Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 20
vísir
Mánudagur 8. júli 1974.
Póstlestin
Lengsta
dagleiðin
ó morgun
„Viö erum aö drlfa okkur af
staö, ekki veitir af timanum. Þaö
er löng leiö framundan”, sagöi
Þoriákur Ottesen fararstjóri
póstlestarinnar I viötali viö Visi i
morgun.
Póstlestin haföi viödvöl i
Sveinatungu I nótt, en reynt er aö
dvelja á sömu stööum og póstarn-
ir geröu hér áöur fyrrum.
Þorlákur sagði, að ferðin gengi
framar vonum. Það væru bæði
óvanir menn og hestar i förinni og
nokkuð oft þyrfti að stoppa og
laga til á hestunum eða járna þá.
Ferðinni i dag er heitið yfir Holta-
vörðuheiði og alla leið að Stað i
Hrútafirði. Vonast hestamennirn-
ir til að verða þar milli 8-10 i
kvöld. A morgum er lengsta dag-
leiðin framundan, um 50 km.
Fara þeir þá að Ægissiðu i V-
Húnavatnssýslu frá Stað. Þor-
lákur sagði okkur, að þeir reyndu
aö halda sig utan vegar eins og
unntværi.en þegar þeir þyrftu að
riða veginn, væri mikið tillit tekið
til póstlestarinnar.
Það eru lika fleiri hestamenn á
ferð þessa dagana og ferðinni
heitið að Vindheimamelum, þar
sem óhætt er að segja, að hesta-
mót ársins fari fram.
Rúmlega 50hestamenn úr Fák,
með á þriðja hundrað hesta, eru i
dag að fara yfir Arnarvatnsheiði.
Er það fjölmennasti hópurinn.
Stór hópur er að fara norður Kjöl
og vist er um, að margir hópar
eru á ferðinni viðs vegar að af
landinu. Allir stefna þeir að Vind-
heimamelum.
-EVI-
VALT Á
MIÐRI
GÖTUNNI
Svo virðist vera sem öku-
maöur jeppabifreiöarinnar á
myndinni hafi misst stjórn á
henni, þegar hann kom akandi
eftir Rauöalæknum á laugar-
dag.
Hann ók á kyrrstæðan fólks-
bll og valt um leiö. Fólksblll-
inn kastaðist aftur á bak og á
annan fólksbil, sem stóö fyrir
aftan.
Meö ökumanninum I jeppa-
bifreiöinni voru tvær dætur
hans. Þau meiddust öll Htil-
lega og voru flutt á Slysa-
varöstofu.
—ÓH/ ljósm. VIsis BG.
ORÆFASVEITIN LAÐAR
FÓLK AÐ SÉR Æ MEIR
— mikill fjöldi þar um helgina, og búizt við enn meiri fjölda við brúarvígsluna um nœstu helgi
„Jú, ferðamanna-
fjöldinn hefur farið
vaxandi undanfarið, og
það kom lang mestur
fjöldinn núna um helg-
ina, sem komið hefur i
sumar. Ég gizka á
svona 350 manns, þó að
erfitt sé að segja
nákvæmlega um það”,
sagði Ragnar Stefáns-
son, i Skaftafelli, þegar
við höfðum samband
við hann i morgun og
forvitnuðumst svolitið
um „túrismann” i
Öræfasveitinni þessa
dagana.
Þeir I sveitinni mega vist
áreiðanlega búast við miklum
fjölda ferðamanna I sumar, og
Ragnar kvaðst búast við mörg-
um ferðamönnum um næstu
helgi, en þá fer brúarvigslan
fram.
„Hér kemur mest af fólkinu
um helgar, en það er þó alltaf
eitthvað i miðri viku”, sagði
Ragnar ennfremur. „Það koma
hingað margir hópar sem dv.elja
þá kannski ekki lengi, ekki
miklu lengur en tvær nætur. Svo
er fólk lika komiö I sumarfri, og
er þá á ferðinni jafnt I miðri
viku sem um helgar.”
Ekki sagði Ragnar að mikið
væri um útlendinga ennþá. Þeir
sem ferðast um sveitina, eru
aðallega Islendingar. Veður
hefur verið sæmilegt á þessum
slóðum, sagði hann. Um helgina
var dumbungsveður, en ekki
mikil rigning. — EA.
Þeir fá svo sannarlega nóg aö starfa I Hvalstööinni I Hvalfiröi, þegar komiö er meö hvalina. Þessa mynd tók Ragnar Sigurösson, þegar veriö
var aö skera hval fyrir stuttu.
128 HVAUR VEIDDIR
Ekki er annaðliægt aö segja en
aö hvalvertiöin gangi vel. Þegar
viö höföum samband viö Hval-
stööina I morgun, höföu 128 hvalir
veiözt. Á sama tima I fyrra veidd-
ust 115 hvalir.
Af þeim 128hvölum, sem nú eru
veiddir, eru 95 langreyöir, 28 búr-
hvalir og 5 sandreyðir. Þeir á
hvalbátunum og svo ekki sizt
þeir, sem vinna á „planinu”, eins
og þeir kalla vinnuna við að skera
hvalinn, hafa þvi nóg að starfa.
Þetta er svo sá timinn, þegar
menn eru óðum að tinast 1 sumar-
leyfin sin. Hvalmenn fá oft til sin
gesti og áhorfendur viö vinnuna,
og þá ekki sizt útlendinga, sem
— 115 ó sama
tíma í fyrra
sýna hvalskuröinum oft mikla
forvitni. —EA
Norsari í „víking"
á Laugaveginum
Dauöadrukkinn sveiflaöi Laugaveginum I gær. Hann
norskur maður um sig hnifi á veittist aö vegfarendum með
hnifinn á lofti, en bróöur hans
sem var I fylgd meö honum
tókst aö stööva hann áður en
hann ylli nokkrum meiðslum.
Sá norski vinnur hér á landi, en
var þar áöur I norska hernum i
þrjá mánuöi.
ÓH.
BJÓÐIÐ EKKI ÞJÓFUNUM INNi
Þar sem fólk gerir talsvert
mikiö af þvi aö fara burt úr bæn-
um þennan mánuö, er ástæöa aö
hvetja til þess, aö tryggilega sé
gengiö frá hurðum og gluggum.
Innbrotsþjófar nota sér óspart
tækifærin til að brjótast inn, ef
þeim er boðið upp á það meö
hálflokuðum glugga eða öðru þvi
umliku.
Þannig var t.d. brotizt inn I hús
við Miklubraut um helgina og
stolið þaðan litlu, hvitu ferðasjón-
varpstæki, ásamt nokkrum stytt-
um.
En með þvi aö iæsa öllum hurð-
um og ganga þannig frá gluggum,
að þeir veröi ekki opnaðir aö ut-
anverðu, má koma i veg fyrir, að
verið sé að freista þjófa. —óH
LÍTILLAR SÓLAR AÐ VÆNTA
— en helzt sést þó til hennar v. og n.-lands
Þaö er harla lltiö, sem sést til
sólar I dag, sögöu veöurfræðingar
á Veöurstofunni, þegar viö röbb-
uöum viö þá i morgun. Eitthvaö
mun þó sjást til hennar á Vest-
fjöröum og noröanlands, en þaö
er þó litið. Menn geta þvi vlst ekki
átt von á þvl aö eiga kost á sólbaði
I dag.
Sunnanlands hefur verið mikil
rigning, sums staðar 8 til 10 mm.
A Klaustri mældist úrkoman 22
mm. Annarser spáð austan kalda
eða stinningskalda og skúrum. Þó
má búast við þvi, aö bjart verði
með köflum i dag.
Þurrt hefur verið vestan- og
norðanlands og hiti þar 7—12 stig.
Hiti sunnanlands er 11—14 stig.
Hvassast hefur verið á Stórhöfða,
og austanátt hefur verið rikjandi
á landinu og verður það eitthvað
áfram.
—EA