Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 6

Vísir - 08.07.1974, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 8. jáli 1974. vísir Útgefandi: Iteykjaprent hf. ( Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson M Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Ritstjórnarfulltrúi: Uaukur Ilclgason. \ Fréttastj. erí. frétta: Björn'Bjarnásón • < ) Auglysingástjóri: Skúli G. Jóhannesson ( Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 ) Afgreiðsla: llverfisgötu 32. Simi 86611 ( Ritstjórn: Siðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur ) Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. ( t lausasölu 35 kr. eintakið. Blaðaprent hf. ) Gjalddagar gúmmítékka Þrátt fyrir allar niðurgreiðslurnar, sem vinstri ) stjórnin jós út i mai, var verðbólgan hér á landi ) enn tvisvar og þrisvar sinnum meiri en i ( nágrannalöndunum á 12 mánaða timabilinu fram / til mailoka. Verðbólgan var 32,2 prósent sam- ) kvæmt skýrslum efnahagsstofnunarinnar OECD. ) Til samanburðar má nefna, að verðbólgan var ( 14.2% i Danmörku,8,6%, i Noregi, 8,9%, i Sviþjóð, /, og 18,1% i Finnlandi. ) Það er satt, enda oft nefnt, að verðbólgan hefur \ verið vaxandi vandamál i nágrannalöndunum að ( undanförnu. Hins vegar er engin afsökun fyrir ) rikisstjórnir hér á landi að láta liðast, eins og gert ) hefur verið, að verðbólgan hér sé tvisvar eða ( þrisvar sinnum meiri en þar. Vist væri verðbólg- / an hér minni, ef hún væri minni i rikjum, sem við ) kaupum vörur af. En menn sjá af framangreind- \ um tölum, að hér hefði verið geysileg verðbólga, ( jafnvel þótt við gæfum okkur, að hún hefði engin / verið i hinum löndunum. ) Þetta var nú, rétt fyrir kosningarnar, viður- \ kennt af flestum, jafnvel rikisstjórninni. Hún ( sundraðist um það leyti, meðal annars vegna ) efnahagsvandans, sem hún hafði ekki getað leyst. \ Þvi varð það hennar eina ráð að auka niður- ( greiðslur fyrir kosningarnar, þótt enginn héldi / þvi fram, að rikissjóður gæti staðið undir þeim. ) Sérhver rikisstjórn, sem nú verður mynduð, \ verður að leggja aðaláherzlu á að stöðva verð- ( bólguskrúfuna ög snúa henni til baka. Auðvitað ) getum við ekki við slikar aðstæður komið ) verðbólgunni niður i núll eða nálægt þvi. En við ( verðum að koma i framkvæmd þvi, sem stóð i / hinum sögufræga málefnasamningi vinstri ) stjórnarinnar, að verðbólgan hér verði ekki \ meiri en hún er i nágrannarikjunum. Svo merki- ( legt sem þetta stefnumið var, jafnilla var á þvi / haldið. Vinstri stjórnin var þannig gerð, að henni ) reyndist ekkert jafnógerlegt og að hafa hemil á ( verðbólgunni. Til þess hefði þurft einhverju að / fórna, til dæmis með lækkun rikisútgjalda. En á ) sama hátt og einstaklingar kunna að setja mark- )l ið of hátt, ætla sér að eignast of mikið á of (( skömmum tima, og sinna ekki um að afla fjár til // alls þess, þannig blasir nú við hin ógreidda skuld. )) Eins og einstaklingurinn kann að kveinka sér, \\ þegar vixillinn hans fellur, þannig komumst við ( ekki hjá greiðslunni, þótt okkur geðjist illa. / Minna og jafnara hefði verið meira vit. En úr þvi ) sem komið er, hljótum við að sjá um, að skuldin \ verði greidd og leggja þannig grundvöllinn að af- ( komu okkar. Þetta viðurkenna allir flokkar, / sérstaklega eftir kosningar. Alþýðubandalagið ) skar sig helzt úr fyrir kosningarnar og reyndi að ( segja fólki,að vandinn væri litill. Aðrir stjórnar- / flokkarnir reyndu það yfirleitt ekki, enda sagði ) frumvarp rikisstjórnarinnar, sem ólafur Jó- ) hannesson bar persónulega ábyrgð á, okkur ber- ( lega, hversu vandinn var mikill. / Ný rikisstjórn, hver sem hún verður, má ekki ) reyna að smeygja vandamálinu fram af sér. Við \ höfum sem þjóð skrifað nóg af gúmmitékkum og /i tekið nóg af vixlum. Við megum ekki ganga feti ) lengra á þeirri braut. Nú verðum við sem þjóð að ) fara i bankann og fylla upp i reikninginn fyrir ( okkar innistæðulausu tékka. / Og þvi miður einnig að greiða sektina fyrir ) yfirdráttinn. ) — HH. (( Kosið í Kanoda í dag meirihluta á þingi Þeir, sem fjalla um þingkosn- ingarnar i Kanada i dag, eru samdóma um það, að liklega verði þær ekki til þess að skapa skýrari linur i kanadiskum stjórnmálum. Liklegast er-talið, að Frjálslyndir undir forystu Pierre Elliot Trudeau, forsætis- ráðherra, muni aftur mynda minnihlutastjórn að kosningum loknum. Trudeau ákvað það i byrjun mai að efna til kosninga 8. júli, þegar Ný-demókratar, sem höfðu veitt stjórn hans hlutleysi eða beinan stuðning á þingi, snerust á móti stjórnarfrumvarpi um lausn eínahagsvanda landsins. Eins og fleiri vestræn riki hefur Kanada ekki farið varhluta af verðbólg- unni. Þar i landi hefur það sett menn úr skorðum, að hún hefur vaxið um 10,9% á einu ári, þótt okkur finnist það ekki mikið, sem búum nú við meira en 40% verð- bólguvöxt. Frjálslyndi flokkurinn þarf að vinna að minnsta kosti 24 þing- sæti til að fá hreinan meirihluta á þingi. Hann hefur nú i 18 mánuði stjórnað landinu með minnihluta- stjórn. Hlutföllin á þingi hafa ver- ið þau, að Frjálslyndir eiga 109 af 264 þingmönnum. Ihaldsflokkur- inn hefur haft 106 þingmenn, Ný- demókratar '31 og Sósial-kredit flokkurinn 15. Það voru þingmenn Ný-demókrata, sem gerðu minni- hlutastjórn Trudeaus kleift að sitja þó svo lengi. Samkvæmt sið- ustu skoðanakönnunum eiga Frjálslyndir að fá 42% atkvæða, íhaldsmenn 34% og Ný-demó- kratar 18%. Kosningabaráttan i Kanada hefur auðvitað einkennzt af þvi, hvort hugsanlegt sé að mynda samsteypustjórn að kosningum loknum. Pierre Trudeau hefur sagt, að hann útiloki ekki þann möguleika, að flokkur hans myndi stjórn með Ný-demókröt- um. John Diefenbaker, fyrrum forsætisráðherra Ihaldsflokksins, hefur spáð þvi, að slik stjórn verði mynduð. Hins vegar hefur David Lewis, foringi Ný-demókrata, sagt, að eins og nú standi sakir komi ekki til greina, að flokkur hans myndi stjórn i samstarfi við annan hvorn stóru flokkana. Vinsældir Pierre Trudeau eru ekki jafn miklar núna eins og þegar honum skaut skyndilega upp á stjórnmálahimininn 1968 og varð forsætisráðherra. Hann er nú 54 ára og yngstur stjórnmála- leiðtoganna. Robert Stanfield for- ingi íhaldsmanna er eldri og sama er að segja um David Lewis. Hvorugur þeirra hefur náð sömu persónulegu vinsældum og Trudeau eða orðið eins kunnir i Pierre Trudeau yfirgefur þinghúsið I Ottawa, eftir að hafa sagt af sér og boðað til kosninga. Margaret Trudeau hefur tekið virkan þátt i kosningabaráttunni og aukið vinsældir manns sfns. þvi geysi viðfeðma iandi, sem Kanada er. Forsætisráðherrann hefur komið fram með nýtt leyni- vopn i kosningabaráttunni, þar sem enginn hinna getur slegið honum við. Kona hans Margaret, sem ekki er nema 25 ára, hefur verið óþreytt að ferðast með manni sinum og sýna sig og sjá aðra. Aldrei fyrr hefur kona stjórnmálamanns i Kanada verið jafn áköf i kosningabaráttunni fyrir mann sinn. Talið er liklegt, að þetta leynivopn Trudeaus verði honum til framdráttar, og kona hans hefur endurheimt nokkuð af fyrri vinsældum hans. Efnahagsmálin hafa að sjálf- sögðu verið helzta kosningamál- ið. thaldsmenn hafa boðað, að þeir muni gripa til 90 daga kaup- og verðstöðvunar, á meðan þeir gera varanlegar efnahagsráð- stafanir, komist þeir til valda. Þessum hugmyndum þeirra hef- ur verið misjafnlega tekið og jafnvel foringjar þeirra eru ekki sammála um gildi þeirra. Trudeau hefur harðlega gagnrýnt hugmyndirnar um verðstöðvun. Hann segir að reynslan bæði frá Bandarikjunum og Bretlandi sýni, að hún sé einskis virði. Frjálslyndir eiga mestu fylgi að fagna i Quebec-fylki á austur- ströndinni, þar sem frönskumæl- andi Kanadamenn eru fjölmenn- astir. Af þeim 74 þingmönnum, sem fylkið kaus á þing 1972, fengu ihaldsmenn aðeins tvo. Þegar sá, sem þetta ritar, var á stuttri ferð um þetta fylki fyrir skömmu, vakti það mikla athygli, hversu mikil spenna virðist vera milli frönskumælandi og enskumæl- andi I réttindabaráttu þeirra fyrrnefndu fyrir þvi, að mál þeirra njóti jafnræðis við ensk- una. Auðvitað eru starfræktar frönskumælandi útvarps- og sjón- varpsstöðvar og gefin út dagblöð á frönsku.A haus eins þeirra stóð, að það væri gefið út i 40000 eintök- um — kjósendur i Kanada eru rúmlega 13 milljónir. Hitt vakti meiri furðu að lesa það, að nú gera þeir sem tala frönsku, kröfu til þess, að allir opinberir emb- ættismenn, sem ekki eru jafnvigir á frönsku sem ensku, setjist á Robert Stanfield, formaður thaldsfiokksins, I hópi glaðra stuðnings- manna. skólabekk til að nema franska tungu. Rétt til dæmis um það, hvaða árangur hefur náðst i jafn- réttisbaráttunni, má nefna, að fyrir skömmu var hrint i fram- kvæmd opinberum fyrirmælum þess efnis, að framvegis skyldi svarað bæði á ensku og frönsku i sima kanadiskra sendiráða. Þótt tungumálastriðið eigi eftir að magnast i Kanada, verður þess þó langt að biða, að það ráði þvi, hverjir fara með völd I land- inu. Hins vegar verður það ákveðið i dag, hvort hrein meiri- hlutástjórn verður kosin i Kanada eða ekki. Eins og fyrr sagði eru þó likur á þvi, að áfram þurfi lands- menn að búa við minnihluta- stjórn. Slik úrslit yrðu einnig I samræmi við þróunina i öðrum vestrænum löndum, þar sem kosningar eru hættar að leiða til þess, að skýrar linur skapist I stjórnmálalifinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.