Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 5
Visir. Mánudagur 8. jlili 1974.
ND í MORGUN UTLÖNDS MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORG Umsión: BB/GP
HÆSTIRmUR FJALLAR
UM WATÍRGATE-SPÓLUR
Þrátt fyrir allt málavafstrið út af
Watergate-hneykslinu hefur Hæsti-
réttur Bandarikjanna aldrei tekið
afstöðu til neins þáttar þess. Það er
fyrst I dag, sem angi málsins
kemur til kasta réttarins. Deilan,
sem hæstiréttur á að skera úr,
snýst um það, hvort Nixon Banda-
rikjaforseta sé skylt að afhenda 64
segulbönd, sem hafa að geyma við-
ræður hans við samstarfsmenn
sina og kunna að snerta Watergate-
málið.
Leon Jaworski, sérstakur sak-
sóknari i Watergate-málinu, hefur
krafizt þess að fá þessar spólur af-
Engum
spáð
meiri-
hluta
Kosningabaráttunni i Kanada
lauk I gærkvöldi og I dag ganga
kjósendur þar til þingkosninga til
sa mbandsþingsins. Pierre
Trudeau forsætisráðherra baðst
lausnar og rauf þing i byrjun mai
s.l. fyrir sig og minnihlutastjórn
sina, þegar Ný-demókratar, sem
veitt höfðu stjórninni hlutleysi
eða stuðning, snerust gegn tillög-
um hennar um efnahagsmál.
Skoðanakannanir, sem birtar
voru á laugardag, benda til þess,
að áfram verði minnihlutastjórn
Frjálslyndra. Samkvæmt
könnunum á Frjálslyndi
flokkurinn að fá 36% atkvæða,
Ihaldsflokkurinn, stærsti
stjórnarandstöðuflokkurinn 30%,
og Ný-demókratar 14%.
Leiðtogar allra þessara þriggja
flokka voru sannfærðir um það i
gær, að flokkar sinir mundu koma
vel frá kosningunum. Robert
Stanfield, formaður Ihaldsflokks-
ins, spáði þvi meira að segja, að
flokkur sinn gæti myndað meiri-
hlutastjórn. A siðustu tólf árum
hafa aðeins verið tvær meiri-
hlutastjórnir I Kanada.
Sjá grein um kosningarnar i
Kanada á bls. 6.
Vilja rœða
við IRA
Öfgafullir foringjar mótmæl-
:nda, sem fyrir nokkrum vikum
;tóðu fyrir þvi að koma rikisstjórn
írian Faulkners frá völdum vegna
indanlátssemi hennar og sam-
itarfs við kaþólska, lögðu I gær
ram tilboð um friðarviðræöur við
rska iýðveldisherinn (IRA) sem
jannaður er á Norður-írlandi.
Harry Murray, sem er formaður
verkamannaráði N-Irlands, sagði,
ið hann og fylgismenn hans væru
eiðubúnir til viðræðna við
:aþólikkana i lýðveldishernum, ef
>eir legðu fyrst niður vopn sin og
prengjur.
Murray gaf þessa yfirlýsingu eft-
r að haldin hafði verið ráðstefna
im framtið Irlands i Oxford á Eng-
andi. Ráðstefnuna sóttu ráðherr-
ir úr rikisstjórnum Bretlands og
rska lýðveldisins auk fulltrúa frá
illum pólitisku hreyfingunum á
^orður-Irlandi, fyrir utan trska
ýðveldisherinn.
hentar, þar sem þær skipti megin-
máli við rannsókn alls málsins.
John J. Sirica, dómari i málinu, úr-
skurðaði, að forsetinn væri skylt að
fara að 'kröfu saksóknarans. For-
setinn vildi ekki sætta sig við þann
úrskurð og áfrýjaði til hæstaréttar.
James St. Clair, lögfræðingur
forsetans, og Leon Jaworski byrja
málflutning sinn fyrir hæstarétti I
dag. Lögfræðingur forsetans sagði,
áður en hann fór I réttinn, að hæsti-
réttur hefði aldrei fyrr orðið að
taka afstöðu til þess, hvað ná-
kvæmlega felst i sérréttindum for-
setans til að halda leyndum þeim
gögnum, sem hann telur nauðsyn-
legt, að þannig séu geymd.
Lögfræðingur forsetans mun
einnig ráðast gegn úrskurði Sirica,
dómara, á formlegum grundvelli.
Leon Jawroski,
saksóknari
James St. Clair,
verjandi forset-
ans.
Hann segir, að fái úrskurðurinn
staðizt ,,sé ekki lengur með réttu
unnt að halda þvi fram, að forseti
Bandarikjanna „sé húsbóndi á
eigin heimili” ”.
Mannréttindasamtök Bandarlkj-
anna hafa mótmælt þessari siðustu
staðhæfingu St. Clair og sagt, að
með sama rétti mætti halda þvi
fram, ,,að dómsvaldið sé ekki hús-
bóndi á eigin heimili, ef sérstakur
saksóknari geti ekki fengið þau
gögn, sem hann þarf til að rann-
saka mál sitt”.
Ljóst er, að dómur hæstaréttar i
þessu máli getur bæði ráðið miklu
um framtið Nixons i forsetaemb-
ættinu og framtiðarvaldi embættis-
ins sjálfs.
Henry Kissinger utanrlkisráðherra sést hér ræða við Leo Tindemans, forsætisráðherra Belglu, um ferð Nix-
ons til Moskvu. Tindemans var fyrsti evrópski stjórnmálamaðurinn, sem Kissinger ræddi við eftir
Mosvku-förina.
Hann hefur siðan verið iFrakklandi, ttaliu og Þýzkalandi. 1 morgun kom hann til London, og þaöan heldur
hann til Washington með viðdvöl I Madrid.
öryggisróðstefnunni
lokið fyrir áramót?
Henry Kissinger og Helmut
Schmidt, kansiari Vestur-Þýzka-
lands, urðu sammála um það á
fundi slnum I gær, að unnt yrði að
ljúka öryggismálaráðstefnu
Evrópu fyrir lok þessa árs. Þeir
kojnust einnig að þeirri niðurstöðu,
að ráðstefnunni gæti lokið með
fundi æðstu manna þátttökurfkj-
anna, ef samningaviðræðurnar
milli austurs og vesturs á ráðstefn-
unni Ieiddu til viðunandi samkomu-
lags.
Öryggisráðstefnan hefur nú stað-
FÁRVIÐRI FRESTAR
KOSNINGAÚRSLITUM
Fyrstu tölur úr kosningum á
hluta þingmanna I efri deild
japanska þingsins benda til þess,
að frjálslyndir lýðræðissinnar,
hægri flokkurinn, sem farið hefur
með völd I Japan i aldarfjórðung,
beri sigur úr býtum. Kosningarnar,
sem fram fóru I gær veita þó varla
endanlega niðurstöðu um fjölda
þingmanna, þvi að ekki var unnt að
kjósa I öllum kjördæmum vegna
fárviðris.
Kosið var uml26 þingsæti eða
helming þeirra, sem sæti eiga i efri
deildinni, en helmingur þingmanna
þar er kjörinn til sex ára á þriggja
ára fresti. Efri deildin fer ekki með
jafn mikið vald og neðri deild
þingsins, sem samþykkir fjárlög og
ákveður, hvaða flokkur myndar
stjórn.
Þrátt fyrir óveðrið, sem gekk yfir
Japan i gær, hefur kjörsókn i efri-
deildarkosningum aldrei verið jafn
mikil, rúm 73%. Kunnugir telja, að
þessi mikla kjörsókn eigi rætur að
rekja til aukins stjórnmálaáhuga
vegna dýrtiðarinnar, sem herjað
hefur. Tanaka forsætisráðherra.
sagði i kosningabaráttunni, að
stjórn sin væri búin að ná tökum á
verðbólgunni og dæminu yrði fljót-
lega snúið við. Fyrstu kosninga-
tölur benda til þess, að kjósendur
hafi trúað honum og veiti honum
þess vegna áframhaldandi
stuðning.
Hvirfilvindurinn, sem kom i veg"
fyrir kosningar i a.m.k. fjórum
kjördæmum, herjaði á Suðvestur-
Japan. Talið er, að minnst 53 hafi
týnt lifi og 48 er saknað. 77.000 fjöl-
skyldur urðu að yfirgefa heimili
sin.
ið í meira en ár og Sovétmenn hafa
lagt fram itrekaðar óskir um það,
að henni lyki með fundi æðstu
manna.
Bandariski utanrikisráðherrann
og kanslarinn voru sammála um öll
meginatriði i viðræðum sinum,
sem snerust um orkumál, gjald-
eyrismál, samskipti Bandarikj-
anna og Evrópu, sambúð austurs
og vesturs og kjarnorkuvopn. I dag
heldur Kissinger til London og ræð-
ir sömu mál við ráðamenn þar.
Eftir viðræður sfnar i gær fóru
þeirKissingerog Schmidt á völlinn
i Múnchen og horfðu á úrslitaleik-
inn i heimsmeistaramótinu i knatt-
spyrnu milli Hollendinga og Vest-
ur-Þjóðverja.
öryggisráðstafanir voru gifur-
legar umhverfis völlinn og innan
hans. Sextán þýzkir hermenn
vopnaðir vélbyssum skokkuðu með
bíl Kissingers, þar til hann kom að
inngangi vallarins. Inni á vellinum
voru 3000 lögreglumenn á
verði.
Kissinger, sem lék knattspyrnu i
æsku I Furth, heimabæ sinum I
Þýzkalandi, sagði við sjónvarps-
menn: ,,I Bandarikjunum getur
maður næstum aldrei séð góðan
fótbolta.” A meðan á leiknum stóð
nagaði hann neglur sinar og vafði
leikskránni um hendur sér, að sögn
fréttaritara AP, en lét ekki i ljós
með hvorum hann hélt.
Tryggur
bíógestur
Tryggari aðdáanda en Paul
Morgan, 91 árs, i Miami á
Flórida, eiga bióhúsin ekki.
Með fáeinum undantekning-
um aðeins hefur hann varið
siðustu 9.125 dögum æfi
sinnar, eða 25 árum samtals, i
kvikmyndahúsi.
„Mér leiðist að sitja
heima,” útskýrði hann fyrir
fréttamannai AP, en Morgan
er einstæðingur.
Hann fer alltaf i sama
. bióið — og kemur þá út á eitt
hvað þar er til sýningar — og
situr þar allan daginn.
Morgan er innflytjandi frá
Júgóslaviu. Kom hann til USA
1905, en hann starfaði i bfla-
verksmiðju i Detroit lengi vel.
Hann hefur varið alls 55.000
klukkustundum og að minnsta
kosti 5000 dölum i að horfa á
kvikmyndir siðasta aldar-
fjórðungs.
Fámáll
frani-
bjóð-
andi
t'estmorelam
— tapaði rödd-
inni i kosninga-
baráttunni.
„Þetta verður með eindæm-
um óvenjulegur blaða-
mannafundur,” spáði William
C. Westmoreland, fyrrum
hershöfðingi úr Vietnam -
striðinu og nú frambjóðandi
repúblikana til rikisstjóra-
kosninga i Suður-Karólina. —
Og hann reyndist sannspár,
þvi að frambjóðandi mælti
ekki orð af vörum allan
fundinn!
Þessi fyrrverandi æósti
maður Bandarikjahers i Viet-
nam gengur með hálsmein, og
að ráði lækna, má hann ekki
segja múkk Sem hann enda
ekki getur.
Hann skrifaði á miða á
fundinum: „Ég hef oft orðið
að nota túlka, en aldrei heima
fyrr en núna.
Þannig svaraði hann siðan
öllum fyrirspurnum blaða-
Imanna með þvi að krota á
miða, sem aðstoðarmenn hans
lásu siðan af.
Sleppti ekki elli-
laununum við
þjófinn
79 ára gamall maður og
kona hans, 55 ára, slógust upp
á lif og dauða við 18 ára ræn-
ingja, sem brauzt inn á þau
vopnaður riffli.
Þau voru ein i kofa sinum i
Miami, þegar pilturinn svipti
upp dyrunum. Drengur sá
gekk laus til reynslu, en hann
hafði verið dæmdur fyrir tvö
innbrot.
Sló hann gamla manninn
niður með riffilskeftinu, en sá
var ekki aldeilis á þvi að
sleppa ávisuninni með eftir-
launum sinum, svo auðveld-
lega. Hann tókst á við
ræningjann, en ellin hlaut að
lúta i lægra haldi fyrir æsk-
unni.
Kona hans, sem var engin
mélkisa, var ekki aðgerðar-
laus á meðan, heldur hljóp hún
inn i svefnherbergið og sótti
skammbyssu, sem þau áttu
þar. Hleypti hún nokkrum
skotum af I áttina að
ræningjanum, og hæfði eitt
hann i brjóstið. Hann varð
ekki eldri.
Lögreglan segir, að engar
ákærur verði gefnar út á hend-
ur þeim hjónum.