Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 4
4
Vísir. Mánudagur 8. júli 1974.
AP/IMTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND ÚT
Bandaríkjamenn œfír
vegna ópíumrœktar
Ætla að hœtta við efnahagsaðstoð við Tyrkland sem þvert
ofan 1 milliríkjasamninga hefur leyft rœktun ópíumvalmúans
Samband Tyrklands og Banda-
rikjanna er nú viö frostmark, eftir
aö Bandaríkin kölluöu heim sendi-
herra sinn þaöan til aö mótmæla á-
kvöröun Tyrklandsstjórnar um aö
leyfa aftur ræktun ópiumvalmú-
ans.
Sú ákvöröun haföi veriö tekin
þvert ofan i geröa samninga Tyrk-
lands viö Bandarikin um aö hætta
ópiumræktuninni gegn þvi, aö
Bandarikin bættu Tyrkjum þaö
upp, sem þeir hafa gert aö nokkru
nú þegar.
Bulent Ecevit, försætisráðherra,
hefur reynt að róa Bandarikin með
þvl að lofa þvi að gripið yrði til rót-
tækra ráðstafana til að gæta þess
að ópfumræktunin verði ekki mis-
notuð. — Bandarikin hafa haldið
þvi fram, að allt fram til þess, að
valmúaræktunin var bönnuð 1971,
hafi 80% þess heróíns, sem smygl-
að hafi verið til Bandarikjanna,
veriö framleitt úr tyrknesku ó-
pium.
En sérfræðingar eru efins i þvi,
að unnt reynist að hafa svo gott
eftirlit með ópiumræktuninni, að
tekið verði fyrir allan leka. Sú varð
að minnsta kosti ekki raunin áður,
og skorti þó ekki vilja yfirvalda.
Tyrkir, sem eiga ekki við nein
eiturlyfjavandamál að striða sjálf-
ir, vilja kenna um Istöðuleysi
bandariskrar æsku og fikn almenn-
ings þar, en ekki tyrkneskum
bændum og ópiumræktendum. —
Fá þeir ekki skilið nauðsyn þess að
láta það svo koma niður á tyrk-
neskum bændum, sem hefur mis-
tekizt allar tilraunir til að hefja
annars konar ræktun eftir að þeir
hættu við vamúann.
Búizt er við þvi, að Bandarikja-
þing láti kippa aftur þeirri 35
milljón dala aðstoð, sem Tyrkjum
hafði verið heitið, en 15 milljónir
hafa þegar verið greiddar. Fikni-
efnaþingnefnd hefur lagt til, að
dregið verði til baka frumvarp Nix-
ons um 200 milljón dala efnahags-
aðstoð við Tyrkland.
Gengur að óskum
Geimferðin gengur vel hjá þeim Popovich og Artyukhin i Sojusi 14.
Myndin sýnir þá á leiö upp i eidflaugina, sem bar þá út i himingeiminn.
Siðustu fréttir herma, aö þeir undirbúi nú lendingu á hafi úti. Ef úr
henni veröur, hafa Sovétmenn tekiö upp hætti Bandarikjamanna viö
tendingu geimfara I fyrsta sinn. Telja sérfræöingar þetta enn einn liöinn i
undirbúningi sameiginlegrar geimferöar Rússa og Bandarikjamanna.
Tilrœðið við
Ford var
steinvala ein
„Tilræði! Tilræöi!”.. eins og eld-
ur I sinu fór sú fiskisaga um Banda-
rikin á laugardag, aö Gerald Ford,
varaforseta, heföi veriö sýnt bana-
tilræöi i Dallas i Texas, þar sem
hann var á ferð.
„Ekki er að spyrja að þessum
Dallasbúum,” sögðu ýmsir, sem
urðu ekki hissa, þegar fréttist, að
leyniskytta hefði skotið i sundur
rúðu i einni lögreglubifreiðinni,
sem fylgdi varaforsetanum á ferð
hans. — Mönnum er ekki úr minni
liðið enn, að 22. nóv. 1963 var John
F. Kennedy, þáverandi forseti
USA, skotinn til bana af leyniskyttu
i Dallas.
Strax og mönnum varð ljóst, að
Ford varaforseta hefði ekki sakað,
var hafin umfangsmikil leit að
leyniskyttunni i nágrenninu, en án
árangurs.
En siðar kom sannleikurinn i
ljós. Rúðan i lögreglubilnum hafði
brotnað út á við, en það gat hún
ómögulega gert undan byssukúlu,
sem hlaut að leita inn i bilinn.
Skýringin var talin sú, að rúðan
hefði brotnað undan ofsahitanum,
eða þá steinvölu, sem hrokkið hefði
undan öðrum bil.
Tilræöiö viö Ford, sem hér sést (t.h.) á tali viö starfsmann þinghallarinnar
I Washington, reyndist ekki ýkja alvarlegt.
Gamall njósnarí
œtlar að Ijóstra
upp unt C/4
Fyrrum starfsmaöur
ley niþjónustu Bandarikjanna
(CIA) vinnur nú aö bók, þar sem
hann ætlar aö afhjúpa starfsemi
leyniþjónustunnar.
Maöur þessi, Philip Agee aö
nafni, hætti störfum fyrir 5 ár-
um.en hefur fariö nokkrar feröir
siöan til Kúbu til aö afla sér
upplýsinga fyrir bókina.
Þessar ferðir hans hafa knúið
leyniþjónustuna til að gera
breytingar á njósnum sinum á
Kúbu, og jafnvel viðar. — Agee
starfaði á snærum hennar i
Ecuador, Uruguay og Mexikó á
árunum 1960 til 1969.
Agee hefur búið undanfarin ár i
London, og telur bók sina og sig
öruggan fyrir leyniþjónustunni
sem nokkrum sinnum hefur tekizt
að stöðva heima fyrir útgáfu bóka
fyrrverandi starfsmanna sinna,
sem þóttu um of bersöglir.
Philip Agee starfaöi i 14 ár hjá
leyniþjónustunni, en fyrrihlutann,
eða fram til 1960, var hann I þjálfun
og aö undirbúa gervi sitt. — Eftir
að hann hætti störfum, hefur hann
smám saman snúizt gegn
leyniþjónustunni og ýmsum starfs-
aöferöum hennar. Þær hyggst hann
draga fram I dagsljósið I bók sinni.
REYKJAVÍK /.
þJÓÐHÁTÍÐ (S1 '
1974
I tilefni
1100 ára
byggöar í
Reykjavík
hefur Þjóðhátíðarnefnd Reykjavikur
1974 látið gera þessa minjagripi:
Minnispening um landnám Ingólfs Arnarsonar.
70mm íþvermál. Afhentur í gjafaöskju.
Upplag: Silfur, 1000 stk. kr. 10.000./pr. stk.
Bronz, 4000 stk. kr. 3.000./pr. stk.
Teiknaður af Halldóri Péturssyni.
Útsölustaðir:
Skrifstofa Þjóöhátiöarnefndar Reykjavikur,Hafnarbúöum.
Landsþanki tslands.
Frimerkjamiöstööin, Skólavöröustig.
Veggskjöld, úr postulíni framl. hjá Bing & Gröndahl
í Kaupmannahöfn í aðeins 4000 eintökum.
Teiknaður af Halldóri Péturssyni.
Útsölustaðir:
Thorvaldsenbazar, Austur-
stræti
Rammageröin, Hafnarstræti
Raflux, Austurstræti
tsl. heimilisiönaöur, Hafnarstr.
Frimerkjamiöstööin, Skóla-
vöröustig.
Æskan, Laugavegi.
Domus, Laugavegi.
Geir Zöega, Vesturgötu
Rammageröin, Austurstræti.
Bristol, Bankastræti.
tsl. heimilisiön. Laufásvegi.
Mál & menning, Laugavegi.
Liverpool, Laugavegi.
S.Í.S., Austurstræti.