða á úrslitaleik HM fengu skell margir hverjir, þegar þeir sátu uppi með miða áúrslitaleikinn i lokin — gáfu jafnvel frá sér miöa eftir aö leikurinn var hafinn. 1 siöustu viku var miðaveröið komið upp i 60 þúsund krónur — cn „sölumennirnir” vildu litið selja. Biöu þcir fram á úrslita- daginn og eftir „innrás” Hollendinga. En þaö komu ekki nema 3000 Hollendingar — og þegar úrslitastundin nálgaðist I gær, voru miðarnir fallnir heldur betur — seldir á tvöföldu verði, og þegar klukkan nálgaðist þrjú, var hægt að fá miöa fyrir þaö, sem braskararnir keyptu þá á upphaflega. Agirndin varö þvi mörgum braskaranum aö falli þarna i Múnchen.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.