Vísir - 22.07.1974, Síða 12
ÞaO var oft millimetrastrlð við bakkana I Laugardalslauginni i lands-
keppninni við lsrael um helgina.Spenningurinn var stundum svo mik-
ill. að öryggisverðirnir gleymdu sér augnablik og tóku augun af öllum
grunsamlegum persónum — eins og Ijósmyndurum og öörum — og
fylgdust með lokasprettinum. (Ljósmynd Bragi).
Loftur með þrennu
gegn ísfirðingum!
Haukar unnu tsafjörð í 2.
deildinni á laugardaginn með 4
PUMA
ÍÞRÓTTATÖSKUR
VERÐ FRÁ
KR. 488-2685
PÓSTSENDUM
Sportvo rurerslun
IngoHfs O/tkicrkmonar
Klap94.-»Ui( - — Í4U IT'»1 • - írfMkiv'ö
mörkum gegn 2 i Hafnarfirði.
Voru það sanngjörn úrslit, enda
tækifærin — og mörkin — mun
fleiri hjá Haukunum en Vestfirð-
ingunum.
Þeir voru samt fyrri til að skora
og sló það Haukana út af laginu til
að byrja með. Gunnar Pétursson
skoraði það mark með þvi að
skalla yfir markvörðinn.
Loftur Eyjólfsson kom Haukun-
um aftur á bragðið með góðu
marki nokkru siðar og kom þeim
siðan yfir 2:1 rétt á eftir.
Hann lét ekki þar við sitja, þvi
að fljótlega i siðari hálfleik þrum-
aði hann boltanum i netið i þriðja
sinn i leiknum... tiunda markið
hans i deildinni i ár.... Steingrim-
ur Hálfdánarson skoraði svo
fjórða markið fyrir Hauka rétt á
eftir.
tsfirðingarnir voru samt ekki
slegnir út með þessum 4 mörkum,
heldur héldu áfram að taka rok-
ur, sem komu Haukavörninni úr
jafnvægi. Ein slik bar árangur
rétt fyrir leikslok, er Guðmundur
Mariasson skoraði með góðu
skoti, og urðu þvi lokatölurnar
ísraelsbúar sigruðu
undir lögregluvernd!
w r
Israel sigraði Island með 43 stiga mun í sundinu
Landskeppnin I sundi á milli is-
lands og israels i Laugardals-
lauginni um heigina fór fram við
mjög óvenjulegar aðstæður, þeg-
ar um iþróttakeppni er að ræða
hér á iandi. Einkennisklæddir
lögregluþjónar sátu i bilum og
voru á vappi fyrir utan laugina og
óeinkennisklæddir lögreglumenn
— bæði íslenzkir og israelskir
gengu um meðal áhorfenda og
keppenda.
Þessar varúðarráðstafanir
voru gerðar vegna ótta viö
hermdarverk Araba og eru við-
hafðar alls staðar i heiminum,
þar sem iþróttafólk frá Israel
keppir. Ekki kom til neinna vand-
ræða i Laugardalslauginni, sem
betur fer, en þó varð uppi fótur og
fit meðal israelsku keppendanna,
þegar þeir komu í lögreglubílnum
að lauginni annan keppnisdaginn.
Þegar þeir ætluðu að fara inn,
komu þrir Arabar, sem hér hafa
starfað undanfarin ár, á móti
þeim. iþróttafólkið fölnaði upp og
ætlaði varla .að komast úr sporun-
um, en israelski öryggisvörður-
inn gekk meðfram hópnum og
hafði nánar gætur á mönnunum, á
meðan hópurinn þaut inn um
dyrnar.
Ekki hafði skrekkurinn sem
þessir þrir litlu menn settu i hóp-
inn, nein áhrif á sundgetu hans,
þegar út i keppnina var komið, og
allir voru búnir aö fullvissa sig
um, að allt væri i stakasta lagi —
sprengjuleit og fleira. Allir syntu
eins og þeir ættu lifið að leysa og
komu i flestum greinum á undan
Islendingunum i mark. Úrslit
keppninnar urðu þau, að ísrael
sigraði með 43 stiga mun... 152
stig á móti 109... Eftir fyrri dag-
inn var munurinn 23 stig. ... 77:54
Israel i vil.
„Éger tiltölulega ánægður með
úrslitin og fer vonbetri i átta
landa keppnina i Osló á morgun”,
sagði Guðmundur Gislason lands-
liösþjálfari, er við töluðum við
hann eftir keppnina i gær.
„Þeir voru með mun sterkara
lið en við héldum, en við komum
ágætlega út úr mörgum greinun-
um, og sums staðar mun betur en
ég átti von á. Má þar t.d. nefna
tvöfaldan sigur okkar i 400 metra
skriðsundi... Friðrik Guðmunds-
son, 4:28,7 og Sigurður Olafsson
4:30,0, og sigur Salome Þórisdótt-
ur i 100 metra baksundi þar sem
hún svnti á 1:18,5 min. Einnig var
árangur Þórunnar Alfreðsdóttur i
100 metra flugsundi mjög góður,
en þar synti hún á 1:12,1 min, sem
er nýtt telpnamet. Þar varð hún i
öðru sæti á eftir Raya Zoref, sem
var á 1:12,0 min. Hún setti einnig
telpnamet i 200 metra fjórsundi.”
Margar greinar mótsins voru
mjög jafnar og skemmtilegar og
baráttan oft geysileg á siðustu
.metrunum eins og oft vill verða I
sundinu. Má þar m.a. nefna 100
metra flugsund kvenna, þar sem
eitt sekúndubrot skildi á milli
tveggja fyrstu, og 400 metra
skriðsund karla, en þessar grein-
ar voru báðar siðari daginn.
Fyrri daginn voru einnig marg-
ar skemmtilegar greinar eins og
100 metra bringusund karla, þar
sem Steingrimur Daviðsson sigr-
aði i 1.15.5 min, og 100 metra
skriðsund karla, þar sem Sigurð-
ur ólafsson varð annar eftir
hörkukeppni við Dan Brenner,
sem synti á 57,1 sek, en Sigurður
var á 57,5 sek. 1 boðsundunum
sigraði Israel yfirleitt með yfir-
burðum nema i 4x100 metra
skriðsundi kvenna — þar kom is-
lenzka sveitin á undan I mark.
— klp —
HEMPEEs
þakmálning
þegar hann lítur niður á HEMPEEs
þöldn og sér hve fallegum blæbrigðum
mánáúrlitum hans
Nú eru fyrirliggjandi 14 gullfallegir litir af HEMPEL’S þakmálningu.
Um gæði HEMPEL’S þakmálningar þarf ekki að efast.
HEMPEL’S er einn stærsti framleiðandi skipamálningar í heiminum.
Seltan og umhleypingarriir hér eru því engin vandamál fyrir sérfræðinga
HEMPEL’S MARINE PAINTS.
Framleióandi á Islandi
SHppfélagið íReykjavík hf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi— Símar 33433 og 33414