Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 9

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 9
Vísir. Mánudagur 8. júli 1974. flSfl psi Hörkuhlaup á Reykja- víkurleikiunum í kvöld — Að minnsta kosti 10 erléndir keppendur verða á mótinu Sovézku og norsku (til hægri) frjálsiþróttamennirnir á Laugardalsvelli i gær. Allt stórgóðir iþróttamenn, sem gaman verður að sjá i keppninni á Reykja vikurleikunum. Ljósmynd Bragi. Að minnsta kosti tiu erlendir keppendur verða á Reykjavikur- leikunum i frjálsum Iþróttum, sem hefjast I kvöld kl. átta á Laugardalsvellinum. Fjórir eru frá Sovétrikjunum — meðal þeirra þristökkvarinn Michael Segal, sem stökkið hefur bezt 16.70 metra eða sama og Vilhjálmur Einarsson náði bezt. Þegar blaðið fór i prentun i dag, var ekki vitað, hvort bandariski kringlukastarinn Powell og fjórir aðrir fþróttamenn frá Banda- rikjunum yrðu meðal keppenda. Þeir voru þá ekki komnir tililandsins—en höfðu gefið fyrir- heit um að keppa á Reykjavikur- leikunum. Aðalspennan I kvöld verður i hlaupunum, en þar fá islenzku keppendurnir verðuga mótherja. Norðmennirnir Per Haga og Arne Hovde, sem keppa hér, hafa hlaupið 3000 m hlaup á 8:01.8 min. og 8:02.4 min. — eða nokkru betri tfma en Agúst Ásgeirsson ÍR hef- ur hlaupið á og brezku keppenaurnir Don Parker og Hugh Symonds sem skráðir eru i hlaupið. Fyrsta grein i kvöld verður 220 m grhl., en siðan 200 m, þar sem Kolesnikov frá Sovétrikjunum keppir við Bjarna Stefánsson og Vilmund Vilhjálmsson. Sá sovézki hefur hlaupið á 21.3 sek. Þá verður 800 m hlaup og þar hefur Hovde hlaupið á 1:52.2 min. Síðan verða 3000 m og 4 X100 m boðhlaup og jafnframt kúluvarp, þar sem nýi Islandsmethafinn Hreinn Halldórsson keppir við Plunge, Sovétrikjunum, en hann hefur varpað kúlu 20.24 metra. 1 langstökki keppir Piskulin frá Sovét, en hann hefur stokkið 7.43, m og Segal hefur einnig stokkið 7.43 m. í kvennagreinum keppa nokkrar þýzkar stúlkur — Gesa Thiele, Angela Quade og Martina Nanjoks i langstökki. Búast má við skemmtilegri keppni á Reykjavikurleiknum i kvöld i flestum hinna 15 greina, sem keppt verður i. Annað kvöld held- ur mótið svo áfram á sama tima. hsim. Var það vítaspyrna eða ekki? Enn einn heppnissigur færði Akurnesinga nær Islands- meistaratitiinum I ár, er þeir náðu 2 stigum á móti Val á Laugardalsvellinum á laugar- daginn með marki, sem skorað var þrem minútum fyrir leikslok úr heldur umdeildri vitaspyrnu. Hún var dæmd á brot, sem slakur dómari þessa ieiks, Óii Óisen, hafði aldrci fyrr i leiknum séð ástæðu til að flauta á, og þó voru mörg svipuð framkvæmd á báða bóga. Karl Þórðarson fékk boltann fyrir utan vitateig og lék með hann framhjá tveim/þrem Vals- mönnum og inn I teiginn. CJr stúk- unni séð var hann búinn að missa jafnvægið, er Jóhannes Eðvalds- son kom að honum og náði að spyrna boltanum út af. Elzta heims- metið slegið Fjórtán ára austur-þýzk stúlka, Anne Katrin Schott, bætti i gær elzta heimsmetið i sundi, þegar hún synti 200 m bringusund á 2:37.89 min. á austur-þýzka meistara- mótinu i Rostock. Eldra metið átti Catie Ball, USA, sett 1968. PUMA fótboitaskór 10 gerðir Allar stœrðir Verð fró kr. 1920,00 Sportvöru Ingólfs ós iverzlun skarssonar KlappartUg 44 — Simi 11783 — Reykjavík — Enn einn heppnissigur Skagamanna er þeir sigruðu Valsmenn á vítaspyrnu á síðustu mínútum leiksins Hann —- miklu stærri og sterk- ari — kom við Karl um leið og hann spyrnti boltanum og sá litli féll með miklum tilburðum um koll. óli ólsen, var þá — eins og oft áður — 30 ‘til 40 metra frá staönum, en samt hikaði hann ekki við að dæma vitaspyrnu, sem Björn Lárusson skoraði örugglega úr. „Ég dæmdi vitaspyrnuna á bakhrindingu Jóhannesar. Hann kom aftan á Karl og kastaði hon- um þrjá til fjóra metra. Hann á ekki að hagnast á þvi, þótt stærðarmunurinn sé mikill”, sagði Óli Ólsen, við undirritað- an:, er hann spurði hann um þetta atvik strax eftir leikinn. Jóhannes Eðvaldsson var á öðru máli, er við töluðum við hann eftir leikinn. „Þetta var ekki neitt viti. Við hlupum samsiöa og ég varð á undan i boltann og náði að sparka i hann um leið og Karl hljóp á mig. Þetta er svo mikil fjarstæða að maður á ekki orð yfir það”. Sjálfsagt verður lengi hægt að deila um þetta brot... eða ekki brot... vel og lengi, en um það veröur aldr^i deilt, að þetta var heppnisdagur fyrir Skagamenn. Sanngjörn úrslit þessa leiks hefðu verið jafntefli núll-núll, og segir það allt um leikinn, sem var eitt stórt núll. Mettekjur Einn milljón 880 þúsund áhorfendur sáu hina 38 leiki á HM — um milljarður úrslita ieikinn I sjónvarpi I gær I 78 löndum. Tekjur af leikjunum eru um 30 milljónir dollara, sem eru mestu tekjur af knatt- spyrnukeppni hingað til.Hvert lið I úrslitakeppninni hlaut 784.300 dollara i sinn hlut. 97 mörk voru skoruð í keppninni — fimm leikmenn reknir af leik- velli og 82 „bókaðir”. Mesti áhorfendafjöldi á leik var 83 þúsund, þegar þýzku rikin léku i Berlin fyrst I riðlakeppninni. FH losaði sig við Breiðablik! — og eru komnir með „stóru tána 1. deildina u FH-ingar komust enn nær sigri I 2. deild — og sætinu i 1. deild næsta ár — er þeir losuðu sig við Breiðabiik úr baráttusætinu með þvi að sigra þá 3:1 i Kópavogi á föstudagskvöldið. Margt var um manninn við Vallargerði, þegar leikurinn fór fram, og fengu menn að sjá skemmtilega viðureign og ágæt- an fótbolta hjá þessum mjög svo áþekku liðum. Bréiðabliksmenn léku mjög vel i upphafi og skoruðu fljótlega mark. Það var Einar Þórhalls- son, bezti maður liðsins i þessum leik, sem skallaði boltann í netið eftir aukaspyrnu. Við markið kom „panik” i FH- liðið, en hún hvarf með öllu, er Gunnar Bjarnason jafnaði með á- gætu skallamarki. Logi Ólafsson kom FH yfir.... 2:1... skömmu fyrir hálfleik og hann innsiglaði sigurinn i siðari hálfleik með þvi að skora 3ja markið, eftir áð markvörður Breiðabliks missti boltann frá sér eftir fast skot. Við marki dofnaði mjög yfir Kópavogsbúunum og enginn broddur var i sókn þeirra. Aftur á móti hresstust FH-ingar um allan helming og voru nálægt þvi að gera fleiri mörk. Eftir þennan sigur má segja, að FH-ingar séu komnir með tærnar — a.m.k. stóru tána — i 1. deildina. Þó eru erfiðir mótherjar eftir, eins og t.d. Völsungar fyrir norðan og svo Þróttararnir, sem enn eru með i slagnum. Ekki skyldi heldur afskrifa Breiðablik með öllu, þótt svona hafi farið i þetta sinn. -klp Fyrri hálfleikurinn var öllu skárri en sá siðari — a.m.k. sást af og til bregða fyrir samleik og jafnvel komu skot á stangli á mörkin. Valsmenn skoruðu eitt mark, sem dæmt var af á rang- stöðu, sem átti sér stað löngu áð- ur en markið var skorað, og á sið- ustu minútu hálfleiksins varði Davið markvörður stórglæsilega skot frá Kristni Björnssyni, með þvi að slá boltann i horn. 1 siðari hálfleik mátti telja marktækifæri Valsmanna á fingrum annarrar handar — en til að telja færi Skagamanna varð að fara aðeins yfir á hina höndina. Boltinn gekk að mestu á milli varnarmúranna eða var hnoðað fram og aftur á miðjunni,.... þ.e.a.s. ef hann var ekki utan vallar. Mikil harka var I leiknum enda hafði dómarinn enga reglu á hlutunum og sáust oft anzi ljót at- vik — fyrir utan öll þau ljótu, sem átti að kallast knattspyrna. Varla er ástæða til að hrósa einstökum leikmönnum fyrir framlag þeirra I leiknum. Þar bar mest á varnarmönnunum lappa- löngu hjá Akranesi. Jóni Gunn- laugssyni og Þresti Stefánssyni, en þeir eru lagnir við að krækja i boltann á siðustu stundu. Þá áttu þeir Dýri Guðmundsson og Jó- hannes Eðvaldsson „sterkan” leik i’ vörn Vals. Af framlinu eða miðjumönnum liðanna er varla nema ein umtalsverður —- Karl Þórðarson, em átti skemmtilega spretti inn á milli og var þar að auki liðinu happadrjúgur á siðustu mínútunum. — klp — 1. deild Staðan 11. deild eftir leikina um helgina: Valur-Akranes IBV-Víkingur Akureyri-KR Akranes Keflavik IBV KR Vikingur Valur Akureyri Fram 0:1 1:1 3:2 12:4 9:6 9:8 8:8 8:8 9:10 10:19 8:11 Markhæstu menn: Steinar Jóhannsson, Keflav. 4 Jóhann Torfason, KR 4 Matthias Hallgrimss. Akran. 4 Næstu leikir: Miðvikudagskvöldið á Laugar- dalsvelli Fram-Keflavik. Föstudaskvöldið á sama stað Valur-IBV. Diskamottur ca. 30 x 46 cm Ótal litir og litasamsetningar Þetta er mjög glœsilegt úrval \-\^OtOCoR £ltuí> VeJ-*CON\\NÍ 1 UkfAÍlOSÍV) Skólavörðustig 8 og Laugavegi 11. (Smiðjustigsmegin )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.