Vísir - 22.07.1974, Síða 13
Vlsir. Mánudagur 22. júli 1974.
13
Iðnir
Framhald af n. sihu.
Symonds, Englandi, varö annar á
15:20.6 min. Landi hans Parker
FH sigraði
á Húsavík!
FH tróð tveim stigum i stiga-
pokann sinn um helgina með þvi
að sigra Völsunga fyrir norðan
3:1. Eru þeir nú með 3 stig i for-
skot i deildinni — en það getur
orðið að 1 stigi aftur i kvöld ef
Þróttur sigrar Breiðablik i Kópa-
vogi.
Leikur FH og Völsunga var
ekki neitt sérstakt, en harður á
köflum. Helgi Ragnarsson skor-
aði fyrst fyrir FH en Hermann
Jónasson jafnaði skömmu siðar
og var staðan þannig i hálfleik.
1 siðari hálfleiknum gerði
Janus Guðlaugsson út um leikinn
með þvi að skora tvö góð mörk
með stuttu millibili og urðu loka-
tölurnar þvi 3:1 FH i vií.
Ef Þróttur tapar stigi — eða
stigum — i kvöld fer hagur
FH-inga að verða góður. Þeir
eiga 4 leiki eftir i deildinni... gegn
Haukum, Selfossi, ísafirði og
Þrótti.
— klp —
að bœta metin!
3ji á 16:22.6 min. og Jón H. Sig-
urðsson, HSK, fjórði á 16:24.0
min.
I 200 m hlaupinu bætti Ingunn
Einarsdóttir, IR, Islandsmet sitt i
25.8 sek. eða um sekúndubrot.
Erna Guðmundsdóttir, A, varð
önnur á 26.5 sek. 1 100 m grhl.
hljóp Ingunn á 14.6 sek — þremur
sekúndubrotum betra en íslands-
metið. Keppni hennar við Láru
Sveinsdóttur, A, var mikil, þar til
Lára féll á næstsiðustu grind.
Lára sigraði i hástökki á 1.55 m ,
Arndis Björnsdóttir i spjótkasti,
33.40 m. Guðrún Ingólfsdóttir I
kúluvarpi 11.60 m og Svandís Sig-
urðardóttir, KR, i 800 m hlaupi á
2:31.7 min.
1 800 m hlaupinu setti Jón Dið-
riksson, UMSB, upp mikinn byrj
unarhraða — hljóp á 53 sek. fyrri
hringinn, en þessi skemmtilega
tilraun hans tókst ekki. I lokin
runnu þeir Agúst Asgeirsson,
1:57.2 min. og Gunnar Jóakims-
son, 1:58.0 min. fram úr honum.
Jón hljóp á 1:59.2 min. eða var
nokkuð frá sinu bezta. Það
hneykslaði marga, að strákarnir
voru i sérsaumuðum buxum fyrir
hlaup og á þeim var brezki fán-
inn. Þegar að boðhlaupi kom sið-
ar voru þeir látnir skipta um bux-
ur. Þjóðrækniskennd okkar Is-
lendinga virðist mikil — en eins
og einn forustumaður sagði eftir
hlaupið. „Þvi máttu strákarnir
ekki reka...i brezka fánann”. Ja,
þvi ekki, og buxurnar, sem þeir
kepptu i, eru mun betri en þær
leikfimis- og knattspyrnubuxur,
sem frjálsiþróttamenn okkar
keppa venjulega i. En nóg um
það. I langstökki karla varð Stef-
án Hallgrimsson meistari með
6.84 m. Vilmundur stökk 6.77 m
en Friðrik Þór gerði öll stökk sin
ógild. 1 hástökkinu sigraði Karl
West, UMSK, þegar hann stökk
tvo metra i annarri tilraun, en
Elias Sveinsson stökk sömu hæð i
3ju tilraun. Hvorugum tókst að
stökkva 2.03 metra. Mótið heldur
áfram i kvöld og verða þá margar
skemmtilegar greinar.
— hsim.
Hola í
höggi
A föstudagskvöldið voru
fjórir kylfingar sem mikið
leika saman golf, staddir á
vcllinum I Grafarholti.
Þessir félagar eru þeir Guð-
mundur Vignir Jósepsson,
gjaldheimtustjóri, Magnús
Erlendss., fulltrúi hjá Björg-
vin Schram, Helgi V. Jóns-
son, borgarendurskoðandi,
og Haraldur Magnússon við-
skiptafræðingur.
Þá skeði það að Magnús
Erlendsson sló „drauma-
högg” allra golfmanna —
„holu I höggi”. Skeði þetta á
2. holu sem er 145 metrar og
notaði Magnús járnkylfu nr.
3.
Björgvin 72 holurnar ó pari!
Björgvin Þorsteinsson náöi ein-
hverjum bezta árangri i golfi hér
á landi, er hann sigraði í Akur-
eyrarmótinu, sem lauk um helg-.
ina.
Hann lék 72 holurnar á 292
höggum eða nákvæmlega á pari
vallarins. Afrekið er enn betra
þegar þess er gætt, að það er sett
á lengsta og erfiðasta golfvelli
landsins, „Stóra-Bola”.
Björgvin setti vallarmet 3ja
dag keppninnar, lék þá á 70 högg-
um — 3 undir pari — og bætti
vallarmet Gunnars Þórðarsonar
frá deginum áður um eitt högg.
Nánar verður sagt frá
Meistaramótum klúbbanna i
blaðinu á morgun.
— klp —
Þjóðbátíd á Þingoöllum 28. júlí 1974
Dagskrá
10.57 Biásið til hátíðar.
ísland farsælda frón. Leikið á lúðra af efri barmi
Almannagjár.
11.00 Hringt klukkum Þingvallakirkju.
11.02 Þingfundur settur að Lögbergi.
Þingsályktunartillaga um landgræðslu og gróður-
verndaráætlun til minningar um 1100 ára búsetu
þjóðarinnar í landinu tekin til 2. umræðu og end-
anlegrar afgreiðslu. Einn alþingismaður frá hverj-
um flokki tekur til máls og talar í fimm mínútur.
12.00 Hlé.
13.20 Lúðrasveitir leika á Kastölum.
Rís þú, unga íslands merki, eftir Sigfús Einarsson.
Lýsti sól, eftir Jónas Helgason.
Öxar við ána, eftir Helga Helgason.
Ég vil elska mitt land, eftir Bjarna Þorsteinsson.
Blessuð sértu,sveitin mín,eftir Bjarna Þorsteinsson.
Stjórnendur lúðrasveita eru Páll Pampichler Páls-
son, Sæbjörn Jónsson og Ólafur Kristjánsson.
13.30 Blásið í lúðra.
13.32 Þjóðhátíð.
Matthías Johannessen, skáld, formaður Þjóðhátíð-
arnefndar 1974, flytur inngangsorð.
13.40 Karlakórar syngja.
Víst ertu, Jesú, kóngur klár. Söngstjóri Haukur
Guðlaugsson.
13.43 Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson,
flytur ávarpsorð.
13.53 Karlakórar syngja.
Yfir voru ættarlandi. Söngstjóri Haukur Guðlaugs-
son.
13.55 Þjóðarganga.
Gengið undir fánum byggða frá Öxarárbrú um veg
austan hátíðarsvæðis og inn á Efrivelli að norðan,
og fylkt undir fánum við Fangbrekku.
13.55 Lúðrasveitir leika á Kastölum.
Öxar við ána, mars eftir Árna Björnsson.
Vormenn íslands, eftir ísólf Pálsson.
íslands Hrafnistumenn, eftir Emil Thoroddsen.
Gamlir félagar, eftir Árna Björnsson.
Fanfare, eftir Karl O. Runólfsson.
14.10 Blásið í lúðra.
14.12 Forscti íslands, dr. Kristján Eldjárn, flytur hátíðar-
ræðu.
14.35 Karlakórar syngja.
Ó, guð vors lands. Söngstjóri Jón Ásgeirsson.
Ætlast er til að allir viðstaddir taki undir með
karlakórunum.
14.40 Hátíðarljóð, eftir Tómas Guðmundsson.
Höfundur flytur ljóðið.
14.47 Sinfóníuhljómsveit íslands.
Verðlaunaverkið Tilbreytni, eftir Herbert H.
Ágústsson. Páll Pampichler Pálsson stjórnar
hljómsveitinni.
15.05 Blásið í lúðra.
15.07 Ávörp gesta.
Lúðrasveitir undir stjórn Páls Pampichlers Páls-
sonar leika söng Álandseyja.
Fulltrúi Álendþiga flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Bandaríkjanna.
Fulltrúi Bandaríkjamanna flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Danmerkur.
Fulltrúi Dana flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Finnlands.
Fulltrúi Finna flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Færeyja.
Fulltrúi Færeyinga flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng írlands.
Fulitrúi íra flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Kanada.
Fulltrúi Kanadamanna flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Noregs.
Fulltrúi Norðmanna flytur ávarp.
Lúðrasveitir leika þjóðsöng Svíþjóðar.
Fulltrúi Svía flytur ávarp.
Skúli Jóhannsson, fulltrúi Vestur-íslendinga,
flytur ávarp.
Karlakórar syngja Þótt þú langförull legðir.
Stjórnandi Jón Ásgeirsson.
16.00 Hlé.
16.01 Karlakórar syngja.
Hver á sér fegra föðurland, eftir Eniil Thoroddsen.
Stjórnandi Jón Ásgeirsson.
Þú álfu vorrar yngsta land, eftir Sigfús Einarsson.
Land míns föður, eftir Þórarin Guðmundsson.
ísland ögrum skorið, eftir Sigvalda Kaldalóns.
Stjórnandi Eiríkur Sigtryggsson.
16.15 Skólahljómsveit Kópavogs.
Rímnadansar, eftir Jón Leifs. Stjórnandi Björn
Guðjónsson.
16.20 Halldór Laxness, rithöfundur.
Ávarp í minningu bókmenntanna.
16.30 Sinfóníuhljómsveit íslands.
Verðlaunaverkið Ellefu hugleiðingar urn landnám,
cftir Jónas Tómasson. Páll Pampichler Pálsson
stjórnar hljómsveitinni.
16.45 Karlakórar syngja.
Ár var alda, eftir Þórarin Jónsson. Stjórnandi Jón
Ásgeirsson.
Karlakórar syngja með Sinfóníuhljómsveit íslands.
Landið vort fagra, eftir Árna Thorsteinsson.
Þér landnemar, eftir Sigurð Þórðarson.
Brennið þið, vitar, eftir Pál ísólfsson.
Stjórnandi Páll Pampichler Pálsson.
16.55 Sinfóníuhljómsveit íslands og karlakórar.
Minni íslands, eftir Jón Leifs.
Páll Pampichler Pálsson stjórnar hljómsveitinni.
17.07 íþróttir.
Glíma, sýning og jafnaðarglíma á vegum Glímu-
sambands íslands.
17.19 Hlé.
17.30 íþróttir.
Frjálsíþróttir: 100 metra hlaup kvenna og 1500
metra hlaup karla á vegum Frjálsíþróttasambands
íslands.
Þjóðdansar: Flokkur Vestur-íslendinga sýnir.
Leikfimi: Flokkar á vegum Fimleikasambands
íslands sýna.
Félög og stjórnendur: Flokkur karla frá Glímu-
félaginu Ármanni, stjórnandi Guðni Sigfússon.
Flokkur frá fimleikafélaginu Gerplu, Kópavogi,
stjórnendur Margrét Bjarnadóttir og Friðbjörn Ö.
Steingrímsson. Flokkur stúlkna frá íþróttafélagi
Reykjavíkur, stjórnandi Olga B. Magnúsdóttir,
hljómlist Carl Billich, og flokkur stúlkna og pilta
úr Húnavatnssýslum og Strandasýslu, stjórnandi
Höskuldur Goði Karlsson.
Flokkur stúlkna frá íþróttakennaraskóla íslands
annast lokaatriði fyrir fánakveðju. Stjórnandi
Mínerva Jónsdóttir.
19.20 Forsætisráðherra kveður hátíðargesti.
Fánakveðja. Fánaberi Guðmundur Freyr Halldórs-
son.
19.30 Þjóðhátíð lýkur.
ísland farsælda frón. Leikið á lúðra af efri barmi 5
Almannagjár.