Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 3

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 3
Vísir. Mánudagur 8. júli 1974. 3 VIÐ EIGUM VON A MIKILLI LANDKYNNINGU í JAPAN 5 japanskir kvikmyndaleiðangrar taka hér myndir í sumar Japanir hafa sannar- lega mikinn áhuga á is- landi. I ár koma ekki leiðangrar frá japönsk- að festa a-llt á filmu, er færri en 4 kvikmynda- um sjónvarpsstöðvum til þeim finnst forvitnilegt. Einn slikur leiðangur er hér önnum kafinn við kvikmynda- töku þessa dagana. Þetta er lið frá sjónvarpsstöð i Sapporo á Hokkaido, nyrztu eyju i Japan. Markmiðið er að gera flokk fræðslumynda um lönd á nor- rænum slóðum, Skotlandi, Is- landi, Kanada, Alaska og Skandinaviu. Fjallar hver mynd um einhvern sérstakan lið i lifi þeirra þjóða, sem byggja þessi lönd s.s. landbúnað, hibýli fæðu, tizku og hátiðir o.fl. Þessi kvikmyndahópur dvelur hér i 5 daga og einbeitir sér að þvi að festa á filmu svipmynd- ir af landbúnaði okkar og náttúruauðlindum, einkum vatnsorku. 1 för með þessum hópi er Takumi , aðalritstjóri Kino Hokkai Times dagblaðs á Hokkaido, sem i Japan er fræg- ur fyrir bækur sinar og greinar, auk þess sem hann hefur starfað mikið fyrir sjónvarp og útvarp. í þessari mynd er hann þulur og höfundur handrits. Þriöji frá hægri er Takumi Kino, frægur japanskur rithöfundur. Aörir á myndinni eru starfsmenn kvikmyndatökuhópsins. Aö baki Kino situr túlkurinn Kenichi Takefusa, Japani sem ilengzt hefur á tslandi í 3 ár og talar því góða fslenzku. Ekki er hægt að segja annað en Island eigi von á góðri land- kynningu i Japan, eftir að allir japönsku kvikmynda- leiðangrarnir hafa gert sér ferð hingað. — JB. Kynbœtur í Hrísey: NÚ Á AÐ BÆTA NAUTAKJÖTIÐ Hríseyingar sjálfir þurfa engra kynbóta við, en á hinn bóginn er- nú í undirbúningi að byggja einangrunarstöð fyrir kynbótanaut á eynni. Samþykkt var á alþingi árið 1972 að hefja innflutning á sæði nautgripa af Galloway kyni frá Skotlandi, og meðfyrri reynslu að leiðarljósi, var talið öruggara að byggja einangrunarstöð fyrir þær kýr, sem koma til með að njóta þessara sæðissendinga. Með þessum kynbótum er ætlunin að koma upp góðum stofni holda- nauta hér á landi. I Hrisey hefur nautgriparækt lagzt niður fyrir nokkru, en þær fáeinu ær, sem eftir voru á eynni, hafa nú verið seldar, til að enginn hætta sé á að kvikfénaður i eynni breiði út sjúkdóma, sem slæðzt gætu með sæðinu. Litlar likur eru þó á, að sæðið beri með sér far- sóttir. En allur er varinn góður og þvi eru mjög ströng lög um, hvernig standa eigi að þessum kynbótum. Þetta er i fyrsta sinn i fjölda- mörg ár, sem erlendur kvik- fénaður er notaður til að kynbæta hinn islenzka og i fyrsta sinn, sem sæði er flutt inn til sliks. Ósennilegt er, að einangrunar- stöðin risi á þessu ári. Teikningar af stöðinni höfðu verið gerðar, en framkvæmdir samkvæmt þeim þóttu þó of kostnaðarsamar, og er þvi unnið að nýjum teikningum. jb. Uppi á Eyjafjaiiajökli er geysifagurt I góöu veöri og sér vftt um. Ljósm. R. Stolzenwald. Fyrstu vélsleðarnir ó Eyjofjallajökli Nokkrir vaskir félagar frá Hellu gerðu sér litiö fyrir og bruðu sér upp á Eyjafjallajokul á vélsleðum einn góðviðris- daginn fyrir stuttu. Þetta er I fyrsta sinn, sem fariö er á jökulinn á vélsleöum. Félagarnir óku upp á Fimm- vöröuháls á jeppum og héldu þaöan á vélsleöunum upp á Mýrdalsjökul og siðan eftir Fimmvörðuhálsi, sem liggur milli Mýrdalsjökuls og Eyja- fjallajökuls. Nokkuð er um það, að fólk gangi yfir þennan háls i góðu veðri frá Skógum yfir i Þórs- mörk. Slikt getur þó verið vafa- samt, þegar illa viðrar, og fyrir 3árum varð fólk úti i slikri ferð. Þeirfélagarnir á vélsleðunum eru meðlimir flugbjörgunar- sveitarinnar á Hellu og var einn tilgangur ferðarinnar sá að kanna þetta svæði, ef þeir yrðu skyndilega kvaddir til leitar. A Fimmvörðuhálsi hefur ver- ið skáli, sem nú er orðinn ónot- hæfur. Mikil þörf er á, að þarna risi nýtt sæluhús, og er flug- björgunarsveitin á Skógum að undirbúa byggingu þess nú. -JB. Strandaglópar í Viðey Löngu eftir aö siðasta ferð fór frá Viðey í gærdag, sást bál kynnt úti I eynni. Það var um ellefu Ieytið. Lögreglan fór út i eyna. Þar voru tveir 16 ára gaml- ir drengir staddir. Þeir sögðust hafa verið svo uppteknir við fuglamerkingar, að þeir hefðu misst af siðustu ferðinni með Skúlaskeiði til baka. Vegna þessa atviks, er fólki, sem fer út i Viðey , bent á að sið- ustu ferðir eru alltaf á ákveðnum timum. Það er þvi fyrst og fremst eigin gleymsku að kenna, að lög- reglan þarf að flytja stranda- glópa til lands. — ÓH. MÁLNINGAVÖRUR Elsta og reyndasta málningavöruverzlun landsins I nýjum húsakynnum aö Grensásvegi 11 — slmi 83500. Erum einnigá gamla staönum Bankastræti 7 simi 11496.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.