Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 12

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 12
12 Vlsir. Mánudagur 8. júli 1974. HB Akureyringar gáfu þjálfara sínum beztu afmœlisgjöfina Leikmenn 1. deildarliös Akureyrar gáfu hinum danska þjálfara sinum, Jack Johnsons, góöa afmælisgjöfá laugardaginn, en þá átti hann fimmtugsafmæli. Þeir sigruöu eitt af efstu liöunum I deildinni — KR — meö þrem mörkum gegn tveimur........ og skoruöu öll mörkin i leiknum sjálfir. Þeir tóku leikinn mjög alvar- lega og voru strax ákveönir i aö gera sitt bezta. Þeir áttu llka mun meir I leiknum — sérstaklega i fyrri hálfleik, en þá sóttu þeir mikið og áttu mörg tækifæri til aö skora. Ekkert gekk i þá áttina fyrr en á 36. mín., að Sigbjörn Gunnars- son tók hornspyrnu og Siguröur Lárusson skallaöi i netiö,— Þetta var fyrsta mark Akureyringa á heimavelli i ár. Og ekki var löng bið eftir næsta marki. Aftur var Sigbjörn á ferðinni — I þetta sinn með góða sendingu á Jóhann Jakobsson, sem skoraði með hnitmiðuðu skoti. KR-ingar komu mun ákveðnari til leiks i siðari hálfleik og sóttu þegar fast. A 7. mln. hálfleiksins bar sókn þeirra ávöxt — vinstri útherji — nafnið vissu bara KR- ingar, þvi númerið sást ekki vegna þess að skyrtan huldi það, skaut að marki Akureyringa. Steinþór Þórarinsson ætlaði að bjarga, en tókstekki betur en svo, að hann sendi boltann I eigið mark. Við markið hljóp enn meira kapp i KR-inga, og þeir fengu a.m.k. tvö gullin tækifæri til að skora. Það tókst þeim ekki, en aftur á móti gerðu Akureyringar það. Var það fallegasta mark leiksins — og liklega það eina, sem sást verulega fallegt i þess- um leik. Framlina Akureyringa spann sig þá i gegnum KR vörnina og lauk samleiknum með fallegri sendingu Arna Gunnars- sonar á Gunnar Blöndal, sem tók boltann viðstöðulaust og af- greiddi hann i netið. KR-ingarnir voru ekki á að gefast upp við þetta og héldu áfram að berjast. Þeim tókst að minnka bilið á siðustu sekúndu, en Benedikt markvörður sló boltann inn i markið hjá sér eftir vel tekna hornspyrnu. Sigur Akureyringa var sanngjarn i þessum leik. Þeir voru mun liflegri en áður og ákveðnir á boltann. Þeirra beztu menn voru þeir Siguröur Lárus- son, Gunnar Blöndal og Sigbjörn Gunnarsson, sem var með góðar sendingar.' KR-ingar vöktu enga hrifningu frekar en oft áður á Akureyri — og liklega enn minni nú. Liðið leikur leiðinlegan fótbolta og þar að auki grófan. Sá eini, sem eitt- hvað skar sig úr hjá þeim i þess- um leik, var Atli Þór Héðinsson. Hinir voru allir ósköp áþekkir. Dómari leiksins var Þorvarður Björnsson, og hefur hann oft dæmt betur á Akureyrarvellinum en i þetta sinn. A.E. Hann er enn að tala við þá. Viov verðum að gera eitthvað. 3" Bezti úrslitaleikurinn Framhald af 11. siðu. og allt i einu datt mér i hug, að enginn annar skyldi fá að taka það. Hoeness eða Muller er vitakóngur liðsins — en, bang, knötturinn lá i markinu 1-1 Eftir jöfnunarmarkið náði þýzka liðið yfirhöndinni — sýndi snilldarknattspyrnu og það var aðeins spurning hvenær það skoraði. Bonhof, sá þýzki leik- maðurinn, sem langmest hefur komið á ovart, og Overath léku Vogts alveg frian, en Jongbloed varði skot hans — og svo náði V- Þýzkaland forustu á 43. min. Skyndisókn, tveir sóknarmenn gegn tveimur varnarmönnum, Bonhof sendi knöttinn á Gerd Muller og sá „litli” var ekki lengi að senda knöttinn i mark — raun- verulega i eina skiptið, sem hann slapp frá hollenzku varnar- Brazilíumenn fóru heim tómhentir! — Pólverjar sigruðu í keppni um 3ja sœtið á HM Pólverjar hlutu þriöju verölaur i hcimsmeistarakeppninni, sendv braziliskuheimsmeistarana heim tómhenta, þegar þeir sigruöu Braziliu 1-0 á Olympluieikvang- inum I Munchen á laugardag, aí viöstöddum tæplega 80 þúsund áhorfendum. Eina mark ieiksins skoraöi Lato, þegar 15 mln voru til leiksloka. Þaö var sjöunda mark hans IHM, og varö hann þvi markhæstur leikmanna. Næstii PUMA — ÆFINGAGALLAR Verð frá kr. 3000 5400 Póstsendum. Sportvöruverzlun Ingólfs Óskarssonar hiippantlg M — Slml 11783 — RaykJavOi komu þeir Szarmack, PóIIandi oj Neeskcns, Hollandi með fimm mörk hvor. Leikurinn var afar litlaus og til mikilla vonbrigða fyrir hina fjöl- mörgu áhorfendur eftir alla leik- ina skemnrtilegu vikurnar á und- an. En slik ; er segin saga,þegar keppt er um 3ja sætið — liðin sem þá leika, hafa ekki náð sér eftir vonbrigðin að hafa ekki komizt i úrslit. Pólland hafði fjóra leikmenn i liði sinu, sem urðu Olympiu- meistarar á sama velli 1972, og sýndi yfirleitt betri’ leik en brazi- lisku leikmennirnir. Miðherji pólska liðsins Szarmach átti þó slakan leik — og var greinilega ekki búinn að ná sér eftir meiðsl- in, sem hann hlaut og urðu til þess, að hann missti af hinum þýðingarmikla leik við V-Þjóð- verja sl. miðvikudag. Hann var tekinn út af I byrjun siðari hálf- leiks. Brazilia fékk sitt bezta tæki færi á 62. min, þegar Jairzinho fékk knöttinn aðeins sex metra frá marki — en spyrnti knettin- um i stöngina — og 10 min siðar komst Valdomiro i gegn, en á sið- ustu stundu tókst Kasperczak að ná i peysu hans og hélt honum föstum. Dómarinn sýndi honum gula spjaldið — áminning, en flestir áhorfenda álitu, að hann hefði átt að fá það rauða — brott- vikningu. En svo skoraði Lato mark sitt — og á siðustu min. bjargaði Leao glæsilega skoti frá þessum hættulega framherja og flestir voru dauðfegnir þegar leiknum lauk. Pólverjar geta vissulega verið ánægðir með frammistöðu sina á HM. Þeir unnu alla leiki — nema einn, gegn vestur-þýzku heims- meisturunum, og þeir skoruðu flest mörk allra liða i keppninni. Sigurinn á laugardag var vissu- lega verðskuldaður. — Nei, ég er ekki hræddur að fara heim til Braziliu aftur, þó að við höfum ekki aðeins tapað heimsmeistaratitlinum, heldur 3ju verðlaununum lika, sagði þjálfari braziliska liðsins, Zagalo, eftir leikinn. Það hafa fyrr verið þjálfarar hjá Braziliu, sem tapað hafa HM-leikjum, og eru allir á lifi. Ég hef ýmislegt að benda á — heimsmeistaratitil 1958 og liðs- stjórn 1970. Það var skiljanlegt að leikurinn væri slakur — það er ekki hægt að ná upp stemmningu fyrir slikan leik. Við komum aftur eftir 4 ár i Argentinu — ekkert land „framleiðir” jafn mikið af góðum leikmönnum og Brazilia. Ég er ánægður að viö höf- umsýnt fram á, að sóknarleikur á enn rétt a sér i alþjóðlegri knatt- spyrnu, sagði þjálfari Pólverja. Gorski — synd, að við skyldum ekki leika við Hollendinga i úrslit- um. Blaðamenn báðu hann að velja fimm beztu leikmennina á HM og hann varð við þvi: Johan Cruyff, Hollandi, Franz Becken- bauer, V-Þýzkalandi, Sanro Mazzoía, Italiu, den Hanegan, Hollandi og Deyna, Póllandi. — hslm. mönnunum, þar sem Rijsbergen gætti hans mjög vel, þar til hann varð að yfirgefa völlinn I s.h. vegna meiðsla. Þá tók Janssen við hlutverki hans — en sóknar- maður settur inn, de Jong. í leik- hléi var Resenbrink tekinn út af og Kerkhof kom i stað hans. Resenbrink var greinilega ekki „heill” eftir meiöslin, sem hann hlaut gegn Braziliu. Þá skeði það atvik, þegar liðin voru að fara af velli i leikhléinu, að Cruyff var bókaður. Hann fór að tala við Taylor, dómara, sem bandaði honum frá sér — en Cruyff hélt áfram, þar til Taylor dró fram gula spjaldið. Slöast i hálfleikn- um kom Beckenbauer mjög við sögu — var nærri að skora báðum megin, fyrst úr aukaspyrnu, og svo i eigið mark, en knötturinn fór rétt framhjá stöng. Hollendingar komu inn á eins og „hungraðir úlfar” i siðari hálf- leiknum. Eftir fyrstu sóknar- lotuna, sem var þýzk, og Bonhof skallaði rétt framhjá, yfirtóku þeir leikinn. Allt var miðað við sóknina — og þá slapp þýzka markið oft furðulega. Fyrst þegar Maier yfirgaf mark sitt á röngum tima eftir hornspyrnu — Kerkhof spyrnti i markið, en Breitner tókst að skalla frá marklinu. Þrisvar sýndi Maier stórkostlega markvörzlu — varði frábæran skalla frá Hanegem, siðan kastaði hann sér á fætur Neeskens og náði knettinum — en mesta afrekið vann hann, þegar Cruyff skallaði knöttinn fyrir fæt- ur Rep, sem var 3-4 metra frá marki. Hörkuskot hans varði Maier i horn — og Rep átti tvi- vegis skot, sem struku stangir — að utanverðu. Já, Hollendingar sóttu mjög en allt kom fyrir ekki — Maier og þýzku vörnina réðu þeir ekki við og undir lokin greip talsvert vonleysi um sig meðal þeirra. Þýzka liðið var af og til hættulegt i skyndisóknum — Muller sendi knöttinn i mark Hollands, en var rangstæður, og yfirleitt var rang- stöðutaktik Hollendinga frábær I leiknum. Eins og „einn heili” hjá varnarmönnunum — en fimm min. fyrir leikslok sluppu Hol- lendingar vel. Hoelzenbein var felldur innan vitateigs — það virt- ist greinilegt viti, sagði þulur BBC, en nú var Taylor búinn að fá nóg af svo góðu i sambandi við viti, og dæmdi ekkert. Leiktiminn rann út — fögnuður var geysileg- ur, þegar vestur-þýzku leik- mennirnir tóku við verðlaunum sinum úr hendi kanslarans eftir leikinn---og Hollendingum var einnig fagnað mjög, þegar þeir fengu „silfrið”. 1 leiknum fékk Vestur-Þýzka- land 9 hornspyrnur, 17 auka- spyrnur eftir brot, 1 vítaspyrnu, eina aðvörun (Vogts) — átti sjö skot á mark, fjögur framhjá og 6 aukaspyrnur aðrar. Holland fékk 11 hornspyrnur, 12 aukaspyrnur, 1 vitspyrnu, þrjár aðvaranir (Hanegem, Cruyff og Neeskens), — átti lOskotá mark, fimm fram- hjá og 16 aukaspyrnur. -hsim. Tveir reknir út af! — er Ármann sigraði Völsung í 2. deild Armenningar fögnuðu inni- lega, þegar þeir sigruðu Völsunga frá Húsavik í 2. deildinni á Ar- mannsvellinum á iaugardaginn. Þeir töldu fullvist, að þessi sigur nægði þeim til að komast úr fallhættunni, en það var öðru nær. ísfirðingar léku einnig stóran leik og náðu sér I tvö stig, þannig að staðan er áfram sú sama fyrir Armann. Þeir léku vel á móti Völsungum — voru með nýja leikaðferð, sem hinir áttuðu sig ekki á — og óðu I gegnum vörnina hjá þeim hvað eftir annað. Þeir skoruðu mark á 15. min. Jens Jensson var þar að verki. Húsvikingarnir jöfnuðu snemma i siðari hálfleik, Július Bessason skoraði, eftir að boltinn hafði ver- ið að þvælast milli hans og annars sóknarmanns Völsunga við markið, — og ætluðu þeir aldrei að koma honum i netið. Mikið kapp hljóp I liðin við þetta mark, og var allt gert til að ná forustunni. Það tókst Ar- menningum loks á lokaminútum leiksins, er einn Völsungurinn greip boltann á marklinu. Halldór Björnsson fyrrum þjálfari Völsunga, tók vitaspyrnuna. Hann þekkti réttu leiðina fram hjá markverði Völsunga I svona tilfellum og skoraði örugglega sigurmark Ármanns i leiknum. Mikið kapp var i sumum leik- mönnunum — og vináttan ekki mikil. Nokkrum sinnum sauð upp úr — einu sinni svo vel, að dóm arinh visaði tveim leikmönnum út af. Voru það þeir Hermann Jónasson og Viggó Sigurðsson, sem höfðu heldur betur orðið ósáttir og létu fætur og hendur kanna getu hvor annars. -klp

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.