Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 7

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 7
Vlsir. Mánudagur 8. júli 1974. 7 r i& gisting og matur alltaf dýr í ferðalaginu? Umsjón: Erna V. Ingólf sdóttir Þaö er bæði hægt aö ferðast um landið okkar á ódýran og dýran hátt. Það fann Jón út á dögunum þegar hann fór að at- huga máiið. Einmitt núna er hann að leggja af stað með sina kæru frú og börnin sin tvö. Þar sem pyngjan er i iéttara lagi þessa dagana, þrátt fyrir ódýrt lambakjöt og smjör, þá ætlar hann að taka fram viðleguút- búnaðinn. Bara að hann sé nú i lagi siðan i fyrra. Jú, það ber ekki á öðru, en hann þarf auð- vitað að láta fylla gasdunkinn og kaupa sér nokkrar flugur, ef hann skyldi hitta á einhverja liklega veiðistaði á leiöinni. Svo þyrfti hann að kaupa sér grill, hann hafði heyrt að matur steiktur á sliku tæki væri sérlega gómsætur. Nú var fjöl- skyldan komin inn i bilinn og Jón gætti að hvort allt væri ekki með. Jú, ekki bar á öðru, en þau hjónin höfðu orðið ásátt um að kaupa i matinn á leiðinni, óþarfi að vera með vikuforða i einu. En hvað myndi nú gerast hjá Jóni ef það gerði nú ekki annað en að rigna i ferðinni? Þá haföi hann ráð við þvi. A mörgum stöðum á landinu er nefnilega hægt að fá svefnpokapláss fyrir ekki allt of mikinn pening. Og það meira að segja inni i henni miðri Reykjavik. Farfuglaheimilið A Farfuglaheimilinu i Reykjavik kostar það 300 kr. fyrir þá, sem ekki eru i félaginu og 200 kr. fyrir félagsmenn. Þar er aðstaða til eldunar og snyrt- ingar. Sama er að segja um Farfuglaheimilin annars staðar á landinu, sem eru á Siglufirði, Akureyri, Fljótsdal i Fljótshlið, þar sem það kostar heldur minna, og einnig er hægt að fá inni á skiðaheimilinu á tsafirði. Þá selja flest Edduhótelin svefnpokapláss og eru þau á nokkuð mismunandi verði. í kennslustofu kr. 270, i herbergi án handlaugar kr. 340 og I herb. með handlaug á kr. 415. Edduhótelin eru 9. Tvö á Laugarvatni, i menntaskólan- um og húsmæðraskólanum, en það er eina Edduhótelið þar, sem ekki er hægt að fá svefn- pokapláss. Þá er Edduhótel á Skógum, Kirkjubæjarklaustri, Eiðum, Menntaskólanum á Akureyri, Húnavöllum við Svinavatn, Reykjum I Hrúta- firði og Varmalandi i Borgar- firði. Gistiheimili er starfrækt I Kvennaskólanum á Blönduósi og er svipað verð þar og á Eddu- hótelunum. Ef Jón langar svo að bjóða fjölskyldunni að borða þá getur hann fengið ágætis morgunverð (hlaðborð) með öllu mögulegu góðgæti fyrir rúmar 300 kr. Það verð gildir lika fyrir mörg önnur hótel á landinu. Sums staðar er hægt að fá slikan mat alveg til kl. 11.30. Gæti þetta þvi komið i staðinn fyrir hádegismatinn. Sumarhótelið i Nesjaskóla á Höfn i Hornafirði býður upp á svefnpokapláss frá 250-400 og aðstöðu til að hita sér mat. Þar er seldur morgunverður (hlað- borð) á kr. 280 og smurt brauð, súpa og kaffi á kvöldin á kr. 350. Svo er lika sums staðar hægt að fá gistingu i barnaskólunum. T.d. er þaðhægtá Hólmavlk og i Gisting I tjaldi líostar auðvitað ekki neitt, en eigum við ekki að segja að það sé dálftill munur á aöbúnaöi þar og á hóteli. barnaskólanum I Arneshreppi. Er þar aðstaða bæði til snyrt- ingar og eldunar fyrir vægt gjald. Ef Jón skyldi nú samt sem áður vilja bjóöa fjölskyldu sinni gistingu og mat i einn sólar- hring þá er verðið dálitið mis- munandi. Edduhótelin Eins manns herbergi kr. 990, ef það er með baði kr. 1690. Tveggja manna herbergi með baði 2.240 kr., án baðs 1325. Þriggja manna herbergi 1690 kr. Eins manns herbergi án handlaugar 820 kr. Tveggja manna herbergi án handlaugar 1140 kr. Þriggja manna her- Þetta er ein af fjórum „svitunum” á Hótel Sögu. Gisting eina nótt kostar kr. 5859. Hins vegar kostar tveggja manna herbergi frá kr. 3348. bergi án handlaugar 1490 kr. Uppbúið aukarúm 375~ kr. Aukadýna 75 kr. Morgunverður (hlaðborð) 325 kr.,venjulegur 220 kr. Fiskréttur m/súpu og kaffi 410-700 kr. Kjöt- réttur m/súpu og kaffi 545-1125 kr. Molakaffi 85 kr. Nesti (3 samlokur, 1 ávöxtur, 1 köku- sneið, servíetta) 430 kr. Hálf- virði gildir i mat fyrir börn inn- an 12 ára. A Hótel Borgarnesi er gisting nokkru dýrari en á Eddu-hótel- unum. Eins er með Hótel KEA á Akureyri. Maturinn er heldur dýrari en á Eddu-hótelunum en það fer auðvitað eftir hvað er borðað. Hlaðborðið á morgnana kostar um 300 kr. Hótel Saga Við skulum gera ráö fyrir að Jón bjóði konu sinni og börnum áHótel Sögu i einn sólarhring þá kostar tveggja manna herbergi með baði og sturtu frá kr. 3348, hverl aukarúm kr. 930. Morgun- verður er á kr. 293. Hádegis- verður, fiskréttur m/súpu kr. 395, kjötréttur m/súpu 525 og kaffið kr. 95. Kvöldverður m/súpu, eftirmat og kaffi frá 935-1295. 1/2 skammtur og þá l/2gjald fyrir börn innan 12 ára. V Sumar melk KORONA BÚÐIRNAR Herrahúsiö Aöalstræti4, Herrabúóin viö Lækjartorg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.