Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.04.1966, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. april 1966 2--------------------- TÍMINN Bærinn okkar HS—Akureyri, mánudag. Leiikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir sjónleikinn „Bærinn okkar“ eftir foanda- ríska leikritaskáldið Thomton Wilder við mikla hrifningu leikhúsgesta. Leikhúsgestum ber saman um, að þessi sýning sé ein sú bezta, sem leikfélagið hefur fæ/t á svið. Nýstárlegt leikritið, framúrskarandi svið setning og fjölbreytileg ljósa- beiting ásamt áferðarfallegum leik mynda heilsteypta og eft irtektarverða sýningu. Akur- eyringar eru hvattir til að láta ekki þessa sýningu fram hjá sér fara. Sérstaiklega er þó fólki úr nærliggjandi sveitum hvaitt til þess að nota sér tæki- §færið, meðan færð er góð. — Næstu sýningar verða miðviku dag og fimmtudag kl. 8 e.h. Bilun í hjólaútbúnaði GS—ísafirði, mánudag. Um sjö-leytið á laugardag var flugvél Vestanflugs að taka sig upp af flugvellinum hér á ísafirði, er flugmaður- inn tók efitir þvi, að ijós það, er gefur til kynna, að hjól vél arinnar séu komin upp, Ifcvikn aði ekki. Flaug flugmaðurinn nokkra stund yfir vellinum og prófaði hjólaúitibúnaðinn með því að setja hjólin upp og nið ur tfi skiptis, en án árangurs. Slökkvilið vallarins var þeg ar kvatt á vettvang og var til taks, ef nauðlenda þyrfti flug- vélinni. Flugmaðurinn gerði tilrauna lendingu með því að láta hjól in snerta jörðina, en ekkert virtist athugavert. Lenti hann þá heilu og höldnu. Við athug un kom í ljós, að um smávægi lega bfiun var að ræða. Tappi sem var í sambandi við áður- nefnt ljós, hafði frosið fastur og valdið því, að aðvörunar- Ijósið fcviknaði ekki. Fjögur einsdæmi ÞS—Djúpavogi, föstudag. Fyrir skemmstu kom hingað Gústaf Gíslason, bóndi og vita- vörður í Papey. Er hann var inntur tíðinda, sagði hann, að í vetur hefðu átt sér stað fjög ur einsdæmi í þeim hluta af sögu eyjarinnar, sem hann þekkti. í fyrsta lagi hefði hann aldrei vitað um eins mikinn snjó í eyjunni og í vetur. í öðru lagi hefði aldrei rekið eins rnikið á fjörur þar og nú. f þriðja lagi hefði ekki sézt fugl í björgunum s.l. hálfan mánuð, en á þessum tíma eru fuglamir yfirleitt að verpa, og í fjórða lagi hefði enginn mað ur komið til eyjarinnar síðan á jólum. Af öðrum fréttum má nefna það, að Sunnutindur kom hing að í gær, fimmtudag, með 50 tonn af slægðum fiski úr ein- um drætti. Var þetta tveggja nátta fiskur. Báturinn kemur aftur ingað í nótt með sæmileg an afla. Inflúensa á Héraði HA—Egilsstöðum, föstudag. Talsvert er farið að bera á inflúensunni hér í þorpinu og eitthivað í sveitinni hér í kring og er þessi faraldur bagalegur bæði fyrir bændur, sem eru að búa sig undir vorverkin og fyr ir unglingana, því að hjá þeim standa vorprófin fyrir dyrum. Einkum hefur flensan lagzt á böm og unglinga, en hingað til er hún vægari í fulorðnum. Unnið hefur verið að því und anfarið að ryðja snjó af veg- um, og eru þeir nú loks orðnir færir í flestar áttir, er fyrst að nefna leiðina um Fagradal niður á Reyðarfjörð, sem var rudd tvívegis áður en varð til ónýtis innan stundar. Einnig er orðið fært um Fellin og Tungurnar og víðar. Hér hefur verið SA-átt, hiti allt upp í 4 stig. Farþegum með flugvélum hingað austur fer nú mjög fjölgandi upp á síðkastið, bæði til starfa við undirbúning á sfldarplönum og annars. Næg atvinna í Stykkis- hólmi KBG—Stykkishólmi, mánudag. Inflúensu hefur enn ekki orð ið vart hér, svo að neinu nemi en margir sjómenn hafa verið sprautaðir gegn henni samkv. eigin ósk, þar sem mjög slæmt væri, ef stöðvun yrði af völd- um veikinnar. Hér er næg atvinna um þess ar mundir og eru allir virkjað ir í landi við vinnslu aflans, sem berst á land. Meira að segja hafa bændur og bænda- synir úr næstu sveit verið fengnir til þess að slægja afl- ann í ákvæðisvinnu á nóttunni og skreppa heim á milli til mjalta. Taka þeir við afla fjög urra báta, en sá afli getur num H ið 100 tonnum eða meiru. Vertíðin hefur gengið sæmi- lega en heildaraflinn mun vera minni en undanfarin ár. Með hagstæðri tíð ætti þó útkoman að geta orðið þolanleg. íkviknun ao Skógum JRH—Skógum, mánudag. Lítils háttar íkviknun varð í héraðsskólanum að Skógum á 11. tímanum í morgun. Kvikn aði 1 rusli út frá miðstöðvar katli og varð töluvert bál. Fljót lega varð vart við eldinn, og var niðurlögum hans ráðið á skammri stund. Slökkviliðinu á Hvolsvelli var get viðvart og komu tveir menn þaðan á brunabíl, en slökkvistarfi var lokið að fufiu er þeir komu á vettvang. Skemmdir af eldsvoða þessum eru óverulegar. FRÁ ADALFUNDI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR MJÓLKURMAGN JÓKST UM TÆPLCGA 2,5 MILU. KG. 71.5% AF SKRÁÐU MEÐALVERÐI MJÓLKUR KOM í HLUT BÆNDA, ÚTBORGUNAR- VERÐ TIL BÆNDA 774,5 AURAR Á LÍTRA. Aðalfundur Mjólkursamsölunn- ar var haldinn fimmtudaginn 14. þm- Sátu hann fulltrúar mjólkur framieiðenda af suður- oig vest urlandi, frá Vestur- Skaftafells- sýslu til Gilsfjarðar. Formaðurinn, Sveinbjörn Högna son, setti fundinn og bauð fulltrúa FB-Reykjavík, mánudag. Fyrstu tónleikar Kammermúsik klúlblbsins 1966 verða haldnir í Kennaraskólanum _ á morgun, þriðjudag, kl. 21. Á efnisskránni aru þessi verk: Concerto Grosso eftir Pietro Locatelli og að lokum Brandenhorgarkonsertinn eftir J. S. Bach. Með þessum tónleikum Kamm ermúsikklúhbsins er hafið tíunda starfsár hans. Meðlimir í klúbbn um eru um 120 talsins Forráða menn hans telja, að vegna þess hve dýrtíðin eykst, sé nauðsyn- legt, að hækka gjald fyrir h/erja Haraldur Guð- mundsson látinn Haraldur Guðmundsson, for- stöðumaður tæknideildar Ríkis útvarpsins, lézt í gærmorgun í Borgarsjúkrahúsinu í Reykja- vík, 53 ára að aldri. flaraldur hafði starfað hjá Ríkisisútvarp inu í 33 ár. * yelfcomna. Flutti hann síðan skýrslu um störf og framkvæmdir stjórnarinnar á s. 1. ári. Forstjór inn, Stefán Björnsson, lagði fram ársreikninga Mjólkursamsölunnar, skýrði þá og flutti yfirlit yfir rekst ur hennar og framkvæmdir á árinu. tónleika, sem klútoburinn heldur, og er það nú gert á þann veg, að árgjald er óbreytt, en tónleikum er fækkað úr sex í fjóra á ári. Auk þeirra tónleika, sem boðaðir eru hér með, eru þessir tónleik ar ráðgerðir á árinu: i maí mun Guðrún Kristinsdótt ir, Ingvar Jónasson og Pétur Þor valdsson flytja trio fyrir píano og strengi eftir Beethoven o. fl. í haust mun bandaríski strengja kvartettinn, sem kenndur er við Iowa flytja strengjakvartetta og loks mun Björn Ólafsson sjá um flutning á kvintettum fyrir blást urshljóðfæri og strengi eftir W. A. Mozart, en á blásturshljóðfær in leika Gunnar Egilson (klari- nett) Kristján Stephensen (óbö) og S. Hunt (flauta). Á tíu ára afmæli klúbfosins á næsta ári munu Árni Kristjáns son, Björn Ólafsson og Einar Vig fússon leika tríó op. 97 eftir Beethoven, en það var upphafs verk starfsemi klúbbsins. — fyrsta tónverkið, sem leikið var á vegum klútobsins 1957. I Rekstur Mjólkursamsölunnar fór vaxandi á árinu eins og undan farin ár. Kostnaður jókst vegna hæbkandi verðlags og launa og nam hann, að meðtöldum afskrift um, 11,7% af heildar-vörusölu hennar. Verðlag mjólkurafurða fór einnig vaxandi, en fylgdi þó ekki strax á eftir. Starfsmenn voru 450 í árslok, eða einum fleiri en í byrjun ársins. Mjólkursölustöð um fjölgaði um 9 á árinu í 125. Mjólkursamsalan rak sjálf 64 mjólkurbúðir. Þar af 40 í eigin húsnæði. Er það tveimur fleira en árið áður. Aðrir aðilar seldu mjólk í 61 búð auk kjörvagna. Innvegið mjólkurmagn til mjólk urbúðanna, sem að Mjólkursamsöl unni standa var 58.537.891 kg. Aukning frá fyrra ári nam 2.454, 991 bg. eða tæpl. 4,4%. Mjólkur samlögin í Búðardal og Grundar firði störfuðu ekki allt árið 1964 og stafar aukningin að nokkru leyti af þvf. Helztu framleiðsluvörur mjólk Framhald á 14. síðu FLYTUR ERINDIUM ^KÓGGRÆÐSLU í dag þriðjudag kemur hingað á vegum félagsins Ísland-Noregur Toralf Austin, deildarstjóri í norska landbúnaðarráðuneytinu. Toralf Austin hefur síðan 1951 haft á hendi yfirstjóm allrar akóg græðslu og gróðrarstöðva i Nor egi, og hefur hann koniið sérstak lega góðu skipulagi á öll þau mál. Hann mun dveljast hér riokkra daga og haida erindi um «kóg græðslu í Vestur- og Norður- Noregi í Reykjavík og á Akureyri. Fyrstu tónleikar Kammer músíkklúppsins 1966 BÚINN AO PLÆGJA, SrtlR í ÞESSARIVIKU KT—Reykjavík, mánudag. Þrátt fyrir mikla kulda að undanförnu, er vitað um a. m.k. einn bónda, sem farinn er að piægja akur sinn, en það mun vera óvenju snemmt, ef miðað er við tíðarfar að undanförnu. Bóndinn, sem hér um ræðir, er Eggert Ólafsson á Þorvalds eyri undir Eyjafjöllum. Biaðið hafði fyrir skemmstu samband við Eggert og sagðist hann hafa byrjað að plægja fyrir viku. Ekki kvað Eggert verkið hafa gengið erfiðlega, en nokkuð mikill klaki hefði verið í jörð. Bjóst hann við að sá korni í akurinn í þessari viku. FRESTUR LÆKNA ER TIL 1. MAÍ FB—Reykjavík, mánudag. Engin lausn hefuf enn fundizt á læknadeilunni. Átján læknar eru nú búnir að segja upp á Lands- spítalanum og á rannsóknarstofun um ,tveir eru búnir að segja upp á Borgarspítalanum og einn á Slysavarðstofunni. Hingað til nafa yfirlæknar á sjúkrahúsum haít leyfi til þess að kalla lækna til starfa, og þeir þá hlotið greiðslur fyrir einstök verk. Nú hafa lækn ar sett tímatakmörk á það, hversu lengi þeir taka þátt í þessari bráðabirgðalausn. Fresturinn renn ur út 1. maí, en eftir það veit enginn hvernig málin verða leyst, ef deilan hefur þá ekki verið leyst. Júlíana Sveinsdóttir látin Júlíana Sveinsdóttir, listmál ari, lézt í sjúkrahúsi í Kaup mannahöfn í fyrradag, tæplega 77 ára að aldri. Júlíana fór utan til listnáms 1912 og bjó þar í borg lengst af. Hún var kunn listakona á Norðurlöndum, bæði fyrir mái verk sín og vefnað. Júlíana var fædd i Vestmannaeyjum, dóttir Sveins Jónssonar trésmíða- meistara og Guðrúnar Runólfs dóttur. Júlíana var í stjórn Char- lottenborgarsýningarinnar frá 1941—1949 og í Akademiraad et 1955—1966 eða þar til hún fór úr því fyrir aldurs sakir. Hún sýndi á Charlottenborg frá 1912—1957. Júlíönu var margvíslegur sómi sýndur, og margar myndir hennar eru í söfnum víða um Danmörku og teppi eftir hana prýðir m. a. hæstaréttar í Kaupmannahöfn. Júlíana sýndi hér 1957 í Listasafni ríkisins í boði menntamálaráðuneytisins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.